Morgunblaðið - 10.08.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.08.1958, Blaðsíða 2
MORCUl\BLAÐIÐ Sunnudagur 10. ágúst 1958 Á færibandinu. íslenzka sementið er nú komið á markaðinn Stendur jafnfætis beztu erlendum sementstegundum að gæðum og er nokkru ódýrara í FYRRADAG var afgreitt fyrsta sementið frá Akranesverksmiðj- unni. Voru það 30 pokar, sem sendir voru forseta íslands. í gær hófst svo sala á sementi frá verk- smiðjunni. Var þá 1—2 þús. pok- um rennt á færiböndum á bíla og þeim síðan ekið út í Akranes- bæ, upp í Borgarfjörð og sumum allt norður á Hvammstanga og Blönduós. íslenzka sementið er í brúnum pokum. Á þá er prentuð blá skreyting kringum áletrun- ina: Sementsverksmiðja Ríkisins — Portland Sement 50 kg. brutto. — Verðið á sementinu er kr. 735,00 hvert tonn (20 pokar) en verð á erlendu sementi hefir að undanförnu verið 760 kr. tonnið. Gæði íslenzka sementsins hafa að sjálfsögðu verið margprófuð í verksmiðjunni og hefir það reynzt mjög góð vara. Ofnin framleiðir 300 tonn af gjalli á sólarhring. Blaðamenn fóru í gær upp á Akranes, skoðuðu pökkunarhús verksmiðjunnar og aðra hluta hennar og fylgdust með störfum hennar. Dr. Jón Vestdal skýrði nokkuð frá starfinu undanfarnar vikur: — Kveikt var undir ofn- inum hinn 14. júní sl. og hefir hann síðan verið í gangi. Fram- leiðsla hans er nú um það bil 300 tonn af gjalli á sólarhring. Eru nú til 15 þús. tonn af gjalli. Mölun þess er lokastig sements- frarnleiðslunnar og er þá blandað í það 4—5% af gipsi. Sements- kvörnin var tilbúin í síðustu viku og hefir verið malað í henni öðru hverju síðan. Rafmagn hefir skort til þess, að hún gæti skilað fullum afköstum en búizt er við — sagði dr. Jón Vestdal — að úr því rætist upp úr þessari helgi, þegar raflínan frá Soginu verð- ur tilbúin. Kvörnin getur malað 20 tonn af sementi á klst. Ætti því ekki að verða skortur á sem- enti, þegar hún er komin í notk- un að fullu. Nákvæmlega fylgzt með framleiðslunni. Að sjálfsögðu hefir veríð fylgzt mjög vel með framleiðslunni. Hef ir til prófunar verið malað sem- ent í smákvörnum á rannsóknar- stofu verksmiðjunnar. Hið nýja sement, sem nú er byrjað að selja er Portland-sement en það er al- gengasta tegund af sementi. Er- lendis eru víða nákvæmar regl- ur um, hvernig sement eigi að vera til að geta kallazt Poruand- sement en þessar reglur eru þó mismunandi frá einu landi til annars. Nýjustu reglurn- ar eru hinar þýzku (DIN 1164) og er samsetning íslenzka sements- ins í samræmi við þær, þó með einni undantekningu — þ. e. að innihald brennisteins-þríildis, SO3 er í íslenzka sementinu allt að því 4% í stað allt að því 3% samkvæmt þýzku reglunum. — Þetta hefir engin áhrif á gæði Sautnað fyrir pokann. sementsins — nema þá til hins betra — sagði dr. Vestdal. Síðar, sennilega seinna á þessu ári, verða einnig framleiddar tvær aðrar sementstegundir: fljót harðnandi Portland-sement og Puzzolan-sement, sem er notað í stórar steypur — einkum í vatni. Sala og dreifing. Verksmiðjan sjálf mun hafa sementið til sölu á Akranesi og í Reykjavík. Verður það fyrst um sinn selt frá skipshlið en sérstakt skip hefir verið tekið á leigu frá Danmörku til að annast flutn- inga til Reykjavíkur. Er það á leið til landsins og mun á næstunni sennilega verða á hverjum morgni í Reykjavík með sement frá Akranesi. Síðar verður væntanlega kom- ið upp sementsafgreiðslustöð í Reykjavik. Sementið er sent út í pokum. Þó er útbúnaður á Akra- nesi til að selja það í lausri vigt og sá háttur verður væntanlega einnig hafður á í Reykjavík með tímanum. Stóðst vel styrkleikapróf. Fréttamenn spurðu ,hvort vart hefði orðið við ryk frá verk- smiðjunni, en dr. Vestdal kvað engar kvartanir hafa borizt um það, sem hugsanlega gætu verið á rökum reistar. Meðan frétta- menn stóðu við í rannsóknarstofu verksmiðjunnar fóru þar fram styrkleikaprófanir. Brotnir voru kubbar, sem steyptir höfðu verið fyrir 13 dögum. Þeir reyndust þola 232 kg. þrýsting pr. fersm. Við togprófun reyndist þolið 53,8 kg. pr. fersentim. Er þetta meiri styrkleiki en hinar þýzku reglur krefjast að steypan hafi náð eftir að hafa harðnað í 28 daga. Nánar verður sagt frá þessari heimsókn í sementsverksmiðjuna í þriðjudagsblaðinu. RANGT. — Bannað er að aka fram úr á gatnamótum eða við þau nema þegur svo stendur á, sem lun myuum sýnir. Skyldur ökumanna við framúrakstur SLYSAHÆTTA er sem kunnugt er mjög mikil við framúrakstur, og eru því sett ýtarleg ákvæði um hann í nýju umferðarlögin. Er nú bannað að aka fram úr ökutæki, ef það getur orðið til hættu eða óþæginda fyrir um- ferð annarra vegfarenda, hvaðan sem þá ber að. Er því t.d. óheim- ilt að aka fram fyrir ökutæki, sem á undan fer, ef sýnilegt er, að ökumaður, sem á eftir kemur, er í þann veginn að aka fram hjá. Sömuleiðis er bannað að aka fram úr á vegamótum, í hættuleg um beygjum og við afmarkaðar gangbrautir. Hins vegar er nú boðið, að ökumenn skuli hleypa fram fyr- ir sig á hægri hönd þeim, sem fram fyrir vilja, enda skal aka fram úr ökutæki hægra megin nema í sérstökum tilvikum, sem nánar verður vikið að síðar. Sá, sem fram hjá ætlar, skal gefa þeim, sem á undan fer, merki, svo að hann megi vita um þá ætlan. Skal þá sá sem á und- an fer, víkja til vinstri og draga úr hraða eða nema staðar, þann- ig að áhættulaust sé að aka fram hjá. Sá, sem fram úr fer, má ekki aka að vinstri brún akbrautar fyrr en hann er kominn svo langt frá hinu ökutækinu, að því geti ekki stafað hætta eða veruleg óþægindi af. Sérstaklega skal á það bent, að ökumanni ,er nú skylt að víkja til hliðar og draga úr hraða eða jafnvel stanza, ef annar ökumað- Við gatnamót má aka vinstra megin fram hjá ökutæki, sem á undan fer, ef ökumaður þess gefur greinilega merki um, aJð hann ætlaði að beygja til hægri, og aðstæður leyfa, En GÆTA SKAL ÞÁ SÉRSTAKRAR VARÚÐAR. — A myndinni er sú bifreið hvít, sem til hægri ætlar, en hin svört, sem fram hjá ekur vinstra megin. En þegar ökumaður hyggst beygja til hægn, skal hann gefa það til kynna með stefnumerki nokkru áður og, ef aðstæður leyfa, aka að miðlinu vegar, eða á ein- stefnuakstursgötum að hægri vegarbrún, samanber hvítu bif- reiðina á myndinni. Tekið við pokunum af færibandinu og þeim staflað upp. ur vill komast fram hjá honum. Er því bannað að auka hraðann við þessar kringumstæður, eins og nú tíðkast mjög, og stofna þannig sér og öðrum vegfarend- um í stórkostlega hættu. Undantekning er gerð frá þeirri reglu, að hægra megin skuli ekið fram hjá ökutækjum, á þá leið, að við vegamót má aka vinstra megin fram hjá öku- tæki, sem á undan fer, ef öku- maður þess gefur greinilega merki um, að hann ætli að beygja til hægri, og aðstæður leyfa. Ennfremur má aka vinstra megin fram úr á þeim götum, sem skipt er í akreinar með sömu akstursstefnu, en gæta skal þá sérstakrar varúðar. Nýmæli er það, að nú ber að gefa með stefnumerkjum til kynna þá breytingu á aksturs- stefnu, sem framúrakstri fylgir. Er að því augljóst hagræði fyrir alla vegfarendur. «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.