Morgunblaðið - 10.08.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.08.1958, Blaðsíða 9
Sunnudagur 10. ágúst 1958 MORGVKfíLAÐlÐ 9 mótmœli Í NAFNI KONUNCS n • • • iif OjhÍH Ikftítt liíuiftf lil Sanmftvlt, íír rní»rr‘i <.* >o!!tmv Íut1n;\ Ki ^lcvi'uv ÍHilflfni, ^lftnnnrn,Díínnmikrn’ Ciukh- CV. *.<* +*■ -y >*&* ^ v& #+y'i v ✓ .* * 4-V&S- greifafrú kemur til að hressa upp á orðstír (Trampes stiffamtmanns) UNDANFARNAR þrjár vikur hefur dvalizt hér á landi fru Bógelund-Jensen, fædd Komtesse Trampe. Hún hefur verið hér í ailundarlegum erindagjörðum, setið lengi á Þjóðskjalasafninu að athuga ætt sína og uppruna. Hún segist einkum hafa komið hingað til íslands í því skyni að rétta hlut langafa sins Tarmpe stiftamtmanns: — Eg veit, að íslendingar hafa löng- um haft horn í síðu hans, sagði hún í samtali við fréttamann Morgunblaðsins, og mér skilst, að hann hafi verið heldur illa þokk- aður af alþýðu manna hér á landi. Ég kom eiginlega hingað vegna þess, að mig langaði að rétta hlut hans og ég vona, að íslend- ingar sjái hann í nýju ljósi, þegar viðtalið hefur birzt í Morg- unblaðinu. i Það er vafalaust rétt hjá frúnni, að Trampe stiftamtmaður, full- trúi konungs á þjóðfundinum í Reykjavik 1851, hafi verið held- ur illa þokkaður hér á landi. Einhvers staðar er þess meira að segja getið ,að bændum á Austurlandi hafi þótt mátulegt að láta hunda sína heita í höf- uðið á honum. Eins og kunnugt er, tók Trampe greifi við stift- amtmannsembættinu af Rosen- örn. Hann kom hingað til lands 29. apríl 1850. Páll Eggert Óla- son segir í ævisögu Jóns Sig- urðssonar, að Trampe hafi verið léttur maður á sér, viðmótsgóð- ur, glaðlyndur og mannblendinn. Hann hafi því brátt orðið vinsæll af íslendingum. Það hafi aukið honum mannhylli með fslending- um, að hann kom því á fastan fót, að bréfagerðir væru á íslenzku innanlands hjá skrifstofu hans og embættismanna í milli. Það er enginn vafi á því, að Trampe greifi tók starf sitt alvarlega. Hann hefur komið til íslands full- ur áhuga, eins og meðal annars má sjá af því, að hann lagði stund á íslenzku eftir að hann kom til landsins. Hann sýndi jafnvel á sér svo þjóðlegan blæ að sækja sjálfan Þingvallafundinn 1850 og æðstu embættismenn í Reykja- vík fóru þá mjög að dæmi hans. En Trampe mun hafa verið nokk- uð laus fyrir, og allmálugur. Mun það hafa staðið honum nokkuð fyrir þrifum í embættisverkum hans á íslandi. Trampe greifi hafði ekki gegnt stiftamtmannsembættinu lengi, þegar kastaðist í kekki milli hans og helztu leiðtoga íslenzku þjóð- arinnar í frelsisbaráttunni. Hann var fyrst og fremst konungholl- ur danskur embættismaður, og enda þótt hann kæmi hing- að með góðan ásetning, tók hann konungdæmið fram yfir allar kröfur íslendinga í þjóðfrelsisbar áttunni. Þegar hann vann sitt óvinsælcista verk — að slíta þjóð- fúndinum svo til formálalaust — hafði hann áreiðanlega ekki ann- að í huga en standa traustan vörð um hagsmuni Danakonungs á íslandi: — Mér skilst, að það hafi löngum verið skoðun íslend- inga, segir greifafrúin, að Trampe stiftamtmaður hafi fundið það upp hjá sjálfum sér að slíta þjóð- fundinum. Hanr. hafi ekki haft til þess heimild konungs, enda kom það beinlínis fram í mótmælum Jóns Sigurðssonar, þegar hann sagði: „Og eg mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar . . .“ Við bentum greifafrúnni á, að til er bréf frá Trampe til innanríkis ráðuneytisins danska, dagsett 4. marz 1851, þar sem hann fer þess á leit, að danskir soldátar verði sendir til Reykjavíkur til þess*að halda uppi lögum og reglu og einnig biður hann um heimild til þess að slíta þjóðfundinum jafnskjótt „og hann, gegn mót- mælum hans, fer út fyrir eða lengra en frumvarp það sem lagt verður fyrir“. Frúin kvaðst vita deili á bréfi þessu, en aftur á móti hafi sú skoðun verið almenn hér á landi, að Trampe hafi ekki fengið þessa heimild konungs og hafi hann slitið þjóðfundinum upp á eindæmi. — En svo vill til, að er ég fyrir ekki all löngu var að blaða í pappírum Trampes greifa, fann ég tilskipun konungs, sem undirrituð er 19. maí 1851. Þar er stiftamtmanninum fyrir- lagt, að fresta og jafnvel leysa upp þjóðfundinn, ef honum þykir þurfa: Vér veitum þér ennfremur heimild til þess að fresta eða jafnvel leysa upp fyrrnefndan fund, ef slíkt ... er talið nauðsyn- legt. Þessi tilskipun var send Trampe stiftamtmanni persónu- lega og ekki út gefin, en í annarri tilskipun, sem dagsett er sama dag og gefin var út á prenti, er til íslands langafa síns lofti“. Hún sagði mér frá Reykja- vík — að bærinn væri lítill og snotur, og hefur hann alltaf ver- ið þannig í ímynd minni. Ég var því ekki lítið hissa, þegar ég kom til Reykjavíkur, sem er orð- in stór borg. Amma þekkti auð- vitað ekki þessa stóru Reykja- vík; bærinn hennar var aðeins lítið þorp. — Nei, hún kom aldrei aftur til íslands. Hún sagði alltaf: Ég fer heim til íslands á 1000 ára hátíðinni (1930), ef ég hef ekki komizt þangað fyrr. En á Alþing- ishátíðinni var hún orðin of göm- ul til að fara í langt og erfitt ferðalag og sat þvi heima. Eins og þér sjáið af þessu, er ég 25% íslendingur. Ég er ákaflega stolt af því, og ef ég geri eitthvað, sem mér finnst veigur í, þá segi ég, að það sé að þakka Þórði Sveinbjörnssyni og hans ætt. Við snerum máli okkar aftur að þjóðfundinum. Frúin sagðist vera viss um, að Friðrik 7. konungur hafi óttazt að verða óvinsæll af íslendingum, ef það yrði heyrin- kunnugt, að þjóðfundinum hefði verið slitið að hans frumkvæði. Hann vildi vera vinsæll og lagði kapp á að þurfa ekki að taka óþægilega af- stöðu eftir fundinn. Trampe var óvenjulengi stiftamtmaður á fs- landi eða til 1860. Ég hef það á tilfinningunni, að hann hafi kom- ið hingað sem ungur hugsjóna- maður og haft hug á því að láta gott eitt af sér leiða. Ég trúi því ekki, að margir danskir embættis- menn á þessum árum hafi lagt Komtesse Trampe ekki eins djúpt tekið í árinni. (Tíðindi frá Þjóðfundi íslendinga árið 1851, Rvík 1851; þar er sagt: „at slutte Forhandlingerne“). — Ég hygg, að konungur hafi viljað forðast að verða illa þokkaður af fslendmgum — og því fundizt rétt að láta reiðina bitna á stiftamtmanni. Það fór líka svo, að Jón Sigurðsson mót mælti í nafni konungs, og reiði íslenzku þjóðarinnar bitnaði á Trampe greifa. Ég vona að þessi misskilningur sé nú að einhverju leyti leiðréttur; þetta er ekki stórvægilegt atriði og skiptir engu í landi, þar sem menn hafa lítinn áhugá á ættfræði, en á ís- landi er ættfræðin snar þáttur daglegs lífs, og þess vegna hef- ur mig langað til þess að hressa svolítið upp á mannorð langafa míns. ★ Frúin hefur þýtt ævisögu Þórð- ar Sveinbjörnssonar háyfirdóm- ara á dönsku. Ástæðan er sú, að hún á einnig ættir sínar að rekja til hans. Þannig er mál með vexti, að yngsta dóttir Þórðar, Áróra Ingibjörg, giftist yngsta syni Trampes greifa, Kristjáni, en Áróra er amma frúarinnar: — Ég ólst mikið upp hjá Áróru ömmu minni og hún lagði kapp á að glæða ást mína á íslandi. Hún sagði mér margt frá gamla landinu og hafði ég ákaflega gam an af því. Þau Kristján kynnt- ust hjá mági Þórðar háyfirdóm- ara, sem var prestur í Bligind á Jótlandi. Hún fór utan ung að aldri, eða aðeins 18 ára gömul, og kom aldrei aftur til fslands eftir það. Ég held hún hafi alla tíð verið rammíslenzk. Hún kunni t.d. aldrei að meta dönsku garð- ana eða skógana. Hún sagðistheld ur vilja fara upp á fjöll, svo að hún gæti andað að sér „hreinu Vér veitum þér ennfremur heimild til þess . . Trampe stiftamtmaður stund á íslenzku. Og í skjalasafni hans hef ég fundið bréf, sem hann skrifaði systur sinni daginn, sem hann kom til Reykjavíkur. Finnst mér það styðja þá hug- mynd mína, að hann hafi bundið miklar vonir við dvöl sína hér. Hann segir meðal annars: Ferðin gekk prýðilega. Tvo fyrstu dag- ana var yndislegt veður, enginn var sjóveikur, þriðja daginn var kuldagjóstur og allir sjóveikir, nema bróðir þinn, sem hefur haft það ágætt alla leiðina og aðeins þjáðst af mjög góðri matarlyst. Þá segir hann, að ferðin hafi aðeins tekið 10% dag og lýsir síðan komunni til Reykjavíkur: Það var sunnudagur, veðrið var fagurt, innsiglingin til Reykja- víkur mjög tignarleg, brött, dimm fjöll á alla vegu, fallegar litlar eyjar liggja fyrir utan höfnina, sem er mjög hreinleg og snotur. .... Þegar akkerum hafði verið kastað í sjóinn, var settur út bát- ur, og þegar ég gekk niður í hann, skutu skipverjar þremur skotum mér til heiðurs, svo að glumdi í klettunum í kring. Fjöldi fólks var saman kominn á strand- lengjunni. Allir tóku ofan, þegar ég steig á land .... Svo mikill mannfjöldi safnaðist saman í kringum mig, að mér virtist erf- itt að komast áfram, en allir voru ákaflega vingjarnlegir við mig, einkum og sér í lagi dömurnar, sem allar voru mjög snotrar. Síð- an segir hinn nýi stiftamtmaður frá því, hvernig þau hjón búa um sig, og kveðst vera þess fullviss, að Jan, kona sín, muni una hag sínum vel á íslandi. í lok bréfsins segir stiftamtmaður, að hann muni taka við embætti næsta dag. Ýmis mál bíða afgreiðslu, segir hann, en þetta gengur áreiðan- lega allt að óskum. — I þessu bréfi er barnsleg gleði yfir því, að vera kominn til íslands og það er auðséð, að Trampe stiftamt- maður hlakkar til þess að taka við hinu erfiða embætti sínu í þessu nýja landi. I næsta bréfi, sem hann skrifar systur sinni, 23. ágúst 1850, heíur þó róman- tísku blæjunni verið svipt burt frá andliti hans og hann verður að horfast í augu við blákaldar staðreyndir; hann segir, að útgjöldin séu mikil í sambandi við embættið. Síðan snýr hann sér að loftslaginu og segir: Þetta er undarlegt land, í dag er heitt, í gær mjög kalt, ýmist rok eða blankalogn, oft rigning . . . og aldrei er hægt að reiða sig á veðrið .... Síðan heldur hann áfram: En þannig er því einnig varið með fólkið, það er ekki hægt að treysta því mjög vel, það lætur einn stjórna sér í dag og annan á morgun, breytir um skoðun á einu andartaki og veit ekki, hvað það vill. Þegar ég kom hingað fyrst, virtist einhver æs- ingur í mönnum, en nú er ástand- ið gott .... Síðan segir stiftamt- maður að hann hafi reynt að vinna hollustu embættismanna — hann hafi ferðazt mikið um land- ið, reynt að tala við sem flesta og lofað landsmönnum að kyssa sig — „eins og þeirra er siður“. Hann skýrir frá stjórnmálaástand inu og segir, að „áróðurs- mennirnir" hafi ákveðið að koma saman til fundar á Þingvöllum, þar sem þeir hafi haft í hyggju að fremja „heimskupör". Síðan segist hann sjálfur hafa farið á fundinn, rætt við foringjana og leitt þeim fyrir sjónir, hversu óskynsamleg slík framkoma væri; jafnframt hafi hann bent þeim á, hverjar afleiðingar hún gæti haft í för með sér fyrir þá sjálfa „því að ég hef ákveðið að gera miklar var- úðarráðstafanir, ef þeir ekki fylgja aðvörunum mínum“. „Af- leiðingin var sú“, heldur stift- amtmaður áfram, „að fundurinn fór fram með ró og spekt og þar gerðist ekkert annað en það, að skipuð var pólitísk nefnd, sem í eiga sæti 5 menn“ — og for- maður nefndarinnar var kjörinn stiftamtmaður sjálfur. — Ég hygg, heldur frúin áfram, að stiftamtmaður hafi ekki gert sér neina grein fyrir því, þegar Fra.nh. á ols. 15 ^igjörlega sjálfvirk is- ísinn kemur mulinn úr tækinu. ísmolarnir eru ávalir og særa því ekki fiskinn. Stakar vélar framleiða frá 360 kg. í 4500 kg. á sólarhring. Afköst samstæða geta verið nokkur hundruð smálestir á sólarhring. Engin gæzla. Vélarnar eru mjög fyrir ferðalitlar og geta staðið hvar sem er. Enginn pækill. BERGEDORFER EISENWERK Hamborg — Bergedorf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.