Morgunblaðið - 10.08.1958, Qupperneq 15
Sunnudagur 10. ágúst 1958
MORCVTSBLAÐÍÐ
15
— Ég mófmæli
Framh. af bls. 9
hann kom til íslands, hve stjórn-
málabaráttan var hörð í landinu,
og sennilega hefur hann orðið
fyrir miklum vonbrigðum. Hann
hefur reynt að vinna landsmenn
á sitt band, enda hefur hann talið
það skyldu sína að gæta hags-
muna konungs. Ég ætla ekki að
fara frekar út í þetta hér, sagn-
fræðingar framtíðarinnar munu
vafalaust fjalla um það, þegar
öll gögn hafa verið lögð á borð-
ið. En ég vona að menn skilji,
að Trampe reyndi aðeins að vera
trúr köllun sinni og hans köllun
var sú — að vera trúr konungs-
veldinu. Þó að hann hafi beðið
um herstyrk til Heykjavíkur og
leyst upp þjóðfundinn, fram-
kvæmdi hann aðeins skipun frá
Kristjánsborg. Ég get því ekkifall
izt á, að hann hafi verið„svikari“,
eins og Páll E. Ólason segir. Hann
gat aðeins gerzt svikari með því
að framfylgja ekki skipunum
konungs. Ég hygg, að hægt sé
að marka álit Islendinga á
Trampe greifa með því að skoða
málverkið af þjóðfundinum í Al-
þingishúsinu. Þar lítur hann út
eins og glæpamaður. En ég trúi
því ek-ki, að hanrfhafi verið það.
Og þess vil ég geta að lok-
um, að íslendingar gáfu honum
fagra silfurskál, sem ég á heima
í fórum mínum, þegar hann fór
aftur til Danmerkur 1860. Hún er
mjög fögur og ber vott um góða
vináttu. Einnig á ég skjalið, sem
fylgdi skálinni. Það er undir-
ritað 31. júlí 1860 og meðal þeirra,
sem skrifað hafa náfn sitt á það,
eru: Helgi Thordersen biskup,
Pétur Pétursson biskup, Páll Mel-
sted, H. K. Friðriksson, B. Gunn-
lögsen, kennari, H. Th. Thomsen I
og Jón Hjaltalín landlæknir.
Við spurðum nú frúna um
Trampe-ættina. Hún svaraði: —
Ættin er upprunnin í Pommern í
Þýzkalandi. 1270 er minnzt á
hana og sagt, að hún sé æva-
gömul aðalsætt. Var hún ein af
fimm elztu aðalsættum í Pomm-
ern. Trampe-ættin fluttist fyrst
til Danmerkúr í 30 ára stríðinu og
skömmu eftir miðja 17 öld voru
greifarnir gerðir að ríkisgreifum.
Tramparnir hafa alltaf verið á-
gætir hermenn og unnu sér mik-
irin orðstír í styrjöldum fyrr á
tímum. Og þess má geta til gam-
ans, að Eric Trampe, sem er í
konunglega danska lífverðinum,
var tekinn til fanga af Þjóðverj-
um í síðustu styrjöld og sat í
fangelsi í eitt ár. Hann fékk leyfi
til að taka stúdentspróf í fang-
elsinu og held ég þess séu fá
dæmi í Danmörku. Við báðum svo
frúna að lokum að segja okkur
frá síðustu árumTrampesstiftamt
manns: — Þegar hann kom heim
til Danmerkur aftur, varð hann
amtmaður í Ringköbing á Jót-
landi, þar sem hann bjó til dauða-
dags 1868. Ég veit ekki hvort
honum leið betur þar en hér í
Reykjavík, en hann hefur senni-
lega viljað fara heim til Dan-
merkur aftur. Það er eðlilegt,
finnst ykkur ekki? Við viður-
kenndum það og kváðumst vona,
að hún hefði ekki komið til ís-
lands erindisleysu. Hún hefði gert
sitt til þess, að langafi hennar
gæti hvílt rólegur í gröf sinni,
hitt hitt væri víst, að málin
tóku aðra stefnu en hann hafði
óskað „í konungs nafni“. Friðrik
7., sem er einna þekktastur fyrir
ást sína á Danner greifafrú, var
ekki mikill stjórnmálamaður og
réðu ráðgjafar hans mestu um
stefnu ríkisins. Þeir ætluðu
konungsfulltrúanum -í Reykja-
vík að koma í veg fyrir
að íslendingar fengju leiðrétt-
ingu mála sinna, enda unnu þeir
að því með oddi og egg að inn-
lima ísland algjörlega í Dan-
mörku. f frumvarpi stjórnarinn-
ar, sem lagt var fyrir Þjóðfund-
inn, var gert ráð fyrir því, að
fsland yrði eins konar hérað í
Danmörku með sérstöku héraðs-
þingi. Með mótmælum Jóns Sig-
urðssonar varð þeirri þróun af-
stýrt, þó að konungur hefði sitt
xnál fram í bili.
BINACA
TANOPASTA MCO ISOTROL
verndar tennur yðar í 8 klst. — Þetta heimsþekkta
svissneska tannkrem er nú komið á íslenzka mark-
aðinn. BINACA, sem ryður sér æ meira til rúms í
Evrópu og víðar, er fyrsta tannkremið með varan-
legum áhrifum, sem hreinsar tennurnar með 100%
árangri og heldur hinum bakteríueyðandi áhrifum
sínum í 8 klst. eftir burstun tannanna. — Efna-
formúla fyrir BINACA tannkrem er frá hinni heims-
frægu lyfjarannsóknarstofnun CIBA S. A. í Sviss. —
Reynið BINACA strax í dag og sannfærist.
Einkaumboð:
FOSSAR H.F.
BOX 762. — SÍMI 16105.
Gætið yðar 1 tima!
BIIMACA
Skattskrá Reykjavikur
árið 1958
er til sýnis í Skattstofu Reykjavíkur, Aþýðuhúsinu við
Hverfisgötu, frá mánudeginum 11. ágúst til sunnudagsins
24. ágúst, að báðum þeim dögum meðtöldum, alla virka
daga frá kl. 9—16, nema laugardaga kl. 9—12.
í skattskránni eru eftirtalin gjöld: Tekjuskattur, eign-
arskattur, námsbókagjald, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald,
tryggingargjald, - slysastryggingariðgjald atvinnurek
enda, iðgjald til atvinnuleysistryggingarsjóðs og skyldu-
sparnaöur.
Innifalið í tekjuskatti og eignarskatti er 1% álag til
Byggingarsjóðs ríkisins.
Kærufrestur er tvær vikur og þurfa kærur að vera
komnar til Skattstofu Reykjavíkur, eða í bréfakassa
hennar, í síðasta lagi kl. 24 á sunnudaginn 24. ágúst.
Reykjavík 10. ágúst 1958.
SKATTSTJÖRINN I REYKJAVlK.
Sumarblússur
verð frá kr. 89.00
Sundbolir
amerískir
Stuttkápur
ftrá London Maid
MARKAÐURINN
Laugaveg 89 — Hafnarstræti 5
INGÓLFSCAFÉ INGÓLFSCAFÉ
Eldri dansarnir
í Ingólfscafé í kvöld klukkan 9 ‘ '
DANSSTJÖRI: ÞÓRIR SIGURBJÖRNSSON
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8. — Sími 12826.
Silfurtunglið
GÖMLU DANSARNIR
í kvöld kl. 9.
Hljómsveit Aage Lorange
leikur. —
Þar sem fjörið er mest
skemmtir fólkið sér bezt.
Otvegum skemmtikrafta.
Símar 19611, 19965 og 11378.
Silfurtunglið.
Þdrscafe
SUNNUDAGUR
DAIMSLEIKLR
AÐ ÞÓRSCAFÉ í kvöld kl. 9
K.K.-SEXTETTINN LEIKUR
Söngvari: Ragnar Bjarnason.
Simi 2-33-33