Morgunblaðið - 10.08.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.08.1958, Blaðsíða 10
10 MORGUNfíLAÐIÐ Sunnudagur 10. ágúst 1958 Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastióri: Sigíús Jónsson. Aðairitstjórar: Vaitýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. UTAN UR HEIMI Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola. sirm 3J045 Auglýsingar: Arni Garðar Knstinsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðaistræti 6 Sími 22480 AsKriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. FYRIRLITNING Á LÝÐRÆÐINU OG MÁTTUR HRÆÐSLUNNAR * r I myndum T:MINN birti forystugrein á fimmtudaginn, þar sem er að finna hugleiðingar um það sem blaðið kallar fall fjórða lýðveldisins franska. Kemst blaðið að þeirri niður- stöðu að höfuðástæðan fyrir þessu falli fjórða lýðveldisins hafi verið sú, hve stjórnarand- staðan í því landi hafi jafnan verið neikvæð. Ekki færir blað- ið nein rök fyrir þessari stað- hæfingu, enda mun orsakanna fyrir stjórnarvandræðum Frakka miklu víðar að leita og aðalmein semdirnar vei’a allt aðrar. En Tíminn notar þessa niðurstöðu sína til að dtila á SiaJfstæðis- flokkinn og telur að afstaða hans gagnvart ríkisstjórn þeirri, sem nú situr, sé til þess fallin að grafa undan „trú á þingræði og lýðræði“ og stefnir þar með stjórnskipulaginu í hættu. Hér er vitaskuld um að ræða heimatilbúin hindurvitni, sem svo oft skjóta upp kollinum á ritstjórnarskrifstofu Tímans. En samt gefur þetta nýjasta heila- fóstur blaðritarans efni til að rifja upp nokkrar staðreyndir. ★ Þegar Hræðslubandalagsflokk- arnir gengu til kosninga, var grundvöllurinn sá, hvernig unnt væri að ná sem flestum þingsæt- um þó atkvæðamagnið væri rýrt. Tilgangurinn með Hræðslu- bandalaginu var að ná meirihluta Alþingis á sitt vald þó mikill minnihluti þjóðarinnar stæði á bak við það. Þetta er mál út af fyrir sig, sem sýnir glögglega, hvaða hug þessir flokkar raun- verulega bera til lýðræðisins. Um leið og þessir flokkar gengu til kosninga með þessu hugarfari, lýstu þeir því jafnframt yfir, að ef þeir kæmust til valda, skyldu Sjálfstæðismenn hvergi fá að hafa áhrif á nokkurt mál. Sér- staklega var það tekið fram, að ekki mættu Sjálfstæðismenn á nokkurn hátt koma nálægt efna- hagsmálum landsins, því að fyrsta og æðsta skilyrðið til þess að leysa þau mál væri einmitt það, að Sjálfstæðisflokkurinn fengi hvergi nálægt að koma. Ef áhrifa hans fengi að gæta þar á nokkurn hinn minnsta hátt, þá væri gersamlega vonlaust um lausn þessara mála, sögðu Hræðslubandalagsflokkarnir. ★ Kosningarnar fóru svo, að Hræðslubandalaginu tókst ekki að ná megin tilgangi sínum. Sá hreini meirihluti, sem þessir flokkar ætluðu sér að ná með svikum við þingræði og lýðræði í landinu fékkst ekki. En ríkis- stjórn var svo mynduð, þvert ofan í gefin loforð, með aðstoð kommúnista og eftir það var yfirlýsingin um útilokun Sjálf- stæðisflokksins frá öllum áhrif- um á landsmálin margendurtek- in. Hér við bætist svo það, að allan þann tíma, sem ríkisstjórn- in hefur setið, hefur verið staðið við þetta fyrirheit um útilokun og áhrifaleysi Sjálfstæðismanna. Ríkisstjórnin og flokkur hennar hafa ekki staðið jafn fast á nokkru sem lýst var yfir, þegar stjórnin var mynduð, eins og þessu atriði. Þetta er raunveru- lega það helzta, sem ríkisstjórnin og flokkar hennar hafa staðið við. Sjálfstæðismenn hafa ekki verið kvaddir til ráða í nokkru máli. Ákvarðanir í þýðingar- mestu málum hafa verið teknar án þess að þeir væru kvaddir til nokkurs ráðuneytis. Sama er, hvort um hefur verið að ræða vandasömustu og flóknustu inn- anlandsmál, eða örlagarík utan- ríkismál, sem allir viðurkenna *að fullkomna samstöðu þurfi um. Bandaríski utanríkisráðherrann, John Foster Dulles fær martröð! Þegar rætt er um þessa algeru útilokun Sjálfstæðisflokksins, verður að hafa í huga, hve stór flokkurinn er. Við Alþingiskosn- ingarnar seinustu fékk þessi flokkur yfir 40% atkvæða og við bæjarstjórnarkosningarnar, sem fóru fram í vetur, jók hann fylgi sitt enn stórlega. . Ríkisstjórnin sér það og hefur lengi séð það og vitað, að hún er í minnihluta í landinu. Þess vegna óttast hún kosningar. Hún vill ekki leita til kjósendanna, af því að þá veit nún að hun mum falla. En þrátt fyrir það, þótt ríkisstjórnin sitji í blóra við þjóðarviljann, slakar hún sízt af öllu á útilokun Sjálf- stæðisflokksins frá áhrifum á landsmálin. Allt þetta atferli er háskalegt brot á grundvallarreglum lýðræð isins og sýnir betur en nokkuð annað, að stjórnarflokkarnir fyr- irlíta raunverulega það lýðræði, sem þeir í öðru orðinu þykjast hampa. Sjálfstæðismenn hafa haldið uppi harðri gagnrýni á ríkis- stjórnina og undan því kvartar Tíminn í þeirri forystugrein, sem vikið er að hér að ofan. En það er skýlaus skylda Sjálfstæðis- manna að halda uppi slíkri gagn- rýni, eins og málefni standa til. Ef flokkurinn gerði það ekki, brygðist hann stórlega skyldu sinni. Það er vissulega von, að sú ríkisstjórn finni til undan högg- um, sem er ber að því að hafa svikið öll þau loforð, sem hún gaf, þegar hún var mynduð, nema þá helzt þetta eina ioforð, sem stað- ið hefur verið við í gegnum þykkt og þunnt, sem er útilok- un stærsta stjórnmálaflokksins frá öllum áhrifum á landsmálin. í gagnrýni sinni hafa Sjálf- stæðismenn í engu gengið á hlut ríkisstjórnarinnar. Hún hefur fengið allt, sem hún átti skilið cg hvorki meira né minna. Þann skaenmt hafa ríkisstjórnin og flokkar hennar raunverulega orð ið sér úti um sjálfir með því að halda uppi því lánslausasta stjórnarfari, sem landsmenn hafa kynnzt, eftir að þeir fóru að eiga með sig sjálfa í stjórnmála- legum efnum. ★ í vor var ríkisstjórnin nærri fallin, eins og kunnugt er. Sjálf var hún búin að dæma sig dauða, þetta kvöld í vor. En hún reis við aftur og það, sem gaf henni máttinn til þess var ekkert annað en hræðslan, hræðslan við lýð- ræðislegar kosningar í landinu og dóm kjósendanna. Ferill nú- verandi rikisstjórnar hófst með bandalagi hræðslunnar og hræðsl an er það, sem haldið hefur henni saman hingað til Það hefur vakið töluverða athygli, að í ræðu, sem fyrrverandi flotaforingi Hitlers, Dönitz, hélt á fundi í Hamborg, sem um 2000 manns úr kafbátaflota Þjóðverja á stríðsárunum sátu, hóf hann til skýjanna afrek kafbátaflotans og fögnuðu fundarmenn þessum ummælum hans ákaft. Skýrði Dönitz frá þvi, að hann hefði fengið bréf bæði frá bandarískum og brezkum flotaforingjum, þar sem þeir hefðu farið viðurkenningarorðum um hann sjálfan og þýzka kafbátaflotann. Þetta verð- ur enn athyglisverðara, þegar það er íhugað, að Dönitz var dæmdur fyrir stríðsglæpi í Nurnberg og sat í fangelsinu í Spandau. Myndin er tekin af Dönitz (fyrir miðju) á fundinum ásamt nokkr- um starfsbræðrum hans úr kafbátaflotanum. EINS og kunnugt er af fréttum og greinum, veit enginn, hvernig Feisal II írakskonungur og Ab- dul Illah krónprins létu líf sitt. Myndin hér að ofan er gerð af þýzkum teiknara eftir lýsingum arabískra blaðamanna. — Sam- kvæmt þeirri frásögn voru kon- ungurinn og enn vakandi mánudagsms föðurbróðir hans kl. 5 að morgni 14. júlí sl. Þeir voru að undirbúa ferð sína til Istanbul á ráðstefnu Bagdad- bandalagsins. Konungi var þá tilkynnt, að majór nokkur ásamt tveimur fylgdarmönnum sínum óskaði eftir að hitta konunginn. Þeim var vísað inn í móttökuher- bergið, þar sem Feisal (1) og Abdul Illah (2) biðu grunlausir. Um leið og majórinn og fylgdar menn hans stigu inn fyrir þrösk- uldinn, kom móðir Feisals, Alioh, og systir hans ásamt tveimur börnum sínum (3) í dyrnar að baki skrifborði konungs. Sumar frásagnir herma, að hermennirn- ir (4) hafi þegar skotið fólkið niður, en samkvæmt öðrum frá- sögnum settu þeir konunginum fyrst úrslitakosti, sem hann hafn aði, og hafi hermennirnir þá um- svifalaust skotið alla viðstadda niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.