Morgunblaðið - 10.08.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.08.1958, Blaðsíða 11
Sunnudagur 10. ágúst 1958 MORGVTSBL AÐIÐ 11 Það eru ekki fyrst og fremst efna hagsvandamál, sem hér er við að stríða, eins og vant er að klifa á. Vandinn er sálarlegs og sið- ferðislegs eðlis. Þjóðin er blátt áfram of eigingjörn. Við höfum vanizt á það síðustu árin og van- ið æskuna á það að láta of margt eftir sér. Ef slíkt skapaði á- nægju, mætti segja, að nokkuð væri unnið. En það er ekki svo vel. Orðið ánægja er komið af nógur og merkir þægindakennd- ina, sem fylgir því að hafa nóg En eigingirniri fær aldrei nóg. Það er hennar eðli, og þess vegna getur hún ekki skapað ánægju. Það þarf annað og meira.“ Margþættar orsakir Laugad. 9. dgúst Andlát dr. Helga Tómassonaí Dr. Helgi Tómasson var óvenju- lega hugmyndaríkur maður, skjót ráður og þolgóður. Hugðarefni hans voru4 mörg og hann lagði sig allan fram um að hrinda þeim í framkvæmd. 1 aðal- starfi sínu, læknisfræðinni, vann hann frábært verk. Hann var ágætur vísindamaður, sem stöð- ugt fylgdist með nýjungunum og gerði sjálfstæðar rannsóknir við erfið skilyrði. Hvarvetna þar sem hann tók þátt í félagsmálum, lét hann mjög að sér kveða. Svo var t. d. í félagsskap lækna, í stjórn Sjúkrasamlags Reykjavík- ur, ' Rotary-félaginu, skógrækt- arfélögum og skátasamtökun- um. Hann var skátahöfðingi ís- lands í tvo áratugi og átti t. d. hugmyndina að því að fá Úlfljóts- vatn fyrir starfsemi skáta. í skógræktinni sýndi Helgi, sem ella, að honum var ekki nóg að ræða um hugmyndir heldur vildi hann um fram allt fram- kvæma þær. Dr. Helgi ætlaði sér ekki ætíð af í ákafa sínum og er nú horfinn héðan langt fyrir oldur fram. Skjótur dauðdagi hentar miklum kapps- og at- hafnamönnum betur en langvar- andi heilsuleysi og nafn dr. Helga mun lengi lifa í verkum hans. Vinir hans munu ætíð minnast heilsteypts drengskap- armanns, sem aldrei kom til hug- ar að hvika frá því, sem hann taldi satt og rétt. Afmæli Péturs Ottesens Ánægjulegt var að koma að Ytra-Hólmi laugardaginn 2. ágúst sl. á sjötugsafmæli Péturs Ottesens. Hið forna höfuð- ból mun sjaldan hafa verið feg- urra en þá. Víðlendar grænar grasgrundir hölluðust niður að fagurbláum sléttum sjónum. Á hlaðinu var fjöldi bifreiða og gestir sátu inni í öllum stof- um. Þar voru veitingar fram bornar af frábærri rausn, en mest var samt ánægjan af að spjalla við sjálfa húsráðendur og þá er komnir voru til að hylla Ytra-Hólms-hjónin á þessum merkisdegi. Með réttu er talað um þær miklu breytingar, sem orðið hafi í íslenzku þjóðlífi síðustu 40—50 árin. Úr því verður ekki of mikið gert, og sumir óttast, að þær hafi í för með sér, að ís- lenzka þjóðin glati eðli sínu, hætti að vera íslenzk á þann veg, sem við teljum vera okk- ar aðalsóma. Lengst af þessum mikla breytingatíma hefur Pét- ur Ottesen setið á Alþingi ís- lendinga eða lengur en nokkur annar í sögu þjóðarinnar fyrr og síðar. Ekki skal um það efazt, að Pétur hafi verið góður fulltrúi sinnar kynslóðar, þegar hann var fyrst kosinn á þing fyrir 42 ár- um. En víst er, að hann er ekki síður góður fulltrúi íslenzku þjóðarinnar nú. Sá sérstaki trúnaður, sem honum hefur verið veittur, sannar það, svo ekki verður um deilt. Á afmælisdag- inn varð Pétur og var hollustu hvarvetna að, einnig víðs vegar úr fylkingu þeirra, sem honum eru andsnúnir í dægurmálum. Ef nokkuð einkennir Pétur öðru fremur, er það, hversu ramm- íslenzkur hann er. Sú staðreynd að enginn skuli lengur hafa set- ið á Alþingi íslendinga en ein- mitt svo rammíslenzkur maður sem Pétur Ottesen, sannar, að því fer fjarri, að þjóðin sé í þann veginn að glata beztu einkennum sínum. Sem betur fer hafa þau aldrei fremur verið í heiðri höfð en nú. Góð umgengni Þegar ekið er um sveitir lands- ins rifjast ætíð upp, hvérsu mikla þýðingu hefur, að hús séu sæmilega máluð. Að vísu kann að vera góð umgengni sums stað- ar þar sem menn af einhverjum ástæðum hafa ekki málað hús sín, og auðvitað á skoðun ferða- langs, sem þeytist um sveitir litlu eða engu að ráða um það, hvernig bændur búa híbýli sín. En engum er gert rangt til, þó enn sé sagt það, sem oft hefur verið fram tekið áður, að hús breyta gersamlega svip til bóta við það að vera sæmilega máluð. Þetta gleður og ekki aðeins auga vegfaranda, heldur er það nokk- ur þáttur í uppeldi hvers og eins, að hann venjist snyrtilegu um- hverfi og hafi fremur unan af því, sem fagurt er en Ijótt. Þetta á auðvitað ekki einungis við um sveitabæi, heldur einnig um þorp, bæi og borgir. Lengi vel báru einstakir bæir úti á landi eins og Seyðisfjörður og Stykkishólmur af um snyrtimennsku. — Á þessu hefur víða orðið veruleg breyt- ing til batnaðar hin seinni ár, svo að ýmsir bæir, sem áður virtust gráir og kuldalegir, þeg- ar í þá var komið, hafa nú bjart og margbreytilegt útlit. Við Reyk víkingar þekkjum sjálfir þau miklu stakkaskipti, sem orðið hafa á borg okkar að þessu leyti hin síðari ár. Þó eru þar enn ein- staka óskiljanlega leiðir blettir á. Svo er t .d. um húsið mikla, sem Reykjavíkurbær lét á sín- um tíma byggja á mótum Löngu- hlíðar og Miklubrautar. Húsið sjálft er enn hið prýðilegasta á að líta, en umgengin í kringum það er til háborinnar skammar. Þarna býr margt myndarfólk. Það ætti nú að taka saman hönd- um og búa sér svo fagurt um- hverfi að til þess verði vitnað á annan veg en nú er gert. Skólaslitaræða Þórarins Þórarinn Björnsson, skólameist ari á Akureyri er einn þeirra, sem tala á þann veg, að öllum er ávinningur á að hlýða. — Morgunblaðið birti s.l. sunnudag hluta af ræðu þeirri, sem Þórar- inn flutti við skólaslit í Mennta- skólanum á Akureyri 17. júní s.l. Margt í ræðu þessari er sagt af miklu mannviti, svo sem t. d. þetta: „Ég hygg ,að það sé ein af mót- setningum nútímaþjóðfélags, að minnsta kosti hins íslenzka, að sú félagshyggja, sem kemur fram í ýmsum samtökum fólks- ins og margvíslegri lagasetningu og ráðstöfunum hins opinbera, elur sjálfshyggju einstakling- anna og grefur þannig undan sjálfri sér. Menn gleyma því, að sönn félagshyggja hlýtur og verð ur að eiga rætur í fórnarlund, eða því hugarþeli, sem getur látið á móti sér vegna annarra. Annars á félagshyggja á hættu að snúast í skipulagða eigingirni, og ég fæ ekki betur séð en það sé einmitt þetta sem hefur verið að gerast hér á landi, og þess vegna er vandi þjóðfélagsins orðinn svo harðsnúinn, að enginn virðist þess megnugur að leysa hann. — um hagfræðingum í vor, að þeir hefðu sagt, að verkföllin miklu hefðu verið afleiðing geigvæn- legrar efnahagslegrar þróunar, en ekki orsök hennar. Með orð- hengilshætti komast menn ekk- ert nær sannleikanum, og auð- vitað eru orsakirnar hér saman tvinnaðar. Engum þeim, sem sjálfur tók þátt í atburðunum og sá hvað gerðist, getur þó bland- azt hugur um, að orsakir verk- fallanna 1955 voru fyrst og fremst af stjórnmálalegum ástæð um en ekki efnahagslegum. Vel má vera, að vissar efnahagsástæð ur hafi greitt fyrir verkföllunum, en það sem þeim réði, var ákveð- inn stjórnmálavilji til að splundra þáverandi ríkisstjórn og sýna að hún væri ekki þess megnug að ráða við vandamálin. Þeir, sem segja að verkföllin nafi hafizt vegna þess að vinní var meiri en nóg og þess vegna hafi verið boðið í verkafólkið, gleyma því, að áður hafa verk- föll verið hafin hér undir því yfirskyni að vinna væri of lítil og þess vegna yrðu verkamenn að fá sér vinnuleysið bætt upp með hærra kaupgjaldi. „Engin Iiula4‘ ? Hér sem ella er mest komið undir forystunni og í hvaða anda hún starfar. Hagfræðingarnir munu nú og hafa sannfærzt um, að bjargráðin, sem þeir eflaust töldu vænleg miðað við efna- hagsástandið, duga ekki. Meðal annars vegna þess, að þau voru af stjórnmálaástæðum bjöguð þegar í upphafi. Síðan hafa þau af annarlegum orsökum orðið upphaf almennra kauphækkana í landinu, þó að þau sjálf bygg- ist á því, að hið almenna kaup- gjald hafi þegar áður verið of hátt. Vandinn eykst við það, að stjórnarvöldin gera sér hvorki næga grein fyrir, hvað fyrir þeim sjálfum vakir, né þora af stjórn- málalegum ástæðum að segja almenningi satt til um hver til- gangurinn er með gerðum þeirra. Álþýðublaðið sagði raunar sl. laugardag um efnahagsmálin og landhelgismálið: „En bæði þessi mál eru alþjóð kunnug, yfir þeim hvílir engin hula“. Þessu er því miður á allt annan veg farið. Stjórnarherrarnir hylja bæði fyrir sjálfum sér og öðrum, höf- uðstaðreyndirnar, sem mest á veltux-. Mynd þessi er tekin af þrettándu hæð húhúss þess er prentarar eru að reisa í Hálogalandshverfi. Útsýni af efstu hæðum háhúsanna er bæði mikið og fagurt. Á myndinni sést í forgrunni hið nýja hverfi, sem er þarna í byggingu. — Þá sér út yfir sundið til Viðeyjar og má þar greina Viðeyjarstofu. Síðan sést allt upp á Kjalarnes með yzta hluta Esjunnar að baki og Akrafjall litlu vestar. Ljósm. vig. REYKJAVÍKURBRÉF I þessum orðum skólameistara er vikið að kjarna þess vanda- máls, sem nú er við að etja í íslenzkum stjórnmálum. Efna- hagsvandinn verður ekki leystur með fjárhagsráðstöfunum ein- um. Hverjum um sig hættir ætíð við að skoða málin um of ein- hliða frá sínum eigin sjónarhól Þetta er óhjákvæmilegt, en hætturnar, sem af því leiðir, verður að varast. Staglið um efnahagsvandamálin að undan- förnu er svo ófrjótt sem raun ber vitni, vegna þess að menn hafa ekki nógu almennt skoðað vandamálin í heild og gert sér grein fyrir öllum orsökum þeirra. Það var t. d. haft eftir merk- „Tímamót eftir páska44 Þegar Alþýðublaðið fullyrðir, að engin hula hvíli yfir efna- hagsmálunum, hljóta menn að minnast þess, að nokkru fyrir páska í vetur hafði Alþýðublaðið um það mörg og stór orð, að nú væri að vænta tímamóta í ís- lenzkum stjórnmálum, að vísu ekki fyrr en eftir páska! Þessi tímamót áttu að koma af því, að fundin væri ný lausn efnahags- málanna. Lausn, sem staðið gæti til frambúðar og forðað þjóðinni frá þeim eilífu bráðabirgðaráð- stöfunum, sem að undanförnu hafði þurft að gera. Þegar á reyndi varð lítið úr efndunum á stóryrðum Alþýðu- blaðsins. Raunin varð sú, að á sl. vori voru bjargráðin lögfest, en þau eru mesta bráðabirgðaráð- stöfun, sem nokkru sinni hefur verið gerð í efnahagsmálum þjóð arinnar. Ekki er mögulegt, að Alþýðublaðið hafi átt við þau úr- ræði, þegar það boðaði tímamót í íslenzkum stjórnmálum eftir páska. Hver voru þá þessi snjall- ræði Alþýðublaðsins? Úr því að blaðið fullyrðir æ ofan í æ, að engin hula sé yfir þessum mál- um, nema helzt fyrirætlunum Sjálfstæðismanna, væri ekki úr vegi fyrir það að skýra almenn- ingi frá því, hver þessi mikils- verðu úrræði flokks þess voru. Vissulega er ekki ónýtt að vita, að þau séu fyrir hendi, þó að Alþýðuflokkurinn af einhverjum ástæðum hafi ekki treyst sér til að hrinda þeim í framkvæmd um páskaleytið í vor. Kj ör dæmaskip un- in og Framsókn Vant er að sjá, hvort meiru ræður um skrif Tímans blygð- unarlaus óskammfeilni eða óskilj anleg vanþekking. Fyrir nokkr- um dögum mótmælti Tíminn t. d. því, að Framsókn hefði skapað sér forréttindi í skjóli ranglátrar kjördæmaskipunar. Tíminn sagðx í því sambandi: „------enginn af núverandi stjórnmálaflokkum íslands hefur haft eins lítil áhrif á það að móta kosningaskipulagið og Framsóknarflokkurinn. Að svo miklu leyti, sem kjördæmaskip- unin er ekki eldri en núverandi stjórnmálaflokkar, hefur hún verið mótuð af andstöðuflokkum Framsóknarflokksins og þá Sjálf- stæðisflokknum fyrst og fremst. Bæði kjördæmabreytingin 1933 og kjördæmabreytingin 1942 voru settar í andstöðu við Fram- sóknarflokkinn og hann hafði því engin áhrif á þær“. Hér er beinlínis sagt rangt til um samþykkt kjördæmabreyt- ingarinnar 1933—34. Hún var ákveðin með samningum við Framsóknarflokkinn. Hann mót- aði hana mjög, og framsögumað- ur stjórnarskrárnefndar 1934, þegar þessi breyting var endan- lega samþykkt, var einmitt Ey- steinn Jónsson. Hann mælti ein- dregið með samþykkt frumvarps ins. Hvaða kjordæma- skipun vill Framsókn ? En látum það vera, og segjum sem svo, að Framsókn hafi verið andvíg kjördæmabreytíngunum 1934 og 1942, því að halda má fram, að 1934 hafi hún sam- þykkt breytinguna nauðug, þó að hún að lokum gerði það. En hver er þá vilji Framsóknar í þessum efnum? Framsóknarflokkurinn hefur aldrei fengizt til þess að bera fram neinar heillegar tillög- ur um kjördæmaskipun. Hann hefur ætíð þvælzt á móti þeim tillögum, sem fram hafa komið. Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.