Morgunblaðið - 10.08.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.08.1958, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. ágúst 1958 — Reykjavíkurbréf FiamJhald af blu. 11. Ýmist verið á rnóti umbótunum til siðustu stundar eins og 1942, eða samþykkt þær til að forðast algert öngþveiti, eins og 1933 og 1934. Eftir þeirri framkomu og orðum Tímans nú verður því ekki betur skilið, en að Fram- sóknarmenn telji enn, að hin Lítil telpa á rauðum kjól kœtt við Þorbjörgu Björnsdóttur nírœða — Nú er Tobba ekki lengur nein Tobba, sagði Þorbjörg Björns dóttir, þegar blaðamaður Mbl. hitti hana að máli í fyrradag rétta kjördæmaskipun hafi verið j Hún beindi að vísu ekki orðum sín hér á landi áður en stjórnarskrár um til hans, heldur barnanna, breytingin 1934 tók gildi. Það er j sem sátu í sófanum og biðu þess því fróðlegt að athuga, hvernig ■ með eftirvæntingu, að vig ljós- úrsht kosninga hefðu orðið, ef myndari smellti af. — Ég er orð- breytingarnar 1934 og 1942 hefðu ekki náð fram að ganga. Vill Framsókn fá 22 af 42 ? Við síðustu kosningar fékk Framsóknarflokkurinn, eins og kunnugt er, rúm 15% af öllum kjósendum landsins. Þó að kjós- endafylgið reyndist ekki meira, fengu Framsóknarmenn kosna 17 pingmenn af 52, eða aðeins tveimur færri en Sjálfstæðis- flokkurinn, sem fékk 42,4% af fylgi kjósendanna. — Flestum finnst þetta ranglæti ærið nóg og telja að íslenzkt þjóðfélag sé í yfirvofandi hættu, ef ekki verður bráðlega úr þessu bætt. En það, sem Tímanum þykir að, er, að rómglætið sé alltof lítið. Ef kjördæmaskipunin sem gilti fyrir 1942 væri enn í gildi, mundi Framsóknarflokkurinn með sín rúm 15% allra atkvæða við kosn- ingarnar 1956 hafa hlotið 20 af 49 þingsætum, í stað þeirra 17 af 52, sem hann raunverulega fékk. En ef enn hefði verið í gildi sú skipan, sem var fyrir 1934, eru allar líkur til, að Framsókn hefði af 42 þingmönnum, en fleiri voru þeir ekki þá, hlotið 20 við kjör- dæmakosningar og 2 við lands- kjör eða samtals 22 — þ. e. hreinan meirihluta! Slíkt er Framsóknarréttlætið, sem Tíminn fárast yfir, að ekki skuli enn gilda! in gömul kerling, bætti hui. við og brosti framan í ijósmyndarann, með þeim árangri sem sést á þess ari síðu. Svo lagði hún hendurnar í kjöltu sér og bætti við: — Æ, ég veit ekki hvernig ég á að fara með þessar hendur, þær hafa allt- af verið svo stórar. Þorbjörg er níræð í dag og í til efni þess látum við þessar lín- ur fylgja myndinni. Þó að þetta sé engin fermingarmynd, er hitt víst, að Tobba er ennþá sú gamla Tobba, hvað sem hver segir. Þorbjörg er fædd og uppalin í N.-Múlasýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Jónsdóttir og Björn Sigurðsson bóndi á Stóra- bakka í Hróarstungu. Hún missti föður sinn þegar hún var sjö ára og skildi þá líka við móður sína, því hún varð að sjá um bróður hennar, sem var þremur árum yngri. Þorbjörg var því á ýmsum stöðum í sveitinni fram að tvítugu og getur hver maður ímyndað sér að það hefur ekki alltaf verið bjart fram undan í lífi ungu telp- unnar. Henni þótti ákaflega vænt um föður sinn og um hann á hún fegurstu æskuminninguna. — Á þjóðhátíðinni 1874 var ég aðeins sex ára. Þó man ég vel eft- ir þessum degi: Ef ég renni hug- anum að þessari hátíðlegu stund, sé ég fyrir mér dálítinn telpu- hnokka, sem gengur um slétt tún- ið á Hallfreðsstöðum í fylgd með föður sínum, horfandi á þau und ur, sem fyrir augu bar, giöð og hamingjusöm, í rauðum vaðmáls- kjói með axlasvuntu úr gráu sissi. Mikil lifandis ósköp fannst henni Framfíðaratvinna Ábyggilegur reglusamur maður getur fengið at- vinnu í efnalaug. Æskilegur aldur 35—45 ára. Til- boð sendist til Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt: „Hrein- legur — „7 — 6651“. Einbýlishús Við Borgarholtsbraut í Kópavogi er til sölu. Húsið er 114 ferm. steinhús, 4 herb. og fleira á hæð og 3 herb. í risi. Fasteignaskrifstofan Laugavegi 7. — Sími 19764. Eftir lokun 13533. Einbýlishús — Gróðroslöð Lítið en vandað timburhús á mjög stórri vel ræktaðri lóð í nágrenni Reykjavíkur til sölu, hentugt sem gróðrarstöð. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Fasteignaskrifstofan Laugavegi 7. hún vera fín á þessum bjarta sum arfagra degi. Hún hafði aldrei átt önnur eins föt á ævi sinni og beit í sig þessa minningu, sem hefur fylgt henni alla tíð síðan. — Já, þjóðhátíðin hjá okkur var haldin á Hallfreðsstöðum, bæ Páls Ólafssonar — næsta bæ við okkur, og því ekki langt að fara. Þorbjörg Björnsdóttir En þó ég muni svona vel eftir þess um degi, veit ég ekkert um, hvað þarna fór fram. Það var kjóllinn. Og svo hafði ég nú ekki mörg ár að baki, ekki eldri en hún Svava litla þarna. „Vesturferðirnar" svokölluðu eru Þorbjörgu í barnsminni. Hún segir, að ástandið í sveitinni hafi verið hörmulegt á þessum árum: — Þið getið ekki gert ykkur neina grein fyrir því, ekki held ég. Eg man sérstaklega eftir þ\i, hvað margt fólk fór „vestur“ 1876, þá mátti heita, að mitt byggðarlag legðist í eyði, a. m. k. lá við borð að margir bæir tæmdust að fólki. Þá fór margt frændfólk mitt og fæstir komu aftur til gamla lands ins. Það var líka svo, að fólkið kvaddi vini og ættingja eins og það væri að sjá á eftir þeim ofan í gröfina; það datt engum I hug, að neinn kæmi aftur úr útlegð- inni. Það felldi margur maðurinn tár á þessum árum, o-já — ekki vantaði það. Þetta var hörmulegt ástarid. Að vísu byggðust sumir bæirnir aftur, en aldrei eins og var. Sums staðar lagðist allt í eyði.... — En svo fórstu til Seyðis. fjarðar, Þorbjörg? — Já, þegar ég var komin und- ir tvítugt. — Og hefur væntánlega keypt þér nýjan, rauðan kjól? Já, ætli það ekki. Þá var ég á mínum beztu árum, kát og glöð eins og gengur. Þar hitti ég móð- ur mína aftur og bjó hjá henni, þar til hún lézt, aldamótaárið. — Skömmu síðar fluttist bróðir minn til Ameríku, þar sem hann hefur verið síðan. Hann er nú hálf-ní- ræður. Það hefur margt á daga hans drifið, get ég sagt ykkur, og ekki allt tekið út með sældinni. — Bréfin hans hafa alltaf verið skemmtileg, en oft var það erfitt, o-já. — — Þú hefur auðvitað lagt ýmis legt fyrir þig á Seyðisfirði? — O-já, eins og gengur. Ég lærði að sauma, en vann annars allra handa vinnu. Ég saumaði fyrir allar „betri háttar konur“, í bænum, svo voru þær nú kall- aðar í þá daga, ágætar manneskjur allar saman, ekki vant aði það. Ég hef ekki kynnzt öðru en góðu fólki um dagana og verð að segja, að það hefur verið mín mesta gleði í lífinu. — O-nei, það gerðist svo sem ekkert á Seyðisfirði eftir að ég kom þangað, snjóflóðið mikla „um garð gengið“ og allt i föstum skorðum. Ég þarf náttúrlega ekki að segja ykkur frá því, þegar sím inn kom til Seyðisfjarðar. Það muna allir. Strengurinn var sett- ur í land í víkinni fyrir utan Stein holt, margir höfðingjar komu saman, ræður voru fluttar. Hann- es Hafstein var glæsilegur mað- ur, það vantaði ekki, en á ég að fara að lýsa því yfir einu sinni enn, æ-jæja. Okkur stelpunum hef ur vafalaust fundizt hann „sæt- ur“, blessaður maðurinn, þið vitið hvernig það er. ... Og svo er komið að lokaáfang- anum: — Ég kynntist Valgerði, systur Björns á Dvergasteini, á meðan ég dvaldist þar um skeið. Hún fór sem ráðskona að Hvanneyri í Borg arfirði 1907 og slóst ég I förina með henni. Ég réði mig hjá þeim hjónum, Svövu Þórhallsdóttur og Halldóri Vilhjálmssyni skólastj., og var ráðskona á Hvanneyri í 30 ár. Síðan fluttist ég með fjölskyld unni hingað til Reykjavíkur og hef verið með henni til þessa dags, eða í 51 ár. \lltaf liðið vel hjá þeim, ég er nú hrædd um það, og minnist þeirra allra með hlýju —- finnst ég vera orðin ein af fjöl- skyldunni. — Hvernig er nú að hafa verið í rúma hálfa öld í þjónustu sama fólks? — Alveg prýðilegt. Þær gera það víst ekki lengur og varla í framtíðinni. Það er komið svo mik ið los á fólkið, já, lítið þið bara á pólitíkina, ég veit bara ekki hvar þetta endar allt saman. En ég ætti ekki að vera að skipta mér af því, kemur það ekkert við —• nei, mér er svo sem sama, komin á þennan aldur. — En hvað sem um það má segja, getið þið bætt því við, að mér hefur alltaf verið ákaflega illa við flutninga og hef helzt ekki viljað skipta um vist. Kannski einhver áhrif frá æsku- árunum, veit það ekki, en ég hef jafnvel orðið veik af tilhugsun- inni um að þurfa að flytja. Ég vona, að til þess komi ekki oftar. Samtalinu var lokið. Þorbjörg spurði, hvort þetta væri nóg undir myndina. Við játtum því og kvöddum þessa trygglyndu þjón- ustu, minnugir þess að það er ekki sama, hvort þjónað er af illri nauð syn eða með höfðingslund. Þor- björg hefur alltaf þjónað með höfðingslund — og hjarta hennar er ekki minna en hendurnar. ★ Þorbjörg er í dag eins og hún hefur verið seinustu 20 árin hjá sinni gömlu húsmóður, Svövu Þórhallsdóttur, að Fjólugötu 19a og munu sjálfsagt margir eiga leið þangað í dag. Þórunn AÖils banka- fulltrúi — Minningarorð Á MORGUN fer fram útför Þór- unnar Aðils bankafulltrúa í Landsbankanum' sem andaðist þann 2. þ. m., 52 ára að aldri. Ung að aldri gerðist Þórunn starfsstúlka í Landsbankanum og vann þar ætíð síðan. Komu strax í ljós ágætir hæfileikar hennar enda átti hún til góðra að telja þar sem hún var dóttir hms al- þekkta ritsnillings Jóns heitins Aðils og konu hans, Ingileifar Snæbjarnardóttur, er af þeim sem hana þekktu var talin vel gefin kona. Lengst af starfstíma sínum veitti Þórunn forstöðu og var fulltrúi í einni umsvifamestu og vandasömustu deild Landsbank- ans, þar sem er afgreiðsla erlends gjaldeyris og mun það allra dóm- ur að henni tækist það með af- brigðum vel, enda var hún auk ágætra gáfna gædd framúrskar- andi góðri lund, stjórnsemi og stillingu. Að sama skapi var hún hinn skemmtilegasti félagi, enda líka mjög vinsæl af öllum sem henni kynntust, ekki sízt samverka- fólki hennar og vinkonum. umboösmenn:- KRISTJÁN O. SKAGFJÖRD H/F REYKJAVDC. MARGF0LD ENDING MEÐ MANSI0N BÓNI Heimili sitt annaðist hún með frábærri alúð og umhyggjus».mi og er því þungur harmur kveð- inn að ástvinum hennar við frá- fall hennar. Þrek hennar og sá’arkraftar komu líka greinilega í ljós i veik- indum þeim sem hún átti við að stríða 1 síðastliðin 2 ár og sem bæði hún og allir henni nákomn- ir vonuðust til að myndu enda með bata hennar en sem því miður, ekki varð raunin á. Það er því með sárum söknuði að við nú kveðjum Þórunni Aðils hinztu kveðju. Við sem lengi höfí? um unnið með henni og þekktum hana svo vel, munum alltaf varð- veita með þakklátum huga minn- inguna um hana, skemmtilegu samverustundirnar með henni, vináttu hennar og tryggð. Sigr. Brynjólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.