Morgunblaðið - 10.08.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.08.1958, Blaðsíða 16
16 M O R C TJ \ fí L Á Ð 1 Ð Sunnudagur 10. ágúst 1958 Skk\.V*A(rA ePTlR RICHARP h«nnar af Ben hafði biindað hana í svip fyrir göllum hans, og sú íkoðun, sem hún hafði myndað sér á honum í fyrstu, hefði verið sú rétta. „Hann er ekki slæmur rnaður", sagði hún. „Hann vill ekki særa neinn. Hann er góður og vingjam legur. En hann á lítið hjarta — of lítið til þess að rúma mikla ást. Ef til vill nóga ást fyrir 'sjálf an sig, en ekki nóga til að gefa öðrum. Hann getur áreiðanlega aldrei elskað neina konu, maður- inn sá“. „Þú ert býsna skynug, Suzie", sagði ég. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem dómgreind hennar og skilningur tók mínum fram, og mig furðaði enn meir á glögg- skyggni hennar, er ég hugleiddi þá staðreynd, að hún hafði aldrei séð Elizabeth. „Sértu annars far- in að líta Ben þessum augum, hlýt ur þér að vera farið að standa á sama um hann“. „Mér sárnar betta enn. Stolt mitt er sært, vegna þess að ég hef lítillækkað mig og fallið í áliti hans vegna. Ég finn til sama sársaukans og þegar faðir barns- ins míns yfirgaf mig og fór til Borneo. Ég elskaði hann ekki held- ur, það var líka vegna þess, að stolt mitt var sært“. Von bráðar fórum við r.ð dansa aftur. Um leið og við gengum milli borðanna, heyrði ég, að ein- hver kallaði til mín. Ég leit við og sá einn afgreiðslumanna bank- ans, sem ég skipti við. Það var ungur Skoti, Hamilton að nafni, sem var ávallt fús til að leysa hvers manns vanda. Ég kastaði á hann kveðju á móti, en nam ekki staðar, þar sem ég beið þess með óþreyju að komast út á dansgólf- ið. Ég virti fyrir mér baksvip Suzie, er hún gekk á undan mér, silkikjóllinn féll þétt að mitti og mjöðmum, eins og vera bar um kínverskan kjól, slétt, mjúkt svart hárið sneri örlítið upp á sig að neðan og myndaði litla, ójafna lokka. Þessi.” litlu lokkar höfðu sérkennilega djúpstæð áhrif á mig, án þess að ég gæti gert mér grein fyrir ástæðunni. Von bráð- ar hvíldi hún í faðmi mér á ný og kraftaverkið skeði aftur, við sameinuðumst í eina heild og lið- um áfram eftir hljómfallinu, jafn eðlilega og ósjálfrátt og mávur svífur í lofti, bæði staður og stund gleymdist í unaði þessarar sameiginlegu hreyfingar. Að dansinum loknum fannst mér ég ekki geta afborið hin snöggu umskipti og sleppti ekki hendi hennar, er við yfirgáfum dansgólfið. En allt í einu mundi ég eftir bankamanninum Gordon Hamilton og sneri aftur að borði hans. Hann var klæddur Skota. pilsi og með svart hálsknýti, upp- snúið yfirskegg hans var h ð furðulegasta, en góðlátleg kímni skein jafnan úr augum hans. — Hann kynnti mig fyrir konu sinni, sem var í síðum samkvæmiskjól. Glettnin skein úr augum hans, er hann sagði: „Ég var einmitt að segja Isobel frá hafnarknæpunni, sem þú býrð á. Ég vona, að þér mislíki ekki, að ég kem þannig upp um leynd- armál þitt“. „Það er ekkert launungarmál“, sagði ég. „Það er ðneitanlega mjög frum- legt“, sagði kona hans, þeirri röddu, sem vel upp alin og sið- prúð stúlka notar, er hún vil' sýn- as„ frjálslynd og djarfhuga „Hún er sannarlega falieg, sú sem þú ert með héma núna“, sagði Hamilton. „Þið sómduð ykk ur svei mér vel á dansgólfinu! — Hver er hún? Dóttir einhvers auð jöfurs? Hún á eflaust sand af peningum og eigin bifreið?" „Því miður er ekki svo“. „Þú ætlar þó aldrei að segja mér, að þetta sé ein af hafnar- stelpunum þínum — svona stór- glæsileg stúlka?" Ég var kominn á fremsta hlunn með að neita, en eitthvað hélt aft- ur af mér, og mér fannst ég ekki geta skrökvað. „Jú, það er hún raunar“. „Hamingjan góða! Ekki nema það þó!“ Hamilton brosti út að eyrum, togaði í yfirskegg sitt og venti augum til himins. „Ja, væri ég ekki harðgiftur maður — hum — hum!“ Konan hans botnaði augsýnilega ekki í neinu. „Mér þykir leitt, að virðast svo skilningssljó, en hún er þó ekki — ég á við, auðvitað er hún ekki, en mér fannst sem snöggvast, að þér hefðuð sagt, að hún væri ein af stúlkunum frá gistihúsi yðar“. „Það er einmitt það, sem hann var að segja okkur“, sagði Hamil- ton. „Hún er ein af þeim“. „En ég hélt, að þær væru — ég á við — jæja, fyrir sjómennina.. . Það var smám saman að renna upp fyrir henni, hvað í orðum mín urn fólst. Hún minntist okkar á dansgólfinu, leit þangað en síðan niður fyrir sig, roðnaði og varð vandræðaleg. Ég vorkenndi henni, vegna þess að ég fann, að henni gekk gott eitt til, en hún óttaðist auðsjáanlega, að hún hefði sært mig með heimskulegum skorti á háttvísi. „Hafðu engar áhyggjur vegna þössa“, sagði Hamilton og depl- að: augunum kankvíslega til mín“. „Tsobel er enn blessaður sak- leysingi. Ég verð að kenna henni staðreyndir lífsins". Ég kvaddi þau og fór frá borð inu og vonaði jafnframt, að Suzie hefði ekki tekið eftir augnagotum þeirra og getið sér til um, að þau væru að tala um hana. Er ég nálg aðist, sá ég, að hún horfði á mig, og óræður svipur hennar gaf mér til kynna, að hún hefði tekið eftir því. Ég settist niður og skömmu síð- ar sagði hún. „Þið voruð að tala um mig?“ „Já, þetta var maður, sem vinn ur í bankanum mínum. Hann sagði, að þú værir stórglæsileg". „Konan var alltaf að líta á mig“, sagði hún. „Það var konan hans“. „Hún hugsaði: Þetta er ðmerki leg stelpa. Þetta er ósiðleg hafnar stelpa. — Sagðirðu henni það?“ „Ég sagði henni, að þú ynnir á Nam Kok“. „Hvers vegna? Hvers vegna sagðirðu henni það?“ „Ég veit það ekki, Suzie. Ég fann allt í einu, að ég gat ekki skrökvað, þegar þú áttir í hlut. Ég veit ekki, hvernig á því stóð“. Hún var þögul, svipur hennar enn óræður, en þó mátti sjá á augnaráði hennar, að hún sökkti sér niður í hugsanir. Þögnin var- aði lengi, og ég sneri mér aftur að söngkonunni, sem var enn far- in að syngja sömu tilbreytingar- lausu og ámátlegu röddinni. Síð_ an varð mér litið á Suzie aftur og mér til mikillar undrunar Ijóm- aði andlit hennar af ánægju, og dularfullt bros lék um varir henn- ar. — „Suzie!“ sagði ég og gat ekki varizt hlátri. „Ég hélt, að þú vær- ir mér reið!“ Hún hristi höfuðið. „Nei“. „Þú hefur í rauninni fyllstu ástæðu til þess. Jæja, það ~r ágætt að svo er ekki -— við getum þá farið að dansa aftur". Hún hikaði, og það var sem undrun brygði fyrir í svip hennar. „Langar þig að dansa aftur?“ „Auðvitað! Langar þig ekki til þess líka?“ „Jú“. Við dönsuðum nokkra dansa í viðbót, og í hvert skipti sem við fórum út á dansgólfið, gerði Suzie sér leik að því að ganga rakleitt framhjá borði Hamilton-hjón- anna, í stað þess að taka á sig krók til þess að komast hjá því. Hún var hnakkakerrt og upplits- djörf og lét engan bilbug á sér finna, og að dansinum loknum héldumst við í hendur, þ-.r til við komum í sætin. Andlit hennar bar enn þennan sérkennilega Ijóma, en mér var enn ekki Ijóst, hvað hefði valdið honum. Við dönsuðum síðasta dans, sið- an borgaði ég reikninginn, og við fórum niður í lyftunni. Við geng- um eftir gangstéttinni og héld- umst í hendur, meðan við svipuð- umst eftir leigubifreið. Von bráð- ar gáfumst við upp við það og náð um okkur í tvær leigukerrur. „Ég vildi óska, að það væru til tveggja sæta dráttarkerrur, til þess að við gætum haldið áfram að haldast í hendur“, sagði ég. „Viltu heldur fara í strætis- vagni?" „Hvort vilt þú heldur fara í kerru eða strætisvagni?" „1 strætisvagni — til þess að geta haldizt í hendur". Ég fékk dráttarkörlunum einn dal fyrir að hafa ómakað sig að óþörfu yfir götuna, og við geng_ um síðan að biðstöðinni á Nathan Road. Þar náðum við í tvílyftan vagn, sem var nákvæmlega eins útlits og strætisvagnarnir í Lond- on að því undanteknu, að þessi var grænn <*n ekki rauður. Við klifum upp á efri hæð hans og sett umst í framsætið, til þess að njóta útsýnis sem bezt. Suzie var enn ljómandi af ánægju, og sama dulda brosið var enn á vörum hennar. „Ég vildi óska, að þú segðir mér, Suzie", sagði ég, „Hvað það er sjm veldur ánægjusvipnum á andliti þínu“. „Það er vegna þess, sem þú sagðir ensku konunni", sagði hún. „Vegna þess, að þú sagðir henni að ég væri siðlaus hafnarstelpa". „Ég orðaði það alls ekki á þann hátt. Ég skil heldur ekki hvað var svo ánægjulegt í sambandi við það?“ „Vinstúlka mín er slæm stúlka, hefur andstyggilegt starf", sagðir þú — eða eitthvað þessháttar. En þu varst ekki skömmustulegur. Þú varst hreykinn á svip, eins og þú værir að tala um góða, siðprúða stúlku. Og svo bauðstu mér að dansa. Þú dansaðir við mig fyrir framan ensku konuna og hélzt í höndina á mér. Já, þú hélzt í hönd ina á ómerkilegri hafnarstelpu fyrir framan ensku konuna! Og þú skammaðist þín ekkert, þú varst eins hreykinn á svip og ég væri prinsessa! Þess vegna var ég mjög glöð — ég held, að enginn hafi nokkru sinni glatt mig svo mikið“. Mér varð orðfall í fyrstu. Ég þrýsti hönd hennar og sagði lágt: „Suzie, yndið mitt“. „Yndið mitt!“ Hún flissaði lágt. „Það er ekkert undarlegt, þótt ég hafi verið hreykinn á svip, þar sem ég var í raun og sannleika mjög upp með mér af þér. Ég held jafnvel, að sú hafi verið ástæðan til þess, að ég gat ekki skrökvað um þig. Ég var svo hreykinn af þér, eins og þú varst, að ég gat ekki látið líta sVo út, sem þú vær- ir eitthvað annað“. „Ben var aldrei hreykinn af mér. Hann skammaðist sín fyrir mig. Einu sinni fór hann með mig á veitingahús, og hann var svo hræddur og skömmustulegur, að hann varð sveittur af ótta, og hann var alltaf að missa eitthvað niður og segja: „Suzie, ég held, að þarna sé einhver sem ég þekki! Suzie, þú verður að fela þig! — Hvað á ég að gera, Suzie! Held- urðu, að þeir sjái hvers konar stúlka þú ert?“ „Ég veit það, Suzie, en það gegndi líka öðru máli með Ben. Hann er þekktur maður í við- skiptalífinu hérna, og hann átti konu og varð því margs að gæta, sem ekki snertir mig hið minnsta". „En hann var heldur aldrei hreykinn, ekki einu sinni, þegar við vorum ein saman. Það var ekk ert, sem hafði mikil áhrif á hann, hvorki ást, hamingja eða neitt annað. Ó, ég var stundum svo leið á honum! Hann gat aldrei talað um neitt!“ Ég skellt: upp úr er mér varð hugsað til þess, að Ben hafði farið nákvæmlega sömu orðum um hana. Hún leit undr- andi á mig. „Hvað er að?“ „Ekkert, ég mundi aðeins allt í einu eftir dálitlu, sem Ben sagði mér. Segðu mér annars, Suzie — hefur þú ekki heyrt talað um Winston Churchill?" „Segðu það aftur". „Winston Churchill". „Hvar er það? I Ameríku?" „Nei, heyrðu mig nú, Suzie! — Það er ekki staður, heldur er þetta mannsnafn". „Ég hef aldrei heyrt það“. Ég minntist þess allt í einu, að ensk mannanöfn eru oft borin fram með allt öðrum áherzlum, er Kínverjar eiga í hlut, og eru oft vart þekkjanleg. Ég endurtók því nokkrum sinnum: „Winston j Churchill" með mismunandi áherzl j um og raddblæ. Allt í einu birti yfir svip | Suzie. „Þú átt þó ekki við---? Hún sagði eitthvað, sem hljómaði eins og „One-shoe Chee-Chee", í mörg- um mismunandi tóntegundum. „Jú, ég býst við því“, sagði ég. Hún leit á mig, eins og hún áliti mig ekki með öllum mjalla. — „Hvers vegna sagðirðu það ekki strax? Hvers vegna gafstu hon- um þetta skrýtna nafn?“ „Jæja, hver er hann þá?“ „Hann er mesti maður Eng- lands nr. 1 — en hann er hættur að vera það núna. Hann reykir alltaf stóran, gildan vindil. Og hann er stór, feitur maður með stórt, hvítt andlit. Ég sagði einu sinni við Gwenny, þegar við sáum hann í bíó: „Þessi One-shoe Chee- Chee er ósköp líkur barninu mínu!“ Ég hló og lagði handlegginn ut- an um hana og kyssti hana. „Þú ert ágæt, Suzie! Ég vildi óska þess, að Ben hefði heyrt þetta!" Hún hallaði sér upp að mér. Við þögðum nokkra stund. Síðan sagði hún: „Robert? Veiztu, hvað Ben sagSi alltaf ?“ „Hvað var það?“ „Hann sagði oft:„Suzie, þú ert ekki ástfangin l mér. Þú elskar Robert. Þú hlýtur að elska hann, þú talar svo mikið um hann“. „Já, hann sagði það líka vi® mig. En ég er hræddur um, að svo sé ekki“. „Jú — það er satt“. „Suzie, við erum að koma a8 ferjunni. Við verðum að gæta þess að missa ekki af henni". Við náðum í síðustu ferju til Wanchai. Það var búið að slöltkva á flestum Ijðsaskiltum á hafnar- bakka Hong Kong, en það var skemmtiferðaskip við bryggju í Kowloon, prýtt röð mislitra ljósa frá stafni að skut, og nafn skips- ins blasti einnig við, búið til úr grænum Ijóspípum. Við sátum ekki alveg þétt saman og létum ekki sjást, að við héldumst i hend- ur, þar sem Suzie sagði, að það SHUtvarpiö Sunnudagur 10. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Dómkirkjunni —= (Prestur: Árelíus Níelsson. Org- anleikari: Helgi Þorláksson). — 15,00 Miðdegistónleikar (plötur). 16,00 Kaffitíminn: Létt lög af plötum. 16,30 „Sunnudagslögin". 18.30 Barnatími (Heiga og Hulda Valtýsdætur). 19,30 Tónleikar (plötur). 20,20 „Æskuslóðir"; VII: Vestmannaeyjar (Sigurður Guttormsson bankafulltrúi). — 20,45 Músik frá tónlistarhátíðinni í Prag á liðnu vori: Hljómsveitar þættir og atriði úr óperum eftir tékknesk tónskáld (Tékkneskir listamenn flytja). 21,20 „í stuttu máli“. — Umsjónarmaður: Jónas Jónasson. 22,05 Danslög (plötur), 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 11. ágiístr Fastir liðir eins og venjulega. 19.30 Tónleikar: Lög úr kvikmynd um (plötur). 20,30 Tónleikar (plötur). 20,50 Útvarp frá íþrótta leikvanginum í Laugardal: Sig- urður Sigurðsson lýsir síðari hálf leik landsleiks í knattspýrnu milli íra og Islendinga. 22,10 Um dag- inn og veginn (Axel Thorstein- son rithöfundur). 22,30 Sænsk kammertónlist (plötur). 22,50 Þriðjudagur 12. ágúst. Fastir liðir eins og venjulega. 19,30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýms- um löndum (plötur). 20,30 Erindi: Gamla brúin á Lagarfljóti (Indriði Gíslason kand. mag.). —. 20,50 Tónleikar (plötur). 21,30 Útvarpssagan: „Sunnufell" eftir Peter Freuchen; XXII (Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur). — Fréttir, íþróttaspjall og veður- fregnir. 22,15 Kvöldsagan: „Næt- urvörður" eftir John Dickson Carr; XIX (Sveinn Skorri Hö- skuldsson). 22,30 Hjördís Sævar og Haukur Hauksson kynna lög unga fólksins. 23,25 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.