Morgunblaðið - 10.08.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.08.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 10. ágúst 1958 MORGVTSBL AÐIÐ 3 Macmillan œflar að knýja fram lausn AÞENU, 9. ágúst. — Macmillan átti í dag tal við Karamanlis, forsætisráðherra Grikklands, í þriðja sinn — og talið er, að brezki forsætisráðherrann leggi nú ofurkapp á að komast að sam- komulagi við Grikki. Þegar að fundinum loknum heldur Mac- millan til Ankara og ræðir þar við tyrknesku stjórnina. Hugh Foot, landstjóri Breta á Kýpur, átti í dag viðræður við Makarios — í annað sinn í þessari för. Samkvæmt áreiðanlegum heim ildum í Ankara munu Tyrkir nú ákveðnari en nokkru sinni áður í því að gefa sig ekki í Kýpur- deilunni og samþykkja aldrei, að eyjan skuli lúta Grikkjum einum. Vegna síðustu atburða í löndun- um fyrir botni Miðjarðarhafs ins hafa augu manna opnazt fyrir því betur en áður hve Kýpur er mikilvæg í þessum heimshluta frá hernaðarlegu sjónarmiði. Eyjan er kippkorn undan strönd Tyrklands — og Tyrkir telja sig ekki örugga nema nánir banda- menn þeirra, eða þeir sjálfir, hafi her á Kýpur. Síðari fréttir Fundum þeirra Macmillans og Karamanlis er lokið, en ekki náð- ist samkomulag. Haft er eftir gríska utanríkisráðherranum að hann væri svartsýnn á fiamtíðar þróun málanna. Þá er haft eftir árgiðanlegum brezkum heimild- um, að gríski forsætisráðherrann hafi hálft í hvoru fallizt á það, að láta Breta um að halda áfram tilraunum til að koma á einhvers konar sjálfsstjórn á Kýpur. Góðir þurrkar ÞÚFUM, 9. ágúst. — Undanfarna daga hafa verið hér afbragðs þurrkar og hafa bændur náð inn því næst öllum heyjum sem laus voru. Hafa þessir þurrkdagar bætt mikið úr fyrir bændum hér um slóðir. — P.P. Sr. Jónas Glslason: mm w% d œs K w I' 11H ■ mM 'Æ b úLJi k* M landsleikur annað kvöld i GÆRKVuLDI klukkan 11 voru írsku knattspyrnumennirmr væmanlegir til landsins. Annað kvöld klukkan 8 hefst landsleikur Islands og írlands á leikvanginum í Laugardal. Það verður 22. landsleik- ur íslands í knattspyrnu og 77. leikur Irlands. — Liðin verða þannig skipuð: Ásgeir Þorsteinsson (11) Guðjó* Finnbogasoii (*) Rúnar Guðmannsson Albert Guðmundsson (3) • (10) Helgi Dan. Hörður Felixs. Þórður Þórðars. (1) \ (5) (9) Hreiðar Ársælsson Ríkharður Jónsson (2) (») Sveinn Jó»ss*» (4) Helgi Björgvinsson (7) Cann (7) Doyle (8) Ambrose (9) O’Rourke (10) ■ioian (4) Keogh (5) Rowe («) Mc Key (2) Taylor (1) O'Brien (3) Dómari: LETF aTJTJJKSEN, Noregi. í íslenzka landsliðinu eru nú fjórir menn sem aldrei hafa leik- Tuohy (11) LínuTTerðir: Haukur Óskí»rssnn og Magnús V. Pétursson. ið í landsliði áður. Hinir eru reyndir og hafa leikið allt frá einum leik til tuttugu leika, en það er Ríkharður Jónsson sem flesta leikina á að baki, eða alla, sem ísland hefur leikið, nema hinn fyrsta, en þá var hann vara- maður. Yngsti maður liðsins er Rúnar Guðmannsson, Fram, ný- Ambrose mlðherji — oftast markhæsti maður félags síns. Ríkharður — hann á j landsleiki að baki. Tommy Taylor — markvörður Var hér með Waterford. liðinn í bakvarðarstöðu. Elzti maður liðsins og reyndastur ís- lenzkra knattspyrnumanna, er Albert Guðmundsson. Liðsmenn eru úr fjórum félögum og þar sem ofan á bætist að fjórir ný- liðar eru í liðinu, er liðið óráðin gáta. Nái það saman, finni sjálft sig í samleik og sigurvilja, þá getur það án efa náð langt og staðið sig með prýði. Irska liðið er skipað atvinnu- mönnum. Eini áhugamaðurinn, sem er í hópi íranna, verður varamaður í landsleiknum. Irar hafa góðum knattspyrnumönnum á að skipa — og hörðum, og hafa ýmsir leikir þeirra orðið miklir Albert — á langan og rómaðan knattspyrnuferil að baki. hörkuleikir. Leikmennirnir éru yfirleitt ungir menn. I sambandi við leikinn hafa íþróttafréttaritarar annazt um útgáfu leikskrár. Er þar að finna margar upplýsingar um knatt- spyrnumennina, bæði hina írsku og þá íslenzku. Þar eru og grein- ar um írland, um írskt íþrótta- líf, grein um knattspyrnusam- band írlands o. fl. Leikskráin er seld þar sem forsala aðgöngu- miða fer fram og einnig á mánu- daginn við leikvanginn. JESÚS GRÆTUR 10. sunnud. eftir trinitatis: Lúk. 19,47—47. GUÐSP J ALLIÐ í dag dregur upp fyrir okkur undarlega og óvanalega mynd af Jesú. Hann var á leið upp til Jerúsalem í fylgd með lærisveinum sínum. Það var hinzta för hans þangað. Teningunum var kastað, braut hans var mörkuð. Hann vissi, hvað fram mundi koma við sig í borginni. Þess vegna grét hann, er hann sá borgina koma í augsýn. Jesús grét ekki yfir þeirri með ferð, sem hann vissi, að beið hans. Hann grét yfir þeim örlög- um, sem hann vissi, að biðu borgarinnar. Hann vissi, hvaða erfiðleikar mundu dynja yfir hana. Er ekki undarlegt að hugsa til þess, að Jesús skyldi gráta? Það er ekki oft sagt frá því í guð- spjöllunum, að hann hafi grátið. Og við finnum sársaukann bak við tár hans. Hann hafði reynt allt, sem hann gat til þess að flytja borginni boðskapinn frá Guði. Hann hafði gjört ótal kraftaverk, hann hafði miskunn- að og læknað, hann hafði hugg. að og hughreyst. En allt kom það fyrir ekki. Borgin reis upp gegn honum, gegn þeim boðskap, sem hann hafði að flytja henni frá Guði föður á himnum. Hún sneri baki við honum, hafnaði honum. Og ekki aðeins það eitt. Hún heimtaði einnig líf hans fram- selt. Hún reisti krossinn á Gol- gata. Hún varð að þagga niður þessa rödd, sem olli óróa og kvíða. Jesús hafði reynt allt. Raust kærleikans hafði ómað til mann- anna. Þung viðvörunar- og al- vöruorð höfðu hljómað til þeirra. En þeir létu sér ekki segjast. Og Jesús Kristur, sem sjálfur átti allt vald á himni og jörðu, gat ekki meira. Hann gat ekki þvingað vilja þeirra til hlýðni við Guð. Mennirnir urðu sjálfir að taka afstöðu til hans. Þeir urðu sjálfir að velja og hafna. Þess vegna gerist hið undar- lega, að hinn almáttugi stendur máttvana. Hann mætti þeirri hindrun, sem ein megnar að stöðva hann og hindra fram- gagn vilja hans. Hann gat ekk- ert meira gert til þess að snúa huga mannanna til sín. Þess vegna grét hann. Nú var aðeins eftir að láta negla sig á kross, gefa líf sitt mönnunum til lausnar, einnig þeim, sem þarna ofsóttu hann. Tór Jesú sýna okkur glöggt sársaukann, sem bjó í hjarta hans. Við mennirnir þekkjum fátt, sem snertir okkur dýpra en tár móðurinnar, er hún grætur yfir barninu sínu-. Hversu mörg móðirin hefur ekki grátið yfir syninum, sem hafði lent út á glapstigu, eða dótturinni, sem hafði skellt skollaeyrum við öllum bænum og áminningum hennar? Ef til Ný matstofa í Austurbænum I GÆR var opnað nýtt veitinga- hús í Brautarholti 22. Nefnist það Sælacafé og selur allan al- gengan mat og kaffi. Veitingahús ið rekur Sigursveinn Magnússon, sem hefur rekið Matstofu Austur bæjar í 11 ór. Húsakynni í Brautarholti 22 eru hin vistlegustu. Þar geta set- ið til borðs 65 manns, við smá- borð eða „barborð". Afsíðis er sælgætissala, öl-, is- og tó- bakssala, og verður staðurinn opinn frá klukkan 7—23,30 dag hvern, Þar er sjálfsafgreiðsla. Þegar Sigursveinn setti, ásamt fleiri mönnum, á stofn Matstofu Austurbæjar, var það austasta matstofan í bænum og þótti nokk uð mikið afsíðis. Nú setur hann enn á stofn austustu matstofuna í bænum og vonar að ekki gangi verr. Hún er staðsett í miklu iðn- aðarhverfi, í sama húsi vinna t.d. um 70 manns. Teikningu að innréttingu og húsgögnum gerði Sveinn Kjarval og er það allt hið smekklegasta. Innréttinguna sáu Gísli Skúla- son & Hlíðberg um og yfirum- sjón með verkinu hafði Össur Sigurvinsson. vill höfðu þau fyrir löngu farið að heiman, yfirgefið foreldra- húsin og slitið öllu sambandi við mömmu og pabba. Einu fréttirn- ar, sem þau fá af börnum sínum, er aðeins orðrómur, sem þau heyra við og við. Þau elska börn in sín heitt, en þau megna ekki að hjálpa þeim meira. Þau hafa gert allt, sem þau gátu til þess að reyna að bjarga þeim, beina þeim aftur á rétta vegu, en árangurslaust. Því streyma tárin og hjartanu svíður. Algóður guð á himnum elskar okkur mennina heitar en jafnvel hin bezta móðir. Kærleika hans sjáum við bezt í því, að hann var reiðubúinn að gefa eingetinn son sinn í dauðann til þess að frelsa okkur mennina. Og Guð fylgist með okkur, hverju og einu. Hann þekkir líf okkar, sér hvert það stefnir. Frelsarinn vakir yfir hverju fótmáli okkar. Hann biður fyrir okkur á himnum. Hann reynir með öllum ráðum að fá okkur til þess að ganga þá vegu, sem hann hefur fyrir okkur lagt. Eina hindrunin, sem getur hindrað hann í því að fullgera verk sitt í hjörtum okkar mann- anna, er andsnúinn vilji manns- ins sjálfs. Enn sem fyrr reynir hann að kalla og laða, en hann neyðir engan. Hann þráir fúsa þjónustu þeirra, sem af frjálsum vilja velja að þjóna honum. Hann þarnast ekki þræla, sem' verða nauðugir viljugir að lúta honum. I því er fólgin alvara kristin- dómsins. Vilji mannsins sjálfs er Guði sterkari. Það getur enginn slitið manninn úr hendi Guðs nema maðurinn sjálfur, ef hann vill ekki vera þar. Þá getur Guð ekki haldið honum lengur. I dag horfir frelsarinn á okkur, land okkar og þjóð. Og í dag falla tár af augum hans okkar vegna. Nú er það okkar vegna, sem hann grætur. Það er svo margt í lífi okkar einstakling- anna og þjóðlífinu í heild, sem veldur honum hryggð og sárs- auka. Við erum svo treg til þess að hlýða boðum hans, ganga á hans vegum. Líf okkar snýst að mestu leyti aðéins um okkur sjálf og eigin hag. Við hugsum meira um það, á hvern hátt við sjálf getum hlotið sem mest af gæðum þessa heims, í stað þess að hugsa meira um þjónustuna, sem við eigum að inna af hendi við Guð og náungann. Gyðingarnir forðum áttu tæki- færij sem þeir notuðu ekki. Þeir gátu tekið á móti frelsara sínum, veitt viðtöku þeim boðskap, sem hann flutti þeim frá Guði föður á himnum. Þeir létu tækifærið renna sér úr greipum. I stað þess að veita Guðssyninum við- töku, tóku þeir hann og negldu á ki-oss. Þess vegna gekk dóm- urinn yfir þá. Þeir kölluðu sjálfir blóð hans yfir sig og börn sín. Við, sem í dag lifum, eigum enn hið sama tækifæri og þeir. Við getum tekið á móti frelsara okkar og veitt viðtöku þeim boð skap, sem hann vill flytja okkur frá Guði. Hvernig notum við þetta tæki færi? Hugsum um mynd hins grát- andi frelsara. Þarf hann í dag að fella tár vegna okkar, njín og þín? Þarf hjarta hans að svíða vegna þess, að við viljum ekki hlýða kalli hans? Gætum þess, að svo þurfi ekki að vera. Höldum fast við hann og orð hans. Lifum lífi okkar í þjónustu við hann. Hlýðum á hann. Þá notum við rétt þau tæki- færi, sem hann gefur okkur. Þá vitum við, hvað til friðar heyrir. Guð gefi okkur náð til þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.