Morgunblaðið - 10.08.1958, Side 13

Morgunblaðið - 10.08.1958, Side 13
Sunnucfagur 10. ágúst 1958 MORGUNBLAÐIÐ 13 íslenzkir dýralæknar hafa hingað til ekki komizt yfir verkefni sín Hætt við Brynjólf Sandholt FYRIR nokkrum dögum hitti fréttamaður síðunnar Brynjólf Sandholt, dýralækni í Dalaum- dæmi, niðri í Austurstræti. Brynjólfur sagðist hafa skroppið til bæjarins í nokkra daga, og tíðindamanninum þótti vel við eiga að nota tækifærið og leggja íyrir hann nokkrar spurningar um nám hans og starf. Brynjólf- ur er ungur maður. Hann lauk prófi í Osló í árslok 1956, starfaði hann síðan um hríð í Noregi, en tók við embætti hér heima hinn fjölgar. Hingað til hefur verið svo fátt um dýralækna hér á landi, að þeir hafa verið önnum kafnir við beinar lækningaað- gerðir, en tími hefur víða ekki gefizt sem skyldi til að sinna eft- irliti með matvælum og hirðingu gripa, en hvort tveggja á að réttu lagi að vera í þeirra verkahring. Undanfarin ár hafa víst aldrei verið dýralæknar í öllum umdæmum landsins. — Nei, og eru ekki enn, því að enginn er í Vestfjarðaumdæmi. . IVÍeð lögum frá 1947 voru ákveð- I in 9 dýraæknaumdæmi, en 1 skortur hefur verið á dýralækn- um. Þannig er ég sá fyrsti, sem kem í Dalaumdæmi. Læknirinn í Borgarnesi, Ásgeir Ólafsson, hefur gegnt því ásamt sínu eigin umdæmi. Ég verð þess á ýmsan hátt var, að menn eru vanir að eiga sjálfir við skepnur sínar, og kemur það sér oft vel, því að um- dæmið er allstórt yfirferðar. — Já, ert þú ekki læknir í sveitum, sem teljast til þriggja sýslna? — Jú, auk allrar Dalasýslu Brynjólfur Sandholt dýralæknir í Dalaumdæmi heyrir Skógarströnd í Snæfells- nessýslu og Austur-Barðastrand arsýsla umdæminu til. Hér sem oftar veldur strjálbýlið óneitan- lega ýmsum erfiðleikum, og má sízt auka þá með óraunhæfri lagasetningu. — Eru verkefni fyrir dýra- lækna þrotin hér á landi, þegar búið er að fá mann í Vestfjarða- umdæmið? — Nú eru fimm dýralækna- nemar við nám, og þeir munu vafalaust ekki þurfa að kvíða atvinnuleysi. Eins og ég sagði áðan, hafa dýralæknar hér á landi ekki komizt yfir það hing- að til að sinna öllum þeim verk- efnum, sem þeir ættu að fást við. Það mun væntanlega breytast, þegar fjölgar í stéttinni, og má ætla, að það ætti að verða að gagni, því að vissulega stendur sitthvað til bóta hér á landi á þeim sviðum, sem dýralæknar láta sig varða. 1. marz s.l. — Þið voruð nokkuð margir, sem komuð til starfa í sérgrein þinni í vetur. — Við vorum fimm, fjórir, sem höfðum verið í Noregi, og einn, sem lært hafði í Danmörku. Hinir eru Jón Pétursson, sem nú er á Egilsstöðum, Einar Örn Björnsson, Húsavík, Jón Guð- brandsson, sem starfar við mjólk urstöðina í Reykjavík, og Ágúst Þorleifsson á Akureyri. — Hvað tekur námið langan tíma? — Yfirleitt 5V2— 6 ár. Því er skipt í þrjá áfanga' og auk þess er forpróf í efnafræði. Má segja að því sé hagað á sama hátt og almennu læknisfræðinámi. — Nema að því leyti, að það eru aðrar skepnur, sem um er les ið — Jú, reyndar. Segja má, að hundsins ýmsu náttúrur séu grundvöllur námsins í dýralækn ingum. Um önnur dýr er svo fjallað þegar það, sem þeim við kemur, er frábrugðið því, sem gerist um hunda. — Er ekki gott að stunda nám í þessari grein í Noregi? Kennarar við norska dýra- læknaháskólann hafa gert sér sérstakt far um að greiða götu Islendinga. Einn þeirra kom hingað til lands til að kynna sér ýmis atriði varðandi dýralækn- ingar til að vita, hvað það væri, sem íslenzkir nemendur þyrftu að leggja sig sérstaklega eftir. — I tengslum við skólann er dýra- spítali, þar sem stúdentarnir vinna ákveðinn tíma síðustu 3 námsárin. — Hvernig líður svo starfsdag urinn hjá þér vestur í Dölum? — Á morgnanna reyni ég að vera heima og svara símahring- ingum. Að sjálfsögðu er þó farið á vettvang, ef alvarleg tilfelli koma upp, en heldur er reynt að draga það fram eftir, þar sem ýmsir vilja gjarnan fá leiðbein- ingar símleiðis og langt er J ýmsa hreppa héraðsins, svo að það gæti komið sér illa, ef ekk ert yfirlit væri yfir þau verk- efni sem bíða, þegar lagt er af stað í fyrstu ferð. — Hvað er það svo helzt, sem þú ert beðinn að gera? — f mínu u. idæmi er aðal- lega stunduð sauðfjárrækt. Mikl- ar annir voru um sauðburðinn, enda geta þá komið upp ýmsir sjúkdómar og ær átt í erfiðleik- um við burðinn. Doða í kúm verð ur vart annað veifið og ýmis til- felli önnur koma upp, svo sem vænta má. — Svo færðu meira en lítið að starfa í sláturtíðinni. — Já, í sambandi við slátrun hafa dýralæknar mörgu að sinna, og eiga afskipti þeirra af ýmsu í því sambandi vafalaust eftir að aukast, þegar starfandi læknum Stúdenfaskipti lagadeildar Háskóla íslands v/ð Þýzkaland FÉLAG laganema við Háskóla ís- lands heitir Orator. Tilgangur félagsins er m.a. að undirbúa hina verðandi lögfræðinga sem bezt undir ævistarf þeirra, svo og að vera vettvangur fyrir um- ræður um sameiginleg áhuga- mál lagastúdenta. Markmiði sínu hyggst félagið ná með fundarhöldum og blaða- Arnljótur Björnsson stud. jur. útgáfu. Síðan árið 1947 hefur fé lagið gefið út blaðið Úlfljót, sem um tíma var eina tíma- ritið um lögfræði, sem út kom á íslandi. í það rita auk laganema margir merkustu fræði menn hér á landi á sviði lögfræð innar. Fyrir fáeinum árum tók Orator upp þá nýbreytni að efna til stúdentaskipta við er- lenda háskóla. Hafa þá erlendir laganemar heimsótt lagadeild Há skóla íslands en íslenzkir stú- dentar síðan endurgoldið heim- sóknina. Tilgangurinn með stúdenta- skiptunum er fyrst og fremst sá, að veita laganemum fræðslu um erlenda lögfræði, laganám og fé- lagslíf erlendra lagastúdenta eftir því sem unnt er. Jafnframt gefst þá stúdentunum tækifæri til þess að kynnast landi og þjóð. Orator hefur þrisvar sinnum gengist fyrir slíkum stúdenta- skiptum. í fyrsta sinn árið 1948, þá við Noreg, síðan við banda- rískan lagaskóla. Þriðju stú- dentaskiptin fóru fram á þessu ári. Varð þá Þýzkaland fyrir val inu. Hópur þýzkra lagastúdenta dvaldi hér á landi þrjár vikur s.l. vetur, en þrír íslenzkir laga nemar og tveir „nýbakaðir“ lög- fræðingar ferðuðust milli þýzkra háskóla nú í sumar. Það voru þau Auður Þorbergsdóttir, cand. jur., Guðjón Styrkársson, cand. jur., Arnljótur Björnsson, stud. jur., Jón Arnalds, stud.jur. og Ólafur W. Stefánsson, stud. jur. Tíðindamaður síðunnar hitti einn Þýzkalandsfaranna, Arn- ljót Björnsson, stud. jur. fyrir skömmu#og innti hann frétta af íörinni. — Hvenær fóruð þið héðan? jur. — Við fórum 5. júní og flug um til Hamborgar, þar sem við dvöldum í 5 daga. í Hamborg eins og alls staðar, þar sem við dvöldum töluðum við fyrst og fremst við laganema og laga- prófessora og reyndum eftir megni að kynnast sem bezt okk- ar námsgrein eins og hún er kennd í Þýzkalandi. Þarna skoð- uðum við m.a. Max-PlancK- Institut, sem er ein af mörgum rannsóknarstofnunum (Institut- um), sem kennar eru við hinn heimsfræga eðlisfræðing Max Planck. Stofnun þessi er í ný- legri byggingu, og eru vinnuskil- yrði þar mjög góð, lestrarsalir margir og vinnuherbergi ásamt geysistóru bókasafni um alþjóð- legan einkamálarétt. Einnig var þarna margt bóka um lögfræði í þeim löndum, sem Þjóðverjar hafa mest skipti við, en fátt var um íslenzkar bækur. — Þið skoðuðuð fangelsi í Þýzkalandi, er það ekki? — í ánni Elbu, skammt frá Hamborg, er eyja, sem nefnist Hahnöfersand. Þar á eynni er fangelsi eða öllu heldur uppeld- isstofnun fyrir unga afbrotamenn á aldrinum 18 til 23 ára. Þar er lögð áherzla á að búa sem bezt að þeim og gera þá að nýtum þjóðfélagsborgurum. Þótt fang- elsi þetta sé stofnað fyrir all- mörgum árum, er það með ný- tízku sniði. Þarna starfa menn, sem menntaðir eru í sálarfræði og uppeldisfræði og öðru því, sem nauðsynlegt er til þess að meðhöndla afbrotamenn. Allt er gert til þess að hafa góð áhrif á fangana, m.a. er reynt að hafa híbýli og umhverfið, sem ólíkast I BERLlN. — Talið frá vinstri: Jón Arndals, Guðjón Styrk- ársson, þýzkur laganemi, Auður Þorbergsdóttir og Ólafur W. Stefánsson. þeim hugmyndum, sem menn gera sér almennt um fangelsi. T.d. eru þarna engir vopnaðir fangaverðir, engir múrar eða gaddavírsgirðngar, fangárnir klæðast vinnufötum og hafa ein- ungis borða um handlegginn til aðgreiningar frá öðrum, sem þarna eru. Yfirleitt eru sjáan- legar öryggisráðstafanir fáar, en áin varnar því, að fangarnir strjúki. — Hafa fangarnir mikið frjáls ræði? — Föngunum er skipt í 3 flokka eftir því, hvað þeir eru búnir að dvelja lengi í fangelsinu og einnig eftir hegðun. Eftirlits- mennirnir segja til um, hvenær heppilegt sé að auka eða skerða frjálsræði fanganna. — Vinna fangarnir meðan á fangavistinni stendur? — Já, þeir stunda margs konar störf. T.d. vinna þeir við bú- skap, stunda ýmis konar iðnað o.s.frv. Fangarnir geta jafnvel hlotið iðnréttindi meðan á refsi- vistinni stendur. Hafi þeir verið við nám áður en þeir voru dæmdir til refsingar, gela þeir lokið námi í fangelsinu. — Eftir dvöl ykkar í Hamborg hélduð þið til Berlínar. Hvernig leizt þér á ástandið í Berlín? — Mig hafði lengi langað til að koma til Berlínar, sem er í hinni óvenjulegu aðstöðu að vera tvískipt og nokkurs konar vin í hinni kommúnistisku eyðimörk. Ég get ekki sagt, að ég hafi orð- ið fyrir vonbrigðum þegar ég kom til Berlínar, en dvöl okkar þar var of stutt til þess að fara eins rækilega um báða borgar- hlutana og ég hefði kosið. Ef bera á saman lífskjör fólksins í Austur- og Vestur-Berlín, verða menn að vera lengur í borginni en 4 daga. Þó tekur maður strax eftir því, hve miklu færra fólk er á ferli í Austur-Berlín heldur en vestan megin. Á helztu verzl- unargötum Vestur-Berlínar er iðandi manngrúi, stórar og ný- tízkulegar verzlanir, sem aug- lýsa vörur sínar með ljósaskilt- um, sem sef]a fallegan svip á miðborgina, þegar rökkva tekur. Austan megin er miklu minni ljósadýrð, verzlanir fáar, lítið ber á nýbyggingum annars stað- ar en í sýningargötu kommúnista, Stalinallee. Auðvitað er þetta að eins yfirborðið, en við ferðafélag arnir reyndum að afla okkur fróðleiks um kjör fólksins aust- an tjalds og vestan í samtölum við stúdenta og aðra þá Berlínar búa, sem við áttum tal við. — Svo við höldum áfram ferð inni: Hvaða borgir aðrar heim- sóttuð þið? — Frá Berlín, fórum við með járnbrautarlest til Bonn í gegn- Framh. á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.