Morgunblaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 6
e
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagnr 30. sept. 1958
Frú Geirþrúður Zoega
- minningarorð -
SKAMT mun þess að bíða að
segja megi horfið með öllu það
fólk, karla og konur, er mestan
svip settu á Reykjavík á því tíma
skeiði, er við kennum við alda-
mótin. Af því er nú aðeins ör-
fátt á lífi. Baerinn var þá enn
fámennur og flestir voru þar fá-
taekir, en kotungslegur gat hann
með engu móti orðið; svo márgt
var þá hér af því fólki, sem í
sjón og raun hafði á sér höfðings-
brag. Eina hinna síðustu og eina
hina fremstu kvenna úr þessum
hóp kveðjum við í dag er við
kveðjum frú Geirþrúði Zoega,
sem andaðist þriðjudagsmorgun-
inn 23. þ.m., 86 ára að aldri.
Frú Geirþrúður var fædd í
Ólafsvík 9. september 1872. Faðir
hennar var Holger kaupmaður
Clausen, og má um hann vísa til
Alþingismannatals, en móðir
hennar var Ásdís Lýðsdóttir sjó-
manns í Ólafsvík, Hálfdánarson-
ar formanns í Flatey (er drukkn-
ar frá Bjarnarstöðum í Saur-
fólk,ra frá Bjarnarstöðum í Saur-
bæ, Magnússonar. Er ætt sú gott
bændafólk og í henni munu fróð-
ir menn finna margt merkra
manna, einnig á meðal þeirra,
er nú lifa. Ekki ólst Gejrþrúður
upp hjá föður sínum; mun hún
hafa verið á fyrsta ári er frú
Jósefína Thorarensen í Stykkis-
hólmi, ekkja Boga sýslumanns
Thorarensens, en dóttir Árna
kaupmanns Thorlacius, tók hana
í fóstur og fór með sem væri
hún hennar eigin dóttir. Hennar
nafn gaf frú Geirþrúður elztu
dóttur sinni.
Á unglingsárunum var Geir-
þrúður send til náms hér í
R ykjavík, en heima átti hún hjá
fóstru sinni í Stykkishólmi unz
hún tæplega tvítug að aldri, 2.
september 1892, giftist Helga
Zoéga (f. 25. júlí 1871), er þá
var starfsmaður við verzlun og
útgerð föðurbróður síns og fóstra,
Geirs Zoéga (en foreldrar Helga
voru Einar Zoéga veitingamaður
og kona hans Ástríður Schram,
fósturdóttir Helga biskups Thor-
dersens; eftir honum var hann
heitinn). Brúðkaup þeirra var
haldið vestra á heimili Clausens
kaupmanns.
Nærri má geta að tekið muni
hafa verið eftir þessum ungu
hjónum þar sem þau sáust, því
Helgi var fríðleiksmaður og sér-
stakt glæsimenni, Geirþrúður
ekki smáfríð, en kvenna gjörvi-
legust, höfðingskona í sjón, eins
og hún var það í raun.
Hjónabandið varð hið farsæl-
asta, enda voru hjónin samhent
og samvalin. Bæði voru árvökul
og starfsöm. Heimili þeirra varð
frábært um myndarbrag og risnu.
Erlendir gestir voru þar tíðir og
víst munu húsráðendur og heim-
ilið allt hafa stækkað ísland í
augum margra þeirra.
Þegar fram liðu stundir hóf
Helgi Zoéga sjálfur atvinnurekst-
ur, verzlun og útgerð, auk þess
sem hann tók við þeirri fyrir-
greiðslu við útlenda ferðamenn,
er Geir fóstri hans hafði lengi
haft með höndum og orðið víð-
kunnur fyrir erlendis. Blómgaðist
stöðugt hagur þeirra hjóna, og
þó að risna þeirra væri mikil og
örlæti, var í öllu gætt skynsam-
legrar sparsemi. Nefna mætti lít-
ið dæmi, sem einhverjum kann
að virðast of smávægilegt, en það
væri samt misskilningur: Hvar
sem Helgi Zoéga sást, virtist hann
ætíð vera sparibúinn, en þó var
hitt sannleikurinn, að fáir menn
í hans stöðu munu hafa kostað
svo litlu til fatnaðar á sig eða
nýtt svo föt sín sem hann gerði.
Það var hans fágæta og með-
fædda snyrtimennska sem þarna
kom fram. Hann var maður ágæta
vel gefinn, djúphugull, glögg-
skyggn, hagsýnn, raunsýnn og úr-
ræðagóður. Fáir menn voru slík-
ir ráðunautar sem hann.
Erlend verzluna»viðskipti hans
fóru sívaxandi og árið 1918 fluttu
þau hjónin með allt skyldulið sitt
til Englands og settust þar að.
Taldi Helgi sig hafa þar betri
aðstöðu til saltfiskverzlunar
þeirrar, er hann rak þá í stórum
stíl og orðin var meginþátturinn
í atvinnu hans.
Því miður fór það svo, að í
hruni því, er varð upp úr heims-
styrjöldinni, varð hann fyrir þeim
áföllum að hann stóð uppi alls-
laus. Eftir fjögurra eða fimm ára
dvöl á Englandi, fluttust þau
hjónin heim aftur til Reykjavík-
ur, og með stökum dugnaíh og
ráðdeild tókst Helga að koma svo
fótum fyrir sig á ný að hann gat
með mestu sæmd séð heimili sínu
farborða og haldið uppi hinni
fyrri híbýlaprýði. En mikil þrek-
raun var þetta, andleg og likam-
leg, enda ekki ólíklegt að það
hafi stytt ævi hans. Hann andað-
ist 16. nóvember 1927 af hjarta-
bilun og mátti heita að hann yrði
bráðkvaddur. Engu fé safnaði
hann eftir að hann kom heim
aftur, enda ekki þess að vænta,
og mun hann hafa mátt heita
snauður maður er hann lézt.
Þau hjónin höfðu eignast átta
börn, fjórar dærur og fjóra sonu.
Einn sonanna misstu þau um tví-
tugt, en hin sjö eru enn á lifi
og hafa orðið vel að manni. Auk
þess ólu þau upp og ættleiddu
systurdóttur Helga, sem nú er
húsfreyja hér í Reykjavík.
Oll voru börnin uppkomin er
faðir þeirra féll frá. Þau reynd-
ust móður sinni hið bezta, enda
hafði hún til þess unnið. Aldrei
var hana látið skorta neitt. Að
vísu var orðinn mikill sjónar-
sviptir á heimilinu, en annars
var það með sama höfðingsbragð-
ínu og rausnin hélzt hin sama.
Til æviloka bjó frú Geirþrúður
áfram í sambýli við ágæta dóttur
sína, og börnin endurguldu þá
ástúð, er hún hafði alla tíð sýnt
þeim. Umvafin ástríki þeirra
kvaddi hún heiminn þessi kona,
sem ævinlega hafði stráð um sig
yl og ljósi. Með fullri rænu til
síðustu stundar, og að mestu án
stórmikilla þjáninga, kvaddi hitn
glöð, eins og hún 66 árum áður
hafði gengið glöð til brúðkaups
síns. Það voru gömlu sporin, sem
hún steig nú að nýju. September
var hennar mikli mánuður; í
honum hafði hún komið í heim-
inn, í honum gekk hún í sitt gæfu
ríka hjónaband, og í honum
kvaddi hún að lokum jarðlífið.
Svona er þá í stuttu máli rak-
inn æviferill þessarar íðilgóðu
konu. Sögu hennar má kalla auð-
velt að segja. En þegar lýsa skal
henni sjálfri, dugir ekki minn
penni. Því er mér sæmst að vera
fáorður um hana. Að þekkja hana
var að dá hana fyrir hennar
þóttafulla hjúp, hve trúnaður
þessa manns gat verið innilegur,
jafnvel barnslegur, og hve vin-
átta hans var djúp, einlæg og
ósérplægin. Fyrirfram mundi ég
hafa gert ráð fyrir því, — og
sennilegt að svo hafi verið um
marga aðra — að hugur þessa
duglega atvinnurekanda væri
einkum bundinn við jarðneska
hluti. En ég átti eftir að kornast
að raun um, hve gagnger mis-
skilningur þetta var. Það voru
andlegu málin, sem tóku hann
föstustum tökum og áttu í honum
stærsta ítakið. En þessi innstu og
dýpstu hugðarmál sín ætla ég að
Geirþrúður Zoég?,
miklu eðliskosti. Stórum lengra
nær ekki mín umsögn eða lýsing.
Með hugann fullan af þakklæti
þar sem ég stend andspænis minn
ingu þessara hjóna, sem reyndust
mér svo fádæma-góðir vinir, finn
ég ekki orðin til að klæða í end-
urminninguna um þau. Meðan
ég var ókunnugur Helga Zoéga,
fannst mér sem hann mundi
fremur þurr og kaldur. En það
lán beið mín, að fá að kynnast
því, hve undurhlýtt það hjarta
var, sem sló á bak við þenna —
að því er virðast mátti — dálítið
hann hafi rætt við fáa. Hann var
leitandi sál og rannsakandi, sem
skildi það, að hér tekst okkur
aldrei að höndla allan sannleik-
ann. En hann fann knýjandi
skyldu sína til að leita og taka
við því, sem leitin færði honum.
Það var maður, sem í sannleika
var gott að kynnast.
Um konu hans var því á hinn
bóginn þannig farið, að út frá
henni geislaði hlýjan og mann-
kærleikinn til allra þeirra, er
hana nálguðust. Þrotlaus ástund-
un hennar var að koma alls
skrifar ur
daglega lífínu
Niðurföllin athuguð
daglega.
FYRIR skömmu sagði Velvak-
andi frá gönguferð niður
Laugaveginn í ausandi rigningu,
þegar pollur var við hvert götu-
ræsi. Nú hefur borizt skýring á
því frá hlutaðeigandi aðilum
hvernig eftirliti með niðurföll-
um er háttað.
Það hefur sem sagt verið
venja að gatnahreinsunarflokkur
hreinsi allan Laugaveginn. Eru
þá öll niðurföll athuguð gaum-
gæfilega og þau hreinsuð ef þörf
krefur. Eftir vinnutima hefur
það viijað bera við, að bréfarusi,
einkum umbúðir utan af sælgæti,
frá hinum mörgu veitingastöðum
við Laugaveg safnist í göturenn
urnar og berist með regnvatni
ofan á ristar niðurfallanna og
stífli þær. Úr þessu verður ekki
bætt með öðru móti en því, að
hreinsunarmenn fylgist með
þessu eftir daglegan vinnutíma.
Sökum kostnaðar hefur ekki þótt
fært að fara inn á þá braut.
Hins vegar hefur komið til tals
að breyta gerð ristanna í niður-
föllunum, þannig að þær verði
opnari, svo að minni hætta sé á
að þær stíflist af þessum sökum.
Það mál er í athugun, en gasta
verður allrar varkárni með þetta,
því sjálf holræsin í þessu hverfi
eru gömul og þröng.
Athugasemdir um ljósa-
útbúnað bifreiða.
Iþessum dálkum birtist í sunnu
dagsblaðinu bréf frá „Hægri
manni“, þar sem hann gerir ljósa
útbúnað bifreiða að umtalsefni og
þá sérstaklega svokatlaðan
„asymmetrískan" eða ójafnlægan
útbúnað. Velvakandi bar ummæli
þessi undir Ljóstæknifélag Is-
laqds, sem gerði eftirfarandi at-
hugasemdir við ummælin:
1) Ensk-amerískar lugtir hafa
alltaf verið ójafnlægar, þannig
að lágu ijósin vísa til hliðar (að
vegarbrún, frá mótakandi öku-
tæki).
2) Evrópulugtir hafa verið jafn
lægar, en þannig að efri mörk
ljóskeilunnar eru mjqg skörp og
lenda neðan við augu mótakandi
inanna.
3) Nýja Evrópugerðin (ójafn-
læg) gerir ekki það, sem „Hægri
maður“ telur, að draga keiluna
inn þeim megin, sem mótakandi
ökutæki koma, heldur teygir hún
úr keilunni hinum megin (að
vegarbrún) til að bæta ökuskil-
yrði þar. Eftir sem áður heldur
hún þeim kosti að hafa skörp
geilsamörk að ofan. Þessi nýja
gerð er því eins konar „kompro-
mis“ milli (1) og (2).
4) Upphaflega var óvíst, hvort
hin nýja gerð mundi framieidd
fyrir vinstri akstur. í framleiðslu
áætlunum viðkomandi fyrirtækja
er hún þó talin með og kemur
væntanlega á markað bráðlega.
5) Hins vegar verður alltaf
erfiðara að fá lugtir fyrir vinstri
akstur, og í ameríska bíla þarf að
panta það alveg sérstaklega og er
óefað dýrara. Það værieflaustauð
veldara að halda samræmi í ijósa
búnaði við hægn akstur. Hér
skjóta t. d. alltaf upp kolhnum
„samlokur“ fyrir hægri akstur
(af því að slíkt er „standard"
víðast erlendis) og eru jafnvel í
notkun. Þær eru vitanlega stór-
nættulegar, því þær beina ,,lága“
geislanum á öfuga vegarbrún, þ.
e. beint í augu mótakandi
manns.
Þetta voru skýringar Ljós-
tæknifélagsins. Óefað eru mai gar
bifreiðir méð ljósaútbúnað, sem
ekki er eins og hann getur beztur
verið, og stafar það að sjálfsögðu
oftast af ókunnugleika á slíkum
útbúnaði eða óaðgæzlu. En
rétt ijós bifreiðanna eru svo mik-
ilvæg, að nú þegar farið er að
dimma, ættu allir bifreiðaeigend-
ur að gera sér það ómak að at-
huga eða láta athuga gaumgæfi-
lega hvernig ljósum og s'.illingu
ljósanna er háttað á bifreiðum
sínum.
staðar fram til góðs og gera öll-
um gott. Það var aðeins ein mann
eskja sem hún lét sér ekki ant
um. Sú manneskja var Geir-
þrúður Zoéga, sem hún virtist
aldrei vilja vita að til væri. Það
var þessi makalausa self-obliter-
ation sem þeir menn enskir, sem
verið höfðu gestir hennar, gátu
ekki orða bundist að minnast í
kunningja hóp.
I almenningsgarði einum á
Englandi er sólskífa, sem á er
letrað (á latínu): „Ég get aðeins
sólskinsstundanna". Með þessum
sömu orðum hefði frú Geirþrúður
Zoéga vel mátt einkenna sjálfa
sig. Forsjónin hafði gefið henni
þá dásamlegu vöggugjöf að geta
jafnvel gegnum sjálfa sorgina
séð sólina skína og að geta allt
af fiutt öðrum sólskinið. Ég er
ekkj alveg viss um að ég hafi
þekkt annað slíkt sólskinsbarn
sem hana.
Grímur Thomsen skilur það
efalaust rétt, að Þorkell máni dæi
glaður inn í ljósið. Og þessi kona,
inn i hvað gat hún dáið annað
en ljósið — inn í ljósið eilífa?
Sn. J.
í DAG er kvödd hinztu kveðju
Geirþrúður Zoéga. Hún lézt að
heimili sínu, Kjartansgötu-10, 23.
þessa mánaðar, 86 ára að aldri.
Þar hafði hún búið undanfarin
ár ásamt dóttur sinni, Guðrúnu.
Við fráfall Geirþrúðar er horf-
in af sjónarsviðinu höfðingskona,
sem lengi verður minnzt sakir
mannkosta hennar.
Þeim fækkar nú óðum, sem
voru í blóma lífsins um alda-
mótin síðustu, en þá var mikil
vakning með þjóðinni, eins og
kunnugt er. Geirþrúður tók þeg-
ar virkan þátt í félagsstarfsemi
kvenna hér í bæ, t. d. Thorvald-
sensfélaginu og félaginu Hringn-
um. Maður hennar var einn af
38 stofnendum Verzlunarmanna-
félags Reykjavíkur árið 1891 og
virkur félagsmaður til dauða-
dags.
Við fráfall Geirþrúðar kveður
Reykjavíkurbær einn af sínum
elztu borgurum, sem lengi setti
svip sinn á bæinn, eins og hann
var og er enn.
Ég hefi átt því láni að fagna
að hafa nú í góða tvo áratugi
haft náin persónuleg kynni af
Geirþrúði, sakir tengda minna.
við hana og fyrir það vil ég
þakka að leiðarlokum. Á slíkum
stundum sem þessari er margs
að minnast. Geirþrúður var ein-
staklega vel gerð og mikilhæf
kona. Af henni sópaði sakir
glæsimennsku 0g virðuleika.
Hún minnti mig oft á hina fornu
kvenskörunga, eins og maður
hefir hugsað sér þá hvað bezta.
Um gjafmildi hennar og gest-
risni verður ekkert ofsagt. Hús
hennar og manns hennar stóð öll-
um opið, jafn innlendum sem
erlendum, og þar var ölíum bú-
inn rausnarlegur beini.
í Eyrbyggju segir frá Geirríði
í Borgardal vestur, að „hún lét
setja skála sinn á þjóðbraut
þvera, þar stóð jafnan borð og
matur á, gefinn hverjum, sem
hafa vildi. Af slíku þótti hún hið
mesta valkvendi.“
Nöfnum þessara tveggja
kvenna svipar saman, en það
myndi ekki vera sönnu fjarri að
segja, að hugarfari þeirra hafi
verið líkt háttað.
Frú Geirþrúður var höfðingi
ættar sinnar, ættmóðir, sem
aliir báru virðingu fyrir,
ungir sem gamlir. Glaðværð
hennar og hjartagæzka gleymist
ekki. öllum leið vel í nálægð
hennar. Það var eins og andaði
frá henni öllu því bezta, sem
mannlífið hefir að bjóða.
Geirþrúður var gæfukona, þótt
stundum blési á móti. Þyngstu
áföllin, sem hún varð fyrir, voru
þau, er hún missti einn sona
sinna, Einar, í blóma lífsins af
slysförum, og er hún átti manni
sínum snögglega á bak að sjá
árið 1927, en hann var þá enn á
góðum aldri. En skapkostir henn-
ar, glaðsinni, bjartsýni, geð-
styrkur og trúartraust, voru óbil-
andi. í þessu var gæfa hennar
fyrst og fremst fólgin. Gleði
Framh. á bls. 8