Morgunblaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 1
24 síður ÓROFA ÞJÓÐAREININC UM RÉTT VORN Vér neitum því að létta ránsmönnunum afbrotin Úr ræðu Ólafs Thors, fyrrv. forsætis- ráðherra á geysifjölmennum fundi Stúdentafélags Reykjavikur VIÐ NEITUM ÞVÍ eindregið að létta ránsmönnunum afbrotin með ]»ví að leyfa verndurum þeirra, herskipunum, að annast flutninga milli landhelgisbrjótanna og lands. Kvíði ræninginn því að sigla til íslenzkrar hafnar til þess að leita sjúkum hjálpar þá er það aðeins maklegt. Að óreyndu verður því ekki trúað að skipstjóri hætti á að fórna lífi skipverja sinna af hlífð við pyngju útgerðar- mannsins. En séu brezkir landhelgisbrjótar slíkir óþokkar þá er það þeirra mál en ekki okkar. Á þessa leið komst Ólafur Thors fyrrv. forsætisráðherra m. a. að orði á geysifjölmennum fundi, sem Stúdentafélag Reykjavíkur hélt sl. sunnudag. Var ræðu Ólafs Thors ágætlega tekið. Hann komst ennfremur m.a. þannig að orði að við mættum athuga, hvenær að við teldum að Bretar hefðu fyllt svo bikar þolinmæði okkar að við teldum rétt og jafnvel óhjákvæmilegt að kæra þá á réttum vettvangi. Hann afneitaði þeirri hugmynd gersamlega að ís- land segði sig úr Atlantshafsbandalaginu. Loks kvaðst hann ekki á þessu stigi málsins vilja fullyrða um það, hvort æskilegt væri að Haagdómur gengi um deiluna um fiskveiðitakmörkin. Ólafur Thors hvatti tslendinga til órofa samheldni um rétt sinn í þessu stóra máli. Sverrir Hermannsson formaður Stúdentafélags Reykjavíkur setti fundinn og stjórnaði honum. Ræða Ólafs Thors í heild er birt á bls. 13—15. Ólafur Thors í ræðustól á fundi Stúdentafélagsins um landhelgismál sl. sunnudag. Biðjo um meiri vernd GRIMSBY, 27. *ept. — Brezkir togaramenn samþykktu á fundi hér í dag að fara þess á leit við flotamálaráðuneytið, flugmála- ráðuneytið svo *g landbúnaðar- og sjávarútvegsmálaráðuneytið, að brezkum togurum á íslands- miðum yrði látin í té öflugri her- vernd. Eldilougur til Noregs OSLÓ, 29. sept. — Yfirforingl norska flughersins upplýsti í dag, að Norðmenn mundu skjótlega fá eldflaugar til landvarna. Er hér um að ræða Nike eldflaugar — og sérstak- ar eldflaugar fyrir orrustu- þotur. Stórkostlegur sigur de Gaulle markar tímamót í sögu Frakklands Kommúnistar guldu mikið afhroð setur traust sitt á de Gaulle PARIS, 29. september. — Einkaskeyti frá Reuter. DE GAULLE hefur unnið stærsta stjórnmálasigur í sögu Frakklands. Fjórða lýðveldið er liðið undir lok, það hefur staðið 12 ár — og fáir Frakkar syrgja það. Franska þjóðin hefur sett traust sitt á de Gaulle, sem í 12 ár lét lítið á sér bæra, en á hættustund — þegar borgarastyrjöld vofði yfir Frakklandi — hélt til Parísar til þess að bjóða frönsku þjóðinni þjónustu sína. Hann hét henni að hjarga Frakklandi frá sundrungu og niðurlægingu, endurreisa voldugt Frakkland. — Ályktun fundarins. PUNDURINN samþykkti svo- hljóðandi tillögu frá stjórn Stúdentafélagsins með samhljóða atkvæðum: „Almennur fundur í Stúdenta- félagi Reykjavíkur, haldinn 28. september 1958, fagnar útfærslu fiskveiðitakmarkanna í tólf sjó- mílur og skorar á alla islendinga að standa einhuga saman um rétt þjóðarinnar. Jafnframt þakkar fundurinn öllum þeim, sem frá öndverðu hafa undirbúið þau mikilsverðu skref, sem stig- in hafa verið til verndar íslenzk- um fiskimiðum. Fundurinn telur þó að 12 mílna fiskveiðitakmörk séu ekk ert lokatakmark í þessum mál- um. Beri að vinna að því áfram af festu og ábyrgðartilfinningu að fá frekari viðurkenningar fyr- ir einkarétti Islendinga til fisk- veiða á landgrunninu umhverfis landið. Þá vítir fundurinn harðlega of- beldisaðgerðir Breta gagnvart íslenzku þjóðinni og telur þær einstætt óhæfuverk gagnvart vopnlausri smáþjóð. Þakkar fundurinn íslenzkum varðskips- mönnum drengilegt og dugmikið starf við landhelgisgæzluna. — Loks átelur fundurinn þá ráða- breytni, að brezkum herskipum skuli leyft að annast flutninga milli landhelgisbrjótanna og ís- lenzkra hafna og telur að það hafi verið mjög misráðið, er ís- lenzkum varðskipsmönnum var fyrirskipað að sleppa brezkum landhelgisbrjót, er þeir höfðu tekið meðan brezkt herskip gat ekki annazt aðstoð við lögbrjót- ana“. ULM, V-Þýzkalandi, 29. septem- ber. — Þrír létust og 11 slösuðust hér í dag, er 5 fólksbílar, 6 vöru- bílar og mótorhjól lentu öll í einum og sama árekstrinum á þjóðveginum milli Stuttgart og Munchen — í svartaþoku. Franska þjóðin og þegnar frönsku nýlendnanna sýndu við kosningarnar um stjórnarskrár- frumvarp de Gaulle á sunnudag- inn, að mikill meirihluti þegna hins franska ríkis treystir hon- um til þess að endurreisa Frakk- land. í Frakklandi greiddu 80% kjósenda honum atkvæði, í Alsír yfir 95% og í öllum 18 nýlendum Frakka var stuðning- urinn við de Gaulle allt að 98% að einni nýlendu undanskilinni. Það var Franska Guiana í V- Afríku. Meirihluti kjósenda hafnaði nýju stjórnarskránni og þar með tengslum sínum við Frakkland. Þegar kosningaúrslitin voru tunn lét de Gaulle í ljós mikla ánægju með afstöðu þjóðarinnar. Þetta sýnir, ;agði hann, að Frakkar eru ákveðnir í því að ganga fram með æskuhreysti, þreki og hugrekki. Einn þeirra fyrstu, iem sendu de Gaulle heilla- óskir vegna einhuga stuðn- ings þjóðarinnar við áform hans, var Winston Churchill. Engar birgðir voru settar á land á Quemoy í dag vegna ill- viðris. Yfirmaður hersins á eyj- unni lét hafa eftir sér, að nú væri orðið þröngt í búi hjá eyjar- skeggjum og hermönnunum, rís- inn væri allur genginn til þurrð- - Franska þjóðin Óhætt er að fullyrða, að jafn- vel bjartsýnustu stuðningsmenn de Gaulle hafa ekki búizt við jafnglæsilegum sigri hans og raun varð á. Það þykir einna at- hyglisverðast við úrslit þjóðar- atkvæðagreiðslunnar, að áhrif kommúnista virðast hafa þorrið mjög og eru þetta mestu hrakfar- ir þeirra í Frakklandi síðan styrj - öldinni lauk. Þrátt fyrir harð- an áróður kommúnista gegn de Gaulle og ásakanir um, að hann væri að undirbúa einveldi sitt, hefur hátt að aðra milljón komm ar, en haan er aðal.heða Kín- verja. Allir fiskibátar hafa verið eyðilagðir í skothríð kommún- ista og eyjarskeggjar eiga aðeins matvælabirgðir til 25 daga, sagði herforinginn. Fyrrgreind ummæli Chang Kai únista snúizt á sveif með honum — að því að talið er. Stjórnmálafréttaritarar segja, að úrslit þessi marki upphafið að falli veldis kommúnista í Frakk- landi. ★ En það voru fleiri en komm- únistar, sem urðu að lúta í lægra haldi íyrir de Gaulle. í kjördæmi Mendes France, sem barðist harð vítuglega gegn stjórnarskrártil- lögunni, greiddu yfir 80% kjós- enda de Gaulle atkvæði — og í kjördæmi Poujade, sem líka barð ist við hlið Mendes France, urðu úrslitin svipuð. ★ Kjörsókn í þessum kosningum var meiri en dæmi eru til í Frakk landi. Þar neyttu 85% kjörgengra atkvæðisréttar síns og kusu 17,7 Framh. á bls. 23. Shek voru höfð eftir honum á blaðamannafundi, er hann átti í dag. Sagði hann þar ennfremur, að Quemoy og hinar smáeyjarn- ar væru skjöldur Formósu — og lögð yrði áherzía á að verja þær til síðasta manns, ef nauðsyn krefði. Vegna ónægju, sem vart hefði orðið í Bandaríkjunum með stuðn ing Bandaríkjamanna við þjóð- ernissinna og ótta úm nýja heimsstyrjöld, sagði hann, að hér væri ekki einungis verið að verja smáeyjar heldur hefta útþenslu kommúnismans til alls vestan- verðs Kyrrahafs. Eyjarnar, þótt smáar væru, væru mikilvægari en orð fengju lýst. Við gerum loftárásir á megin- landið ef jbörf krefur — segir Chang Kai Shek TAIPEI, 29. sept. — Chang Kai Shek lét svo ummælt í dag, að bandarískir hermenn mundu ekki verða beðnir um að berjast við varuir smáeyjanna við meginland Kína. Sagði hann og, að þjóð- ernissinnar mundu gera loftárásir á borgir kommúnista á megin- land’nu, ef slíkt reyndist lífsnauðsyn fyrir Formósustjórnina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.