Morgunblaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 14
14 MORCílMtl 4 ÐIÐ Þriðjudagur 30. sept. 1958 - Ræða Ólafs Thors Framh. af bls 13 „1- Á íslaitdi getur engin rík- isstjórn setið að völdum nema að hún freisti þess að hagnýta þann ýtrasta rétt íslendingum til handa, sem felst i Haag-dómnum. 2. Á íslandi getur engin þjóð búið, nema því aðeins að þessar tilraunir takist". Þessari skýrslu lýkur með þess um orðum: Tökum því sem að höndum ber „Það er mín skoðun, að íslend- ingar verði að vera við því bún- ir, að hagnýti þeir sér rétt sinn samkvæmt Haag-dómnum, muni þeir sæta margvíslegum óþægind um á brezka fiskimarkaðinum. Með vissu verður þó ekki um þetta dæmt, hvorki hvort slik óþægindi yrðu á vegi okkar né hversu langvarandi þau yrðu. Úr því sker ekkert nema reynslan. En ég tel, að unt ekkert annað geti verið að ræða en það að taka því, sem að höndum kann að bera í þeim efnum og ráða fram úr þeim örðugleikum eftir því sem aðstæður þá leyfa.....Tel ég rétt að ákveða nú hið allra bráð- asta, að réttur íslendinga verði svipaður því, sem Norðmönnum hefur nú verið tildæmdur, eins og þessi réttur nánar kemur fram í áðurnefndu Islandskorti, sem sérfræðingarnir hafa allir athug- að, og verði þessi ákvörðun aug- Iýst hið ailra bráðasta". Hér lýkur tilvitnunum í þessa skýrslu. Lærum af reynslunni Eg vildi með framansögðu hafa sýnt, að áður en hið örlaga- ríka spor var stigið 1952, hafi málið verið þraut-undirbúið í mörg ár, og með tilvitnunum í áðurnefnda skýrslu vildi ég og sýna, að þegar á hólminn kom, var skýrt og skilmerkilega sagt frá öllum fyrirætlunum okkar og í engu hvikað frá þeim í viðræð- um við umboðsmenn brezku stjórnarinnar. En það, sem fyrir mér vakir, er þó fyrst og fremst það, að sýna, að í þessari fyrstu viðureign við Bretann, var við flesta sömu örðugleika að etja sem nú. Mætti því ef til vill nú að verulegu leyti styðjast við þá reynslu, sem þá fékkst. Var nú fullnægt því fyrirheiti íslenzkra stjórnarvalda að láta Breta vita um fyrirætlanir fslend inga áður en til framkvæmda kæmi. Tókst það án þess að ljón yrðu á vegi íslendinga, sem valdið gætu innbyrðis ágreiningi eða hiki og máttu íslendingar vel við una. Er vel, að um þetta liggja fyr- ir skýrar skýrslur, samdar strax að afloknum viðræðunum af við- komandi ráðherra og yfirlesnar og staðfestar af Hans G. Ander- sen og Agnari Klemenz Jónssyni, sem viðstaddir voru þessar við- ræður. Þessu samfara og bæði fyrir og eftir átti Hans G. Andersen við- ræður við færustu erlenda sér- fræðinga, sem staðfestu, að fyrir ætlanir okkar um útfærslu frið- unarlínunnar væru í samræmi við Haag-dóminn, svo sem við höfðum haldið fram við Breta. Hafði og áðurnefndur ráðherra einnig átt tal við suma þessa er- lendu sérfræðinga. Teningunum kastað Eftir allan þennan málatilbún- að, ákvað ríkisstjórn íslands svo að stíga hið örlagaríka spor og gaf þáverandi sjávarútvegsmála ráðherra út um það reglugerð hinn 19. marz 1952. Tók hún gildi 15. maí sama ár. Voru þá flóar og firðir friðaðir, en landhelgis- línan færð út í 4 mílur. Til leið- beiningar skal þess getið, að fyr- ir gildistöku þessarar reglugerð ar var íslenzka fiskveiðalandhelg in aðeins 24 þús. ferkm., en eftir friðunina var hún 43 þús. ferkm., eða nærri helmingi stærri. Til samanburðar skal þess getið, að nú þegar fært er út í 12 mílur stækkar fiskiveiðalandhelgin að- eins um 25 þús. ferkm. Keraur þetta af þvi, að 1952 unnust sv.o stór svæði við lokun fjarða og flóa, en nú voru grunnlínur látn- ar óbreyttar. Eru tölur þessar að vísu tákn- rænar, en segja þó aðeins hálfa söguna. Hinn mikli sigur 1952 lá að visu meðfram í því, að þá tókst því nær að tvöfalda íisk- veiðalandhelgina, sem auðvitað er ómetanlegt. En mestur var þó sigurinn fyrir það, að þá tókst að brjóta á bak-aftur hina brezku biblíu um óskeikulleik og helgi þriggja mílna landhelginnar. Ekki dýrkeyptnr sig<ur Hinn mikli sigur fslendinga 1952 var ekki dýrkeyptur. Að vísu gerðu brezkir útvegsmenn sér það til háðungar að setja löndunarbann á íslenzkan fisk í Bretlandi. Myndi þau afrek lengi í minnum haft, hefði Bretum ekki tekizt að láta það gleymast í skugga nýrra endema, svo sem öllum er kunnugt. Eftir að löndunarbannið hafði staðið í nokkra mánuði, ákvað stjórn íslands að taka það mál upp á fundi efnahagssamvinnu- stofnunar Evrópu í París um miðjan desember 1952. Valdist sami ráðherrann til þessarar far- ar, sem rætt hafði um málið við umboðsmenn brezku stjórnarinn- ar í London. Þótti rétt, að hann tilkynnti stjórn Breta þessar fyr- irætlanir og átti hann langar við- ræður um löndunarbannið við utanríkisráðherra Breta og tvo aðra ráðherra þeirra í desember 1952. Var þá borin fram og sterk um rökum studd sú ósk og raunar krafa íslendinga, að brezka stjórnin hlutaðist til um, að af- létt væri löndunarbanninu. Tókst það að vísu ekki fyrr en síðar. Hitt mun hafa lánazt, að sann- færá æðstu menn Breta um, að málstaður íslands væri, að minnsta kosti í aðalefnum, byggð ur á lagalegum og siðferðileg- um rétti. Látum ekki valdið beygja réttinn Var nú haldið til fundarins i efnahagssamvinnustofnuninni í París. Voru þar mættir fyrir hönd fslands áðurnefndur ráðherra, ásamt sendiherra fslands í París, Pétri Benediktssyni og Hans G. Andersen. f ræðum þeim, sem þar voru fluttar af hálfu íslands, var mál- staður íslands skýrður í höfuð- dráttum og því jafnframt haldið fram, að löndunarbannið væri brot á samningum milli Breta og Bandaríkjamanna um efnahags- samvinnu. Lauk þeim umræðum með þess um orðum fslendinga: „Herra forseti! Til hvers erum við hérna, og hvers vegna «ru þessar þjóðir í öllum þessum samtökum og á öllum þessum samkundum? Er það ekki vegna þess, að við höf- um ákveðið að láta ekki valdið beygja réttinn? Er það ekki vegna þess, að við höfum ákveð- ið að beygja okkur ekki, jafnvel ekki fyrir ennþá sterkara valdi heldur en brezkum togaraeigend um? Þið vitið kannske, háttvirtir herrar, við hverja ég á? Auk þess verða menn að skilja, að á íslandi líta menn svo stórum aug um á brezku stjórnina, að engum dettur í hug, að neinn annar en hún stjórni Bretlandi. Og hvern- ig eiga smáþjóðirnar að halda trúnni á samþykktir okkar allar og hátíðlegar yfirlýsingar, ef reyndin á að verða sú, að smáir eiginhagsmunahópar geta gert þetta allt að engu?“ Til gamans get ég þess, að „herra forsetinn“ var þáverandi utanríkisráðherra Bretlands, Mr. Eden. Æ sér gjöf til gjalda Loks þykir rétt að geta þess, að á heimleið átti íslenzki ráð- herrann viðtal við enskan ráð- herra í janúar 1953. f skýrslu um þær viðræður segir m. a.: „Brezki ráðherrann hafði orð á því, að málflutningur íslend- inga í Paris hefði þótt nokkuð sterkur. Ég tjáði honum, að á íslandi mundu þeir margir, sem væru undrandi yfir, hversu illa við hefðum haldið á góðum málstað. Við hefðum þó gert þetta af ásetiu ráði, því að síðar mætti alltaf herða á. Næsti málflutning ur okkar, t. d. í Sameinuðu þjóð- unum, yrði væntanlega um það, hvernig okkur tækist að lifa eft- ir boðorðinu „Do it by trade, not by aid“, þegar höfundar þessa mílur sé heimil. Og svo loks Gen- farráðstefnan, þar sem sjálfir Bretar bera frara tillögu um 6 mílna fiskveiðalandhelgi, en til- laga Kanada um 12 mílna land- helgi fékk þar, sem kunnugt er, 35 atkvæði, en aðeins 30 greiddu mótatkvæði. Sýnir þetta I hve hraðri sókn málstaður fslendinga var, enda jafnan vel á honum haldið. Verð boðorðs, Bretarmr sjalfir, letu skulda þeir Hans G. Andersen, famennan hop skera niður utan- Davið ólafsson og Jón Jónsson, rikisverzlun Islands um 25%. Inn sem má]jð sóttu • Genf> a]þjóðar_ í Þann malflutmng myndi sjálf- þðkk fyrir ágætan málatilbúnað. sagt lika blandast eldri og yngri saga Islendinga og Breta. Kafli úr henni yrði stríðssaga, sagan um það, þegar Bretar réðust inn í ís- land og hertóku það og frömdu með því þann verknað, sem for- ingjar Þjóðverja voru hengdir Voru sigrarnir rétt hagnýttir? Sigur okkar í Genf var stór. Nú spyrja menn: Var hann rétt hagnýttur? Hefur málsmeðferðin síðan verið rétt? Um það er deilt og verður deilt. fyrir. Sagan af því, hvernig sum , En í dag ber að reyna að setja ir forystumenn íslands, þ. á. m. j deilur niður. Sagan getur svo allir núverandi ráðherrar, tóku síðan dæmt. Nú varðar einingin hernámsþjóðinni, og frömdu með — alger þjóðareining — mestu. því verknað, sem kvislingarnir Mun ég því hér láta liggja i þagn í Noregi höfðu verið hengdir fyr argildi flest það, sem mér kanr, ir. Sagan af því, að þegar innrás ! miður að falla varðandi málsmeð- arþjóðin tjáði íslendingum, að, ferðina siðustu mánuðina. Enda hún þyrfti að nota hermenn sína munu gögn málsins væntanlega annars staðar og bað þá um að síðar verða birt. snúa sér til Roosevelts og biðja Bandaríkin um hervernd fslend- ingum til handa, þá gerðu íslend- ingar þetta tafarlaust og sneru með því formlegum mótmælum gegn dvöl erlends hers í landinu upp í óskir um það að fá til ís- lands her, sem bráðlega varð jafn fjölmennur og allir karlmenn ís- lands, ungir sem gamlir. Sagan af því, að eftir að þetta var skeð, fengu Bretar samt sem áður, þegj andi leyfi til þess að hafa á fs- landi allan þann her, sem þeir töldu sér henta og gátu án verið. Að lokum minntist ég svo á hinn vinsamlega viðskilnað að stríðslokum og spurði síðan, hvort ráðherrann teldi þá viðburði, sem nú ættu sér stað og kúgunar- tilraunir brezkra þegna gagnvart íslendingum, vera eðlilegt áfram hald af hinni fyrri góðu sam- búð“. Ilöflum skotið grimmasta Ijónið í þessari skýrslu er, svo sem í áðurnefndum skýrslum, að sjálf- sögðu greint frá ótalmörgu öðru, sem máli skiptir og raunar flestu því, sem af íslands hálfu nú er teflt fram sem rökum fyrir okk- ar málstað. Vinnst hér ekki tími til að fara frekar út í þá sálma. Líkur því hér frásögninni af þess- um fyrsta kapítula í hinni löngu og þrotlausu baráttu íslendinga fyrir þessu mikla velferðarmáli sínu, baráttu, sem enn stendur yfir, stríði, sem vel getur orðið langt. Við höfðum unnið fyrstu orr- ustuna. Nær tvöfaldað fiskveiða- landhelgina, skotið grimmasta Ijónið, þ. e. a. s. „hefðina“ svo nefndu um helgi þriggja mílna landhelginnar og hafið sókn til þess að kynna málstað okkar á erlendum vettvangi. Okkur hafði tekizt í fyrstu lotunni að vekja umtal og glæða skilning og sam- úð ýmissa valdugra aðila, sem áður kunnu engin skil á málinu og það langt umfram það, sem við höfðum gert okkur vonir um. íslenzki málstaðurinn í hraðri sókn Á grundvelli þessa mikla sig- urs hefur síðan verið barizt lát- laust og sleitulaust af íslenzkum En rétt þykir þó að skýra frá því, að þegar I stað, þegar ríkis- stjórnin bauð stjórnárandstöð- unni samstarf ura málið, tók hún boðinu fúslega, enda yrði hún engu leynd í málinu og henni gerður þess kostur að eiga þátt í að tilnefna fulltrúa, er færu með málið á alþjóðavettvangi. Og enda þótt stjórnarandstaðan teldi sér í öndverðu og stundum síðar lítill trúnaður sýndur, þáði hún tafarlaust tilboð sjávarút- vegsmálaráðherra um að nefna mann í nefnd, til þess að ákveða hina nýju fiskveiðalínu. Áttu allir flokkar Alþingis fulltrúa í þeirri nefnd. Mun samstarfið þar hafa gengið vel og allir skil- ið, að þjóðareining var afar þýð- ingarmikil. Stjórnin hafrmgi réttingu grunnlina Hér verður ekki rætt um þau miklu átök um efni og meðferð þessa máls, sem urðu innan stjórnarflokkanna, þar til í odda skarst eftir miðjan maímánuð s.l. En eins og alþjóð veit, var þá talið í þrjá daga, að stjórnin væri að klofna um málið og staðfesti hún raunar sjálf þann orðróm. En meðan sú hildur var háð, taldi stjórnarandstaðan rétt, ef það mætti verða til að skýra málið og greiða fyrir samstöðu og þjóð- areiningu, að tilkynna bæði for- sætis- og utanríkisráðherra stefnu hennar í málinu. Var það gert áður en stjórnin tók endanlega ákvörðun, eða hinn 21. maí. Lagði stjórnarandstaðan höfuð áherzlu á tvennt, þ. e. a. s. nauð- synlega réttingu á grunnlínunum og síðan útfærslu i 12 mílur. Þá vildi og flokkurinn, með sérstakri hliðsjón af því, að íslenzki mál- staðurinn var stöðugt að vinna á og aídrei þó meir en síðustu mán- uðina: „verja enn örfáum vikum til þess að skýra fyrir bandalags- þjóðum íslendinga þessa hags- muni, sem tilvera þjóðarinnar byggist á, i fullu trausti þess, að j eftir þær útskýringar og rökræð- ur muni ekki aðeins útfærslan í 12 mílur, heldur og nauðsynleg rétting grunnlínanna fagna meiri skilningi og samúð en nú, og geta ríkisstjórnum og umboðsmönnum komið fyrr til framkvæmda", — þeirra á sérhverjum erlendum vettvangi, þar sem liðstyrks var að vænta, og þá fyrst og fremst á þingi Sameinuðu þjóðanna, en þar hafa þeir Thor Thors og Hans G. Andersen haldið fast og vel á málum fslendinga og oftar en einu sinni gengið með sigur af hólmi í viðureigninni við stórveld in, einkum við Breta, og þannig jafnt og þétt þokað málstað Is- lands nær sigrinum. Öll hefur þessi barátta íslend- inga vakið veröldina til nýs skiln ings á þessu mikla velferðarmáli svo sem segir í yfirlýsingu Sjálf- stæðisflokksins frá 21. maí. Ástæðan til þess, að svo mikil áherzla var lögð á að rétta grunn- línurnar var eigi aðeins sú, að með þeim hætti hefði hið nýja friðaða svæði orðið miklu stærra en nú varð, heldur og hin, að ein- mitt slík rétting grunnlínanna hafði hlotið lögmæta samþykkt á Genfarráðstefnunni og var því miklu auðsóttari en sjálf 12 mílna landhelgin. Eins og kunnugt er, féllst ríkis stjórnin ekki á þessa stefnu, held fslands og fleiri landa. Gleggst j ur ákvað hún aðeins að hallast vitni þessa eru samþykktir þjóð- að 12 mílunum, en að grunnlínur réttarnefndar Sameinuðu þjóð-1 skyldu óbreyttar. Viðræður til anna vorið 1956, en þar var látið' skýringar féllst hún hins vegar að því liggja, að útfærsla í 12 á, að skyldu fram fara og segir um það svo í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar 1. júní s. 1., að ríkis stjórnin hafi ákveðið: „að vinna að skilningi og viðurkenningu á réttmæti og nauðsyn stækkunar- innar“. Efa ég ekki, að það loforð hafi verið efnt, bæði með því að hrekja mótmælanótur þær, sem íslendingum höfðu borizt, svo og með persónulegum viðræðum is- lenzkra ráðherra í utanförum þeirra í sumar og er þá ótalið það, sem sizt skyldi gleyma, en það er viðleitni Starfsmanna rík- isstjórnarinnar til að skýra málið og skapa um það frið. Birting skjala eyðir misskilningi Frá því að ríkisstjórnin tók ákvarðanir sínar í maílok hafa nær engar viðræður verið milli stjórnarinnar og stjórnarandstöð- unnar um málið öðru visi en bréf lega. Er mér því ekki fyllilega kunnugt um, hvað gerzt hefur. En illvígar deilur hafa sýnilega geisað innan stjórnarflokkanna og engin tilraun verið gerð til að leyna þeim, nema síður sé, ef dæmt er af stjórnarblöðunum. Leiði ég minn hest að mestu hjá þeim, enda öðru þarfara að sinna. En skylt tel ég mér að minna á það, að hinn 7. fyrra mánaðar var svo komið, að Sjálfstæðis- flokkurinn óttaðist skaðvænleg áhrif þessara deilna, eins og hann líka taldi íslendingum hættulegt, að erlendum þjóðum væri talin trú um, að stærsti flokkur þjóð- arinnar vildi sýna einhverja lin- kind í þessu velferðarmáli. Fyrir því skrifaði flokkurinn þann dag forsætisráðherranum bréf og ósk- aði þess, að þirt yrðu gögn máls- ins, þ. á. m. yfirlýsing Sjálfstæðis flokksins frá 21. mai. Bar hún með sér, að fjandmenn fslendinga í þessu máli áttu sér sízt góðs að vænta af Sjálfstæðisflokknum, því að hann hafði áður en stjórn in markaði sína stefnu gengið lengra í óskum sínum og kröf- um en stjórnin sá sér fært eðá taldi hyggilegt að aðhyllast. Gerði Sjálfstæðisflokkurinn sér og von um, að birting allra skjala og gagna eyddi ýmsum missögn- um og misskilningi, er hindrað höfðu nauðsynlega þjóðareiningu um málið. Myndi þá erlendum þjóðum skiljast, að íslendingar stæðu saman um þetta mikla mál. Forsætisráðherrann virti þetta bréf ekki svars. Af framansögðu er ljóst, að stjórnarandstaðan hafði ekki tal- ið rétt í maímánuði að birta stefnu sína öðrum en ríkisstjórn inni úr því að hún gat ekki fall- izt á þá stefnu. Vildi hún með því forðast að vekja deilur. Hins vegar taldi hún það þjóðarnauð- syn að birta stefnuna, hinn 7. ágúst, vegna þess að það gat haft örlagarík og skaðvænleg áhrif fyrir íslendinga, ef því yrði trúað, að stærsti flokkurinn væri reiðubúinn til afsláttar, en ein- mitt því hafði oft verið á lofti haldið í stjórnarblöðunum. Reynt að fírra vandræðum Þá þykir mér rétt að minna á, að hinn 22. ágúst ritaði stjórnar- andstaðan utanríkisráðherra bréf og fór þess á leit, að hann krefð- ist ráðherrafundar í NATO, til þess að ræða þar ofbeldishótanir Breta í sambandi við útfærslu fiskveiðalandhelginnar. Benti hún á, að skv. 4. gr. • stofnsamn- ings Norður-Atlantshafsbanda- lagsins væri það bæði réttur og skylda íslendinga að kalla banda menn sína til samráðs um slíkar hótanir, enda myndi hægara að afstýra voðanum en bæta úr hon- um eftir á. Utanríkisráðherra hafnaði þessum óskum með bréfi 28. ágúst. Þar segir m. a.: „Hóf fulltrúi íslands hjá At- lantshafsbandalaginu viðtöl við fulltrúa bandalagsþjóðanna í síð- ari hluta júlímánðar og hefur þeim verið haldið áfram síðar. Árangur hefur ekki náðst af þessu, en viðræðunum verður haldið áfram og það þrautreynt til seinustu stundar að ná já- kvæðri niðurstöðu. Það er rétt, sem kemur fram í bréfi yðar, að talað er um, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.