Morgunblaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 20
20 MORGZJNBLAÐ1Ð Þrlðjudagur 30. sept. 1958 •setningar sem hann hafði notað til þess að sannfæra japanska •ofurstann. Að hans eigin dómi var (hver þeirra í fyllsta máta sann- •færandi, en sú sem honum þótti •réttust og skynsamlegust var efn- islega eitthvað á þessa leið: Af- •köst öi-fárra manna, sem óvanir 'voru allri líkamlegri vinnu, voru teára-lítil, en vinnuaukningin og Vandvirkni undir stjórn duglegra 'liðsforingja hins vegar mjög mik- 41. Þess vegna væri það trygging •fyrir meiri afköstum og betri •vinnu að látá liðsforingjana halda völdum sínum óskertum, sem •þeir myndu hins vegar missa, ef •þeim væri skipað að vinna sömu •verkin og allir hinir. „Jæja, hef ég kannske ekki á réttu að standa?“ spurði hann svo og sneri sér að Hughes major. — „Þér eruð iðnaðarfræðingur. Hald ið þér að nokkur árangur yrði af verki sem þessu, ef ekkert ábyrgt framkvæmdavald kæmi þar við sögu?“ Vegna hins mikla manntjóns, sem orðið hafði í þessari sorglegu herferð, var nú herforingjaráð Nicholsons ofursta aðeins skipað tveimur herforingjum, að læknin- lim, Clipton, undanskildum. Hon- um hafði tekizt að halda þeim saman fram að þessu, því að hann mat skoðanir þeirra mikils og hon um þótti það jafnan ráðlegt að bera skoðanir sínar undir þá, áð- ur en hann tók nokkrar ákvarð- anir. Hvorugur þeirra var reglu- legur herforingi. Hughes major var forstjói-i námufélags á Mal- akka-skaganum. Hann hafði verið skipaður í herdeild Nicholsons ofursta og hinn síðarnefndi hafði strax viðurkennt stjórnarhæfi- 'leika hans. Reeves höfuðsmaður var hins vegar verkfræðingur á Indlandi. Ofurstinn hafði strax í upphafi stríðsins útnefnt hann sem einn af nánustu samstarfs- mönnum sínum. Hann vildi helzt safna tómum sérfræðingum í kringum sig. Hann var enginn hernaðarlegur aulabárður. Hann veitti því fyrstur manna athygli, að sum borgaraleg mál eru rekin með aðferðum, sem herinn hefði gott af að tileinka sér og hann lét ekkert tækifæri ónotað til að auka þekkingu sína og reynslu. Hann mat að jöfnu iðnfræðinga og fram kvæmdavald. „Ég held að þér hafið alveg rétt fyrir yður, sir“, svaraði Hughe's. „Það held ég líka“, sagði Reeves. — „Ef maður vill láta leggja brautarteina eða smíða brú, þá dugar ekki neitt fúsk ósérfróðra manna“. „Ég var nú alveg búinn að | gleyma því að þér eruð sérfræðing ur í þeim efnum", sagði ofurst- inn. „Þér skiljið þá hvers vegna ég vona að. ég hafi troðið örlítilli almennri skynsemi inn í hausinn á þessum gula þorpara". „Og auk þess“, skaut Clipton inn í samræðurnar — „ef beiting skynsamlegra raka nægir ekki, þá má alltaf grípa til „Manual of Military Low“ og Haag-samþykkt arinnai'". „Já, þá má alltaf grípa til Haag samþykktarinnar", samsinnti Nic holson ofursti. „Ég verð líklega að rifja hana betur upp fyrir næstu viðræður". Clipton talaði í þessum kald- hæðnislega bölsýnistón vegna þess að hann efaðist stórlega um það, að skírskotun til almennrar skynsemi bæri nokkurn árangur. Hann hafði heyrt margar og und- arlegar sögur um Saito. Það var sagt að japanski hershöfðinginn væri stundum móttækilegur fyrir skynsamlegar röksemdafærslur, þegar hann væri a/llsgáður, en breyttist í blóðþyrst og æðisgengið villidýr jafnskjótt og flaskan kæmi á borðið. Nicholson ofursti hafði borið fram mótmæli sín strax fyrsta dvalardaginn í hinum hálf-yfir- gefnu herbúðum. Saito hugsaði málið nánar, eins -og hann hafði lofað. Hann fann að það var eitt- hvað bogið við þetta allt saman og greip því til flöskunnar, til þess að skerpa hugann. Brátt hafði hanri talið sjálfum sér trú um það, að ofurstinn hefði sýnt óþol- andi virðingarleysi með því að andmæla skipunum hans — skip- unum sjálfs Saito ofursta. Og kom í bókaverzlanir í gær. ★ Um 900 nýjar verðskráningar. ★ Verðlistinn er bæði á íslen/.ku og ensku. ★ Verðskárning tekin upp á útgáfudagsstimplum eftir 1944. ★ Skráning á bréfspjöldum og loftbréfum. ★ Skráning á sérstimplunum, svo sem „Ballon flug“ o.fl. Bók fyrir alla, sem hafa áhuga á ftrímerkjum ísafoldar prentsmiðja hf. þess var ekki langt að bíða að tortryggni hans og efi breyttist í stjórnlausa reiði. Um kvöldið, þegar honum hafði tekizt að æsa sig upp í fullkomið æði, ákvað hann að sýna og sanna hið mikla vald sitt og kallaði all- an hópinn saman til liðskönnunar. með krepptum hnefanum, annað hivort til þess að veita orðum sín- um meiri áherzlu, eða æsa sig upp í það hatursæði, sem hann áleit hæfa tilefninu. Hann var eins og afkaraleg skrípa/mynd af manni. Höfuðið á honum vaggaði á háls- inum eins og á leikbrúðu. Hann Hann hafði líka ákveðið að halda ræðu — — Hann hafði líka ákveðið að halda ræðu. Strax í upphafi hennar varð hverjum manni það Ijóst, að svartir, ógnandi óveðursbakkar grúfðu yfir River Kwai. „Ég hata Breta. ...“ Hann hafði byrjað ræðu sína með þessari upphrópun og endur- tekið hana svo alltaf öðru hverju, eins og stef í langri drápu. Hann var sæmilega fær í ensku og hafði auk þess verið hernaðarlegur emb ættismaður undir brezki'i stjórn, en misst þá stöðu vegna ólæknandi ofdrykkju. Síðan hafði virðingu hans og valdi sífellt hnignað, unz hann varð aðeins auvirðilegur fangabúðastjóri, sem hafði enga von um neina tignarhækkun. — Hatrið sem hann bar í brjósti til fanganna átti aðallega rætur sín- ar að rekja til allrar þeirrar auð- mýkingar, er hann hafði orðið að þola. „Ég hata Breta", endurtók Saito ofursti. — „Þið eruð hér und ir minni stjórn, til þess að fram- kvæma verk, sem er nauðsynlegt fyrir sigur hins volduga japanska hers. Ég ætla að segja ykkur það í eitt skipti fyrir öll, að engum leyfist að mótmæla fyrirskipunum mínuim eða gagnrýna þær að neinu leyti. Ég hata Breta. Hverj um þeim sem sýnir mótþróa eða óhlýðni, verður stranglega refs- að. Agi verður að haldast hvað sem það kostar. Ef einhverjum ykkar dettur í hug að óhlýðnast skipunum, þá vil ég bara minna hann á það, að ég hef vald yfir lífi og dauða ykkar allra. Ég mun ekki hika við að beita því valdi mínu til þess að framkvæma það verk, sem hans keisaralega hátign hefur falið mér að stjórna. Ég hata Breta. Dauði nokkurra fanga skiptir mig alls engu máli. Dauði ykkar allra er smámunir í aug- um yfirforingja í hinum volduga japanska her“. Hann hafði klifrað upp á borð, eins og Yamashita hershöfðingi. Hann var líka með ljós-gráa hanzka á höndum og gljáfægð reið stígvél á fótum, í stað striga- skónna, sem hann hafði verið í um daginn. Að sjálfsögðu dinglaði sverð við hlið hans og hann hélt áfram að berja á meðalkafla þess var blindfullur, fullur af evrópsku áfengi, af viskíinu og konjakkinu, sem skilið hafði verið eftir í Rangoon og Singapore. Meðan Clipton hlustaði á þessi ógnunaroi'ð, minntist hann ráð- leggingar, sem vinur hans, er kunnugur var Japönum, hafði einu sinni gefið honum: „Gleymdu því aldrei, þegar þú hefur einhver samskipti við þá, að þeir trúa fyrst og fremst á guðleg forlög sín“. En Clipton gerði sig ekki ánægðan með það. Það var ekki ti'l einn einasti þjóðflokkur í víðri veröld, sem ekki bar að meira eða minna leyti slíka trú i brjósti. — Þess vegna reyndi hann að finna einhverja aðra skýringu á þess- ari taumlausu sjálfs-ánægju, sem hann hafði orðið vitni að. — 1 fyllstu hreinskilni sagt þá varð hann að viðurkenna það, að í ræðu Saitos voru sérstök undirstöðu- atriði, sem allur heimurinn hefði getað samþykkt. Austrið jafnt sem Vestrið. Og eftir því sem Saito talaði lengur skildi Olipton æ betur hinar mai'gvíslegu hvatir sem leyndust á bak við orðin er streymdu af vörum hans: Þjóð- ardramb, yfirnáttúrleg trú á vald- ið, ótti við að verða ekki tekinn alvarlega, undarleg tegund van- Slllltvarpiö Þriðjudagur 30. septcmber: Fastir liðir eins og venjulega. 19.30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýms um löndum (plötur). 20,30 Erindi Þættir um íslenzk mannanöfn og nafnagiftir; síðari hluti (Her- mann Pálsson lektor). — 21,00 Tónleikar: Frá tónlistarhátíð TSCM (Alþjóðasambands fyrir nútímatónlist) í Strassburg í júní s.l. 21,30 Upplestur: „Rauða- Barbara", smásaga eftir Liam O’Flaherty (Guðmundur Frí- mann skáld þýðir og les). 22,10 Kvöldsagan: „Presturinn á Vöku- völlum", eftir Oliver Goldsmith; XIII. (Þorsteinn Hannesson). — 22.30 Hjördís Sævar og Haukur Hauksson kynna lög unga fólks- ins. 23,25 Dagskrárlok. W C r >/ li ó 1) „Okkur langar til að fara út á sléttuna og setjast að í nánd við einhverja ósvikna Navaho- fjölskyldu", segir Markús. 2) „Monti er prýðisdrengur og ágætlega upplýstur. Þið getið sennilega fengið að tjalda náiægt kofanum hans. 3) „Það getur svo farið að þú eigir í einhverjum erfiðleikum við Göngugarp. Honum er ekkert um að fá utanhéraðsmenn þang- að.“ Miðvikudagur 1. október: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Við vinnuna": Tón- leikar af plötum. 19,30 Tónleikar: Óperulög (plötur). 20,30 Tónleik- ar Hljómsveitarþættir og atriði úr óperum eftir tékknesk tónskáld. (Tékkneskir listamenn flytja). — (Frá tónlistarhátíðinni í Prag s. 1. vor). 20,50 Gengið um íslenzku frímerkjasýninguna (Sigurður Þorsteinsson bankamaður). 21,15 Tónleikar (plötur). 21,35 Kímni- saga vikunnar: „Draugaveizlan“ eftir Alexander Pushkin (Ævar Kvaran). 22,10 Kvöldsagan: — „Presturinn á Vökuvöllum“ eftir Oliver Goldsmith; XIV (Þorsteinn Hannesson). 22,30 Harmonikulög: Art van Damme kvintettinn leik- ur (plötur). 23,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.