Morgunblaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 2
2 MORGVNfíT4ÐIÐ Þrlðjudagur 30. sept. 1958 Fullfrúakjor á Alþýðusambandsþing: Lýðrœðissinnar sigruðu í Sjómannafélagi H afnarfjarðar UM sl. helgi fór fram allsherjar- atkvæðagreiðsla um kjör full- trúa til Alþýðusambandsþings í Sjómannafélagi Hafnarfjarðar. Hlaut listi lýðræðissinna 72 atkv. en listi kommúniSi,a 39 atkv. — Aðalfulltrúar voru kjörnir:- Ein- ar Jónsson og Kristjan Kolbeins- son. Varafulltrúar: Guðjón Frí- mannsson og Sigurður Pétursson. Fulltrúar á Alþýðusambands- þingi 1956 frá Sjómannafélagi Hafnarfjarðar voru báðir komm- únistar. 1 Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði varð listi stjórnar og trúnaðarmannar áðs s jálf kj ör inn. Listinn var þannig skipaður: Aðalfulltrúar: Hermann Guð- mundsson, Bjarni Rögnvaldsson, Ragnar Sigurðsson, Sigurður Guðmundsson, Pétur Kristbergs- son og Gunnar Guðmundsson. — Varafulltrúar: Sigmundur Björns son, Björn Bjarnason, Hallgrím- ur Pétursson, Helgi Kr. Guð- mundsson, Sigvaldi Andrésson og Jón Einarsson. Kosið var á fundi sl. sunnu- dag um fulltrúa á Alþýðusam- bandsþing í Verkalýðsfélaginu Vörn á Bíldudal. Aðalfulltrúi var kjörinn fulltrúi lýðræðis- sinna Magnús Einarsson. Vara- fulltrúi: Skarphéðinn Gíslason. Verkalýðsfélag S-Þingeyjar- sýslu. — Þar var kosið sl. sunnu- dag. Aðalfulltrúi: Sigfús Jónsson. Varafulltrúi: Kristján Asvalds- son. — Um sl. helgi var einnig kosið í Verkalýðsfélaginu Víkingi, Vík í Mýrdal. Aðalfulltrúi var kjörinn Sigurður Gunnarsson. — Varafulltrúi: Arni Sigurjónsson. ★ FRAMBOÐSFRESTUR í Lands- sambandi sjálfeignarvörubíl- stjóra rann úr sl. fimmtudag. — Þessir urðu sjálfkjörnir: Einar Ögmundsson, Rvk, Pétur Guð- finnsson, Rvk; Ásgrímur Gísla- son Rvk; Sigurður Ingvason, Eyrarbaka; Sigurður Bjarnason, Hafnarfirði; Ársæll Valdirr.ars- son, Akranesi; Magnús Helgason, Keflavík; Haraldur Bogason, Akureyri; Stefán Pétursson, Eg- ilsstöðum; Jón Jóhannsson, Sauð árkróki og Halldór Ólafsson, ísa- firði. Varafulltrúar: Sveinbjörn Guð laugsson, Rvk; Stefan Hannes- son, Rvk; Guðmundur Jósepsson, Rvk; Hermann Sveinsson, Rang- árvallasýslu; Ingvar Gíslason, Grindavík; Óskar Sumarliðason, Búðardal; Þorsteinn Kristjáns- son, Höfnum; Guðm. Snorrason, Akureyri; Einar Jónsson, S.-Þing eyjarsýslu; Stefán P. Sigurjóns- son, Húsavík og Arnbergur Stef- ánsson, Borgarnesi. Sjálfkjörið varð einnig í Verka lýðs- og Sjómannafélagi Kefla- víkur: Aðalfulltrúar: Ragnar Guð leifsson, Ólafur Björnsson, Geir Þórarinsson, Eiríkur Friðriksson, Guðmundur Gísiason. — V'ara- fulltrúar: Friðrik Sigfússon, Guð laugur Þórðarson, Guðnj Þor- valdsson, Kjartao Ólafsson og Helgi Helgason. í Bílstjórafélagi Akureyrar urðu sjálfkjörnir þeir Hóskuld- ur Helgason og Jón Rögnvalds- son. Varafulltrúar eru Garðar Svanlaugsson og Baldur Svan- laugsson. Þessi félög hafa einnig kosið nýiega: Sveinafélag Húsgagnabólstr- ara: Aðalfulltrúi Þorsteinn Þórð- arson. Varafulltrúi Leifur Jóns- son. Verkalýðsfélagið Brynja, Þingeyri: Aðalfulltrúi Ingi S. Jónsson. Varafuiltrúi: Friðgeir Magnússon. Drukkinn maður veltir bíl á Vesturgötunni Á SUNNUDAGSMORGUNINN um kl. 6 lauk á Vesturgötunni ökuför, sem hófst suður í Kefla- vík. Við húsið Vesturgötu 19 var bílnum, J-61, ekið á ann- an bíl, síðan á ljósastaur, sem brotnaði, og að síðustu rakst bíll- inn á húshorn Vesturgötu 19 og valt þar á hliðina. í þessum bíl voru 5 menn, allir meira og minna undir áhriíum áfengis. Ökumaðurinn, sem dæmd ur hefir verið til ökuréttinda- missis, var sá eini af mönnunum, er slapp með öllu ómeiddur. Sá, sem meiddist mest, skarst á höfði og var slæmur í öxl og fæti. Hintr mennirnir þrír höltruðu allir af slysstaðnum. Það kom þegar í ljós, að öku- maðurinn hafði stolið bílnum suður í Keflavík, þar sem hann hafði verið á dansleik ásamt ein- um mannanna, sem í bílnum var með honum, en hina þrjá höfðu þeir tekið upp í bílinn á ökuferð sinni um bæinn. Bíll sá, er hér um ræðir, er gamall herbíll og varð hann ekki Síríus hefur framleitt 1 millj. kg. af súkkulaði Verksmiðjan fagnar 25 ára afmœli SUKKULAÐIVERKSMIÐJAN Síríus h.f. á þessa dagana 25 ára af mæli. í því tilefni bauð verk- smiðjustjórnin fréttamönnum og öðrum gestum að skoða verk- smiðjuna. Valgeir Björnsson, hafnarstjóri, formaður stjórnar- innar, bauð gesti velkomna og skýrði frá tildrögum þess að súkkulaðiverksmiðjan var sett á stofn. Fyrir 25 árum sáu hluthafar verksmiðjanna Nóa og Hreins að nauðsynlegt var að stækka við sig húsnæði. Fengin var lóð við Laugaveginn, þar sem Egilskjör er nú, en þegar bærinn þurfti á þeirri lóð að halda skömmu seinna, fengu verksmiðjurnar í skiptum aðra á gatnamótum Skúlagötu og Barónsstígs. Á þeim stað var gert ráð fyrir stórhýsi, of stóru fyrir þessar tvær verk- smiðjur og var þá keypt súkku- laðiverksmiðjan Síríus, sem stofn sett hafði verið í Danmörku fyrir aldamótin, og framleiddi mest súkkulaði til útflutnings til ís- lands og Færeyja. Sú verksmiðja var svo flutt hingað seint á árinu 1933 og hófst framleiðslan í marz fyrir eins miklum skemmdum og j 1934. Stofnendur hinnar nýju búast hefði mátt við. verksmiðju voru Hallgrímur Dimmalœtting harð- ort í garð íslendinga Landhelgisviðrœðurnar halda áfram Kaupmannahöfn, 29. sept. Einkaskeyti til Mbl. SENDINEFND dönsku stjórnar- innar heldur til Lundúna á mið- vikudaginn til viðræðna við brezku stjórnina um landhelgis- mál Færeyinga. Fastlega er bú- izt við því, að brezka stjórnin slaki eitthvað til miðað við fyrri tillögu hennar. Information segir í dag, að úr- slit í málinu fáist áreiðanlega fyrir Lögþingskosningarnar í Fær eyjum í haust, eftir kosningarnar yrði hins vegar hægt að komast að hagstæðum samningum, því að væntanlega verði fiskveiði- 'ur ser við Faubus WASHINGTON, 29. sept.—Hæsti- réttur Bandaríkjanna gaf í dag út þá tilkynningu, að ekkert ríki og engin yfirvöld í ríkjum Bandaríkjanna hefðu heimild til þess að halda sérstaka skóla fyr- ir einhvem ákveðinn kynflokk. Það var hinn 12. september, að hæstiréttur kvað upp þann úr- skurð, að blökkumönnum mætti ekki bægja frá framhaldsskólun- um í Little Rock. En Faubus fyikisstjóri í Arkansas dó ekki raðalaus. Hann lét fara fram atkvæðagreiðslu í fylkinu um það, hvort ekki væri rétt að leigja framhaldsskólana einkafyrirtækjum svo að hægt yrði að fara í kringum úrskurð hæstaréttar. Mikill meirihluti þeirra, sem atkvæði greiddu, studdu Faubus. takmarkamálið útkljáð á alþjóð- legum vettvangi. Ennfremur segir blaðið, að vax andi beiskju gæti nú í Færeyjum í garð íslendinga. Tilfærð eru í því sambandi ummælj Dimma- lætting þar sem sagt er, að tilraunir dönsku stjórnarinnar til þess að ná samkomulagi í landhelgismálinu sé alls ekki „hnífstunga" í bak íslend- inga — og vísar blaðið al- gerlega á bug ummælum danskra og íslenzkra kommúnista þar að lútandi. Hins vegar, segir Dimma lætting, veittu íslendingar fær- eysku atvinnulífi „hnífstungu", þegar fiskveiðitakmörkin voru færð út í 4 mílur við ísland, Þessi ráðstöfun olli minni afia færeyskra skipa, en 12 mílna fiskveiðilögsagan bindur hins veg ar endi á útgerð Færeyinga á íslandsmið, segir blaðið. WASHINGTON, 29. september — Talsmaður varnarmálaráðuneyt- isins bandaríska applýsti í dag, að margt .benti til þess að næsta gervitungli Rússa yrði skotið upp af kínverskri grund hinn 1. okt. næstkomandi, en þá er afmæli kínverska „aiþýðuiýðveldisins“. Mús veldur stórslysi FOGGIA, ítalxu, 29. september. — Fjórir menn stórslösuðust, er vörubifreið ók út af þjóðveginum hér. Ástæðan til siyssins var sú, að í bílnum leyndist mús og hljóp hún yfir hné bílstjórans. Varð bílstjóranum svo mikið um að hann missti stjórnina á bílnum. Benediktsson, Hallgr. Tuliníus, Þorkell Björnsson, Þorkell Sig- urðsson, Valgeir Björnsson og Eiríkur Beck, sem var fram- kvæmdastjóri. Á þessum 25 árum er verk- smiðjan búin að framleiða um 1 millj. kg. af súkkulaði. Ársfram- leiðslan hefur verið mjög mis- jöfn, eða 8—70 tonn á ári, en oft hefur reynzt erfitt að fá leyfi fyrir nauðsynlegum hráefnum. Þegar gestirnir skoðuðu verk- smiðjuna, skýrði Hallgrímur Björnsson, efnaverkfræðingur, sem tók við framkvæmdastjórn hennar af Eiríki Beck árið 1955, frá því hvernig súkkulaðifram- leiðslan færi fram. I framleiðsluna eru notaðar kakóbaunir, kakósmjör, þurr- mjólk, sykur og bragðbætandi efni. Er þessu blandað saman og það malað og slípað við ákveðið hitastig. Vélar hafa allar verið endurnýjaðar á síðari árum og var því lokið 1957. Virðuleg útíör Magnúsar Sveins-’ sonar oddvita REYKJUM, 28. sept. — Útför Magnúsar oddvita Sveinssonar var gerð í gær frá Lágafells- kirkju, en jarðsett var í grafreitn um gamla að Mosfelli. Þar hvílir hann með feðrum sínum. Geysi- legt fjölmenni var víðstatt, enda var Magnús heitinn óvenjulega vinsæll af öllum sem kynntust honum. Mikill mannskaði er að honum á bezta aldri, því að auk oddvitastarfsins gegndi hann fjölda trúnaðarstarfa. Samstarfsmenn úr félagasam- tökum og aðrir vinir báru kistu hins látna, en bræður hans og synir síðasta spölinn að gröfinni. Ungmennafélagið Afturelding heiðraði minningu Magnúsar heitins með því, að form. fél- agsins stóð heiðursvörð í kirkj- unni, en hópur félaga kvöddu hann með íslenzka fánanum er iíkvagninn fór hjá Hlégarði. Sóknarpresturinn séra Bjarni Sigurðsson jarðsöng og í kirkju söng Guðm. Jónsson, óperusöngv ari en organisti var Hjalti Þórð- arson. Kirkjan var fagurlega skreytt blómum og var öll at- höfnin hin virðulegasta. — J. Krl=H*xrx Jótisson umsjonarmaður í 22 ár U msjónarmannsskipti í sundlaugunum Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var á föstudaginn var samþykkt að ráða Axel Jónsson sem um- sjónarmann Sundlauganna, en Kristinn Jónsson, sem gegnt hef- Axet jóne""” hinn nýi uiuijuuoiuiaður ur því starfi í 22 ár, lætur nú af því fyrir aldurs sakir. Kristinn varð umsjónarmaður Sundlauganna þá er þær voru gerðar upp og byggðir búnings- klefar þeir, sem þar eru nú. Hef- ur hann rækt starf sitt með stakri prýði og orðið vinsæll maður. — Starfsdagur Kristins er nú orðinn æði langur, því er hann gerðist umsjónarmaður Sund- lauganna, hafði hann verið sjó- maður í 44 ár. Kristinn mun láta af störfum um næstu áramót en hann er nu 79 ára að aldri og ber aldurinn mjög vel. Axel Jónsson hefur verið starfsmaður í Sundlaugunum undanfarin 5 ár. Hann sagði í gær, að n’auðsyn bæri til að hraða framkvæmdum við hina nýju sundlaug, sem verður skammt frá þeim gömlu, innan marka íþróttasvæðisins. Byggðin kringum laugarnar væri í stöðug- um og miklum vexti og aðsóknin að laugunum mjög mikil dag- lega, en þar væri aðstaða til þess að búa í haginn og gera endur- bætur mjög erfið í alla staði. Níðingsverk fram- ið á kvígukálfi FORMAÐUR dýraverndunarfé- lagsins í Garðahreppi leit inn á ritstjórn blaðsins í gær og ský’ði frá því, að í siðustu viku hefði verið framið niðingsverk á kvígu kálfi á bænum Arnarnesi í Garða hreppi. Hafði járnfleinn verið rekinn inn í endaþarm kálfsins með þeim afleiðingum, að þegar að var komið var skepnunni að blæða út. Var hún þegar sketin. Kálfarnir þarna hafa gengið úti í sumar og mun ódæðisverkið hafa verið framið i skjóii nætur. Ekki er hægt að benda á einn eða neinn, sem þarna hefur verið að verki, en talið er fullvíst að þarna hafi verið á ferðinni geð- veikur maður eða „sadisti". Er treyst á almenning, að vera vel á verði gagnvart slíkum óþokk- um og gera lögreglun»i aðvart þegar í stað, ef til þeirra sést. %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.