Morgunblaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 24
M inningarhátíð um Þorstein Erlingsson Sjá bls. 8 Tvítugur gæzlufangi slapp úr Stein inum en náöist seint í gœrkvöldi Það er erfitt oð kyngja þessu! Hatði stolið þrem bílum — Flugvél var send til leitar í gœr AÐFARANÓTT sunnudagsins tókst gæzlufanga, sem hafður var í haldi í „Steininum", að brjótast út úr klefa sínum. Um miðaftan í gær lék fangi þessi, sem heitir Marteinn Ólsen og er um tvítugt, enn lausum hala. Var þá vita^ að hann var búinn að stela þremur bílum á flóttanum. og um það leyti var farið að leyta hans úr flugvél. Það var um klukkan fjögur aðfaranótt sunnudagsins að fangavörður í „Steininum" varð þess var að Marteinn Ólsen var á brott úr fangaklefa sínum. Kom í ljós að fanginn hafði sagað rimla þá, sem fyrir glugganum eru í sundur. Tvöfaldar rimla- grindur eru fyrir gluggum fanga- klefanna. Hafði Marteinn með einhverjum hætti komizt yfir járnsagarblað, og með þessu eina blaði sagað fjóra rimla alls í sundur. Næst gerist það, að rannsókn- arlögreglunni er tilkynnt miJli kl. 4 og 5 á sunnudaginn, að jeppan- um R-6711 hafi verið stolið. Ailur dagurinn leið og fram yfir mið- nætti var komið, er maður, sem heyrt hafði tilkynningu um hvarf jeppans, skýrði lögreglunni frá því að hann hefði mætt stolna jeppanum austur í Grafningi á austurleið. Þá hafði rannsóknar- lögreglan einnig fréttir af því að Marteinn hefði komið við á bæ einum í Mosfellssveit á sunnu- daginn. Heimilisfólkið þar vissi ekki að hann væri strokufangi, en þar hafði hann orð á því að hann þyrfti að skreppa austur að Hurðarbaki í Flóa. í gærmorgun var tilkynnt frá bænum Búrfelli í Grímsnesi, að, þaðan hefði verið stolið Rússa- jeppa X-875. Það kom jafnframt í ljós, að þar hjá bænum var vörubíll, sem stolið hafði verið aðfaranótt mánudagsins á Minni- Borg. Rétt á eftir kom svo jepp- inn frá Reykjavík í leitirnar, því að hann stóð benzínlaus skammt frá Minni-Borg. — í gærmorgun lét sýslumaðurinn á Selfossi senda menn að Hurðarbaki í Flóa. Þegar þeir komu þangað, hafði Marteinn komið þar við um kl. 9 um morguninn. Hafði haft skamma viðdvöl og ekið austur. Næst gerist það, að kl. rúmlega 12 á hádegi í gær er sýslumann- inum á Selfossi skýrt frá því. að stolna jeppanum frá Búrfelli I Grímsnesi hafi verið ekið um þorpið og vestur yfir Ölfusárbrú. Síðan berast sýslumannsskrifstof unni samhljóða fréttir af því að bíllinn hafi sézt á leiðinni til Reykjavíkur á Hellisheiði og nið- ur í - Svínahrauni, þar sem bíl- stjóri nokkur taldi sig hafa séð þílinn á leið til bæjarins. En hér kom nýtt til sögunnar, nefmlega það, að um kl. hálf eitt i gær voru rannsóknarlögieglumenn á bíl í Svínahrauni, en þeir urðu ekki varir við Martein Ólsen á stolna jeppanum. Síðdegis voru gerðar ráðstaí- anir til þess að fá litia flugvél til að skyggnast um eftir jepp- anum. Strokufanginn fundinn SEINT í gærkvöldi fékk Mbl. þær fréttir að Marteinn Olsen, horfni strokufanginn, hefði fundizt uppi á Revkjum um 10 leytið og að búið væn að flytja hann í bæinn. Aður nafði hann sést fótgangandi um kl. 6 á þjóðveginum skammt írá kaupfélagsverzluninni, rétt of an og vestan við Brúarland. Leitin úr flugvélinni bar hins vegar engan árangur. Interpol rann- sakar líka smygl- málið mikla SMYGLMÁLINU mikla, sem hef ur verið til rannsóknar undan- farnar vikur, er ekki lokið. Að visu er yfirheyrzlum hér lokið að mestu, sem kunnugt er af fregn- um. Nú er annar þáttur málsins í rannsókn, en sú rannsókn fer fram erlendis. Þegar hin alþjóðlega lögregla INTERPOL hafði fregnir af smyglmáli þessu og rannsókn þess hér, skrifaði Þýzkalands- deild þess sakadómaraembættinu, og bað um upplýsingar, sem nú hafa verið sendar. Þá hefur INTERPOL tekið að sér að gefa sakadómaraembættinu ákveðnar upplýsingar í sambandi við rann sókn málsins og er nú beðið eftir þessum upplýsingum. Sem kunnugt er, hafa fregnir borizt af því að norskir sjómenn hafi látizt eftir að hafa neytt spírituss, sem seldur hafði verið smyglurum í hollenzku hafnar- borginni Rotterdam, en það er einmitt þar sem spíritusinn var keyptur, sem smyglað var hér á land. Arinbjörn fer til Mimehen ARINBJÖRN Guðmundsson fer nú utan til Munchen og tekur sæti varamanns í skáksveit ís- lands á Olympíumótinu þar í borg. Arinbjörn er kunnur skák- maður, tefldi hann sem sjötti maður í skáksveit íslands á síð- asta Olympíumóti í Moskvu ár- ið 1956 og fékk þar 3 l/z vinning í fimm skákum. KEFLAVÍK, 29. sept. — Aðfara- nótt sl. sunnudags var framinn hér í bæ mjög bíræfinn þjófnað- ur. Var stolið kr. 8000,00 frá bifreiðastjóra Kaupfélagsins, Skúla Vigfússyni. Skúli, er býr að Sunnubraut 13, sagðist hafa verið að vinnu heimavið til klukkan að verða 12 á laugardagskvöldið. Áður en hann fór að hátta gekk hann út úr húsinu bakdyramegin og lok- aði þar fyrir olíuleiðslu, sem er bak við húsið. Bakdyrunum læsti hann síðan á eftir sér og lét lyk- ilinn standa í skránni, eins og ávallt hefur verið vani þeirra hjóna. Á þriðja tímanum um nóttina vaknaði barn þeirra, er var í næsta herbergi við þau. Konan fór þá að sinna barninu. Er hún kom út úr sVefnherberginu, sá hún að allar dyr stóðu opnar. Vakti hún þá mann sinn, en hon- EF ungbarnið gleypir fimmeyr- ing eða nælu er uppi fótur og fit á heimilinu, móðirin fórnar hönd um og faðirinn hleypur eftir lækni. Það má því segja, að í frá- sögu sé færandi, að Svíi nokkur gleypti langt á þriðja kg. af alls kyns járnarusli — án þess að blikna. Hann kallaði ekki einu sinni í lækni. En þó fór svo að í GÆR varð fyrsti árekstur- inn, sem orsakast af hinni ósvífnu framkomu brezku skipanna í hinni nýju fisk- veiðilandhelgi hér við land. Var það Commodore Ander- son sjálfur, sem sigldi tund- urspillinum Hogue á brezka togarann Northern Foam út af Glettinganesi í gær. — Horfðu varðskipsmenn á Maríu Júlíu á atburð þennan um brá mjög í brún eins og gefur að skilja. Ekki urðu þau þess vör um nóttina að neinu hefði verið stolið. Það var ekki fyrr en um morguninn, er Skúli ætlaði að grípa til peningatösku sinnar, að hann sá að hún var horfin. Tösk- una hafði hann geymt undir hjónarúminu, og hefur því þjóf- urinn beinlínis orðið að leggjast á fjórar fætur við hjónarúmið og skríða inn undir það í leit að ránsfeng sínum. I töskunni voru peningar, er Kaupfélag Suðurnesja átti, og voru þar í reiðu fé rúmlega 7000 kr„ auk ávísana, kvittana og nótna. Lætur nærri að verðmæti innihalds töskunnar hafi verið rúmar 8 þús. kr. Ekki er annað hægt að segja en að þjófar gerist nú djarfir, er þeir skríða undir hjónarúm í leit að ránsfeng. — — Ingvar. lokum, að hann hafnaði í sjúkra- húsi — vegna smá meltingatrufl- ana. Þetta var í Nyköping í Sví- þjóð — og sjúkrahússlæknirinn, Dr. Rossman, sá að röntgenskoð- un lokinni, að ekki mátti dragast að skera sjúklinginn upp. Og úr maga hans komu hvorki meira né minna en 1,500 naglar og nál- úr lítilli fjarlægð, en hún hafði í dimmviðri verið að leiðbeina þýzkum togara til hafnar með veikan mann, sem þurfti að komast í sjúkrahús. Eftirfarandi frá- sögn er höfð eftir skipherr- anum á Maríu Júlíu: Tundurspillirinn kom til hjálpar. María Júlía kom að tveimur brezkum togurum, sem voru að veiðum innan tólf mílna fisk- veiðitakmarkanna, og var annar þeirra Northern Foam frá Grims- by. Dimmviðri var og slæmt skyggni. Skipverjar á varðskip- inu gerðu sig líklega til að fara um borð í togarann Northern Foam, sem samstundis kallaði á hjálp brezks herskips vegna yfirvofandi hættu. Til eftirlits með brezku landhelgisbrjótunum á þessu svæði er tundurspillirinn Hogue, en stjórnandi hans er Commodore Anderson. Er tund- urspillirinn kom að skipunum á Kópavogur FUNDUR verður haldinn í FuIItrúaráði Sjálfstæðisfélag- anna í Kópavogi annað kvöld kl. 21 í Valhöll. Frummælandi verður Ólafur Thors. ar, 100 nælur, 330 tölur og hnapp- ar, 167 smápeningar, 12 glugga- tjaldahringir og 11 lyklar. Mað- urinn hafði einnig etið 176 aðra hluti, þar á meðal öngla, smá- steina, sylgjur og hjólhestaventla. Á meðfylgjandi mynd sjáið þið allt draslið, sem maðurinn lagði sér til munns. Síðan uppskurður- inn var gerður hefur maðurinn legið í sjúkrahúsi — til þess að jafna sig eftir fæðubreytinguna! mikilli ferð virtist hann ætla að sigla á milli togarans og Maríu Júlíu. Vék varðskipið sér þá und- an og fór aftur fyrir togarann, en svo mikil ferð var á tundur- spillinum, að hann rakst aftan til á togarann. Var höggið svo mikið, að svo virtist sem hann myndi leggjast á hliðina. — Stórskemmdir urðu á bakborðs- hlið togarans, þar sem m. a. brotnaði bátaþilfar og björgunar- bátur. Af samtali milli herskipsins og togarans, sem átti sér stað eftir áreksturinn, var svo að skilja, að Commodore Anderson ráð- legði skipstjóra togarans að hætta veiðum og fara heim til Englands. Ægir elti brezkan togara Aðfaranótt mánudagsins elti vai'ðskipið Ægir brezka togarann Afridi, sem a. m. k. tvisvar sinn- um hefur verið kærður fyrir landhelgisbrot, í tæpar tvær klukkustundir og gaf honum stöðugt stöðvunarmerki, án þess að því væri sinnt. Anzaði togar- inn hvorki ljós- og hljóðmerkjum né tveim lausum fallbyssuskot- um. Kom Ægir að togaranum langt innan landhelgislínu norður af Grímsey, en hann hélt sem hraðast vestur og kallaði í ákafa á hjálp berzkra herskipa. Meðan á eltingaleiknum stóð, fékk skip- stjóri togarans skeyti frá útgerð sinni um að hún styddi tilraun hans til þess að komast undan hvað sem það kostaði. Lauk elt- ingaleiknum kl. 3.30 um nóttina, en þá var skollin á niðaþoka og skipin komin 1 námunda við tundurspillinn Decoy, sem send- ur hafði verið togaranum til hjálpar. Tösku með 8000 kr. stolið undan hjónarúmi Bírœfinn þjófur á ferð í Keflavík Anderson sigldi á Northern Foam og laskaói hann stórlega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.