Morgunblaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 12
Y2 MORCVHBLAÐIÐ Þriðjudagur 30. sept. 1958 Utg.: H.í. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastióri: Sigfús Jónsson. Áðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, simi 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. // FYRST eftir að hið heimsku lega herhlaup Breta inn ’ íslenzka fiskveiðiland- helgi var hafið, virtist svo af sumum íslenzkum blöðum,. að þar með væri allur vandi í land- helgismálinu leystur. Með frum- hlaupi Breta væri sigur þegar fenginn eða hann a. m. k. örugg- lega tryggður. Allir vonum við íslendingar, að sigurinn vinnist áður en yfir lýkur, og að valdbeitingarbrölt Breta snúist gegn þeim sjálfum. Hitfer því miður staðreynd, að enn er sigur ekki fenginn. Um vinning hans megum við og ekki eingöngu treysta á afglöp Breta, enda skaðar ekki að minnast þess, að þeir hafa nokkra reynslu í því að koma málum sínum fram, þó að misjafnlega hafi horft um sinn. Okkur mun þess vegna ekki af veita að taka á öllu því, sem við eigum til. Þar treystum við auðvitað fyrst og fremst á rétt okkar, en á honum verður að halda af hyggindum. ★ Hér er svo mikið í húfi, að menn skyldu ætla, að þeir, er ábyrgðina bera, mundu nú ekki einungis hafa fullt samráð inn- byrðis, heldur og við andstæð- inga sína, svo að ráð allra kæmu til. — Því miður skortir mjög á, að þessa sé gætt. Ríkisstjórnin hef- ur ekkert samráð haft við stjórn- arandstöðuna um meðferð máls- ins frá því að herhlaup Breta hófst. Samráð af stjórnarinnar hálfu var að vísu lítið áður og hún fylgdi í litlu eða engu þeim tillögum, sem Sjálfstæðismenn báru þá fram. Reynslan hefur þó nú þegar sýnt, að í öllu hefði betur farið, eí að ráðum Sjálf- stæðismanna hefði verið farið. Segja mætti, að skiljanlegt væri, að ríkisstjórnin leitaði ekki ráða stjórnarandstöðunnar, ef hún væri sjálf sammála um meðferð málsins. Sannleikurinn er hins vegar allur annar. Tvö dæmi frá síðustu viku skýr'a það svo, að ekki verður um villzt. ★ Enginn efi er á þyí, að almenn- ingur telur, að rangt hafi verið að farið í Paynterhneykslinu svokallaða. I ræðu sinni á stúd- entafélagsfundinum sl. sunnudag, sagði Ólafur Thors um það mál, það, er úr sker: „Megi ekki taka brezka tog- ara, þegar brezku herskipin eru fjarstödd í þágu landhelgisbrjót- anna og geta því ekki þá stund- ina hindrað töku þeirra með of- beldi, og sé heldur ekki hægt að taka sökudólgana vegna ofbeld- is herskipanna, þegar þau eru nærstödd, hvenær má og á þá eiginlega að koma lögum yfir þá?“ Engin undanbrögð geta villt menn í því, að svarið við spurn- ingunni, sem Ólafur Thors bar fram, hlýtur að vera það, að íslenzka stjórnin átti ekki að banna varðskipsmönnunum að taka landhelgisbrjótinn til hafn- ar. En voru þá ekki einhver rök fyrir hinni gagnstæðu ákvörðun Hermanns Jónassonar, forsætis- ráðherra? Var hún a. m. k. ekki byggð á íhugun og samráði allrar r íkisst j órnarinnar ? Skrif Þjóðviljans að undan- förnu sýna, að sjálf ríkisstjórn- in er sundurþykk í málinu. Slíkt // hið sama gáfu fyrstu viðbrögð Alþýðublaðsins tii kynna. Síðan hefur Gylfi Þ. Gíslason auðsjá- anlega snúið blaðinu við, því að s.l. sunnudag tekur það upp vörn fyrir Hermann Jónasson, en segir þó: „Selflutningarnir milli togar- anna og herskipanna á veikum mönnum eiga að hætta. Hér þarf hreinar línur — og því fyrr því betra. Væri tímabært, að ríkis- stjórnin fjallaði um þetta atriði nú þegar og réði því til lykta í eitt skipti fyrir öll.“ 1 þessum orðum verjanda Her- manns Jónassonar felst þyngsta fordæmingin á athæfi hans. Á- kvarðanir í hinum þýðingar- mestu málum eru teknar í fumi og fljótræði, en ekki að yfirlögðu ráði. Ríkisstjórnin sjálf hefur ekki haft nægt samráð sín á milli. „Hreinar línur“, eru ekki til. — ★ Svo alvarlegt sem þetta er, þá er þó enn alvarlegra, að sam- kvæmt upplýsingum Gylfa Þ. Gíslasonar, er hann gaf Morgun- blaðinu og sagt var frá sl. laug- ardag, hefur ríkistjórnin enn ekki einu sinni rætt um þá hug- mynd, að deilan um fiskveiði- takmörkin verði lögð fyrir Haag dómstólinn. Morgunblaðið segir orðrétt svo: „Ráðherrann svaraði fyrir- spurn blaðsins á þá leið, að rík- isstjórn íslands hefði ekki borizt nein formleg tillaga frá brezku stjórninni ennþá, um að deilan um fiskveiðitakmörkin yrði lögð fyrir Haagdómstólinn. Hann kvað slíka tillögu því alls ekki hafa verið rædda innan íslenzku stjórnarinnar ennþá. En teljið þér ekki líklegt að afstaða verði fljótlega tekin af hálfu ríkisstjórnarinnar? — Ég geri ráð fyrir að hún verði rædd strax og efni hinnar brezku tillögu liggur fyrir, sagði ráðherrann“. Málgag* sjávarútvegsmálaráð- herrans, Þjóðviljinn, ræðst á sunnudaginn gegp þessari hug- mynd. Það er mál fyrir sig. Hitt er óverjandi, að ríkisstjórnin skuli ekki «inu sinni innbyrðis vera búinn að gera sjálfri sér grein fyrir, hvernig bregðast skuli við þvílíkri tillögu. Það er sannast að segja meiri léttuð, heldur en andstæðingar stjórn- arinnar hefðu viljað á hana bera. ★ Þegar þetta er haft í huga, þá er það sízt að ófyrirsynju, sein Ólafur Thors sagði í hinni ágætu ræðu sinni á Stúdentafélagsfund- inum: „í öllu þessu og mörgu öðru er framkomu okkar ábótavant í þessu mikla velferðarmáli þjóð- arinnar. En úr því má enn bæta. Og úr því wður að bæta. 1 þessu máli veltur mikið á einingu. Algerri, órjúfanlégriþjoð areiningu. Gleymum því ekki. En gleymum innlendum deilum. Stjórnin verður að sættast inn- byrðis heilum sáttum. Við Sjálf- stæðismenn erum fúsir að jafna allan ágreining um málið. Eftir það eiga men* að ræðast við í fullum trúnaði og einlægni, en lúta síðan vitrustu manna yfir- sýn, um hvað hyggilegt sé að aðhafast". < HÉR ÞARF HREINAR LÍNUR ÚR HEIMI / Sjómannsllfib i „paradis verkalýðsins" é Rússnesku togararnir fara ekki með dauÖvona menn til vesfrænna hafna enda jbótt jbeir séu skammt undan landi FRÁ því var skýrt í fréttum í vor, að Eistlendingur einn hefði flúið af rússneskum togara í Norður- sjó, komizt á land á Shetlands- eyjum og leitað á náðir heima- manna. Skömmu síðar réðst hóp- ur rússneskra sjómanna á land til þess að leita strokumannsins. Leituðu Rússarnir lengi kvölds en urðu frá að hverfa því að Eist- lendingurinn hafði fengið góðan felustað. Brezka stjórnin mót- mælti harðlega landgöngu Rúss- ana — og vakti málið heimsat- hygli. Eftir miklar yfirheyrslur var eistneska flóttamanninum, Erick Teayn veitt landvistarleyfi i Eng- Iandi. Stórblöðin á Vesturlönd- um hafa nú flutt sögu hans, sem er einkar athyglisverð — sérstak- lega fyrir sjómenn. Það er því ekkj nema sjálfsagt að kynna ís- lenzkum sjómönnum það, sem hinn eistneski starfsbróðir þeirra hafði að segja um kjör eistneskra sjómanna og lífið á rússneska tog araflotanum. ★ Erick Teayn var ekki á rúss- neskum togara eins og sagt var í fréttum í sumar. Hann var á rússneska birgðaskipinu Ukraina, sem fylgdist með rússneska tog- araflotanum á Norðursjó. Áður hafði hann verið á togara og var því vel kunnugur togaralífinu. Það var siðari hluta vetrar, að Teayn réðist á togara, sem skráð- ur var í Tallinn í Eistlandi. Allir yfirmenn voru Rússar — og af 25 manna óhöfn voru aðeins 5 Eistlendingar. Togari þessi var 300 lestir að stærð, smíðaður í A-Þýzkalandi. Togarinn var gerður út til síld- veiða, útivistin var löng, enda var allur aflinn saltaður um borð. Mjög strangt eftirlit var haft með Eistlendingunum. Fyrsti stýrimaður var hinn pólitíski yfirmaður um borð og skipaði hann svo fyrir, að Eistlending- arnir skyldu ekki sofa saman í klefa. Var þeim dreift meðal Rússanna þannig, að einn Eist- lendingur var í klefa með Rúss- um. Einnig var komið í veg fyrir að Eistlendingarnir næðu nokkru sinni að tala saman í einrúmt. Jafnan var þeim fylgt eftir — og þeir stranglega ávítaðir, ef þeir töluðu eistnesku, því aö þá skildu Rússarnir ekki. Urðu þeir alltaf að tala rússnesku. ★ Svo mikil var varkárnin, að Eistlendingunum var skipað að halda sig neðan þilja, þegar tog- ari þeirra sigldi um Eyrarsund og Kattegat til þess að þeir hefðu ekki tækifæri til þess að varpa sér útbyrðis og freista þess að synda til Danmerkur eða Sví- þjóðar. Var settur vörður við dyrnar svo að Eistlenrdingarnir kæmust ekki upp á þiljur. ★ Á þessum togara var Eistlend- ingurinn, sem hér segir frá, kynd ari. Síðari hluta vetrar var veitt undan Noregsströnd. Stundum var veitt það skammt undan ströndinni, að sást til lands. Höfðu Rússarnir sífellt vakandi auga á Eistlendingunum og virt- ust hinir fyrrnefndu alltaf vera hræddir um að Eistlendingarnir vörpuðu sér fyrir borð eða tækju eitthvað slíkt til bragðs, jafnvel í stórsjó. Eitt sinn, í vondu veðri, var Erick Teayn á þiljum uppi. Fóru þá nokkrar síldartunnur úr skorð um — og varð hann fyrir einní þeirra. Meiddist hann allmikið. (Síðar kom í ljós, að mörg rif- bein höfðu brotnað). Birgðaskipið var ekki nærstatt og varð Eist- lendingurinn því að láta fyrir berast í rúmi sínu án þess að nokkur lækning væri reynd, því að Rússar setja sjúka menn aldrei í land í höfnum vest- an járntjalds, sízt sjómenn frá leppríkjunum. Venjulega eru sjúklingar settir um borð í birgðaskipin, þar eru læknar. Ef þau eru ekki nálæg er sjúklingurinn látinn umhirðulaus enda þótt ekki sé nrema tveggja stunda sigling til næstu hafnar. Það hefur margsinnis komið fyr- ir, að sjómenn hafa látizt um borð í togurunum rússnesku, aðeins kippkorn frá næstu höfn. Fjöl- mörg dæmi eru um botnianga- sjúklinga, sem ekki hafa þolað biðina eftir birðaskipinu eða að togarinn héldi til heimahafnar. í þessu tilfelli varð eistneski sjó- maðurinn að liggja þar til togar- inir hélt heimleiðis og voru marg- ir dagar liðnir frá slysinu, er komið var aftur til Tallinn. ★ Þegar í land kom var Ericx Teayn fluttur í sjúkrahús. Þar var hann um skeið og jafnaði sig. Eftir að hann var orðinn heill heilsu bauðst honum skipsrúm á birgðaskipinu Ukraina, sem þá var á leið til togaranna á Norður- sjó. Kvaðst Eistlendingurinn hafa ráðið sig þegar í stað. því að hann vildi nota hvert tækifæri sem gafst til þess að flýja. Hann var fyrir löngu búinn að ákveða að reyna að flýja og fór til sjós einungis í þeim tilgangi. En á birgðaskipinu var eftirlitið jaín- strangt. Svo virtist sem enginn vegur væri að reyna að flýja. Þeir voru einhverju sinni stadd ir undan Shetlandseyjum. Veður var að versna og ákveðið var, að bátarnir, sem notaðir voru til þess að fara á milli birgðaskips- ins og togaranna — og skipið hafði venjulega í togi, skyldu teknir um borð. Var Eistlending- urinn sendur út í vélbátana til þess að ausa þá og hreinsa vél- arnar. Einhver mistök hafa átt sér stað hjá yfirmönnunum, því að enginn Rússi fylgdi Eistlendingn- um eftir. Hann var látinn einn um verkið — og hafði jafnvel gleymzt að skipa varðmann til þess að gæta hans. Teayn sá strax, að ekki mundi betra tæki- færi gefast til flótta. Ákvað hann í skyndi að leysa einn bátinn frá og freista þess að komast í land. Til öryggis skrúfaði hann kertin úr hreyflum hinna bátanna til þess að erfiðara yrði um eftirför. Beið hann síðan færis — og, þeg- ar hann hafði fullvissað sig um að enginn sæi til, sigldi hann frá birgðaskipinu, Ekki leið á löngu þar til Rúss- arnir urðu varir við, að Eistlend- ingurinn hafði strokið, því að hann sá, að birgðaskipsmenn höfðu kvatt nærstadda togara til aðstoðar — og bátar voru mann- aðir frá nokkrum togurum og sendir á eftir Teayn til lands. En Eistlendingurinn komst und- an — og hlaut frelsið. ★ Varðandi kjör sjómanna á rúss- neskum togurum segir eistneski flóttamaðurinn, að afkoman sé sæmileg þegar veitt sé á fjar- lægari miðum — þ. e. á Atlants- hafi eða í Norðursjó. Þá geti há- setar jafnvel komizt upp í 1 000 rúblur á mánuði — og teljist það mjög sæmilegt. Hins vegar er það ekki mikið miðað við laun sjó- manna á Vesturlöndum — og á þann mælikvarða er ekki mikið að fá 1.000 rúblur fyrir mánaðar strit, þegar einn frakki fæst ekki fyrir minna en 700 rúblur. Ég hélt, að kjör almennings í Englandi væru 4—5 sinnum betri en í Eistlandi. En irú, þegar ég er kominn til Englands og hef sjálf- ur tækifæri til þess að gera sam- anburð, sé ég, að kjörin eru 10 sinnum betri í Englarrdi en í „paradís verkalýðsins", segir flóttamaðurinn. + KVIKMYNDIR * Gamla bíó: Litli Munaðar leysinginn ÞESSI ameríska litkvikmynd ger ist um sl. aldamót í smábæ ein- um í Kanada. Þetta er, þrátt fyrir tár og mótlæti, sólskinssaga um litla munaðarlausa telpu, sem tek in er í fóstur af elskulegum hjón um, barnlausum, er sýna henni mikla ástúð. En pólitisk átök í bænum, sem litla stúlkan er dreg- in inn í á lúalegasta hátt, valda því að við liggur að hún verði látin fara frá fósturforeldrum sínum. Og ekki bætir úr skák er barnaskólahúsið brennur og Patsy litlu er kennt um. Það kemst þó upp hver valdur var að brunanum, og allt fer vel að iokum. — Tilfinningasemi í myndinni er einum of mikil og mjög slær út í fyrir Ameríkananum í lokin, er bæjarbúar, hefja upp söng mik inn á heimleiðinni, er þeir höfðu fundið Patsy litlu, er lagzt hafði út. — Myndin er ágætlega leikin, enda fara þau Greer Garson og Walter Pidgeon með aðalhlut- verkin. Greer Garson er gáfuð og heillandi leikkona, og munu þeir sem sáu hana hér í kvikmyndun- um „Good bye mr. Chips“ og „Mrs Miniver", seint gleyma hin- um frábæra leik hennar þar. Pidgeon hefur um langt skeið verið aðalmótleikari Greer Gar- son og minnumst við ágæts leiks hans í „Mrs. Miniver“. Patsy litlu leikur barnung telpa, Donna Corcoran, og gerir hlutverkinu ótrúlega góð skil. Ego.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.