Morgunblaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 30 sept. 1958 Frá fundi Stúdentafélagsins sl sunnudag. Óhjákvœmilegt kann að verða aO íslend- ingar kœri Breta fyrir ofbeldisverk þeirra Fráleitt að Island segi sig úr Atlants hafsbandalaginu Ræða Ólafs Thors fyrrverandi forsætis rábherra á fundi Stúdentafélags Reykjavikur s.l. sunnudag Án efa hefur stækkun íslenzkr ar fiskiveiðalögsögu gripið hugi flestra íslendinga fastari tökum en nokkurt annað mál síðustu missiri og einkum þó eftir hina fáránlegu framkomu Breta eftir að nýja reglugerðin tók gildi, þann 1. þessa mánaðar. Saga friðunarmálsins er svo löng og viðburðarík, að engin tök eru á að rekja hana til hlítar í stuttri ræðu. Verður því að nægja að stikla á því stærsta og ekki hjá komizt, að hending ráði nokkru um á hvað drepið verður og hvað undan fellur. Tel ég rétt að víkja nokkuð að því, sem aðrir hafa minna um rætt og reyna með þeim hætti að upplýsa mál- ið frá nýjum hliðum. Áfangar Margar og mismunandi reglur hafa gilt um íslenzka fiskiveiði- lögsögu á undanförnum öldum. Verða þær ekki raktar hér. En um síðustu aldamót voru firðir og flóar friðaðir og auk þess fiski- veiðalandhelgin 4 mílur. Árið 1901 gerðu Danir, sem þá fóru með æðstu stjórn flestra ís- lenzkra málefna, samninga við Breta, að íslendingum forspurð- um, og þrengdu landhelgina. — Voru þá firðir og flóar, sem breið ari voru en 10 mílur, opnaðir en landhelgin að öðru leyti færð nið ur í 3 mílur. í nær hálfa öld'var þjóðinni sagt, að þetta væru alþjóðalög. Flestir virðast hafa fest trúnað á þessar staðhæfingar. Árið 1946 réði þó ríkisstjórn fslands ungan og menntaðan þjóð réttarfræðing í sína þjónustu og fól honum að rannsaka málið til hlítar. Maður þessi var Hans G. Andersen, núverandi ambassador fslands hjá NATO, nú löngu þjóð frægur og raunar víðkunnur fyrir rannsóknir sínar, kenningar og baráttu fyrir hagsmunum fs- lands í þessu mikla velferðar- máli íslenzku þjóðarinnar. Árið 1948 var rannsókn máls- ins svo langt komið, að Alþingi íslendinga samþykkti hin svo- nefndu landgrunnslög. Var þar byggt á því, að landgrunnið um- hverfis fsland væri séreign fs- lendinga, sem fslendingum einum bæri umráðaréttur yfir. Voru þó ekki á því stigi málsins teknar ákvarðanir um, hvernig hagnýta bæri þann rétt. Fyrsta sporið Fyrsta sporið til hagnýtingar var stigið í október 1949, þegar þáverandi utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, sagði upp fyrrnefndum samningi við Breta. í honum var tilskilinn tveggja ára uppsagnarfrestur og féll hann því ekki úr gildi fyrr en í októ- ber 1951. Rétt þótti þó að stíga næsta sporið strax vorið 1950. Gaf þá þáverandi sjávarútvegsmálaráð- herra út reglugerð um friðun fiskimiða fyrir Norðurlandi, sem þó eðli málsins samkvæmt náði ekki til brezkra skipa. Framkvæmd hennar sætti ekki mjög miklum mótþróa og fór allt vel úr hendi. í október 1951 töldu íslenzk stjórnarvöld sér heimilar nýjar aðgerðir, en féllust þó á, sam- kvæmt ósk Breta, að fresta þeim þar til dómur væri fallinn í land- helgisdeilu Norðmanna og Breta, sem þá hafði verið lögð fyrir Haag-dóminn, enda var sá dóm- ur væntanlegur í lok þess árs. fslendingar fylgdust vel með þeim málarekstri og þegar í stað, er dómurinn var fallinn og íslenzk stjórnarvöld höfðu kynnt sér hann, var ákveðið, að íslendingar tækju sér hinn ýtr- asta rétt, er þeir töldu, að þessi dómur heimilaði íslandi. Var nú haft samráð við íslenzka og er- lenda sérfræðinga, en einn af ráð herrum íslands fór síðan í janú- ar 1952 til London til þess að full nægja fyrirheiti, sem stjórnar- völd íslands höfðu gefið Bretum um að láta þá vita um fyrirætl- anir fslendinga, áður en þær kæmu til framkvæmda. Fast á málum haldið Áður en þessi för var farin, höfðu fram farið löng og ýtarleg nótuskipti milli íslendinga og Breta um málið. Hefur margt af þeim verið birt og skal því efni þeirra ekki rakið hér. En ekki bygg ég ofmælt, það, sem sagt hefur verið, að hæpið sé, að frá því stjórnin fluttist inn í landið, hafi stjórnarvöld íslands haldið jafnfast, rökvíst og viturlega á málstað íslands gagnvart öðrum sem þá. Var ríkisstjórn íslands öll sammála um meginstefnuna, en framkvæmdina höfðu þeir ráð herrar, er málið féll undir. þ. e. a. s. utanríkisráðherra og sjávar- útvegsmálaráðherra. En málatil- búnaður allur í nótuskiptunum við Breta var að langsamlega mestu leyti verk utanríkisráð- herrans og hans manna. Ráðherraför til London Ráðherra sá, sem til London fór, gaf utanríkisráðherra skrif- lega skýrslu um málið strax að afloknum erindisrekstri. Tel ég rétt að vitna hér bæði í þá skýrslu og nokkur önnur skrif- leg gögn frá þeim árum. Það mun skýra betur við hvað nú er að etja. í þessari skýrslu segir m. a. svo: „Ég hafði skömmu eftir kcmu mína til London falið sendiherra íslands í London að tdkynna brezku stjórninni, að ég myndi reiðubúinn til viðræðna um land helgismálið úr því þriðjudagur- inn 22. janúar væri liðinr. og var ákveðinn fundur á milli okkar, eftir uppástungu brezku stjórn- arinnar föstudaginn 25. janúar. Þessi fyrirhugaði fundur fór svo fram á tilsettum tíina í ut- anríkisráðuneytinu. Voru þar Sverrir Hermannsson setur stúdentafundinn mættir níu fulltrúar af hendi Breta, en af henai íslendinga voru auk mín, Hans G. Andersen og sendiherrann í London. Eftir að formaðurinn hafði boðið okk- ur velkomna, gaf hann einum af aðalmönnum Bretanna orðið. Hann sagði m. a., að þeir í fiski- málaráðuneytinu væru ekki lög- fræðingar, en það væri þá líka hiklaust þeirra skoðun, að Haag dómurinn fæli ekkií sér neinn sérstakan rétt íslendingum til handa. I dómnum væri ekkert ákveðið um sjálfa landhelgislín- una, þar sem Bretar hefðu fyrir dóminn fallizt á, að Norðmenn mættu helga sér 4 mílur. Sá rétt- ur, sem Norðmönnum hefði verið tildæmdur væri byggður á að- stæðum, sem ættu sér engar hlið- stæður varðandi ísland. Hins veg ar væri vitað, að íslendingar hefðu uppi ráðagerðir um ein- hliða ráðstafanir. En í þessum málum væri á ýmislegt fleira að líta en lögfræðileg sjónarmið. — Næst vék hann að því, að ef ís- lendingar ætluðu sér að taka sér einhvern rétt á grundvelli þessa dóms, mundu Bretar telja það óréttmætt og ekki yrði þá hjá því komizt, að gerðar yrðu gagn ráðstafanir. Fór hann um þetta allmörgum orðum og þannig, að okkur íslendingum þótti nóg um. Ég svaraði þessari ræðu þegar i stað á þá lund, að ég teldi, að það myndi skýra línurnar, að ég segði afdráttarlaust frá þvi, hvert væri álit íslendinga. Las ég nú upp stutt plagg, sem við uöfðum samið fyrir fundinn og ákveðið ó'ð lesa upp, svo skjalfest væru aðalatriði málsins. Yfirlýsing íslendinga Það hljóðar þannig í íslenzkri þýðingu: „1. Samkvæmt beiðni brezku ríkisstjórnarinnar frestaði ís- lenzka ríkisstjórnin frekari að- gerðum í sambandi við verndun fiskimiða, þangað til vitað yrði um úrslit Haag-dómsins. 2. Lögfræðilegir ráðunautar ríkisstjórnarinnar, bæði innlend- ir og erlendir, telja nú, að ís- lenzku stjórninni sé heimilt að taka upp að minnsta kosti sams konar reglur og Norðmenn. Þetta fyrirkomulag höfðu íslendingar einnig áður en samningurinn frá 1901 var gerður, bæði að því er varðar grunnlínur og fjögurra mílna fjarlægð frá þeim. 3. íslendingar eru nú að und- irbúa ráðstafanir sínar á þessum grundvelli". Tók ég síðan fram, að það væri skoðun íslenzku stjórnarinnar, að frá þessu væri hvorki réttmætt né mögulegt að víkja og yrði þá að reyna á, hvað af því leiddi. Varðandi hugsanlegar refsiað- gerðir benti ég þá þegar á, að frá íslenzku sjónarmiði yrði það talið óskiljanlegt, að það sætti sérstökum hefndarráðstófunum af hendi Breta, að íslendingar hagnýttu sér löglegan og í raun- inni tildæmdan rétt, sem þeir gætu ekki án verið, enda þótt af því leiddi, að Bretar yrðu að hætta að hagnýta sér fríðindi, sem þeim væru til framdráttar, en sem þeir hefðu ekki löglegan rétt til að notfæra sér“. Þetta er tilvitnun í skýrsluna. Meðal margra annarra raka eða fullyrðinga, sem fram komu af hendi Breta, var m. a. þetta, — og vitna ég nú enn í skýrsluna: Réttur til einhliða aðgerða „Það væri spauglaust fyrir brezk stjórnarvöld að fá yfir sig fiskiveiðahagsmunina“, og enn- fremur: „Segjum svo, að íslend- ingar eigi þennan rétt að lögum og taki hann, en þá verða þeir líka að muna, að Bretar geta á fullkomlega löglegan hátt lokað fyrir þeim öllum brezkum fiski- mörkuðum". Ennfremur töluðu Bretar um, að íslendingar gerðu við þá ad hoc samning, sem viður kenndi einhver veruleg fríðindi okkur til handa umfram núver- andi landhelgislínu, meðan sá samningur stæði....... Ég svaraði þessu á þá leið, að eins og ég hefði tekið fram, teldu fslendingar sig eiga rétt til þess sjálfir að ákveða landhelgislínu sína og a. m. k. að hagnýta sér sams konar rétt, eins og Norð- mö'nnum var tildæmdur. Ég skildi vel, að fiskiveiðar Bretar fögnuðu þessu ekki, en íslenzk stjórnar- völd þyrftu líka að hlusta á rödd fiskiveiðahagsmunanna. Á íslandi væru þeir hagsmunir svo mikil- vægir, að engin stjórn gæti leyft sér að baka sér réttláta reiði þeirra. Slíkt væri sambærilegt við það, að að stjórn Bretlands væri stefnt í senn andúð stáliðnaðar, kola, fiskveiða og ullariðnaðar og yfirleitt flests þess, er mestu máli skipti. Ad hoc samningur kæmi ekki til greina, enda mundi m. a. af honum leiða, að fslend- ingar þyrftu að taka upp sams konar samninga við aðrar þjóðir. Samkvæmt Haag-dómnum væri ljóst, að strandríkinu væri ætlað einhliða að ákveða landhelgi sína, en auðvitað yrði að gæta þess, að sú ákvörðun væri í sam ræmi við alþjóðarétt og svo fram vegis. Þverrandi aflabrögð Síðan vék ég aftur að hugsan- legum refsiaðgerðum Breta. Það væri sannleikurinn, að íslending- ar gætu ekki lifað í landi sínu nema losna við við hinn örlaga- ríka ágang erlendra fiskiskipa á íslenzkum fiskimiðum. Sem dæmi um afleiðingar þessa ágangs, vildi ég aðeins nefna, að í Faxaflóa, sem væru nú aðalfiskimið íslend inga, hefði meðalafli í veiðiför vél báta árið 1949 verið 7,1 tonn, ár- ið 1950 6,1 tonn og árið 1951 5,3 tonn. Þessi afli hefði fyrst eftir stríðið verið allt upp í 14 tonn.... Sagði ég, að tilgangur minn hefði verið sá einn að skýra Bret um frá fyrirætlunum okkar og nú, að gefnu tilefni, að leitast við að skýra fyrir þeim sjónar- mið okkar, sem við teldum byggð á rétti og nauðsyn". Þetta er orðrétt úr sk'ýrslunni. Engin stjórn — engin þjóð í skýrslunni segir síðan frá því, að hlutaðeigandi ráðherra hafi um leið og hann fór heim, falið einum af umboðsmönnum íslands að eiga tal við hrezkan ráðherra, sem hann þá átti að hitta og flytja honum frá sér þessi boð: Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.