Morgunblaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 8
e MORCIMJLAÐIB t»riðjudagur 30. sept. 1958 Minningarhátíð í Fljótshlíð um Þorstein Erlingsson Afhjúpað brjóstlikan af skáldinu SÍÐASTL. laugardag var afhjúp- að minnismerki um Þorstein Er- lingsson skáld. Var það brjóst- mynd af honum á fótstalli. — Minnismerki þessu hefir verið valinn staður hjá fossinum Dríf- anda skammt innan við Hlíðar- endakot í Fljótshlíð. Þar hefir verið girt af ca. tveggja ha. stórt landsvæði og því gefið nafnið Þorsteinslundur og er fyrirhugað að rækta þar skóg og prýða svo sem kostur er í kringum hið veg- lega minnismerki. Rangæingafé- lagið í Reykjavík hefir staðið fyrir þessum framkvæmdum í tilefni þess að nú eru 100 ár lið- in frá fæðingu þjóðskáldsins. Brjóstmyndina af Þorsteini Er- lingssyni hefir Nína Sæmunds- son myndhöggvari gert, en hún er ættuð frá Nikulásarhúsum í Fljótshlíð. Fótstallinn gerði Ár- sæll Magnússon steinsmiður. Fjársöfnun. Nokkur ár eru nú liðin síðan Rangæingafélagið hófst handa um þetta verk. Hefir verið safn- að fé til framkvæmdanna m. a með því að gefa út lítið fallegt merki sem ber mynd af sól- skríkju. Hefir merki þetta selzt vel. Stjórn Þorsteinssjóðs skipa þeir Hákon Guðmundsson hæsta- réttardómari og Jón Árnason frá Vatnsdal. Hafa þeir staðið fyrir fjársöfnuninni. Félagið hefir not- ið greiðasemi og fyrirgreiðslu ýmissra áhrifamanna og fyrir- tækja við að hrinda málinu í framkvæmd og tjáði formaður félagsins öllum þeim þakkir í ræðu er hann flutti við afhjúp- un minnismerkisins. Á fögrum stað. Það var drungi í lofti og all- mikið regn þegar athöfn þessi fór fram og hófst hún kl. 3 síðd. Sigurður Nordal prófessor flytur ræðu sína um Þorstein Erlingsson. á laugardaginn var. Eigi að síð- ur gekk maður ekki dulinn þeirr- • ar miklu fegurðar er ríkir á þessum stað. Þorsteinslundur er á flötinni fram undan fossinum Drífanda er sitrar fram af berg- brúninni hátt fyrir ofan. Bergið er þarna með gróðri vöxnum stöllum og skartar í mörgum lit- um og myndar ásamt fossinum fagurt baksvið við minnismerkið. Vart mun fínnast smekklegar valin blettur í Fljótshlíðinni til stofnunar Þorsteinslundar en ein- mitt hér við kotið þar sem „krakkar léku saman“ á æsku- dögum skáldsins. Eftir er svo að prýða staðinn enn meir með gróðursetningu trjáa og mun verða hafizt handa um það þeg- ar á næsta vori. Hátíðahöldin á laugardaginn hófust með því að Hákon Guð- mundsson bauð forseta íslands, er sat þessa hátíð, svo og aðra gesti, velkomna. Þá söng söng- flokkur Rangæingafélagsins í Reykjavík héraðssöng Rangæ- inga undir stjórn Kristjóns Kristjónssonar. Þvínæst flutti Björn Þorsteinsson, formaður félagsins, ræðu og rakti aðdrag- anda þeirrar hátíðar er nú væri stofnað til. Þvínæst afhjúpaði frú Svan- hildur Þorsteinsdóttir (dóttir skáldsins) minnismerkið og var um leið lagður að því blómsveig- ur en Þorsteinn Ö. Stephensen leikari las kvæðið „Þú ert móðir vor kær.“ Þá flutti prófessor Sigurður Nordal ræðu um skáldið. Séra Sigurður Einarsson í Holti flutti frumort kvæði, Þorsteinsminni. Sigurður Björnsson söng ein- söng með undirleik Ragnars Björnssonar. Voru það eingöngu lög með textum eftir Þorstein Erlingsson. Þá flutti Sigurður Tómasson oddviti á Barkarstöð- um ávarp. Síðastur ræðumanna var Erlingur Þorsteinsson lækn- ir (sonur skáldsins) en hann þakkaði fyrir hönd ættmenna skáldsins fyrir þann heiður og velvild er fælist í því verki, sem hér hefði verið unnið. Þorsteinn Ö. Stephensen las úr kvæðum skáldsins og að síðustu söng kór Rangæingafélagsins. Hákon Guðmundsson þakkaði gestum komuna og hvatti menn til þess á komandi árum að vinna að því að lundurinn við Drífanda- foss mætti verða fagurt minn- ingartákn um þjóðskáldið Þor- stein Erlingsson. Um kvöldið efndi sýslunefnd Rangárvallasýslu og kaupfélög sýslunnar til veglegrar veizlu að Hellu. Hér sjást börn Þorsteins Erlingssonar við styttu >káldsins þar sem henni hefir verið komið fyrir í Þorsteinslundi hjá Hlíðarendakoti í Fljótshlíð. Til vinstri Erlingur læknir en t. h. frú Svanhild- ur, en hún afhjúpaði minnismerkið. í baksýn fellur fossinn Drífandi fram af mosagrænum stöllum bergsins. (Ljósm. vig.) Hundrað ára afmœli Brautarholtskirkju á Kjalarnesi Frá héraðsfundi Kjalarnesprófastdæmis HÉRAÐSFUNDUR Kjalarnes- prófastsdæmis var haldinn í Brautarholti á Kjalarnesi 18. september s.l. Fyrir fundarsetn- ingu var helgistund í Brautar- holtskirkju. Sóknarpresturinn, sr. Bjarni Sigurðsson, flutti hug- vekju, en Gísli Jónsson, organ- isti, lék á hljóðfæn kirkjunnar. Því næst setti sr. Garðar Þor- steinsson, prófastur, fundinn. ' Þá tók til máls Ólafur Bjarna- son, hreppstjóri og safnaðarfull- trúi í Brautarholti, en á héraðs- fundi á síðasta ári naíði hann boöið það fram, iyrir sína hönd og kor.y sinnar, að héraðsfundar- inn yiði að þessu sinni haldinn í Brautarholti í tUeíni hundrað ára afmælis Brautarholtskirkju. Rakti hann nú í fáum dráttum sögu hmnar gömlu og virðulegu kirkju og skýrði frá endurbótum þeim og viðgerðum, sem fram höfðu farið á kirkjunni fyrir þessi tímamót í sögu hennar. Voru endurbætur þessar bæði miklar og margþættar, enda er Brautarholtskirkja nú hið vand- aðasta guðshús, fagurlega og smekklega búin í hvívetna, prýdd fjölda fagurra gripa, en marga þeirra hefur hún nú hlotið í af- mælisgjöf. Ólafur áætlaði, að þessar endurbætur á kirkjunni myndu hafa kostað um 90 þúsund krónur, en svo höfðu sóknarmenn verið rausnarlegir í gjöfum og frjálsum framlögum til kirkju sinnar, að ekki þurfti að skerða sjóð hennar til þessara fram- kvæmda. Þá flutti prófastur yfirlits- skýrslu yfir störf og viðburði í prófastsdæminu. Á árinu voru gerðar endurbætur og viðgerðir á kirkjum fyrir 394.000 kr. Lága- fellskirkja eignaðist vandað pípuorgel og eru þá komin pípu- orgel í fimm kirkjur í prófasts- dæminu, en rafmagnsorgel eru í tveimur kirkjum að auki. Messu- gjörðir í prófastsdæminu urðu alls 469 á árinu og altarisgestir 1905. Miklar umræður urðu á fund- inum að lokinni yfirlitsskýrslu prófasts. Voru þessar tillögur bornar fram og samþykktar ein- róma: 1. Fundurinn beinir þeim til- mælum til hins nýkjörna kirkju- þings, að það hlutist til um, að þjóðkirkja íslands komi sér sem fyrst upp kirkjugripaverzlun, og ennfremur, að þjóðkirkjan annist um, að fáanlegar verði hagnýtar upplýsingar í sambandi við kaup á hljóðfærum og öðru, sem varð- ar kostnaðarsamar framkvæmdir safnaðanna". 2. „Fundurinn beinir einlægum tilmælum til allra presta og þeirra, sem unna málefni krist- innar kirkju, að vinna markvisst að auknum skilningi á eðli og gildi altarissakramentisins og leggja sig fram um að efla þátt- töku í því“. 3. „Fundurinn beinir þeim tilmælum til hins nýkjörna kirkjuþings, að það vinni ötul- lega að því, að kirkjur þær, sem þegar hafa fengið rafmagn til ljósa, eða fá það í framtíðinni, fái einnig rafmagn til upphitun- ar“. Að héraðsfundinum loknum gengu fundarmenn til heimilis Ólafs Bjarnasonar í Brautarholti og konu hans og þágu þar rausn- arlegai veitingar. Undir borðum ávarpaði prófasturinn þau hjónin og þakkaði þeim í nafni fundar- manna fórnfúst starf þeirra fyrr og síðar í þágu kirkju- og safn- aðarmála og höfðinglegar mót- tökur þennan ógleymanlega dag. EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn. Þórshamri við Tempiarasund — Frú Geirbrúður Framh. af bls. 6. sinni hélt hún til dauðadags og með síðustu orðunum, sem heyrð- ust af vörum hennar, bar hún enn vitni því ljúfa skapferli og lífsgleði, sem alltaf hafði ein- kennt hana. Hún naut líka hamingju sem móðir átta mannvænlegra barna, og eru nú sjö þeirra á lífi: Jóse- fína, á Laugarbakka í Miðfirði, Guðrún, Geir og Kristján í Reykjavík, Ásta, í Danmörku, Hildur og Helgi í Ameríku. Auk þess ólu þau upp eina fósturdótt- ur, Helgu, frændkonu manns hennar og gengu þau henni í foreldrastað. Eftir að Geirþrúður missti mann sinn bjó hún með Guðrúnu, dóttur sinni, og voru þær einkar samrýmdar. Sýndi Guðrún móð- ur sinni einstaka umhyggjusemi og ástúð til hinztu stundar. Með þessum fáu línum sendi ég tengdaömmu minni hjartans kveðju og þakka henni fyrir órofatryggð. Minningarnar um hana munu ylja mér og fjöl- skyldu minni þar til yfir lýkur. Hróbjartur Bjarnason. SENDISVEINAR óskast nú þegatr. * Hf. Eimskipafélag Islands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.