Morgunblaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 30. sept. 1958 MOR.GVNBL 4 Ð1Ð 23 — de Gaulle Framh. af bls. J millj. með de Gaulle, en 4,6 á móti. í Alsír var kjörsóknin meiri og yfir 95% kjósenda studdu tillögur de Gaulle. Úrslitin í Alsír eru mikið áfall fyrir þjóð- ernissinna, því að kjörsókn mú- hameðstrúarmanna var geysi- mikil. ★ Franska stjórnin hefur nú til- kynnt stjórninni í Frönsku-Gui- ana, að nýlendan, sem 2,5 milljón ir manna byggja, sé nú skilin að skiptum við Frakkland. Allri fjárhagsaðstoð svo og aðstoð við stjórn nýlendunnar af hálfu Frakka verður þegar hætt — og franskir embættismenn munu verða kallaðir heim þegar í stað. Gert er ráð fyrir, að ekki líði meira en tveir mánuðir þar til síðasti franski embættismaðurinn hverfur þaðan. • Nýjar kosningar munu fara fram í Frakklandi í nóvem- bermánuði. Þangað til verður de Gaulle nær einvaldur í landinu. Að þingkosningunum loknum verður forseti landsins kjörinn til sjö ára af sérstökum kjörmönn- um — og fastlega er búizt við, að enginn annar komi þá til greina en hinn 67 ára gamli de Gaulle. Forsetinn mun síðan skipa for- sætisráðherra, og sennilegt er talið að Guy Mollet verði fyrir valinu, því að hann hefur stutt de Gaulle einhuga síðan hann tók við völdum — og verið ein helzta stoð hans. • Nýja stjórnarskráin miðar að því að efla völd forsetans svip að því sem er í Bandaríkjunum. Einnig eru völd ríkisstjórnarinn- ar styrkt, en völd þingsins eru takmörkuð með hliösjón af því, að hinir mörgu flokkar og flokks brot, sem átt hafa fulltrúa á franska þinginu síðustu árin, hafa valdið algeru öngþveiti í stjórn landsins oft á tíðum. For- setinn fær nú völd til þess að rjúfa þing hafi það setið í eitt ár. Jafnframt getur hann tekið sér mjög aukin völd við sérstakar aðstæður eftir að hafa ráðfært sig við sérstakt ráð, sem hann skipar í þeim tilgangi. O—*—0 Á morgun mun de Gaulle ræða úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar á ráðuneytisfundi, en á mið- vikudaginn heldur hann til Alsír -— og þar bíður hans eitt aðal- verkefni hans —- að binda endx á styrjöldina þar. De Gaulle hef ur ekkert viijað láta uppi um þær ráðstafanir, sem hann hefur í byggju, en eitt er víst, að hann hefur nú fengið þann stuðning þjóðarinnar, sem nægir honum til þess að grípa til enn róttækari ráðstafana en áður. Þetta verður erfitt verk og mikið mun velta á því hvort de Gaulle tekst ætl- unarverk sitt eða ekki.. Úrslit atkvæðagreiðslunnar eru mikill hnekkir fyrir uppreisnarmenn, og óefað mun sú staðreynd draga mikið úr hjálpfýsi múhameðs- trúarmanna við þá. O—*—O Mikill fjöldi stjórnmálafor- ingja í Frakklandi fagnaði í dag úrslitum þ j óðar atk væðagreiðsl - unnar — og þeir, sem ekki sam- Lögfræðingar ræða vinnumála LÖGFRÆÐINGAFÉLAG íslands heldur fund í kvöld í I. kennslu- stofu Háskólans, þar sem tekin verður til umræðu vinnumála- löggjöfin. Frummælendur verða tveir, þeir Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritari, forseti Félags- dóms og Vilhjálmur Jónsson hrl. Fundurinn hefst kl. 8,30. glöddust de Gaulle hugguðu sig við að kommúnistar hefðu beðið mikið afhroð. Foringjar franskra kommúnista létu lítt á sér bæra, en úr allum kommúnistaríkjun- um fengu þeir siðferðislegan stuðning og huggUnarorð jafn- framt því sem Moskvuútvarpið sagði, að úrslitin væru hnefa- högg í andlit frönsku þjóðarinn- ar og iýðræðisins. Á Vesturlöndum er úrslit- unum hvarvetna fagnað. Tals- menn vestrænnar samvinnu eru sammála um það, að nú muni nýtt tímabil í sögu Frakklands renna upp — og Síðastliðinn hálfan mánuð hefur vart komið sá dag- ur, að ein eða fleiri flug- vélar hafi ekki verið kyrrsettar á Lundúnaflugvelli vegna aðvar- ana, sem borizt hafa frá ókunn- um mönnum, um að tímasprengju hafi verið komið fyrir í viðkom- andi flugvélum. Hefur brottför þá oft seinkað um margar stund- ir vegna leitar, sem gerð hefur verið í flugvélunum — og í far- angri farþega. Þessar tafir valda ekki einungis farþegum frá London erfiðleikum, heldur og farþegum í þeim borgum, sem flugvélarnar fljúga til. Hafa þess- ar sífelldu tafir veikt mjög traust manna á félaginu og valdið því miklu tjóni vegna þess, að margt fólk hefur frekar kosið að ferð- ast með öðrum félögum fyrir bragðið. Auk þess sem BOAC mun halda brottfarartímum flugvéla leynd- um verður strangur vörður við allar flugvélar félagsins á Lundúnaflugvelli — nótt sem nýt an dag. Tímasprengjum verður samstöðu lýðræðisríkjanna verði betur borgið. Norstad, yfirmaður herafla Atlants- hafsbandalagsins, lét svo um mælt, að bandalaginu væri styrkur að þeirri þróun, sem í vændum væri í Frakklandi. SÍÐUSTU FREGNIR: Talningu atkvæffa er enn ekki lokið, en siðustu töiur sýna, að 81,7% kjósenda hafa greitt stjórn arskrártillögu di Gaulle atkvæði sitt og 84,1% atkvæðisbærra manna og kven« í Frakklandi og ríkjum þess hafa neytt at- kvæðisréttar sins. því ekki hægt aS lauma um borð nema í farangri farþega. BOAC er svo sem ekki eina félagið, sem orðið hefur fyrir þessari áreitni. Pan American, Trans World Airways og Trans Canada Airways hafa sömu sögu að segja nema hvað þessi félög hafa ekki orðið jafn hart úti. Siðast í dag var Viscount-flug- vél frá BOAC rannsökuð hátt sem lágt vegna aðvörunar um tíma- sprengju. Átti flugvélin að fljúga til Parísar með 54 farþega. Ekk- ert fannst, en henni seinkaði um hálfa klst. Þá fengu umboðsmenn ítalska flugfélagsins Alitalia í Paris aðvörun í dag um að tíma- sprengju hefði verið komið fyrir í DC-6 flugvél, sem þá var á leiðinni frá London til Róm með viðkomu í París —og var hún þá rétt ókomin til Parísar. Var flugvélin kyrrsett í Paris, leitað vel og vandlega í allri vélinni svo og í farangri og flutningi. Ekkert fannst, en fiugvélinni seinkaði mikið. Hreinlætistæki - blöndunartæki •kranar NÍKOMIÖ: 4RABIA: W. C. \KAlíIA: Handlaugar Blöndunartæki í eldhús og bað Blöndunarkranar í handlaugar Botnventlar og lásar í handlaugar Handlaugauranar o. fl. Ludvig Storr & Co. Lokað allan daginn miðvikudaginn 1. október vegna jarðarfarar Kristjáns R. Hanssonar forstjóra. Gólfteppagerðin hf. Skriistofur voror verða lokaðar í dag vegna jarðarfarar frú Geirþrúðar Zöega. H.f. Pappírspokagerðin Vitastíg 3. Tímasprengju-œðið veldur erfiðleikum BOAC grípur til sérstakra ráðstafana LONDON, 29. september. — Brezka flugfélagið BOAC tilkynnti í dag, að brottfarartímar flugvéla félagsins frá London yrðu um óákveðinn tíma „hernaðarleyndarmál“. Var ákvörðun þessi tekin vegr.a sífelidra símahringinga og dularfullra bréfa þar sem varað er v.ð tímasprengjum i flugvélum félagsins. Hafa þessar aðvaranir nú valdið félagmu svo miklu fjárhagslegu tjóni og erfiðleikum, að lengur verður ekki unað við. Mitt innilegasta hjartans þakklæti færi ég öllum þeim ættingjum mínum og vinum, sem glöddu mig á 75 ára afmæli mínu þ. 20. sept. s.l. Kær kveðja. Ölöf Eiríksdóttir, Hverfisgötu 23. Hjartanlega þakka ég öllum vinum mínum nær og fjær, i sem giöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum j á 70 ára afmælisdaginn 16. sept. s.l. Guð blessi ykkur öll. Hermanía Brynjólfsdóttir. Innilega þakka ég vinum og vandamönnum, sem glöddu mig á 50 ára afmæli mínu 16. september með heimsókn- um, gjöfum, blómum og hlýjum kveðjum. Þakka einnig þeim félagssamtökum, er á ýmsan hátt heiðruðu mig við þetta tækifæri og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Hallgrtmur Th. Björnsson. Hjartans þakkir til allra þeirra er minntust mín á 80 ára afmælisdegi mínum 24. þ.m. Þóra Eiríksdóttir Skerseyrarveg 2, Hafnarfirði Alúðar þakkir flyt ég öllum vinum og vandamönnum fyrir gjafir og heillaskeyti á 75 ára afmæli mínu 20. sept. 1958. Helga Jónsdóttir, Núpi Selfossi. Útför MAGNÚSAR BJARNASONAR sem lézt 22. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju kl. 3 mið- vikudaginn 1. október. Aðstandendur. Móðurbróðir minn GUÐMUNDUR MAGNÚSSON klæðskeri, andaðist á Sólvangi Hafnarfirði 26. þ.m. Anna Bjarnadóttir. Faðir okkar og tengdafaðir EINAR BJÖRNSSON fyrrv. verzlunarstjóri, Hverfisgötu 43, andaðist í Landa- kotsspitalanum laugard. 27. september. Börn og tengdabörn. Faðir minn HJÖRTUR VILHJÁLMSSON frá Tungufelli í Lundarreykjadal. lézt að Landakotsspítala 23. september. Jarðarförin ákveðin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 3. október kl. 1,30. Athöfninni verður útvarpað. Hannes Hjartarson. Útíör systur okkar KRISTlNAR B. ÞORLAKSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 1. október kl. iy2 e.h. Systkinin. Maðurinn minn og faðir okkar ÓSKAR ÞÓRÐARSON læknir, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 1. október, kl. 2 e.h. Þeim, sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Kirkjuathöfninni verður útvarpað. Guðrún Sveinsdóttir, Auður Óskarsdóttir, Bent Óskarsson. Þakka hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för bróður míns skUla JÓNSSONAR Stykkishólmi. Bergsveinn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.