Morgunblaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 30. sept. 1958 MORCUTSBLAÐIÐ 15 Bretar ætli að veita togurum sín- um herskipavernd innan íslenzkr ar fiskveiðilögsögu eftir 1. sept- ember. Birtar hafa verið um það fréttir í brezkum blöðum og út- varpi. Ríkisstjórnin hefur enga formlega orðsendingu um þetta fengið, þótt henni sé kunnujft um, hvað frá brezku stjórninni hefur um þetta birzt í brezkum blöðum og útvarpi. Að óreyndu verður því þó ekki trúað, að bandalagsþjóð íslendinga gripi til hervalds í því augnamiði að koma í veg fyrir, að fslendingar geti gætt fiskveiðilandhelgi sinnar. Af þeim ástæðum að viðtöl fara enn fram á vegum Atlants- hafsbandalagsins um landhelgis- málið og að ekki er hægt að trúa því að óreyndu, að bandalagsþjóð íslendinga beiti þá ofríki, tel ég ekki rétt á þessu stigi að óska eftir ráðherrafundi í Atlants- hafsbandalaginu, vegna þessa málefnis". Þessi ummæli utanríkisráð- herra virðast að því leyti á mis- skilningi byggð, að einmitt um sama leyti var tilkynnt, að um- ræðurnar í NATO væru hættar. En fyrir traust utanríkisráðherra á bandalagsþjóð fslendinga þökk uðu svo Bretar sjálfir þremur dögurn síðar með vopnabraki. Paynters-hneykslið Ég skal ekki rekja sögu stríðs- ins, sem hófst 1. þ. m. milli flota brezka heimsveldisins og litlu varðskipanna okkar. Ég kemst þó ekki hjá að víkja örfáum orðum að hinu svonefnda Paynters- hneyksli. Enskt varðskip leitar í annað srnn hafnar með botnlangasjúk- ling, sem þarfnast uppskurðar. Að þessu sinni verður herskipið að fresta störfum um stund sem verndari landhelgisbrjótanna og gerast þess í stað snattbátur þeirra, svo að þeir þurfi hvorki að tefja sig frá landhelgisveið- unum né standa fyrir máli sínu á íslenzkri grund. Þegar herskipið kom til Vatn- eyrar, fylgdi læknir þess hinum sjúka manni til lands, en þegar þangað kom vildi svo til, að héraðslæknirinn hafði verið kvaddur til íslenzks sjúklings all- fjarri Vatneyri. Var nú gert hvort tveggja í senn, að reyna að stöðva för íslenzka læknisins, snúa honum við á miðri leið og áður en hann fengi aðstoðað ís- lenzka sjúklinginn og jafnframt að óska þess, að brezki sjúkling- urinn fengi notið hjálpar brezka læknisins á meðan. Það ótrúlega skeði, að skipherra herskipsins synjaði beiðninni og skipaði lækni .sínum að koma tafarlaust á skipsfjöl. Síðan hraðaði hann för sinni til skyldustarfanna að nýju. íslenzki læknirinn sneri hins vegar tafarlaust við, lét is- lenzka sjúklinginn bíða, en hrað- aði sinni för þangað, sem þörfin var brýnni þ. e. a. s. til hins brezka sjómanns. Báðir, Bretinn og íslendingur- inn, munu hafa talið sig gera sína skyldu. Sleppið sökudólgnum! Meðan á þessu stóð var barizt á hafinu. Landhelgisbrjóturinn, sem sjúklingurinn kom frá, hélt þrifastarfi sínu áfram. íslenzkir varðskipsmenn réðust þá til upp- göngu. Þeim var mætt með barefl um, en þeir sigruðu og bjuggust til að halda til hafnar með af- brotamennina. En þá komu boð frá allra hæstu stöðum. Hægan piltar. Sleppið söku- dólgnum strax, en flýtið ykkur til ykkar eigin skipa. Annað gæti orðið til þess, að einhverjir rægi Islendinga. Hér er of langt gengið. Það hefir alltaf og mun alltaf liggja ljóst fyrir, að íslenzk líkn- arhönd, býður alla Breta vel- komna. En eins og nú standa sak- ir, krefjumst við þess, að skip hins sjúka flytji hann sjálft til hafnar. Ég legg ekki dóm á sannleiks- gildi þess, að sjúklingur sá, sem hér um ræðir, hefði ekki þolað flutning frá herskipinu yfir í tog- arann, úr því að ráðamenn beggja skipanna höfðu talið betra að flytja hann frá togaranUm yfir í varðskipið en að hætta á að tog- arinn héldi sjálfur til hafnar. En hvað sem því líður, verður það að liggja ljóst fyrir, að slíkum herbrögðum verði íslendingar ekki aftur beittir með samþykki æðstu manna landsins. Léttum ekki ránsmönnunum afbrotin Við neitum því eindregið að létta ránsmönnunum afbrotin með því að leyfa verndurum þeirra, herskipunum, að flytja þá sjúku í líknandi læknishendur, eins og hér var gert. Kvíði ræninginn því að sigla til íslenzkrar hafnar, til þess þar að leita sjúkum hjálpar, þá er það aðeins maklegt. Að óreyndu verður því ekki trúað, að skip- stjóri hætti á að fórna lífi skip- verja sinna af hlífð við pyngju útgerðarmannsins. En séu brezku landhelgisbrjótarnir slíkir óþokk- ar, þá er það þeirra mál, en ekki okkar. íslendingar vilja ekki, að for- sætisráðherra landsins skipi ís- lenzkum verðskipsmönnum að hypja sig burtu og sleppa söku- dólgnum. Slíkt athæfi hlýtur líka að draga þrótt úr varðskipsmönn- um og er þá einnig með þeim hætti bein aðstoð við landhelgis- brjótana. Viljum varfærni, en ekki þróttleysi Islenzka þjóðin afneitar þessu athæfi og krefst þess, að það verði ekki endurtekið. Islendingar vilja að vísu, að farið sé að öllu með gætni. En of mikil gætni getur valdið mis- skilningi og kann að verða skilin sem þróttleysi eða ragmennska. Fyrir ákvörðun sinni færði for- sætisráðherra þessi rök: „Var ákveðið að mota ekki fjar- veru herskipsins til þess að taka togarann, þar eð slíkt kynni að verða túlkað á þann veg, að her- skipinu hefði ekki verið leyft að leita hafnar af mannúðarástæð- um, heldur til þess að skapa tæki- færi til þess að handtaka togara, en af því hefði getað leitt hættu- legan misskilning erlendis, varð- andi framkvæmd landhelgisgæzl- unnar í þessu tilfelli". Þetta er misheppnuð göfug- mennska. Þetta er ekki „fair play“. Þetta er ekki að leika drengilega. Þetta er að leika af sér. Hér er það ekkert aðalatriði, hvað brezkir togaraeigendur eða aðrir slíkir „túlka“. Aðalatriðið er að halda af fremsta megni uppi lögum og rétti, forðast að gera örlagaþrungna baráttu okkar ; broslega og svo auðvitað að hafa ] í heiðri lög mannúðar og dreng- skapar. Hvenær á þá að hremma sökudólginn? En hvað varðar okkur um mennina, sem forsætisráðherra í útvarpsræðu sinni í fyrrakvöld fór um þessum orðum: „Myndu andstæðingar okkar erlendis, sem ráða daglega yfir keyptum blaðakosti til áróðurs og rógburðar gegn okkur, hafa grip- ið þetta tækifæri fegins hendi“ o. s. frv. Látum slíka menn eyða fé sínu til að útbreiða lygar og róg um okkur, en látum það fyrir alla muni ekki henda okkur sjálfa, að óttinn við vítavert atferli þeirra rugli algjörlega dómgreind okk- ar og leiði okkur afvega. Megi ekki taka brezka togara, þegar brezku herskipin eru fjar- stödd í þágu landhelgisbrjótanna og geta því ekki þá stundina hindrað töku þeirra með ofbeldi, og sé heldur ekki hægt að taka sökudólgana vegna ofbeldis her- skipanna, þegar þau eru nær- stödd, hvenær má og á þá eigin- lega að koma lögum yfir þá? Ég ræði þetta atriði ekki frek- ar að sinni. Mistökin mörgu Ég fer ekki dult með, að ég tel, að íslendingar hafi um sumt ekki hagnýtt unna sigra réttilega, og án efa var það ekki hyggilegt af | vopnuðu ofbeldi á ekki að beita íslenamgum, sem í 10 ár höfðu barizt fyrir að settar yrðu réttar- reglur um friðun fiskimiða, að lýsa því yfir einmitt rétt áður en sú ráðstefna hófst, sem búizt var við að tæki endanlegar á- kvarðanir um málið, að ísland myndi hafa samþykktir hennar að engu, ef þær væru ekki í sam- ræmi við ýtrustu óskir okkar. Slíkar yfirlýsingar styrkja ekki málstað smáþjóðar, sem allt sitt til að koma málum sínum fram“. Og annað sterkt vitni, þ. e. a. s. forsætisráðherra Bretlands, mun- um við leiða. Eftir honum eru höfð í Reutersfrétt frá 16. þ.m. þessi ummæli: „Macmillan sagði, að hér væri í rauninni ekki um að ræða deilu um réttarstöðu eyjanna við Kínastrendur, heldur hitt, hvort deilan skuli útkljáð með valdi. í þessu séu Bretar gersamlega á undir sanngirni og réttdæmi, og sammála Bandaríkjastjórn.“ eru sízt til þess fallnar að skapa Við munum heimta að njóta þann skilning og þá samúð, sem j sama réttar og stórveldið Kína, íslendingum er svo mikil virði. ! þótt við séum ekki í bræðralagi Ekki munu menn heldur fá skil- | við Kínverja, heldur við Breta ið, þegar þess er krafizt, að ís- ! og Bandaríkjamenn, og séum ekki gráir fyrir járnum eins og Kínverjar, heldur vopnlausir. Verðum í NATO — Berjumst innan NATO Og verði okkur meinaður sí land kæri Breta fyrir Samein- uðu þjóðunum, en þó talið frá- leitt, að landhelgi íslands sé rædd á þinginu. Menn munu spyrja, hvernig takast megi að sanna sök Breta, nema með því að sanna rétt íslendmga, og enn- réttur, munum við enn sem fyrr fremur, hvernig færa megi sönn- ur á þann rétt, ef alls ekki má „ræða landhelgismál íslands sér- staklega“. Þetta og margt fleira ber van- þroska okkar vott og veikir okk- ur. Það er líka ills viti, að þótt ríkisstjórnin hafi stefnt máli okk segja: „Til hvers erum við hérna, og hvers vegna eru allar þessar þjóðir í öllum þessum samtök- um og á öllum þessum samkund- um? Er það ekki vegna þess að við höfum ákveðið að láta ekki valdið beygja réttinn?" En síðan munum við ræða mái ar til Sameinuðu þjóðanna virð- j okkar alltaf og alls staðar, þar sem rödd okkar heyrist, og þar til yfir lýkur. Kannske eru þau vopn eins sterk og fallbyssur brezka flotans, þegar á reynir. Einhverjum kann ef til vill að þykja þessi ummæli mín bera vott um skaphita meira en ró- lega íhugun, en svo er ekki. Ég hefi einmitt íhugað 'málið frá öllum hliðum. Og það vil ég taka fram, að það hefir aldrei hvarfl- að að mér að taka undir mál þeirra manna, sem stöðugt bera á vörum sér, að íslendingum beri að ganga úr Atlantshafsbanda- laginu, fái þeir ekki stuðning allra bandalagsþjóðanna í þessu velferðarmáli sínu. Mín skoðun er sú, að þjóð, sem segist heldur vilja deyja fyrir frelsið, en lifa án þess, viðurkennir, að frelsið byggist á mættinum, sér og skil- ur, að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkur hennar, en hótar þó að höggva sinn hlekk í sundur, fái hún ekki ein og ist, sem stjórnin hafi ekki gert sér fullnaðar-grein fyrir því, hvert sé erindi utanríkisráð- herra á þingið, eða jafnvel að um það sé full óeining. Vísa ég þar til ummæla stórnarblaðanna und- anfarna daga. Bretinn sigraði íslenzku sundrungina í öllu þessu og mörgu öðru er framkomu okkar ábótavant i þessu mikla velferðarmáli þjóð- arinnar. En úr því má enn bæta. Og úr því verður að bæta. Við verðum að láta það á sann- ast, að þótt vegur brezka flotans hafi aldrei verið jafnaumur, sem nú, þá hefur hann þó unnið einn sigur úti fyrir ströndum íslands. Honum hefir tekizt að sigra ís- lenzka sundrung. Brezki flotinn hefir unnið þessa fyrstu orrustu. Sá sigur ætti að endast honum, til þess að tapa stríðinu við smæstu þjóð heimsins. Það verð- tafarlaust öllum sínum óskum ur að sannast, að þjóð, sem berst ! framgengt, — slík þjóð skilur fyrir lífi sínu og tilveru, þjóð, ekki sitt hlutverk í samstarfi sem sýnt getur og sannað, að frjálsra þjóða. Ég tel, að íslend- hún fær ekki lifað menningarlífi ! ingar þurfi margt að reyna, og í sínu fagra landi, eigi hún að halda áfram að seðja erlenda j veiðivarga við matborð sitt, smá- þjóð, sem ekkert blasir við nema landauðn eða stærri landhelgi, hún sigrar jafnvel stórveldi, sé hún einhuga, og úr því hún er svo lánsöm að eiga bólfestu vest- an járntjaldsins. Austan þess gildir máttur en ekki réttur. Þess ber þeim að minnast, sem hampa sigurvissu íslendinga, en trúa þó á rússneskt réttlæti og sanngirni. Verður óhjákvæmilegt að kæra Breta í þessu máli veltur mikið á einingu. Algerri, órjúfanlegri þjóðareiningu. Gleymum því ekki. En gleymum innlendum deilum. Stjórnin verður að sættast inn- byrðis heilum sáttum. Við Sjálf- stæðismenn erum fúsir að jafna allan ágreining um málið. Eftir það eiga menn að ræðast við í fullum trúnaði og einlægni, en i lúta síðan vitrustu manna yfir- sýn, um hvað hyggilegt sé að aðhaíast. Ég tel mér réttast á þessu stigi málsins, að fullyrða ekkert um, hvort æskilegast væri að Haag- dómur, ný ráðstefna eða allsherj- arþingið geri út um málið, ef um það eitt væri að velja. En ég tel, að við megum vel athuga, hve- 1 nær við teljum, að Bretar hafi fyllt svo bikar þolinmæði okk- ar, að út af flói, þannig að við teljum rétt og jafnvel óhjákvæmi legt, að kæra þessa gömlu vina- þjóð á réttum vettvangi. Er þá gott að benda á vitni eins og Eis- enhower forseta, sem 11. þ.m. sagði í útvarpsræðu: „En ég held, að allir bandarísk- ir hermenn — og ég held einnig bandaríska þjóðin — sé reiðubú- in að verja þá nieginreglu, að leggja, áður en þeir leyfa sér slíkar hugleiðingar eða ummæli. Hitt er svo annað mál, að innan þessa bandalags berjumst við einarðlega við hvern sem er að etja, meðan við förum með rétt mál. Og mín trú er sú, og okkar hamingja er sú, að rétt mál mun sigra á þeim vettvangi fyrr eða síðar, og heldur fyrr en síðar. En yfirsjónir og frumhlaup, sem úrsögn úr Atlantshafsbandalag- inu, myndi ekki aðeins örlaga- ríkt fyrir íslendinga, heldur og fyrir allan hinn frjálsa heim. Fordæmi íslenzkra sjómanna íslenzkir sjómenn hafa í þessu stríði sýnt hver maður með þeim býr. Fyrir það geldur þjóðin þeim miklar þakkir. Manndóm- ur þeirra og einhugur á að vera okkur hinum til fyrirmyndar. Megi svo verða. Góðir stúdentar! Látum okkur minnast þess, að nú er ekki leng- ur einvörðungu barizt um fjár- hagslega afkomu Isiendinga. Nú er barizt um heiður og sóma þjóðarinnar. Endist það okkur ekki til einingar, eigum við ekki annað skilið en bíða ósigur. Lát- um það aldrei verða. íslenzkir stúdentar eiga sér merka sögu. Skrifið nú, ungu stúdentar, nýja» kapítula í þá merku sögu. Beitið ykkur allir sem einn, hvar í flokki, sem þið standið, fyrir hi»»i algjöru þjóð- areiningu. „Lands vors tjón var arfur eigin synda“ Stúdentar! Verum minnugir sannleiksgild- is orða skáldsins, sem með rök- um, sóttum í sögu þjóðarinnar, flutti þessi þungu aðvörunarorð: „Lands vors tjón var arfur eigin synda. Öld sem kynnti heiftúð sína blinda, dauða-fjötur knýtti sjálfri sér“. Látum það böl ekki henda okkur oftar og aldrei þó síður en einmitt nú. „Litla þjóð, sem átt í vök að verjast. Vertu ei við sjálfa þig að berjast". ★ Auk Ólafs Thors tóku til máls á fundinum þeir dr. Gunnlaugur Þórðarson og Júlíus Havsteen á þolinmæði þeirra megi margt fyrrverandi sýslumaður. BIFREIÐASTJORI Óskum eftir að ráða duglegan og ábyggilegan bif- reiðastjóra til útkeyrslu á vörum. Eggert Kristjánsson & Co. hf. Innheimtustörf Piltur eða stúlka óskast til innheimtu- og sendiferðastarfa. mz Sími 19423. Vondaðor íbúðir til sölu Höfum til sölu íbúðir, sem eru 117 ferm., 4 herbergi, eld- hús, bað og hall, þar af er 1 stór stofa. í kjallara fylgir auk þess 1 gott íbúðarherbergi, sérstök geymsla og frysti- klefi auk sameiginlegra þæginda. Lán á 2. veðrétti kr. 50 þúsund. Fyrsti veðréttur er laus fyrir kaupanda. Ibúð- irnar geta verið fullgerðar fyrri hluta desembermánaðar. FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314. og eftir vinnutíma í síma: 34619 og 16649.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.