Morgunblaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.09.1958, Blaðsíða 22
22 MORCVNfíLAÐlh Þriðjudagur 30. sept. 1958 KR sigraði glœsilega á haustmóti KRR Á SUNNUDAGINN fóru fram lokaleikir haustmótsins svo- nefnda í knattspyrnu. Fyrst léku Valur og Fram og fóru Fram- menn með sigur af hólmi, skor- uðu 2 mörk gegn einu. í síðari leiknum mættust KR og Þróttur, og sigraði KR með nokkrum yfirburðum, 4 mörkum gegn 1. Úrslit mótsins urðu þau að KR hlaut 6 stig, Fram 2, Þróttur og Valur eitt stig hvort. Er því sig- ur KR giæsuegur í þessu síðasta mcti ársins og má sannarlega segja að liðið setji glæsilegan endahnút í sigursælan feril í sumar, en það hefur ekki tapað nokkrum leik í sumar sem það hefur háð gegn innlendu liði. // Litla" Luton efst AF ÞEIM sem hafa fylgst með ensku deildarkeppninni undan- farin ár eru sjálfsagt sárafáir, sem muna að Luton Town er ekki eitt af stórliðum Englands, held- ur lítið lið, sem berst í bökkum ef svo má að orði komast. Fyrir heimsstyrjöldina síðari var þetta lið í 3. deild en hefur síðan verið á uppleið. Liðið er nú efst í keppninni og var engin tilviljun að Luton sigraði Preston með fjórum mörkum gegn einu, en áhorfendur voru aðeins 20 þús. Gordon Turner átti gott tækifæri til að bæta því fimmta við en hann skaut utan hjá úr víta- spyrnu. Þetta var sannkallaður vítaspyrnudagur, því Astall (Birmingham), Crowe (Leeds), Charlton (Man. Utd.), Bottom (Newcastle), Wilson (Brighton) og Clamp (Wolves) skoruðu allir úr vítaspyrnum. Gregg markvörð ur Man. Utd. varði vítaspyrnu hjá Barnes (Man. City) ennfremur varði Machedo (Fulham) eina. Ein af þessum vítaspyrnum var þó öllu sögulegri en hinar, nefni- lega sú er Clamp skoraði úr. Upphafið var, að dæmd var víta- spyrna á Tottenham í fyrri hálf- leik er Bill Slater íramkvæmdi og skoraði, en dómarinn lét taka hana aftur þar sem einn leik- maður „Úlfanna“ hreyfðisigáður, og enn framkvæmir Slater spyrnuná en skaut nú hárfínt yfir. En viti menn, enn skipar dómarinn að láta endurtaka spyrnuna, nú hafði einn af leik- mönnum Tottenham verið ókyrr. En er Slater skyldi taka spyrn- una í þriðja sinn baðst hann ein- dregið undan og var Eddie Clamp fenginn til að framkvæma hana, sem skoraði fallega upp í hornið. Þó Clamp tækist að jafna með þessari sögulegu vítaspyrnu, skor aði Bobby Smith sigurmarkið fyrir Tottenham í síðari hálfleik. „Úlfarnir" áttu reyndar að tryggja sér sigurinn í fyrri hálf- leik en misnotuðu tvö til þrjú mjög góð marktækifæri. að auglýsing i stærsta og útbreiddasta þlaðinu — eykur söluna mest — — Sími 2 - 24-80 — Óvæntustu úrslitin eru sigrar Aston Villa og Everton. Dave Hickson skoraði sigurmark Ever- ton er tvær mín. voru til leiks- loka. Neðstu sex liðin fengu stig á laugardag. Hinn átján ára Jimmy Greaves skoraði þrisvar fyrir Chelsea. Arsenal, sem lék með tíu mönnum allan síðari hálfleik urðu að láta í minni pokann eftir að hafa leitt í þeim fyrri 1:0. Bolton tapaði sínum fyrsta leik á heimavelli. Luton og Fulham eru einu ósigruðu lið- in í keppninni. í 3. deild er röðin Plymouth 16 stig, Reading 15, Swindon og Tranmere 14 stig hvort. f 4. deild eru York City og Northampton efst með 15 stig hvort. Enska landsliðið sem leikur gegn írlandi á laugardag var val- ið í gærdag. Liðið er talið frá markmanni: McDonald (Burnley) Howe (West Brom.), Banks (Bolton), Clayton (Blackburn), Wright (Wolverhampton) fyrir- liði, McGuinness (Man. JJtd.), Brabrook (Chelsea), Broadbent (Wolverhampton), Charlton (Man. Utd), Haynes (Fulham) og Finney (Preston). Úrslit á laugardag: 1. deild Birmingham C. 4 —• Leicester C. 2 Blackburn Rovers 2 — Aston Villa 3 Blackpool 2 — West Ham Utd. 0 Bolton Wandrs 1 — Burnley 2 Chelsea 4 — Nottingham For. 1 J.ecíis Utd. 2 — Arsenal 1 Luton Town 4 — Preston 1 Manchester C. 1 — Manchester Utd. 1 Newcastle Utd. 2 — Portsmouth 0 Tottenham 2 — Wolverhampton 1 West Bromwich 2 — Everton 3 2. deild Brighton 1 — Barnsley 1 Bristol Rovers 2 — Sunderland 1 Derby County 1 — Lincoln C. 0 Grimsby Town 2 — Huddersfield 1 Ipswich Town 0 — Stoke City 2 Leyton Orient 0 — Fulham 2 Liverpool 1 — Cardiff City 2 Middlesbrough 0 — Bristol City 0 Scunthorpe 1 — Sheffieid Wedn. 4 Sheffield Utd. 2 — Rotherham Utd. 0 Swansea Town 2 — Charlton Athl. 2 1. deild Luton 10 4 6 0 20:9 14 Presion 10 5 3 2 21:14 13 Bolton 10 5 3 2 21:16 13 Chelsea 10 6 1 3 30:27 13 Arsenal 10 6 0 4 31:14 12 Man. Utd 10 4 4 2 26:14 12 Blackpool 10 4 4 2 13:9 12 West. Brom. .. 10 3 5 2 25:15 11 Wolves 10 5 1 4 21:17 11 Newcastle 10 5 1 4 19:19 11 West Ham. 10 5 1 4 21:22 11 Burnley 10 4 2 4 18:19 10 Biackburn 10 3 3 4 22:16 9 Birmingham .. 10 3 3 4 13:19 9 Leeds 10 2 5 3 11:17 9 Nottm. For. .. 10 3 2 5 24:22 8 Tottenham 10 3 2 5 16:22 3 Porcsmouth .. 10 3 2 5 17:25 8 Leicester 10 2 4 4 15:24 8 Man. City 10 1 4 5 15:28 6 Aston Villa .. 10 2 2 6 16:30 6 Ever ton 10 3 0 7 14:27 6 2 deild Fulham 10 9 1 0 33:13 19 bneu. Wean. 10 8 1 1 30:11 17 Bristol City .. 10 6 1 3 23:16 13 Bristol H 10 6 1 3 21:15 13 StoKe City 10 6 1 3 20:18 13 Sheíf. Utd. .. 10 4 3 3 14:8 11 Grimsby 10 4 3 3 21:21 11 Charlton 10 4 3 3 21:22 11 Middlesuro 10 4 2 4 2u:iu 10 Liverpooi 10 4 2 4 21:15 10 Leyton Or. .. 1U 4 2 4 16:15 10 Swansea 10 3 3 4 18:16 9 Cardiff 10 4 1 5 lo:i8 9 Derby Co 10 3 3 4 16:20 9 Huddersfield 10 3 2 5 14:12 8 Ipswich 10 3* 2 5 14:16 8 10 4 0 0 14:26 8 Barnsley 10 3 1 6 17:27 7 Scunthorpe .. 10 2 3 5 14:22 7 Brighton 10 1 5 4 12:27 7 Líncoln 10 2 1 7 19:26 5 Sunderland .. 10 2 1 7 13:31 5 Valbjörn stekkur Spaak hœttir við Banda ríkjaför vegna Kýpur- málsins PARÍS, 29. sept. — Paul Henri Spaak, framkvæmdastjóri Atlants hafsbandalagsins, hætti skyndi- lega við för sína vestur til Banda- ríkjanna, en samkv. áætlun átti hann að ræða við Eisenhower forseta í Hvíta húsinu í dag — og dveljast síðan um þriggja vikna skeið vestra. Enginn vafi leikur á því, að ákvörðun framkvæmdastjórans um að slá förinni á frest, er í sambandi við Kýpurmálið — og í dag sat Spaak fund fastaráðs Atlantshafsbandalagsins um mál- ið. Áður hafði það verið stað- fest, að Spaak hefði borið fram málamiðlunartillögu í Kýpur- málinu eftir för sína til Aþenu Valbjörn stökk 4,30 m Svavar hljóp á 1.53,7 TVEIR ísl. frjálsíþróttamenn kepptu sem gestir á hinu árlega stórmóti í Dresden, sem haldið er til minningar um þýzka hlaup- arann heimsfræga Rudolf Har- big. Voru það þeir Svavar Mark- ússon oc Valbjörn Þorláksson. Valbjörn varð annar í stangar- stökkskeppni mótsins, stökk 4,30 metra. Svavar keppti í aðalgrein móts- ins 800 m hlaupi og varð þar sjö- undi í úrslitum á 1:53,7. í fyrra vann Svavar þessa keppnisgrein mótsins og varðveitti um eins árs skeið hinn mikla og glæsilega bikar, sem veit'ur er sigurvegar- anum í þessu hlaupi, sem var „sérgrein" hlauparans sem mót- ið er helgað. Nánari fregnir um mótið sem fram fór sl. sunnudag hafa ekki borizl. og vðiræður við gríska stjórn- málamenn. Fastaráðið kom tvisv- ar saman til þess að ræða málið í síðustu viku, en opinberlega hefur ekki verið greint frá því í hverju málamiðlunartillaga Spaaks er fólgin. Hins vegar er það haft eftir grískum heimildum, að hann hafi m. a. lagt til, að Bretar frestuðu enn gildistöku áætlunar sinnar um stjórn Kýpur næstu sjö árin, en þessi áætlun gengur í gildi í vikunni. Vildi Spaak, að meiri tími yrði gefinn til viðræðna við- komandi aðila. Brezka áætlunin gerir ráð fyr- ir sameiginlegri stjórn Breta, Grikkja og Tyrkja á eyjunni. Grikkir hafa hafnað þessu alger- lega, en Tyrkir hins vegar fallizt að nokkru leyti á áætlunina. Fastaráðið mun koma saman aftur á morgun til að ræða Kýp- ur-málið. Enn sem komið er hafa Bretar ekki gefið til kynna, að þeir verði við óskum Spaaks um að fresta gildistöku nýja stjórnarformsins á Kýpur, en hins vegar segjast þeir jafnan fúsir til viðræðna. Málið var rætt á fundi brezku stjórnarinnar í dag. Einnig ræddi tyrkneska stjórnin það — og til- kynnti síðar, að tyrkneski sendi- herrann á Kýpur hefði verið út- nefndur fulltrúi Tyrkja í stjórn Kýpqir. Gríska stjórnin ræðir Kýpurmálið á morgun. Stjórn og starfsmenn Verzlunarráðs tslands. — Frá vinstri til hægri: Ólafur Ó. Johnson, Helgi Bergsson, Haraldur Sveinsson, Baldur Jónsson, Hans R. Þórðarson, Sigurður B. Sigurðsson, ís- leifur Jónsson, Ingólfur Jónsson, Magnús J. Brynjólfsson, Sigurður Ágústsson, Gunnar Guðjóns- son, Þorvarður J. Júlíusson, Sveinn Finnsson, Egill Guttormsson, Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, Othar Ellingsen, Hjörtur Jónsson, Birgir Einarsson, Sigurður Helgason, Gunnar Friðriksson og Páll Þorgeirsson. — Eftirtaldir aðalmenn í stjórn eru ekki á myndinni: Gunnar Asgeirsson, Sveinn Guðrnundsson, Tómas Björnsson og Þorvaldur Guðmundsson. Varamenn þriggja þeirra eru á myndinni. — Þúsundasti fundur Verzlunarráðsins HIN nýkjörna stjórn Verzlunar- ráðs íslands hélt fyrsta fund sínn föstudaginn 26. þ. m. og var hann jafnframt þúsundastj fund- ur stjórnarinnar frá stofnun raðs- ins 17. september 1917. Á fundinum fór fram kosning formanna og skipun framkvæmda stjórnar ráðsins. Gunnar Guð- jónsson var endurkosinn formað- ur, Sigurður Ágústsson, Stykkis- hólmi, varaformaður og Magnús J. Brynjólfsson annar varafor- maður. Auk þeirra voru tilr.eind- ir í framkvæmdastjórnma þeir Baldur Jónsson, Hjörtur Jónsson, Ingólfur Jónsson og Páil Þor- geirsson. Áð íundinum loknum hafði stjórnin boð inni fyrir féiaga Verzlunarráðsins og gesti í húsa- kynnum ráðsins, en þau hafa nýlega verið endurbætt. Formað- ur bauð menn velkomna og til- kynnti, að stjórnin hefði á þús- undasta fundinum samþykkt að gera Garðar Gíslason, stórkaup- mann, að heiðursféiaga Verzlun- arráðs íslands. Garðar GíslasoM var formaður ráðsins frá stofnun þess 1917 tii 1934, að einu ári undanskildu Hið stórmerka forustustarf hans í þágu íslenzkrar verziunar og atvinnulífs er svo kunnugt, að óþarft er að rekja það hér. Heiðursfélaginn þakkaði þaun sóma, sem honum hafði verið sýndur og ræddi nokkuð viðhorí verzlunarstéttarinnar fyrr og síð- ar. í lok hófsins mælti Hannibal Valdimarsson, félagsmámráð- herra, nokkur þakkar- og úrn- aðarorð. Myndir og teppi til sýnis i Mokkakaffi SYinunGU þeirri, sem Vigdís Kristjánsdóttir hélt á verkura sínum í Sýningarsalnum við Hverfisgötu er nú lokið. Sex verk seldust. Þar sem sýningin stóð mjög stuttan tíma, hefur Vigdís nú hengt upp blóma- myndir sínar í Mokkakaffi á Skólavörðustíg og auk þess gobelínteppi og myndvefnaðar- teppi, sem ekki voru á fyrri sýn- ingunni. AKRANESI, 29. sept. — Togarinn Akurey kom hingað á sunnudags- morgun af Nýju Fylkismiðum með 228,5 lestir af karfa. Hér er hollenskt skip, sem tekur um 100 lestir af karfamjöli. Slátrun stendur nú sem hæst i sláturhús- inu við Laxá og er áætlað að slátra þar um 8,500 fjár. Þrír rek- netjabátar fóru út héðan í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.