Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 1
24 síður Vinnufridurinn hefur aldrei verið ótryggari en á valdatíma vinstri stjórnarinnar Fjöldi starfshópa hefur gert verkfall eðcr sagt upp samningum um kaup og kjör EFTJR að málgögn vinstri stjórnarinnar hafa neyðzt til að viður- keni.a að hún hafi eiginlega svikið öll sín loforð og gefizt upp við að leysa vanda efnahagslífsins, segja þau oft, að eitt verði þó að viðurkenna henni »il lofs: Hún hafi tryggt vinnufrið í landinu. En þetta eru hrein ósannindi. Vinnufriður hefur aldrei verið eins ótryggur og einmitt á valdatíma vinstri stjórnarinnar. Verka- lýðssamtökin hafa sífellt verið að segja upp samningum og fjöldi verkfalla hefur verið háður, m. a. lengsta verkfall sem háð hefur verið hér á landi. Af því leiddi að höfuðborgarbúar fengu ekki einu sinni bakað orauð nær allt sumarið 1957. Napoleon de Gaulle Á Korsíku fæddist „mesti Frakkinn ” sagði de Gaulle i ræðu i Ajaccio i gær Mbl. hefur gert yfirlit um verkföll og vinnudeilur á ár- unum 1957 og 1958. Síðan það var gert fyrir örfáum dögum hafa enn bætzt nokkur verka- lýðsfélög í hópinn, sem sagt hafa upp samningum og standa í vinnudeilum. Yfirlit þetta fer hér á eftir: VERKFÖLL hafa orðið hjá eftir- greindum starfshópum á árunum 1957 og 1958: Yfirmönnum á kaupskipum bökurum rafvirkjum járnsmiðum J Listkynning Mbl. % .• ^ 'M I GSflBÉ^ Guðrún Svafa Guðmundsdóttir (Sjálfsmynd) UM þessa helgi hefst á vegum listkynningar Morgunblaðsins, sýning á nokkrum verkum frú Guðrúnar Svöfu Guðmundsdótt- ur. Guðrún Svafa er fædd og upp- alinn í Reykjavík; hefir málað um árabil, en lítið sýnt opinber- lega. Hún stundaði nám í Mynd- listaskólanum og viðar, fór stutta ferð til Parísar til að sjá gamla og nýja málaralist og tók þátt í sýn- ingu Félags íslcnzkra myndlist- armanna árið 1955. Á sl. vetri hélt hún sjálfstæða sýningu hér í Reykjavík á nokkr um verkum sínum og vakti ó- skipta athygli þeirra er áhuga hafa fyrir óhlutkenndum eða „abstrakt“ myndum. Guðrún Svafa hefir auk þess gert alimargar mannamyndir á undanförnum árum, og að þessu sinni sýnir hún eingöngu slíkar myndir. í sýningarglugga blaðsins hafa mjög fáar andlitsmyndir ver- ið sýndar til þessa, svo segja má að þetta sé skemmtileg nýjung og margir eru þeir, sem þessari listgrein unna. Myndirnar eru ekki til sölu. bifvélavirkjum skipasmiðum blikksmiðum hásetum og kyndurum á kaupskipum flugmönnum. FÉLÖG, SEM SAGT HAFA UPP SAMNINGUM Eftirgreinrd félög hafa sagt upp kjarasamningum á þessu tímabili og öll fengið hækkað kaup. 1. Sveinafélag pípulagningar- manna 2. Trésmiðafélag Reykjavíkur 3. Málarafélag Reykjavíkur 4. Vérzlunarmannafélag Reykjavíkur 5. Skipstjórafélag íslands 6. Stýrimannafélag íslands 7. Vélstjórafélag íslands ■ 8. Félag ísl. loftskeytamanna 9. Stéttarfélag verkfræðinga 10. Félag matreiðslumanna 11. Félag starfsfólks í veitinga- húsum 12. Félag framreiðslumanna 13. Félag flugfreyja NIKÓSÍU, 4. okt. — Mikill við- búnaður er nú hjá brezka hern- um á Kýpur eftir morðið í gær á brezkri hermannskonu í Fama- gústa. Var hún skotin til bana á götu í borginni, en önnur kona, sem með henni var, særðist. Brezki herinn hóf víðtæka leit í borginni, sem hefur um 27 þús. íbúa, og má heita, að flestir karl- menn hafi verið handteknir og yfirheyrðir. Við leitina í gær og nótt biðu þrír unglingar bana og nokkrir menn særðust. Borgar- stjórinn hefur mótmælt leitinni og segir, að 250 manns hafi særzt í henni. Segir hann, að leitin hafi verið vitfirringsleg, ógn og skelf- ing hafi ríkt í borginni. Lögreglu- stjóri Breta neitar því, að pynd- ingar hafi verið notaðar við yfir- heyrslur, en fréttamenn segja, að óp hafi heyrzt úr yfirheyrslu- klefunum. Sérstök rannsóknarnefnd frá r Irland 3 England 3 f HINUM árlega landsleik milli Ira og Englendinga í knattspyrnu sem fór fram í gær, varð jafn- tefli, þrjú mörk gegn þremur, í mjög skemmtilegum leik. Leik- urinn fór fram í Belfast. 14. Félag bryta 15. Hið ísl. prentarafélag 16. Bókbindarafélag íslands 17. Offsett-prentarafélagið 18. Bakarasveinafélagið 19. Mjólkurfræðingafélagið 20. Sjómannafélag Reykjavíkur 21. Verkamannafélagið Þór, Selfossi 22. Verkamannafélagið Dagsbrún 23. Fóstra 24. Flugvirkjafélag fslands 25. Félag ísl. atvinnuflugmanna 26. Verkamannafélag Kefla- víkur 27. Verkalýðs- og sjómanna- félag Grindavíkur 28. Félag kjötiðnaðarmanna 29. Verkamannafélagið Hlíf 30. Verkakvennafélagið Framsókn 31. Verkakvennafélagið Framtíðin 32. Iðja, félag verksmiðjufólks 33. Verkakvennafélag Keflavíkur 61 lík hafa fundizt BELGRAD, 4. okt. — Reuter — Námuslysið í Júgóslavíu er hið versta í sögu landsins. Nú er tala látinna komin upp í 61, en leit- inni er haldið áfram að námu- mönnum, sem enn eru lokaðir inni í göngunum. 100 námumenn lokuðust inni í slysinu. Náma sú, sem hér um ræðir heitir Podvis og er í austurhluta Serbíu. Þangað er nú komin rann- sóknarnefnd til að ganga úr skugga um, hver orsök slyssins voru. Nicosiu er farin til að rannsaka ákærurnar á hendur brezka hern- um um illa meðferð á föngum. FRÉTTASTOFA Reuters sendi í gær út skeyti, sem sagt er vera frá Reykjavík. Þar sem ég undir- ritaður er fréttaritari Reuters hér í bæ, vil ég skýrt taka fram, að í Reuters-skeytinu er verulega rangmeðfarið og mjög hallað máli frá því sem ég sendi frettastof- unni héðan. 1) Ég segi hvergi, að brezkur togari hafi verið ginntur til að gera tilraun til að sigla á islenzk- an fallbyssubát. 2) Ég segi hvergi, að þetta hafi verið gert í þeim tilgangi einum að ljósmyndarar gætu telrið myndir af atburðinum úr flug- vél. 3) Ég segi hvergi, að íslenzk yfirvöld (icelandic authorities) hafi skýrt frá því, sem að framan greinir. AJACCIO (Korsiku), 4. okt. — í dag flutti de Gaulle forsætis- ráðherra Frakklands, ræðu hér í borg og var honum fagnað ákaf- lega. Ráðherrann sagði, að franska þjóðin hefði með at- kvæðagreiðslunni um stjórnlaga- frumvarpið sýnt fullkomna ein- ingu og að hún vildi s______inuð ganga á vit glæsilegrar framtíð- ar, eins og hann komst að orði. — í dag hófst brottflutningur 1000 bandarískra hermanna frá Líbanon. Er í ráði að flytja þá alla til Bremerhaven í Vestur-Þýzkalandi. Þá verða eftir í Líbanon 5900 bandarísk ir hermenn, en voru 14300, þegar bandarísku hersveitirn- ar voru sem fjölmennastar í 4) Ég vitna hvergi til ummæla „formælanda íslenzku landhelgis gæzlunnar í dag“ um þá atburði, sem eiga að hafa gerzt í gær, heldur hermi ég eingöngu það sem mér skildist hafa gerzt um borð í flugvélinni á meðan á ferð þeirri stóð, sem í skeyti mínu greinir frá. Þau ummæli mín rétt I læta með engu móti þá rangtúlk- un, sem felst í Reut'ersskeytinu og rakin er í liðunum 1.—3. hér að framan. 5) Öll frásögn Reutersskeytis- ins fær á sig rangan blæ vegna þess að þar er leitazt við að segja í 150 orðum frá atburðum, sem ég taldi nauðsynlegt að skýra frá í 480 orðum, hvort tveggja í ensku þýðingunni. Ég hef þegar sent fréttastofu í ran.h. a bis. 23. Þá sagði de Gaulle ennfremur, að á Korsíku hefði „mesti Frakk- inn verið fæddur" — og átti þar við Napóleon, sem á sínum tíma var fæddur í Ajaccio. Eins og kunnugt er af fyrri fréttum, er de Gaulle á heimleið frá Alsír, þar sem hann lofaði landsmönnum miklum framför- um _ endurbótum í framtíð- inni. landinu í ágústmánuði sl. Eins og menn muna, voru bandarísku hersveitirnar send ar til Líbanons 14. júlí sl., eða jkömmu eftir stjórnarbylting- una í írak. Óttaðist Líbanons- stjórn þá, að gerð yrði bylt- ing í landinu og fór þess á leit við Bandaríkjastjórn, að hún sendi herlið til landsins. Varð 681 manni að bana TOKYO, 4 okt. —Reuter— Hvirfil bylurinn Ida, sem miklum usla olli í héruðunum fyrir sunnan Tokyo, varð 681 manni að bana, að því er tilkynnt var í Tokyo í dag. Enn vantar 413 menn og er óttazt, að sumt af þessu fólki hafi farizt. NÚ eru skólarnir að byrja og veldur það miklum breyting- um á útburðarstarfsliði blaðs- ins. Má búast við að þetta valdi nokkrum erfiðleikum við að koma blaðinu til kaup- enda a.m k. fyrstu daga mán- aðarins En að sjálfsögðu verð- ur allt gert sem hægt er til þess að það gangi sem greið- legast. Ógnaröld á Kýpur Bretar ásakaðir um pyndingar á föngum Skeyti frá Reuters- fréttastofunni leiðrétt Bandarískir hermenn fluttir frá Líbanon 1000 fluttir nú þegar til Þýzkalands BEIRUT, 4. okt. (Reuter) —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.