Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 6
M ORGVNBL AÐIÐ Sunnudagur 5. október 1958 Ásmundur Guðmundsson biskup íslands — sjötugur SÍÐAN um aldamót hefur kirkja íslands átt marga afbragðs for- vígismenn. Hér verður aðeins á það bent, að á þessu tímabili hafa setið hér á biskupsstóli Hallgrím- ur Sveinsson, Þórhallur Bjarn- arson, Jón Helgason, Sigurgeir Sigurðsson og núverandí biskup Ásmundur Guðmundsson. Allra þessara manna minnist þjóðin með virðingu og þökk, svo og fjölmargra annarra þjóna kirkju og kristni lands vors, er hér verða ekki nafngreindir. Fyrir 10 árum ritaði ég í þetta blað nokkur orð um Ásmund Guðmundsson sextugan, en þá var hann prófessor í guðfræði við Háskóla íslands. Eg vil sem minnst endurtaka af því, sem þá var sagt um hann þar. Þess vegna verða þessi orð hér færri en ella hefði verið. Á þessu tíu ára tímabili hefur Ásmundur Guðmundsson afkast- að undramiklu starfi og megin- hluti þess er í þágu kirkju og kristni í landinu. Á þeim vett- vangi hefur hann ætíð verið hetil. Fyrir því höfðu prestar landsins opin augun, er þeir kusu hann til biskups með yfirgnæfandi fylgi og trausti, sem sízt mun hafa þorrið síðan, heldur hið gagnstæða, því að biskupinn nýt- ur nú fyllsta trausts lærðra og ieikra í landinu. Ég álít, að.á engan sé haUað, þótt sagt sé að enginn núlifandi íslendingur hafi unnið kirkju vorri meira og betur en núver- andi biskup. Þess vegna er hann réttur maður á réttum stað. Ég er enginn guðfræðingur, en þó grur.ar mig að fáir eða engir fs- lendingar séu betur að sér í kristnum fræðum en hann. Verka hringur hans er og hefur verið stór. Hann hefur ætíð af alhug unnið gagn þeim stofnunum, sem borið hafa uppi og eiga eftir að efla menningu þjóðar vorrar. En þær eru kirkjan, heimilið og skólinn. Um þetta vitna verk hans öll. Við Háskóla íslands var kennslugrein Ásmundar Guð- mundssonar að sjálfsögðu guð- fræðin. En tungan, íslenzkan, er honum hjartfólgin og sagan engu síður. Um þetta hafa fyrst og fremst vitnað þeir, sem setið hafa hjá honum á skólabekk. Allir sannir íslendingar unna sögu sinni og tungu, því áð . . . „hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á Guð sinn og land sitt skal trúa“. Ásmundur Guðmundsson er drengskaparmaður, hjálpfús, ráð hollur, góðgjarn, mikill mann- vinur, ætíð reiðubúinn að ljá góðu málefni lið. Ég læt hér í ljósi ósk um það og von, að kirkja íslands og al- þjóð öll megi enn um árabil njóta starfskrafta og leiðsögu Ásmund- ar Guðmundssonar í þeirri mikil- vægu og virðulegu stöðu, er hann skipar nú. Ég veit, að þetta er ósk íslenzku þjóðarinnar. Hún hyllir í dag biskup sinn sjötugan, og þakkar honum unnin störf. Hann er hylltur um ísland þvert og endilangt frá innstu döl- um til nyrztu nesja. Heill biskupi vorum og frú hans, Steinunni Magnúsdóttur. Heill kirkju lands vors, starfs- mönnum hennar og íslenzku þjóðinni allri. Þórgnýr Guðmundsson. ★ ÞORRI íslenzkra presta á herra Ásmundar Guðmundssonar að minnast bæði sem kenr.ara og biskups. í um það bil aldarfjórðung hafði hann verið ástsæll kennari guðfræðistúdenta, þegar hann var valínn til biskupsdóms. Heimamaður var hann orðinn í greinum guðfræðinnar. Yfir traustum lærdómi bjó hann. Á , gullaldarmáli hafði hann ritað sitt' hvað um guðfræði. Og hon- um hafði jafnframt tekizt að verða andlegur faðir og vinur þorra þeirra manna, sem stund- að höfðu nám hjá honum. Menn vissu, að hverju þeir gengu, er þeir völdu hann til biskupsdóms, þótt úr vöndu væri að ráða, þar sem einnig var til- nefndur annar eins maður og dr. Magnús Jónsson, fjölgáfaður mað ur og skörungur. Fimm ár eru bráðum liðin biskupsdóms herra Ásmundar. Hann tók við embætti, sem á margan hátt var ólíkt starfi hans við Háskólann. En frá barnsaldri í foreldrahúsum hafði hann ver- ið í nánum tengslum við kirkju íslands, þekkti líf kennar út í hörgul, bæði af eigin reynd og stöðugu sambandi við prestana víðs vegar um landið. Þessi nána þekking hélzt í hendur við gáfur, sterkan vilja og kærleika til kirkjunnar. Þess vegna þakka prestarnir honum f æ ríkara og ríkara mæli fyrir það, hvernig honum hefir tekizt að halda á biskupsstafnum, hver hirðir hann hefir borið gæfu til að vera og forystumaður hinnar öldnu og heilögu stofnunar. Á þessum tímamótum minnast prestarnir þess með virðingu, af hve fágætri prýði biskupsfrúnni hefir tekizt að gjöra garðinn fræg an. Með fyrirmerinsku, sem er yfirlætislaus, aaeð höfðingsskap, sem er fjarlægur tildri en er ást- úðlegur og hlýr, á hún ríkan þátt í því, að gjöra prestunum dvölina ljúfa í biskupiheimilinu. Prestarnir kafa beint þeirri ein dregnu ósk til kirkjustjórnarinn- ar, að biskupinn haldi embætti sínu áfram e»n um árabil, þrátt fyrir sjötíu árin. Vér vonum að við þeirri áskorun verði unnt að verða. Þess vegna er þetta ekki kveðja, heldur vinar- og þakk- arorð á merkum tímamótum, og vinarorð, sem ég veit, að ég mæli fyrir munn margra. Jón Auðuns. FRÁ því að ísleifur Gissurarson réð ríkjum í Skálholti hefur jafn- an hvílt yfir biskupstitli mikil tign, og svo er enn, þó að ver- aldleg völd séu nú ekki lengur í höndum yfirmanna kirkjunnar. Allt frá dögum Isleifs hafa marg- ir biskupar Islands verið miklir lærdómsmenn og fræðarar, og er núverandi biskup vor engin und- antekning frá þeirri reglu. Telst mér svo til, að hann hafi annazt uppfræðslu ungmenna samtals í 40 ár og mestan þann tíma haft kennslu og skólastjórn að áðal- starfi. Jafnframt því mun hann löngum hafa lagt mikla stund á fræðimennsku og vísindaiðkanir, þó að fæst ritverk hans verði hér talin. Á yngri árum var Ásmundur Guðmundsson þjónandi prestur, í Kanada 1912—14 og Helgafells- prestakalli 1915—1919. Skóla- stjóri alþýðuskólans á Eiðum var hann 1919—28 og guðfræði- kennari við Háskóla íslands 1928 —54, en jafnframt stundakenn- ari í kirkjusögu, guðspjallaskýr- ingum og æfingakennslu við Kennaraskólann. Aðeins um síð- astnefnd störf séra Ásmundar get ég dæmt af eigin raun og nokkru viti. Til þess gríp ég pennann að þakka þau og kynnin, sem af þeim störfum leiddu. Veturinn 1934—35 var ég ó- reglulegur lærisveinn í Kennara- skólanum, en sat aðallega í 3. bekk. Þar kenndi Ásmundur Guðmundsson kirkjusögu. Mér fannst alltaf koma sólskin og sunnanvindur með séra Ásmundi inn í skólastofuna, svo glaður var hann og hress. Fjör hans og líf hélzt óslitið út hverja kennslu- stund. Hann blandaði ósjálfrátt eða vitandi vits geði við alla, hreif þá með sér yfir alda höf. Það var engu líkara en kenn- arinn fengi kirkjufeður og píslar- votta til að rísa upp úr sínum helgu gröfum með geislabaug um höfuð, gædda spámannlegri anda- gift og drottins tign. Djarfar um- ræður spunnust, og skiptar skoð- anir urðu, svo að aldrei hef ég vitað lærimeistara og nemendur vera á jafnöndverðum meið, en í fullu vinfengi þó. Guðfræði- prófessorinn tók öllu með svo einstakri ljúfmennsku og um- burðarlyndi, að þeir forhertustu af oss, sem áttu mest af Tómasar- eðli og uppreisnaranda, féllu al- veg í stafi og slíðruðu sverð sín. Þær voru skemmtilegar, kirkju- sögukennslustundirnar hans séra Ásmundar í Kennaraskólanum. Ásmundur Guðmundsson, hiskup Þó eru mér ef til vill enn þá minnisstæðari guðspjallaskýring- ar hans. Svo var mál með vexti, að ég naut þeirrar sérstöðu að mega hlýða á kennslu í hvaða bekk og námsgrein, sem var. Ósjaldan varð mér því gengið inn í 1. og 2. bekk af fróðleiks- fýsn og jafnvel forvitni. Stund- um hittist svo á, að Freysteinn skólastjóri var að rekja beyg- ingar íslenzkrar tungu af mik- illi snilld, eins og hann hefði örlögin sjálf á sínu valdi. Endra nær þuldi séra Sigurður Einars- son frelsisboðskap Rousseaus hins franska eða var gagntekinn af eldmóði Gruntvigs gamla. En ekki þótti mér sízt heillandi að slást í för með séra Ásmundi til Landsins helga á fund meist- arans frá Nazaret og lærisveina hans, slá»t í fylgd með þeim um Galileu og Júdeubyggðir, yfir Jórdanána og allt til Jórsala, stíga á bát með íiskimönnum og leggja frá landi út á Genesaret- vatn, þar sem vindar blésu ofan úr fjallaskörðum umhverfis, ýfðu öldur þess og höfðu bát vorn að leiksoppi líkt og hörpudisk. skrifar ur dagiega lífinu Ö KUMAÐUR hefur skrifað Velvakanda allhvassyrt bréf um strætisvagnana og akstur þeirra í umferðinni. Eru sumar ásakanirnar vafalaust á rökum reistar og aðrar ekki, eins sann- gjarnar eins og oft vill verða í slíkum bréfum. Að sjálfsögðu fá hlutaðeigandi aðilar rúm fyiir svar, eins og farið er fram á“. „Þó svo þér hljótið að vera orð- inn hundleiður á að birta skammir um strætisvagnana í dálkum yðar, leyfi ég mér að biðja yður að birta eftirfarandi spurningar ásamt athugasemdum og gefa svari hlutaðeigandi aðila rúm í dálkum yðar. Nokkrar spurningar. 1. Eru strætisvagnar undan- þegnir þeirri skyldu að fara eftir umferðaljósum? 2. Hafa strætisvagnar leyfi til þess að taka aðalbrautarrétt af öðrum bifreiðum (sem þeir gera ósjaldan, ef litlir bílar eiga í hlut)? 3. Eru strætisvagnar undan- þegnir reglum um hámarks- hraða? 4. Á strætisvagn, er kemur úr hinu nýja stæði S. V. R. við Kalkofnsveg, réttinn, er hann ekur út á götuna? 5. Hversvegna lætur götulög- reglan slík umferðarbrot af- skiptalaus? Þessar spurningar eru til komn ar vegna þess, að frekja og ó- svífni strætisvagna í umferðinni hér í bænum er orðin óþolandi. Það er t. d. algengt, að strætis- vagn, er ekur niður Bankastræti og kemur að gatnamótum á gulu ljósi, ekur áfram á rauðu, þeir sem koma eftir Lækjargötunni missa þessvegna oft af grænu ljósi vegna þess að strætisvagn- inn er það lengi að fara yfir og snúa norður i Lækjargötu. Lög- regluþjónn stendur á torginu, horfir á, og skiptir sér ekkert af þessu. Vagnstjórinn fær ekki einu sinni áminningu. Þegar strætisvagnar þurfa að komast af hliðargötu inn á að- albraut, er algengt, að þeir aki inn á miðja brautina, er þá ekíú annað að gera fyrir þá, sem eru þeim megin aðalbrautarinnar (ef tekizt hefur að forðast árekstri), að gefa réttinn eða aka út á hægri vegarbrún. Þá er það ökuhraðinn. Það vita allir, bæði þeir, er ferðast með strætisvögnum og aðrir, að mjög sjaldgæft er, að strætisvagn aki með „skikkanlegum“ hraða. Það er oft óhugnanlegt að sjá þessa stóru vagna (hvað þá að vera Aldrei hef ég heyrt námsefni gerð betri skil í kennarastól. Hvergi fannst mér þó séra Ás- mundur njóta sin eins vel og við sjálfs síns arin. Svo bar við, að hann bauð mér (og fleirum) heim til sín í síðdegiskaffi eftir kennslu. Frú Steinunn ljómaði eins og sólin sjálf, þegar hún tók á móti okkur og gekk um beina. Eigi var skortur umræðuefna, allt frá því að dóttir faraós fann Móses í sefinu hjá ánni Níl og æsir léku sér að gullnum töflum í grasi fram á járnöld hina nýju. En hugleiknast var þó frú Stein- unni og séra Ásmundi að ræða um örlög og afrek nemenda hans fyrr og síðar. Með ferli þeirra hefur séra Ásmundur fylgzt af svo miklum áhuga, að ég veit engin önnur dæmi slíks. Um- hyggja sú náði út yfir gröf og dauða. Þvi til sönnunar skal nefnt eitt atvik, af því að mér er það kunnugt og það lýsir vel samúð hans með æskunni og hugsjónum hennar. Sá atburður gerðist eitt fyrsta árið, sem séra Ásmundur hafði fræðslu á hendi við Kennara- skólann, að í Reykjavík andaðist ungur lærisveinn hans, hinn mesti efnismaður. Við kveðju- athöfn, sem haldin var áður en jarðneskar leifar hans voru fluttar heim í átthagana, hélt séra Ásmundur fagra minningarræðu. Lýsir hún með þeim ágætum skilningi hans á þessum unga manni, markmiðum hans og innstu þrá, og mér varð ræðan minnisstæðari en allt annað, sem ég hef séð og heyrt af því tagi. Hún gæti verið óbrotgjarn minn- isvarði á leiðum þeirra, sem deyja ungir frá óleystum verk- efnum og guðirnir elska. Af því, sem nú hefur verið sagt, fékk ég snemma miklar mætur á séra Ásmundi. Það er að vísu enginn vitnisburður um aðalstörf hans, en sýnir þó, að hann var trúr yfir litlu. Þesg vegna hefur hann verið settur yfir mikið. Mér þótti vænt um, þegar hann var kosinn biskup. Treysti engum, sem ég þekkti og til greina gátu komið, betur til að takast þann vanda á hendur. V. R. hefur nýlega tekið í gg hef fyrir satt, að hann hafi gegnt biskupsembættinu af sam- vizkusemi, festu og skörungsskap að dæmi sinna göfugu fyrirrenn- ara, sem mér er kunnugt um, að hann ber djúpa lotningu fyr- ir, enda hafi þeir vísað honum veg. Ég óska biskupi vorum, herra Ásmundi, og frú Steinunni allrar gæfu og guðs blessunar á þessum merku tímamótum ævi hans. Þóroddur Guðmundsson frá Sandi. farþegi í þeim) troðfulla af fólki aka með ofsahraða. Hvað ráða vagnstjórarnir við þessi ferlíki. ef eitthvað kemur fyrir? Þetta lætur lögreglan afskiptalaust, og oft hefi ég verið farþegi í slíkum „hraðferðarvagni", ásamt einum eða fleiri lögreglumönnum í bún- ingi, og þeir hreyfa hvorki hönd né fót. Svo er það orðið „hrað- ferð“, almenningur skildi orðið þannig, að vagninn stanzaði á færri stöðum, en vagnstjórarnir virðast halda, að þeir verði að aka með tvöföldum hraða að auki. Ég vil bera fram þá tillögu, að lögreglan mæli hraðann hjá S.V. R. á hinum ýmsu leiðum og birti svo niðurstöðu um mesta, min.ista og meðalhraða. Nýtt hættusvæði. S notkun nýtt stæði við Kalk- ofnsveg, en við það hefur skap- azt enn eitt hættusvæðið í um- ferðinni, vegna þess að vagn- arnir aka hiklaust út á götuna, eins og þeir séu á aðalbraut. — Tvisvar hefi ég með naumindum forðað lífi og limum á þesum stað. Að lokum vil ég minna á, að það er ekki nóg að setja ný um- ferðarlög og reglur. það þarf Jíka að framfylgja þum",

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.