Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 12
MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 5. október 1958 V I Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastióri: Sigfús Jónsson. Aðamtstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22481 AsKriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. DERKLAVARNARDAGUR r IDAG er hinn svokallaði berklavarnardagur, er Samband íslenzkra berkla sjuklinga gengst fyrir. Er þetta í 20 sinn, sem S.Í.B.S. leitar til þjóðarinnar á slíkum degi til stuðnings við starfsemi samtak- anna. Öll íslenzka þjóðin þekkir bar- áttu S.I.B.S. og þann árangur, sem af henni hefur orðið. Þá sögu þarf ekki að rekja. En á- stæða er til þess að þakka sam- tökunum enn einu sinni fyrir þjóðnýtt starf þeirra. Vinnuheim- ilið að Reykjalundi er glæsilegt minnismerki um þá framsýni og það fiamtak, sem sett hefur svip sinn á störf S.Í.B.S. Fyrst og fremst er ástæða til þess að fagna því að berklaveik- in er á hröðu undanhaldi á Is- landi. Mun ísland í röð ’ eirra þjóða, þar sem dánartala er lægst af völdum berklaveiki. En þessum skæða sjúkdómi hefur þó ekki verið útrýmt úr landinu. Við höfum, eins og Helgi Ingvarsson, yfirla.knir orðaði það eitt sinn, unnið stærstu orrustuna, en okæruhernaðurinn er eftir. Ennþá gýs berklaveikin upp í einstökum stöðum. Takmarkið er alger útrým- ing berklaveikinnar á íslandi. 1 baráttunni að því takmarki standa allir íslendingar sam- an. Vísindamenn okkar, for- ystumenn S.Í.B.S. og aðrir liðsmenn í þessari baráttu eiga stuðning alþjóðar. Hagnýting vinnuafls öryrkjana f ávarpi sínu i útvarpi í fyrra- kvöld ræddi Oddur Ólafsson, yfirlæknii, um nauðsyn þess að hagnýta vinnuafl öryrkjanna, ekki aðeins vegna hagsmuna þjóð félagsins, heldur vegna þess fólks sjálfs, sem glatað hefur vinnuorku sinni að einhverju leyti. Læknirinn u^plý.ti, að á Reykjalundi hefðu 500 berklaör- yrkjar verið starfandi frá þvi vinnuheimilið tók til starfa. Hefðu þeir skilað á aðra milljón vinnustunda. Af þess... má marka, hversu geysiþýðingarmikið það starf er, sem unnið er á :ykjalundi. Það er vissulega rétt, sem Oddur Ólafs son yfirlæknir sagði, að þjóðfé- lagið hefur gert alltof lítið til þess að hagnýta vinnuafl öryrkj- anna og hjálpa því fólki, sem orðið hefur fyrir slysum og sjúk- dómum til starfa við sitt hæfi. Stofnun vinnuheimilisins að Reykjalundi er langsamlega stór- brotnasta og merkilegasta við- leitnin, sem sýnd hefur verið i þessa átt. En um það bil 2% þjóð arinnar eru öryrkjar. Þessu fólki verður þjóðfélagið að sjá fyrir störfum við þess hæfi. Ekkert er eins eyðileggjandi fyrir þann, seu vill vinna, að eiga engrar vinnu völ. Styðjum S. í. B. S. Samband íslenzkra berkla- sjúklinga leitar í dag til allra íslendinga um stuðning við starfsemi sína. Enn sem fyrr mun þessum þjóðnýtu samtök- um verða vel til liðs. Takmark ið er útrýming berklaveikinn- ar af íslandi. RÚSSAR HALDA ÁFRAM AÐ SPRENGJA FRÁ ÞVÍ hefur verið skýrt, að Rússar hafi í síðustu viku sprengt tvær kjarn- orkusprengjur. Ekki er fullljóst, hvar þessar sprenginar fóru fram, en talið er að það hafi verið á Norður-heimskautssvæðinu. í sambandi við þessar fregnir, rifjast það upp, að Rússar til- kynntu á sl. vori að þeir hefðu stöðvað allar kjarnorkuspreng- ingatilraunir um óákveðinn tíma. Töldu þá n.argir, að Rússar væru einlægir í yfirlýsingum sínum um að stórveldunum bæri að hætta tilraunum með kjarnorku- sprengjur. Síðan hófst fundur kjarnorku- vísindamanna í Genf. Þar náð- ist samkomulag milli vísinda- mannanna um það, að æskilegt væri að komið yrði á fót alþjóð- legu eftirlitskerfi með kjarnorku- tilraunum. Töldu vísindamennirn ir að mögulegt væri að fylgjast með kjarnorkusprengingum með þeim tækjum, sem þegar væru fyrir hendi. Með slíku eftirliti væri hægt að leggja grundvöll að allsherjarsamkomulagi kjarnorku veldanna um að hætta að ■ sprengja kjarnorkusprengjur. Þessi fundur vísindamann- anna í Genf skapaði mikla bjartsýni um víða veröld. Menn þóttust eygja möguleika þess, að tilraunum með Kjarn- orkusprengjur yrði hætt, og þeirri hættu bægt frá mann- kyninu, sem stafar af geisla- virkum efnum og ýmsurn öðr- um afleiðingum sprenging- anna. Stokkhólmsávarpið og friðardúfurnar Rússar hafa mörg undanfarin ár látið kommúnistaflokka hinna ýmsu lar halda uppi áróðri um það, að Sovétstjórnin væri ein einlægur unnandi friðar í heim- inum og sátta í alþjóðamálum. Menn - innast : þessu sambandi Stokkhólmsávarpsins fræga og hópa friðr. 'd '=em kommún- istar hafa sleppt á loft frá Rauða torginu í Moskvu og viðar um lönd. En bak við þetta hefur ekkert legið nema hræsni og yfirdrepskapur. Rússar og lepp- ar þeirra um allan heim hafa þótzt vilja banna kjarnorku- sprengingar og koma á sáttum í alþjóðamálum. En sjálfir hafa þeir að lokum hindrað allt sam- komulag um takmörkun vígbún- aðar og lausn á þeim vandamál- ^im, sem stöðu^ ógna heimsfriðn- um. Og nú hafa Rússar gengið fram f. rir skjöldu um áfram- haldandi kjarnorkusprengingar. UTAN UR HEIMI íslendingurinn, sem er á allra vörum í TUGÞÚSUNDIR manna safnast í dag saman á knattspyrnuvell- inum í litlum 10 þúsund manna bæ í útjaðri Óslóborgar til þess að horfa á þann leik norsku bik- arkeppninnar, sem allir knatt- spyrnuáhugamenn í Noregi hafa beðið eftir með mikilli eftir væntingu í marga daga. Þessi litli bær heitir Lilleström, þið hafið e. t. v. ekki heyrt hans getið fyrr — það er ekki von. Hann hefur heldur ekki getið sér frægð ar um neitt í Noregi fyrr en í sumar, að hann er á allra vörum — vegna knattspyrnumanna sinna. Það er eitthvað svipað og Karl Guðmundsson var með Akranes hjá okkur nema hvað Lilleström er miklu minni bær miðað við Ósló en Akranes er miðað við Reykjavík. En hvað skyldi okkur varða það, að þúsundir Óslóarbúa og nærsveitunga Lilleström flykkj- ast til smábæjarins í dag? Jú — vegna þess, að það er íslendingur, sem stendur að baki öllu þessu, — tvísýnasti' leikur bikarkeppn- innar er nú háður í Lilleström. Og tugþúsundirnar, sem sækja þennan leik i dag, vita allar hver þessi íslendingur er. o—O—o Eitt Óslóarblaðanna lýsir mann inum þannig: 34 ára, kvikur eins og Billy Graham og alls ekki ólíkur honum, kennir leikfimi og heilsufræði við g-gnfræðaskóla í Reykjavik — og hefur leikið 10 landsleiki fyrir ísland. — Þrótt- mikill og sviphreinn — augna- tillitið dálítið villingslegt, og við setjum það í samband við Sögu- eyjuna. Þetta er lítil svipmynd af Karli Guðmundssyni, mann- inum, sem er leyndardómurinn að baki Lilleström sigranna í knattspyrnu í haust. Og formað- ur knattspyrnufélagsins segir: — Framkoma þjálfarans, samskipti hans við drengina og hæfileikar hans til þess að glæða áhugann með þeim og blása í þá kjarki, hefur valdið einna mestu um ár- angur hans. Og það má með sanni segja, að árangurinn hafi orðið góður. Þetta eru ein blaðaummæli af fjölmörgum um íslenzka knatt- spyrnuþjálfarann Karl Guð- Noregi mundsson, sem nú hefur vakið mikla athygli í Skandinaviu fyr- ir framúrskarandi árangur. Karl Guðmundsson, sem und- anfarin ár hefur annazt kennslu í Gagnfræðaskóla Austurbæjar og Gagnfræðaskólanum við Lind argötu, fór utan með fjölskyldu sína um sl. áramót. Hefur hann lagt stund á nám við íþróttahá- skólann í Ósló og jafnframt ann- azt þjálfun Lilleström Boldklub. Karl er góðkunnur knattspyrnu maður, hann lék 10 fyrstu lands- leiki íslands í knattspyrnu — og hefur staðið framarlega í íþrótta- málum höfuðstaðarins um margra ára skeið. o—O—o Þegar hann tók við þjálfun knattspyrnuflokksins í Lille- ström var hagur flokksins frek- ar bágur. í deildakeppninni, sem stendur tvö ár, hafði Lilleström hlotið 7 stig af 16 mögulegum, en í sumar, síðara keppnisárið, spjör uðu þeir sig svo, að þeir hafa unnið 5 leiki af 6 — og gert eitt jafntefli. Eru þeir markahæstir orðnir i deildakeppninni — og fengið fæst mörk. Þykir Lille- ström sterklega koma til greina með að verða sigurvegari í deilda keppninni. í bikarkeppninni, sem er úr- sláttarkeppni, og hin raunveru- lega Noregsmeistarakeppni var Lilleström „slegið út“ í 2. umferð keppninnar 1956—57. í dag leik- ur Lilleström hins vegar hinn raunverulega úrslitaleik, við Fredrikstad, sem er núverandi prentari í DAGLEGU talí meðal stéttar- bræðra sinna er hann nefndur aðeins Jón Einar, — og þannig hefi ég þekkt þennan prúða, iðju- sama heiðursmann, sem hefir til skamms tíma verið sivinnandi, — hugsandi um það eitt, að verða sem mest að liði börnum sínum og öðru skylduliði, —- og í frí- stundum sínum, vinnandi í bind- indisbaráttunni, — og um langt skeið sérstaklega í barnastúkun- um, — og sýnir það bezt kærleika hans og skilning á að vekja hina ungu til umhugsunar um nauð- syn bindindis í landinu. í barna- stúkunni Æskan nr. 1, hefir hann verið leiðbeinandi hinna ungu og starfað um áratugi. í stúkunni Verðandi nr. 9, þar sem hann er heiðursfélagi, hefir hann verið leiðandi félagsmaður um langt árabil. Jón var einn af stofnendum prentsmiðjunnar Gutenberg, — en stofnun hennar var eitt stærsta og merkasta átak í iðnað- armálum, — er 20 fátækir menn, í sambandi við kaupdeilur, lögðu út í að stofna tiltölulega stórt fyrirtæki, — sér og sínum til at- vinnutryggingar. Til þess þurfti mikinn manndóm á tímum erfið- leika og fátæktar. Samtals mun Jón Einar hafa unnið í 63 ár við prentiðnina, og naun það vera „mettími“. Jón er heiðursfélagi Hins íslenzka prentarafélags. Jóh lærði iðn sína í prentsmiðju Sigmundar Guðmundssonar, þá í Merkissteini að Vesturgötu 12, en Sigmundur er afi Hauks prent- smiðjustjóra í Herbertsprenti. Jón fékkst nokkuð við leik- listarstarfsemi í leikfélagi prent- ara, „í gamla daga“ í „Kettin- um“, — en af prenturum fór mikið leikorð í þá daga. Söng- elskur er Jón, lék á harmoníum og söng við raust, ef svo bar Noregsmeistari. Það liðið, sem ber sigur úr býtum keppir síðan lokaleikinn við Viking (Stav- anger) eða Skeid (Ósló), sem í dag keppa um það hvort þeirra kemst í úrslitaleikinn. Hins veg- ar má sjá það af norsku blöðun- um, að bæði Lilleström og Fred- rikstad eru öruggir sigurvegar- ar gegn báðum þessum liðum. ©—O—o Það orkar því ekki tvímælis, að sigurganga Lilleström undir handleiðslu íslenzka þjálfarans er mikil og eftirtektarverð, enda hefur frægðarorð þessa liðs far- ið í sumar um alla Skandinaviu — og nafn þjálfarans er orðið vel þekkt í knattspyrnuheiminum á Norðurlöndum og víðar. Karl er nú bundinn við kennslu störf sín hér heima og er væntan- legur heim á næstunni. En knatt- spyrnumennirnir í Lilleström vilja nú gera allt til þess að halda í hann og hefur honum m.a. ver- ið boðin föst kennarastaða við menntaskólann í bænum. Það hljómar e. t. v. einkennilega að íslendingur geti sér frægðarorð á sviði kattspyrnu erlendis, því að mörgum hefur þótt frammi- staða íslenzkra knattspyrnu- flokka á erlendri grund í lakari lagi. Það er bess vegna mun á- nægjulegra til þess að vita, að íslenzkur knattspyrnumaður skuli þess megnugur að vinna slíkt verk — ©g auka hróður landsins á þennan hátt. Stærsti sigurinn er auðvitað hans persónu legi sigur — og enginn vafi leik- ur á því, að með meiri samheldni og félagsanda væri hægt að vinna slíkan sigur á íslandi. nírœður undir, enda er það höfuðeinkenni góðmenna, eins og Jón er, að vera hneigður fyrir söng og hljóð færaslátt. Glaðlyndi og jafnaðargeði Jóns er viðbrugðið, en slíkir eru ætíð góðir samferðamenn í „lífsins ólgusjó“. Giftur var Jón ágætri konu, Sigurveigu Guðmundsdóttur, ætt aðri héðan úr borginni. Þeim varð 6 barna auðið og eru þau öll á lífi, hið mesta myndarfólk, er nú skal greina: Jón, verka- maður, lengi hjá „Eimskip"; Ragnhildur, gift Einari kolakaup- manni; Jóhannes, aðalgjaldkeri hjá „Eimskip“; Sigríður, frú að Vatnsenda, ekkja Lárusar Hjalte- steð; Einar yfirprentari; Sveinn framkvæmdastj óri. Frú Sigurveig veitti manni sín- um ómetanlegan stuðning við að koma börnum þeirra til manns, en Sigurveig var alþekkt dugnað- arkona. Hún lézt árið 1934. Afkomendur þeirra hjóna eru um 100, — svo að allir mega sjá að Jón Einar er „meiri háttar afi“. í dag mun Jón dveljast hjá syni sínum, Sveini framkvæmda- stjóra, að Grenimel 1. Þorsteinn J. Sigurðsson. Jón Einar Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.