Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ S. og SA kaldi, skúrir 227. tbl. — Sunnudagur 5. október 1958 Reykjavíkurbréf á bls. 13. Er Alþýðuflokkurinn á Vestfjörð- urn genginn í kommúnistaflokkinn Furðulegar yfirlýsingar A/Jbýðusam- bands Vestfjarða FYRIR nokkrum dögum skýrði „Þjóðviljinn“ frá því, að fundur Alþýðusambands Vestfjarða, sem haldinn var fyrir skömmu hefði samþykkt yfirlýsingu um það að íslendingum bæri að segja sig úr Atlantshafsbandalaginu. í gær birtir svo „Þjóðviljinn“ frétt um það, að þessi sami fund- ur Alþýðusambands Vestfjarða hafi samþykkt „þakkir“ til Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík „fyrir þýðingarmikið for- ystiuhlutverk og vel unnin störf í launamálum verkalýðsstéttarinn- ar fyrr og síðar“. Jafnframt samþykkti fundurinn að „fordæma harðlega þau árásarskrif", sem sum blöð í Reykjavík hafi í sumar haldið uppi gagnvart Dagsbrún. Eru þeir áttavilltir? Er Alþýðuflokkurinn á Vest- fjörðum genginn í kommúnista- fiokkinn, eða hvað? varð Alþýðu- flokksmanni einum að orði er hann sá þes. samþykktir Al- þýðusan.bands Vestfjarða. Er það fc’ ' i einmitt A’þýðublaðið, sem haldið hefur uppi hörðum árásum á fory tu kommúnista í Dagsbrún á s. 1. sumri? Vissu- lega. Er það ekki einmitt utan- ríkisráðherra Albýðuflokksins, sem hefur hælt sér af því að hindra komm ' úta og Hermann Jónasson í að flæma ísland úr varnarsamtök hinna vestrænu æðisþjóða? Jú, það er einmitt hann. Svo kemur Alþýðusamband Vestfjarða, sem stjórnað er af svokölluðum Alþýðuflokksmönn- um og tekur algerlega upp stefnu kommúnista, bæði gagnvart Atlantshafsblandalaginu og for- ystu kommúnista í Dagsbrún! Eru þessir vesalings menn, sem eiga að heita forystumenn Al- þýðuflokksins á Vestfjörðum orðnir alveg áttavilltir? Tíu togarar innan línu í KVÖLD voru sex brezkir land- helgisbrjótar að veiðum út af Vestfjörðum, en sex togarar voru utan við tólf mílna mörkin. Út af Straumnesi voru tveir togarar í landhelgi í morgun. Við Langanes voru tveir brezk- ir landhelgisbrjótar og hjá þeim tundurspillirinn Hardy og frei- gátan Petard, sem er nýkomin á miðin. Að undanförnu hafa að jafnaði verið hér við land samtímis fjög- ur brezk herskip og eitt birgða- skip. Áhafnir skipa þessara munu samtals vera um 1.200 manns, en áhafnir landhelgisbrjótanna, sem herskipin gæta, líklega nokkuð á þriðja hundrað manns. Áhafnir íslenzku varðskipanna allra eru um 100 manns. í gin rússneska úlfsins Hingað til hefur kommúnista- flokkurinn verið svo til fylgis- laus á Vestfjörðum. En nú virð- ist Alþýðuflokkurinn þar ætla að Söngskemmtun Stefáns íslandi STEFÁN ÍSLANDI hefur að nýju sett svip sinn á listalíf bæjarins. Hann er alltaf kærkominn gest- ur, sem allir fagna, í hvert sinn sem hann kemur. Söngskemmtun hans í Gamla bíói sl. fimmtudags kvöld var ein af hans glæsileg- ustu, og er þá mikið sagt. Söngvarinn var mjög vel fyrir kallaður og vakti söngurinn geysimikinn fögnuð hjá áheyr- endum. Það er óþarft að fjölyrða um list Stefáns, hún er öllum svo vel kunn. Er ekki að orðlengja það nema hinn síungi „sjarmör" vann strax hug og hjörtu manna, og varð að endurtaka hvert lagið af öðru, og syngja aukalög. Hin tindrandi rödd hans og heiðríkja í allri framkomu sigraði á ný svo að hjörtun bráðnuðu, en lófa- takinu ætlaði aldrei að linna. Fritz Weisshappel var söngvar- anum hin öruggasta stoð. Stefán endurtekur söngskemmtunina á þriðjudag. — P. í. hafa svipaðan hátt á og Alþýðu- flokkurinn í Neskaupstað: Að ganga í einum hóp í kommún- istaflokkinn! Svona hrapalleg áhrif hefur sálufélagið við Framsóknar- flokkinn haft á Alþýðuflokk- inn. Hann hefur glatað öllu sjálfstæði og kastar sér nú beint í gin rússneska úlfsins. Maður varð fyrir skofi í sláturhúsinu I ÞAÐ óhapp vildi til í sláturhús- inu í Grundarfirði í gærmorgun, að fullorðinn maður, Þorkell Runólfsson að nafni, varð fyrir skoti úr fjárbyssu og mun kúlan hafa gengið í kviðarholið eða í lærbeinið. Brugðið var fljótt við og beð- ið um sjúkraflugvél úr Reykja- vík, og var hún á leið suður með manninn til frekari rannsóknar, Reykvísk skólaæska við framleiðslustörf í hraðfrystihúsi. Nú eru þar svo miklar annir að talið er nauðsynlegt frá þjóðhags- legu sjónarmiði, að unglingarnir fái enn um stund að vinna við framleiðslustörfin og fái frí frá skólanámi. Myndin var tekin í gær í hraðfrystihúsi Isbjörnsins og eru ungu stúlkurnar að pakka karfaflökum. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) 2-300 gagnfræðaskólanemendur fá leyfi vegna anna í hraðfry stihúsunum Bæjarráð féllst á þetta á aukafundi UM land allt er vinnuaflsskort- urinn í hraðfrystihúsunum að verða mikið og alvarlegt vanda- mál. Hér í Reykjavík einni er talið að nú vanti a. m. k. 300 manns til starfa. Hefur Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna skrifað bæjarráði bréf, með áskorun til bæjaryfirvaldanna um að ungl- ingaskólum bæjarins verði frest- að til þess að hægt verði að hag- nýta hinn mikla fiskafla er nú berst að, á eðlilegan hátt og forða honum frá eyðileggingu. í sumar hafa upp undir 300 Reykjavíkur-unglingar starfað í Miklar hækkanir á unnum kjötvörum í GÆR var sagt frá því hér i blaöinu, að töluverð hækkun heföi orðið á unnum kjötvörum. Er þaö í annað sinn eftir bjargráö, sem hækkanir á þessum vörum koma til framkvæmda. Síðan í fyrra- hauvi hafa hækkanir á þessum vörum orðið sem hér segir: 1 fyrrahaust Bjógu og vínarpylsur pr. kg...... 26,20 Kjötfars pr. kg.................. 16,50 Miðdegispylsur pr. kg............. 24,75 Nú 33,00 21,00 29,00 Hækkun % 25,95 27,27 17,17 Körfuknattleikslið trá A-Þýzkalandi kemur ídag Mjög góð ísfisksala í DAG koma hingað til lands austur-þýzku körfuknattleiks- mennirnir. Koma þeir frá Leipzig í boði ÍR og leika hér 4 leiki, hinn fyrsta á þriðjudagskvöldið kl. 8.30 að Hálogalandi gegn ÍR. Þetta þýzka lið er að mestu eða öllu leyti skipað stúdentum frá sama háskólanum. Það er sterkt á þýzkan mælikvarða en þar í landi stendur körfuknatt- leikur með miklurn bioma, svo ekki er að efast um að hér er um gott lið að ræða. Veióur gaman FISKMARKAÐURINN í Þýzka- landi er mjög hagstæður um þess- ar mundir og mun einnig vera það í Bretlandi, þar sem brezkir að sjá hvað ísl. körfuknattleiks- togaraeigendur láta kaupendur menn geta í leik við Evrópu | korga aiian kostnað af herhlaupi þjóðir. Þetta er raunar fyrsta sinu ^ér við land. keppnisheimsókn erlends körfu- j j V-Þýzkalandi hefur einn knattleiksliðs. Áður hafa hingað | Bæjarútgerðartogaranna héðan komið í þessari íþrótt einungis1 frá Reykjavík selt um það bil Bandaríkjamenn og það oftast til sýninga. Auk þess að leika við ÍR, leika Þjóðverjarnir við ÍKF og Körfu- knattleiksfélag Reykjavíkur og í ráði er að síðasti leikurinn verði við úrvalslið sem íþróttafrétta- menn blaðanna velja. hálf-fermi, fyrir mjög hagstætt verð. Var þetta togarinn Jón Þorláksson er seldi rúmlega 147 tonn af ísvörðum fiski fyrir 90.710 sterlingspund. Annar Bæj- arútgerðartogari er á leið til Þýzkalands og mun selja þar um miðja næstu viku. hraðfrystihúsunum hér í bænum og úti á Seltjarnarnesi. — Sem kunnugt er af fréttum, hefur feikilegt fiskmagn borizt að af hinum nýju karfamiðum, sem fundizt hafa vestur við Nýfundna land, en karfinn er allur unninn í hraðfrystihúsunum sem kunn- ugt er. ★ Segja má að Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna hafi skrifað bæjar- ráði hraðbréf á föstudaginn um þetta mál. Var það tekið fyrir á fundi bæjarráðs síðdegis á föstu- daginn. Bæjarráð boðaði á fund- inn, til þess að gefa nánari upp- lýsingar og skýringar, þá Jón Axel Pétursson, framkvæmda- stjóra Bæjarútgerðarinnar, og Jónas B. Jónsson, fræðslustjóra bæjarins. ★ Bréf það sem Sölumiðstöðin skrifaði bæjarráði er svohljóð- andi: ★ „Frystihúsin hér í Reykjavík eru nú að missa þessa dagana um 250—300 unglinga, 13 ára og eldri, sem unnið hafa í sumar að pökkun freðfisks. Mun þetta vera nær helmingur af því fólki sem vinnur við pökkun í hraðfrysti- húsunum hér. Þrátt fyrir marg- endurteknar auglýsingar hefur frystihúsunum ekki tekizt að ráða fólk í staðinn, nema að mjög litlu leyti. Hefur þetta valdið miklum erfiðleikum, þar sem af- köst frystihúsanna hafa rýrnað að verulegu leyti, og togararnir þurfa að bíða eftir löndun. Þeir hafa fiskað mjög vel til þessa, og er allt útlit fyrir að það hald- ist í 1—2 mánuði ennþá. ¥ Vér leyfum oss því að skora á bæjarráð Reykjavíkur, að það hlutist til um að unglingaskól- unum hér í Reykjavík verði frestað um óákveðinn tíma til þess að hægt verði að nýta aflann á eðlilegan hátt og forða honum frá skemmdum". ¥ í sambandi við þetta bréf S. H. skýrði Björn Halldórsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, Mbl. frá því í gær, að út um land væri sömu sögu að segja. Væri ástand- ið þar víða jafnvel enn alvar- legra en hér í Reykjavík, því að sums staðar hefur um heímingur alls starfsfólks verið skólafólk, sem nú er að hætta. Ekki hefur tekizt að fá starfsfólk í stað skólafólksins. Að loknum umræðum bæjar- ráðs um málið, var erindinu vís- að til fræðsluráðs, en fræðslu- stjóri Jónas B. Jónsson og Magn- ús Jónsson námsstjóri, áttu fund' með skólastjórum gagnfræða- skólanna þegar á föstudagskvöld ið, þar sem rætt var um erindi þetta. Það kom fram eindreginn vilji skólastjóranna að koma til móts við óskir og þarfir hrað- frystihúsanna, en að sjálfsögðu gætu skólarnir ekki skipað ungl- ingunum að fara í frystihúsin. Ógerlegt var talið að stöðva alla unglingaskóla bæjarins. Rétt væri að kynna sér undirtektir þeirra nemenda, er starfað hefðu í frystihúsunum og hug hefðu á störfum í frystihúsum um stund- arsakir, að fengnu samþykki for- eldra sinna. Loks væri svo eftir að vita, hvernig koma ætti á kerfi til þess að ganga úr skugga um, að unglingarnir ekki misnotuðu sér leyfið frá skólanáminu. ¥ í framhaldi af þessum fundi hélt svo fræðsluráð bæjaxins fund árdegis í gær. ★ Taldi fræðsluráð sig ekki geta fallizt á að loka skólunum, þar sem svo margir nemendur stunda nú nám þar eða um 3500, en að- eins er beðið um 250—300 í vinnu. Hins vegar taldi fræðsluráð sig geta fallizt á að veita þeim nem- endum leyfi, sem vildu sinna þessari vinnu. Ef meirihluti bekkjar fer til vinnunnar féllst fræðsluráð á, að veita bekknum um sinn leyfi frá kennslu. Þessi ákvörðun fræðsluráðs var gerð í samráði við fræðslumálastjóra. Mál þetta var svo tekið fyrir á bæjarráðsfundi síðdegis í gær og félist bæjarráð á afstöðu fræðslu ráðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.