Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 14
14 MORGVNBI. AÐIÐ Sunnudagur 5. október 1958 Lítið verzlnnorplóss óskast til leigu eða lítil verzlun með litlum vörulag- er á góðum stað. Tilboð merkt: 7882, sendist Mbl. HEFI KAUPENDUR AÐ 5-7 herb. íbúðum fullgerðum eða fokheldum. Ennfremur 2ja—3ja herbergja íbúðnm, fullgerðnm. ÓLAFUR FORGRlMSSON, hrl., Austurstræti 14 — Sími 15332. 1 Vantar atvinnu helzt við umsjón eða afgreiðslu. Er laginn, duglegui reglusamur og stundvís. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 8. október merkt: Reglusemi — 7885. Kveníélag Hátelgssóknnr | — Reykjavikurbréf Framh. af bls. 13. Vesalmannleg afsökun Hermanns Morgunblaðið hefur fyrr og síðar birt meira um landhelgis- málið en nokkuð annað íslenzkt blað. Það hefur hér sem ella talið skyldu sína að segja frá fréttunum, eíns og þær voru, og ekki látið það hafa áhrif á sig, hvort blaðið hefði viljað, að at- burðirnir hefðu orðið með öðr- um hætti. Sannleikurinn er sagna beztur. Sem betur fer er og mál- staður íslendinga í landhelgismál inu svo sterkur, að honum er áreiðanlega aukinn styrkur að sannleikanum. Einstök mistök hagga þar engu um. Því verður t. d. ekki neitað, að Hermann Jónasson brást illi- lega, þegar hann tók ákvörðun- ina í Payntersmálinu. Um þá ákvörðun sagði Ólafur Thors réttilega á Stúdentafélagsfund- inum: „Megi ekki taka brezka tog- ara, þegar brezku herskipin eru fjarstödd í þágu landhelgisbrjót- anna og geta því ekki þá stund- ina hindrað töku þeirra með of- beldi, og sé heldur ekki hægt að taka sökudólgana vegna ofbeldis herskipanna, þegar þau eru nær- stödd, hvenær má og á þá eigin- lega að koma lögum yfir þá?“ Þessi skýra röksemdafærsla sker alveg úr málinu. Það er því hárrétt, sem kom fram frá starfsmönnum véladeildar ís- lenzkra aðalverktaka á Kefla- víkurflugvelli og birt var hér i blaðinu sl. sunnudag: „Við teljum fremur, að búast megi við að á erlendum vettvangi verði stórmál okkar (landhelg- ismálið) annað tveggja gert að gamanmálum eða svo verði litið á, að Islendingar telji sér ekki í raun og veru fært að færa til hafnar brezkan landhelgisbrjót, tekinn að veiðum innan 12 miina markanna“. Þessar hugleiðingar starfs- manna á Keflavíkurflugvelli lýsa í senn meiri skarpskyggni og karlmennsku en forsætisráðherr- ann hafði til að bera. í ákvörð- un Hermanns skorti því miður hvort tveggja þetta. Auðvitað væri það íslendingum til mests sóma, að sú ákvörðun hefði aldrei verið tekin. En staðreyndunum verður ekki eytt með svo ein- földum hætti. Þess vegna tjáir ekki að þegja um þetta hneyksli. Það verður í senn að segja frá því og gagnrýna það. „Hið tvísvna m/ augnablik64 Afsakanir Tímans fyrir Her- mann Jónasson í þessu máli stoða ekki. Blaðið hrekst þar úr einu FYRSTI FUNDUR vetrarstarfstímans verður í Sjó- mannaskólanum þriðjudaginn 7. október kl. 8,30. Fundarefni: Rætt um 'vetrarstarfið, myndasýningar, kaffidrykkja. Safnaðarkonur í Háteigssókn eru hvattar til að ganga í félagið. — Félagskonur, fjölmennið! Stjórnin. Atvinna Ungur maður óskast til starfa við innflutning. fyrir- tæki. Vélritun og bókhaldskunnátta æskileg. Tilboð með upplýsingum um fyrri störf sendist Morgun- blaðinu merkt: ,,S — 1958“. Nýkomið frá Margret Astor "lake up, í nælon túbum. Eita sýnishorn fylgir hverri tízku. Nýir litir — Nýjasta tízka. HEFI OPNAÐ Lækningastofu í Laugavegs Apóteki. Viðtalstími: Mánudaga, miðvikudaga og föstudagi. kl. 2—3. Á öðrum tímum eftir samkomulagi. HALLDÓR ARINBJARNAR, læknir. Sími 24198. Varaliturinn og Naglalakkið — Goya Rot — er óskalitur tízkudömunnar. Unpur maður með verzlunarmenntun óskar eftir skrifstofustarfi hjá góðu fyrirtæki. Tilboð sendist afgreiðslunni fyr- ir þriðjudagskvöld merkt: „Framtíð — 7884“. Sendisveinn 22135. Loftljós og raftæki Nýkomið glæsilegt úrval af glerskálum í loft, 1 ganga og borðkróka. Sömuleiðis Borðlampar, Vegg- lampar, Vöfflujárn, Rafmagns-rakvélar og alls konar skermar. Gjörið svo vel að lita á fjölbreyttnina. ALLTAF EITTHVAÐ N ÍTT. Raflampagerðin Suðurgötu 3 — Sími 11926. Bankastræti 7 — Sími óskast strax hálfan eða allan daginn. Landsamband isl. útvegsmanna Tryggvagötu 8. Itöffskukersnsla KENNI ITÖLSKU í EINKATÍMUM. MANLIO CANDI, Fornhaga 21 Upplýsingar í smia 14913 eftir kl. 7 á kvöldin. Atvinna Heildverzlun óskar eftir ungum manni til afgreiðslu og léttra skrifstofustarfa. Tilboð er greini aldur og fyrri störf, sendist í póst- hólf 1152. I vigi til annars. Nú er blaðið t. d. farið að gefa í skyn, að Her- mann hafi haft of skamman tíma til að átta sig, enda er það í samræmi við kollsteypu hans nokkrum dögum síðar. Þess vegna talar Tíminn sl. fimmtu- dag um hið „tvísýna augnablik“, þegar „forsætisráðherra varð að taka ákvörðun um þetta“. Auð- vitað er það engin afsökun, þó að lítill tími hafi verið til stefnu. Til þess hafa menn stjórnendur, að þeir séu vaxnir vandanum, þegar hann ber að höndum. Her- mann Jónasson hefur sjálfur samkvæmt íslenzkum lögum lát- ið höfða mál á hendur fjölda manna og raunar sem lögreglu- stjóri dæmt þá, af því, að þeir á „tvísýnu augnabliki“tóku ranga ákvörðun. Þessir menn höfðu pó sér til afsökunar, að vandinn skall yfir þá óviðbuna. En við þeim vanda, sem hér bar að hönd um, hlaut Hermann Jónasson að vera búinn, ef hann gegndi ráð- herrastarfi sínu sem góður og skynsamur maður. Þetta -tilvik var sannarlega fyrirsjáanlegt. Enda kemst jafnvel Alþýðublað- ið, sem þó hefur verið að burð- ast við að verja Hermann, ekki hjá að viðurlcenna: „Hér þarf hreinar línur — og því fyrr því betra. Væri tíma- bært, að ríkisstjórnin fjallaði um þetta atriði nú þegar og réði því til lykta í eitt skipti fyrir öll“. „Farið afían að varðski^S" mönniimi4 Með þvílíkum afsökunum er enn bætt við sakir Hermanns. Með þessu er sýnt, af hvílíkri óskiljanlegri léttúð haldið er á þessum málum. Þegar til þessa er litið, getur það engan undr- að, að ekki liðu nema örfáir dag- ar, frá því að Hermann Jónas- son var sjálfur að reyna að til- einka sér dáðir hinna íslenzku varðskipsmanna þangað til hann framdi hið eftirminnilega hneyksli. Hneyksli, sem hann á hinu „tvísýna augnabliki“ jók með því að baka varðskipsmönn- unum íslenzku óvirðingu, þegar hann skipaði þeim að hypja sig burtu úr lögbrotaskipinu og færði fyrir þeirri ákvörðun ó- frambæriisgar ástæður. Þar kom skjótlega í ljós, hverjir höfðu til frægðarinnar unnið og hver ekki. Pétur Jónsson skipherra á Óðni segir og berum orðum í viðtali við Alþýðublaðið í dag, laugardag, „að sér fyndist farið aftan að varðskipsmönnum með því að leyfa herskipi að fara með togarasjómann til hafnar, þar sem togararnir þyrftu ekki einu sinni að fá leyfi til þeirrar ferð- ar“. „Reglur ríkis- stjórnariimar46 Með hinni nýju ákvörðun, sem Hermann tók hinn 30. sept. ját- aði hann yfirsjón sína á hinu „tvísýna augnabliki". Sú játning er góðra gjalda verð og jafngildir yfirlýsingu um, að Hermann bil- ar einmitt, þegar verulega reyn- ir á. En ekki er nóg að draga af því hina óhjákvæmilegu afleið- ingu í Paynterhneykslinu einu. Ef marka má Alþýðublaðið I dag, . er Hermanni Jónassyni raunar gert of hátt undir höfði með því að tala um „ákvörðun Hermanns frá 30. sept.“ Alþýðu- blaðið margtekur fram í forystu- grein sinni, að „ríkisstjórnin hafi sett“ hinar nýju reglur. Blaðið ræðir og um þær í mótsetningu við hina fyrri „ráðstöfun dóms- máiaráðherra". Með þessu er gef- ið til kynna, að ríkisstjórnin hafi orðið að hafa vit fyrir forsætis- ráðherranum. Eftir því er það eingöngu löngunin til að lafa, sem ráðið hefur yfirbót Hermanns í málinu. Þess vegna hefur hann unað þvi, að ríkisstjórnin tæki af honum ráðin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.