Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 23
Stmnudagur 5. október 1958 — Paul Gauguin Framh. af bls. 8 Rétt fyrir hádegisverðinn var Gauguin vanur að ganga út að næsta garði og hrópa til Fre- baults, nágranna síns: — Halló, Frebault! Komdu og fáðu þér hressingu. Tíminn er kominn! Og vinir hans komu hver af öðrum: Nguyen, vinur hans frá fyrstu tíð, frábær námsmaður úr mennta- skólanum í Alsír, sem eftir að hafa komið sér vel áfram sem embættismaður hafði verið á- kærður fyrir skemmdarstarfsemi og sendur á þennan stað, Fre- bault, fyrrverandi guðfræðinemi, sem rak vei'zlun beinf á móti herbúðunum, Guilleton, fyrrver- andi skólakennari frá Orthez, sem kunni lögin utan að og hvatti hina innfæddu til að fara í mál við yfirvöldin. Loks var þarna Reiner, fyrrverandi hermaður, sem orðinn var nýlendubúi og fyrirleit herinn. Allt voru þetta djarfir karlar, sem hvöttu Gaug- uin óspart til að ofsækja aum- ingja Guivenay, sem átti að halda uppi lögum og rétti. Frebault hafði haft leyfi til að selja á- fengi en misst það fyrir tilstilli hermannanna. Hann hét því að hefna sín og Gauguin tók málið í sínar hendur. Þá var það sem hann fór að hvetja hina innfæddu til að neita að borga skattinn, og lofaði þeim að hann sjálfur og matsveinninn hans skyldu ganga á undan. Það gerði hann og var kallaður fyrir rétt. Hann sýndi réttinum megnustu fyrirlitningu. Og þannig héldu erjurnar á- fram. Hann dó ekki einn og yfirgefinn. En Gauguin er orðinn 55 ára gamall og heilsulaus fer hrak- andi. Hann er að syngja sitt síð- asta, brennandi upp af þeim eldi, sem alla hans ævi hefur logað í honum. Allar þessar útistöður við yfirvöldin taka á taugarnar. „Allt þetta þras er að gera út af við mig“, kveinar hann í bréfi til Monfreids. Hann getur ekki lengur gengið og hann fær sér morfinssprautur til að afbera kvalirnar. „Síðustu mánuðina var hann oft veikur“, segir Timo. „Þegar frændi mmn (Tioka) fann hann látinn einn morguninn, stóð morfínglasið við hliðina á honum. Allir Evrópu- búarnir hérna héldu að hann hefði tekið of stóran skammt í þetta sinn.“ Þennan morgun, 8. maí 1903, kom Kahui æðandi niður stig- ann og hrópaði: „Fljótt, fljótt! Koké er dáinn!“ Tioka kom hlaupandi og síðan M. Vernier, presturinn, Frebault og allir vin- irnir, Nguyen, Van Cam, Guille- toue, Reiner og aðrir. Því hefur verið haldið fram að Gauguin hafi dáið einn og yfir- gefinn af öllum. Þessu mótmælir Frebault: „Okkur þótti öllum vænt um hann eins og bróður. Undir eins og ég frétti um hið skyndilega fráfall hans, fór ég þangað ásamt hinum, til að klæða líkið og leggja það á líkbörurnar. Við skiptumst á um að vaka yfir líki hans allan daginn. Biskupinn var búinn að gleyma öllum móðgun- unum, sem Gauguin hafði gerzt sekur um gegn honum og sendi prest um kvöldið. Hinir innfæddu vöktu með mér alla nóttina. Áð- ur en dagur rann, var það komið í ljós, að líkið rotnaði mjög hratt. Eg' fór til yfirvaldanna og við ákváðum að jarða hann í bítið um morguninn. Um sólarupprás kom ungur perstur og bað bæn- ir. Og við fylgdum Gauguin að gröfinni, sem biskupinn hafði lát- ið taka kvöldið áður. Sögusagn- irnar um að biskupinn hafi látið jarða hann utan garðs stafa sjálf- sagt af þessum flýti við að koma honum í gröfina." Þannig eru sögusagnirnar og villurnar kveðnar niður hver af annarri. Ekkert er eftir af hinu stormasama lífi Pauls Gauguins nema þessi heiðríkja, þessi fögn- uður, þessi stórkostlegi ástaróð- ur: málverkin hans. (Lauslega þýtt og stytt úr Paris Match). VORC.FNBLAÐIÐ 23 Guðbjörg Sœmundsdóttir Svignaskarði — Minning Kærar þakkir til allra sem sýndu mér vináttu á 70 ára afmæli mínu, 18. september sl. Lifið öll heil. Á MORGUN fer fram jarðarför Guðbjargar Sæmundsdóttur, hús- freyju að Svignaskarði í Borgar- firði og verður hún jarðsett í heimagrafreit, sem búin var þeim Skarðshjónum, við andlát Guð- mundar manns hennar, á hæð í Skarðstúninu, er Kastali heitir. Guðbjörg heitin var fædd 29. ágúst 1873 á Stafholtsveggjum og var því á 86. aldursári er hún andaðist. Foreldrar hennar voru þau Sæmundur Magnússon og Guðfinna Teitsdóttir, valinkunn heiðurshjón og ólst Guðbjörg upp í föðurgarði til fullorðinsaldurs. 4. okt. 1903 giftist hún Guðmundi Daníelssyni bónda í Svignaskarði. Þar bjuggu þau hjónin stórbúi þar til Guðmundur andaðist 27. marz 1939. Hefir Guðbjörg síðan dvalið hjá Ragnari Stefánssyni bónda í Svignaskarði en hann átti Arndísi fósturdóttur þeirra Skarðshjóna. Guðbjörg var við góða heilsu fram á síðastliðið ár, en hefur síðan ekki haft fóta- ferð, en þjáningar hefir hún ekki haft en smá dregið af henni þar til hún leið út af 29. sept. síðastl. Svignaskarð var fólksfrek jörð og var jafnan margt heimamanna og gestagangur hvergi meiri í héraðinu, en gestrisni þeirra hjóna alkunn. Áður er bílarnir komu til sögunnar var það venja þeirra uppsveitarmanna í Borgar- firði að koma að Svignaskarði er þeir sóttu til Borgarness á vetrum og þiggja þar greiða og fá hey fyrir hesta sína og margir þeirra gistu þar. Einnig gistu þar langferðamenn fjölmargir á vetr- um og sumrum. Þar var og jafn- an mikill erill innansveitar- manna. Þar var og margt sumar- dvalarfólk. Því var það að mikið var að starfa íyrir húsmóðurina að vinna gestum beina, auk þess sem varð að sjá fyrir þörfum heimafólksins er oft var um tutt- ugu manns. Hvíldar- og svefntími var ekki alltaf langur fyrir hús- freyju, því að margir voru seint á ferð og oft vakið upp um miðj- ar nætur. Ávallt var sama jafn- lyndið húsfreyjunnar, glöð og alúðleg og bætti úr þörfum allra með ágætum. Framúrskarandi hjálpsöm fátækum og vanheil- um. Hlaut hún lof allra er kynnt- ust henni, heimilismanna og gesta. Höfðu þau hjónin hjúa- sæld mikla. Engan vissi ég þann er ekki var hlýtt til hennar. Þekkti ég ekki vinsælli konu. Hún mátti ekkert aumt sjá að hún vildi ekkj. ráða þar bætur á. Hún var sannköluð híbýlabót. Guðbjörg var kona laus við allt yfirlæti. Hún helgaði heim- ilinu alla krafta sína, og örsjald- an fór hún að heiman og hugði hún mest á það að hjálpa þeim er þess þurftu helzt. Það mátti um hana segja með sanni að hún var kvenval, enda átti til góðra að telja. Hún var tillögugóð í hverju máli. Grandvör til orðs og æðis. Trygglynd en vinavönd. Þau hjónin áttu ekki afkom- endur en þrjú voru fósturbörn þeirra. Arndís Magnúsdóttir bróðurdóttur Guðbjargar, giftist Ragnari Stefánssyni bónda í Svignaskarði, dáin fyrir nokkrum árum. Ingimundur Kristjánsson, systursonur Guðmundar heitins og Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Hafa þau bæði jafnan átt heima á Skarði og stundað Sigurbjörgu fóstru sína með mestu prýði í banalegunni. Ragnar hefur búið á Svignaskarði frá því að Guð mundur dó og var Guðbjörg heit- in um skeið ráðskona hans en var þó hjá honum eftir að hún hætti störfum. Hún vildi ekki lif- andi frá Skarði fara og taldi að þar mundi sér bezt líða. Nú ert þú horfin góða vinkona og flutt yfir á sælunnar land og þar muntu uppskera eins og þú sáðir og njóta launa kærleiks- verka þinna. Við vinir þínir þökkum þér alla þína velvild og umhyggju í okkar garð. Drottinn blessi þig, þú blíða og bjarta sál. Þorsteinn Þorsteinsson. — Reuters skeyti Framh. af bls. J Reuters framangreindar leiðrétt- ingar og óskað þess, að hún komi þeim áleiðis. Þórsteinn Thorarensen. Hér fer á eftir hin rangsnúna Reutersfrétt eins og hún var lesin upp í miðdegisútvarpinu í gær: Fréttastofa Reuters birti í dag eftirfarandi fréttaskeyti frá Reykjavík: — íslenzk yfirvöld skýrðu frá því í dag, að brezkur togari hefði verið ginntur til að gera tilraun til að sigla á íslenzkan fallbyssu- bát í þeim tilgangi einum að ljós- myndarar gætu tekið myndir af atburðinum úr flugvélum. Skv. boði íslenzkra stjórnarvalda flugu íslenzkir blaðamenn í gær yfir fiskimiðin, þar sem brezkir tog- arar hafa verið að veiðum þrátt fyrir 12 mílna fiskveiðilögsöguna, sem lýst var í gildi frá 1. septem- ber. Blaðamönnum var sagt að 2 varðskip myndu láta sem þau ætluðu að ráðast á brezkan tog- ara. Skipshöfnin á togaranum Robert Hewett frá London, sem grunaði ekki, hvað væri í aðsigi greip til þess eina vopns, sem hún hafði, vatnsslöngu með heitu vatni um leið og báðir fallbyssu- bátarnir renndu sér meðfram tog aranum. Eftir nokkrar mínútur sáu blaðamenn, að togarinn sner- ist snögglega og reyndi að sigla á annað íslenzka varðskipið. Brezkur tundurspillir, sem er til verndar togurunum flýtti sér á staðinn og flýðu þá íslenzku strandvarnarskipin. Formælandi íslenzku landhelg- isgæzlunar sagði í dag: „Það var aldrei ætlun vor að setja menn út í togarann. Við vildum aðeins sýna blaðamönnum hinn venju- lega leik. Enn einu sinni hafa Bretar verið oss innanhandar urn að setja hann á svið.“ ftiaireiðs&ukona og barnfóstra óskast til sendiráðs íslands í Moskva í desember. Umsóknir sendist Morgun- blaðinu merktar: „7877“. Þorbergur Guðmundsson, Bræðraborg. Hjartans þakkir votta ég öllum þeim, sem minntust mín á 85 ára afmæli mínu 29. sept. sl. með heimsóknum, gjöf- um og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Ólöf Ólafsdóttir, Reykjalundi. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem heiðruðu minn- ingu mannsins míns Þorsteins Erlingsson, á aldarafmæli hans. Einnig þakka ég innilega fyrir hlýjar kveðjur til mín og barna minna. Guðrún J. Erlings. Chevrolet 1958 Til sölu er sérlega fallegur Chevrolet 1958. — BOl- inn er tii sýnis í dag. Upplýsingar í síma 16982. Hinn marg eftirspurði Siifur — fæilögur nýkominn. Verzl. Geir Zoega Vesturgötu 6. Hjónnrúm — Þvottapoftur Af sérstökum ástæðum seljast 1. fl. hjónarúm með danskri Lama „beauty sleep“ madressu og nýr raf- magnspottur. Til sýnis í dag að Tjarnargötu 41, neðri hæð, milli kl. 2—4. Læknlngastofa min er flutt að Háteigsvegi 6 (skáhalt á móti Austur- bæjarapóteki). Viðtalstími óbreyttur. Stofusími verður framvegis 13003. JÓN G. NIKULÁSSON. Stúlka ■ helzt vön vélritun óskast til starfa á sikrfstofu vá- tryggingafélags. Umsóknir óskast sendar Morgun- blaðinu eigi síðar en 7. okt., merktar: „Vélritun — 7883“. Móðir mín GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÖTTIR Herskála Camp 10, lézt í Landsspítalanum 3. október. Jens Hallgrímsson. GUÐBJÖRG SÆMUNDSDÓTTIR húsfrú, Svignaskarði, verður jörðuð í Svignaskarði mánu daginn 6. október kl. 2 e.h. Blóm og kransar afbeðnir. Vandamenn. Jarðarför EINARS BJÖRNSSONAR fyrrverandi verzlunarstjóra fer fram frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 7. okt. kl. 1,30 e.h. Athöfninni verður útvarpað. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Börn og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.