Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 13
Sunnudagur 5. október 1958 M O R C V 7V B L 4 Ð 1 Ð 1Í5 Þessi mynd er tekin út úr hinum stóru jarðgöngum, sem verið er að steypa í nýju virkjuninni við Efra-Sog og sem liggja eiga gegn- um Dráttarhlíð upp í Þingvallavatn. Tii marks um það hve stórt þetta mannvirki er má sjá tvo menn að verki við timburuppsláttinn, sem sést út um opið. (Ljósm. vig.). REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 4. okt. Sigur de Gaulles Sigur de Gaulles við atkvæða- greiðsluna um stjórnarskrár- breytinguna í Frakklandi var mikill og enn ótvíræðari en nokkurn hafði grunað. Atkvæða- greiðslan er fyrst og fremst per- sónuleg traustsyfirlýsing til de \orumst vítin Eins og komið var er þróun e. t. v. Frakklandi fyrir beztu, en ekki tjáir að dylja sig þess, að hún er ósigur fyrir lýð- ræðið. Hér er enn eitt dæmi þess, hversu það ágæta stjórnarform stendur völtum fótum víðs vegar. Lýðræðið er vafalaust bezta stjórnarformið, en því miður hafa alltof margar þjóðir reynzt Gaulles sjá"lfs7"Ekk7 skal dregíð | f °rtaf f.63" .Þr°slfa ti! njóta í efa, að hann eigi það traust skil- bess.íþvrefmskulum við sjalfir ið. Margt bendir til þess, að de I þo ekki miklast um oL Við stær- Gaulle sé færastur allra landa j Um °kkur að vlsu af ^und ara sinna til að sjá málum frönsku I þjóðarinnar borgið. Hann einn I hefur a. m. k. þann nauðsynlega | myndugleika, sem þjóðin marg-1 hrjáð af stjórnmálaerjum og | stefnuleysi bersýnilega hefur1 þráð. Hinu tjáir ekki að neita. að öll atburðarásin í Frakklandi að undanförnu hefur í sér fólginn mikinn ósigur fyrir lýðræðið. Stjórnmálamennirnir frönsku völdu ekki de Gaulle fyrir for- sætisráðherra af frjálsum vilja, heldur vegna þess að annars ótt- uðust þeir og töldu raunar víst, að fallhlífarhermennirnir í Alsír gerðu innrás í heimalandið og hrifsuðu þar völdin. Af tvennu illu kusu þeir fremur de Gaulle, enda treystu þeir honum einum manna til að hafa hemil á hern- um. Á sama veg og valdataka de Gaulles í vor var í raun ólýðræðis leg, þótt hún væri það ekki að formi, þá verður að segja, að atkvæðagreiðslan sjálf ber haria mikinn einræðiskeim. Stjórnar- skrárbreytingin sjálf er að efni alltof mikið álitamál til þess, að allt sé mefí felldu um hinn glæsi- lega meirihluta. 1 því þarf engan veginn að felast, að kúgun hafi verið beitt, en það hugarástand hefur ríkt, sem lýðræðinu sízt af öllu er hollt. Auk þess er vit- að, að atkvæðagreiðslan í Alsír fór fram undir beinni umsjá hers- ins og er því ekki mjög mikið upp úr henni leggjandi. en svo, að hann biðji afsökunar á ranglætinu, sem hefur ýtt hon- um upp. Þvert á móti. Tíminn þessi i hefur í sumar harmað, að enn gömlu Alþingi. 1 nútímamynd er lýðræðið þó harla ungt hjá okk- ur. Þingræðið er ekki nema rúmra 50 ára á íslandi. Enn eru ýmsir gallar á lýðræði okkar, sem eru því nú þegar hættulegir og hafa þó ennþá meiri hættur í sér fólgnar. Atburðirnir í Frakk- landi gefa nýtt tilefni til þess að rifja upp, í hverju okkur er áfátt að þessu leyti. Við verðum að játa að hagur okkar er í þessu mun lakari en við hversdagslega gerum okkur grein fyrir. Á völdin vankönt- um lýðræðisins að þakka Sá flokkur, sem lengst allra hefur verið við völd á íslandi, Framsóknarflokkurinn, á vökl sín fyrst og fremst vanköntum lýðræðisins að þakka. Við síð- ustu þingkosningar fékk Fram- sóknarflokkurinn rúm 15% at- kvæða með þjóðinni. Þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn 42,4%. A Alþingi sitja aftur á móti 17 Framsóknarmenn en aðeins 19 Sjálfstæðismenn. Þetta er út af fyrir sig var- hugavert. Enn ískyggilegri er þó sá hugur, sem ræður hjá Fram- sóknarflokknum, þessum for- herta valdaflokki. Það er síður skuli ekki vera í gildi sú kjör- dæmaskipun, sem áður var og hefði leitt til þess, að með nú- verandi fylgi sínu mundi Fram- sóknarflokkurinn samkvæmt henni hafa hlotið hreinan meiri- hluta á Alþingi íslendinga. Sam- kvæmt því vilja 15% þjóðarinn- ar hafa ráð hinna 85% í hendi sér. Þegar menn hugleiða það sál- arástand, sem lýsir sér í þessum bollaleggingum Tímans, þá skilja þeir, að Framsóknarmenn töldu sig ekki vera með nein rang- indi, þegar þeir stofnuðu Hræðslu bandalagið í því skyni, að hér um bil 37% þjóðarinnar gætu fengið meirihluta á Alþingi. Þeim, sem harmar það, að hann einn með 15% skuli ekki hafa hlotið meirihluta á Alþingi, finnst það að sjálfsögðu einstök 18% heildarmeðlimatölu Alþýðu sambandsins. Gegn bjargráðun- um mæltu aftur á móti fulltrúar félaga með 82% meðlimanna Fulltrúar 18% réðu og höfðu vilja hinna 82% að engu. Þarna var ómengað Framsóknarrétt- læti á ferðum, enda voru það „vinnukonur Hermanns", Hanni bal Valdimarsson og Gylfi Þ Gíslason, sem notaðir voru sem handbendi Framsóknar til að knýja þessa ályktun fram. Eíiii á að leika sama leikinn Rík ástæða er til að rifja þelta nú upp, því að ætlunin er að leika sama leikinn enn. Fram sókn hugsar sér að reyna að ná úrslitaráðum á því Alþýðusam bandsþingi, sem nú er verið að kjósa til, þó að kjörfylgi þeirra sem í Framsóknarbandalaginu eru, verði sjálfsagt eitthvað tölu vert innan við 20%. Þeirri stjórn Alþýðusambandsins. sem þannig er til komin, á svo að fá vald að. Kjósendur eiga með atkvæð- um sínum að skerá úr um lausn vandamálanna. Til þess að svo megi verða, þarf hver, sem kosn- ingar leitar, að segja hreinlega, hvað fyrir honum vakir. Hann má ekki halda fyrirætlunum sín- um leyndum. Nú vill Alþýðu- blaðið í öðru orðinu láta menn skilja svo, að Framsókn og Al- þýðuflokkur séu búin að komast að fastri ákvörðun um aðgerðir í þessum efnum. Þess vegna er það bein og óhjákvæmileg lýð- ræðisskylda þeirra að segja af- dráttarlaust frá því, sem í huga þeirra býr. Leyudin eitt aðal- vopn Framsóknar Fáir munu þó í alvöru búast við þvílíkri hreinskilni af þeim kumpánum. Menn þekkja þvert móti, að leyndin er eitt af höfuðvopnum Framsóknar fyrr og síðar. Það er sérstakt rann- sóknarefni að athuga Tímann um nokkurra ára bil og gera grein fyrir þeim fréttum, sem hann alveg hefur þagað um.' Þögnin er ekki að kenna lélegri frétta- mennsku starfsmanna blaðsins. Þeir eru sizt lélegri en gengur og gerist. Það eru forráðamenn- irnir, sem ákveða sjálfir um hvað skuli þegja. Þögnin er af ásettu ráði til að reyna að villa um fyrir mönnum, gefa þeim ranga mynd, svo að þeir hneigist frek- ar til stuðnings við rangindin. Slíkt hátterni er ekkert sér- stakt íslenzkt Framsóknarfyrir- bæri. Einræðissinnar hvarvetna um heim hafa sömu aðgerð. Fréttafalsanir Göbbels í Þýzkalandi á Hitlerstímanum og valdhafanna í Rússlandi ætíð frá því, að kommúnistar náðu þar yfirráðum, eru sama eðlis og fréttaflutningur Tímans. Þó að þar væri vitanlega miklu lengra gengið og út í æsar fært það, sem Tíminn burðast við af 'veikum mætti. göfugmennska af sér að ætla að til að ráða yfir verkalýðshreyf ná algjörum meirihluta þingsæta með liðlega þriðjungi atkvæða- magns! Viljiim s\ iidur í verki Hræðslubandalagsrangindin sýndu, að Framsóknarmenn láta sér ekki nægja bollaleggingar um rangindi heldur hrinda þeim óhikað í framkvæmd, hvenær sem þeir hafa færi á. Þessi rótgróni Framsóknar- hugsunarháttur lýsti sér og í vor, þegar Alþýðusambandsstjórnin var látin mæla með bjargráðum V-stjórnarinnar. Að vísu var vé- fengt, að nokkru sinni hefði feng- izt löglegur meiri hluti réttra að- ila innan Alþýðsambandsins til þeirrar yfirlýsingar sem gefin var. Hitt er óvéfengjanlegt, að jafnvel sá hæpni meiri hluti, sem talinn var fylgja bjargráðunum, studdist aðeins við fulltrúa frá verkalýðsfélögum, sem í voru ingunni í heild og ef einstök fé lög reynast ekki fús til að af- sala sér sjálfsákvörðunarrétti sínum, þá á að „styðja“ þau til þess með löggjöf á Alþingi, eins og Eysteinn Jónsson boðaði dögunum. Af skrifum Alþýðublaðsins og ræðum Gylfa Þ. Gíslasonar sýnt, að hann er með í þessu Framsóknarsamsæri, og Alþýðu- blaðið fullyrðir, að Hannibal Valdimarsson sé einnig á sama máli. Þurfti raunar ekki að efa, að hann væri í bandi Framsókn- ar í þessu eins og öðru. Segir Alþýðublaðið þó um Hannibal, að hugmyndir hans í þessu efni „svífi í lausu lofti“. Er það sagt í mótsetningu við það, sem blað- ið telur vera um ráðagerðir Framsóknar og Alþýðuflokks. En ef þessir flokkar hafa um þetta ákveðnar ráðagerðir, af hverju segja þeir ekki hreinlega frá þeim? Það er einmitt eitt af frum- atriðum lýðræðisins, að segja kjósendum fyrir kosningar, hvernig umboð þeirra verði not- r Oliugnanlegt Framsóknar- hugarfar Hér sem ella lýsa einstakar athafnir Tímans því óhugnanlega hugarfari, sem þar ræður hús- um. Tíminn hefur t. d. hvað eftir annað talið það til sakaráfellis í landhelgismálinu, að Morgun- blaðið skuli undanfarna mánuði hafa birt alhliða fregnir af mál- inu. Tíminn telur það sjálfsagt, að ef maður sé hollur máli, þá hljóti hann að fela allt, sem fært er til andmæla eigin málstað. Ef það sé ekki gert, þá sé verið að svíkja það, sem menn telji sig þó vera að berajst fyrir. Hér er Morgunblaðið á allt annarri skoðun. Það leggur ein- mitt áherzlu á, að segja sem sannast og réttast frá öllum tíð- indum til þess að lesendur geti íellt sinn eigin dóm. Morgun- blaðið telur slík vinnubrögð ekki einungis vera hin einu sómasam- legu og lýðræðinu samboðnu, heldur er það sannfært um, að það er málstað blaðsins, þegar til lengdar lætur, til styrktar. Það er t. d. misskilningur, ef andstöðublöðin, svo sem Tíminn, halda, að það sé þeim til fram- dráttar að flytja svo bjagaðar þingfréttir sem þar tíðkast. Morgunblaðið hefur einmitt orð- ið þess vart, að viðleitni þess til að láta skoðanir allra koma fram í sinni sönnu mynd, hefur mjög styrkt tiltrú manna til blaðsins. En það skal játað, að sá, sem svo fer að verður að hafa trú á eigin málstað. Hann má ekki visvitandi vilja lifa á rangindum. Þar kemur ein- mitt fram mismunurinn á milli lýðræðishollustu Morgun- blaðsins og rangindaástar Tím- ans. — Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.