Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 8
8 M O R C l v R T 4 fílÐ SunnudaguF'5. október 1958 Síðustu œviár málarans frœga Pauls Cauguins eins og þau raunveruiega voru, samkvœmf nýtilkomnum heimildum FJÓRUM mánuðum eftir dauða málarans fræga, Pauls Gauguins, árið 1903, kom til eyjarinnar Hivaoa í Suðurhöfum ungur læknir, Selagen að nafni, og varð vitni að því þegar eitt af mál- verkum Gauguins var boðið upp og selt á 8 franka. Uppboðshald- arinn sneri málverkinu öfugt og enginn vissi af hverju það var. í fyrra, hálfri öld síðar, var ein af myndum þessa málara seld í New York fyrir 180.000 dali og önnur í París, rúmlega fjórðungi dýrari. Selagen aflaði allra fáan- legra upplýsinga um síðustu ár þessa „villimanns", sem af við- bjóði á menningunni hafði flúið Evrópu, til að setjast þarna að, innan um náttúrubörnin. Og á skipinu á leiðinni heim var hann þegar farinn að semja fyrsta kafl- ann í bók sinni um ævi málar- ans Gauguins. Það var stórkost- legt ævintýri. Óþekkt skáld vakti athygli á málaranum fordæmda. Og þar með voru sögusagnirnar um ævi Gauguins komnar á kreik. Strax á árinu 1907 höfðu þeir, sem enn voru að skoða mál- verkin hans öfug, fengið óseðj- andi áhuga á hinu dæmalausa líf- erni verðbréfasalans, sem gekk út úr kauphöllinni, til að verða málari, vel stæða borgarans, sem yfirgaf konu og börn, til að lifa hluta af lífi sínu í víti, sem út- lagi í Suðurhöfum, og til að lifa meðal villimanna eftir kenning- unni listin fyrir listina. Þetta var falleg saga, efnivið- ur í hundruð ævisagna, skáldsög- ur og kvikmyndir. (í ísl. þýðingu er a. m. k. til Nóa Nóa og Tungl- ið og tíeyringurinn eftir S. Maugham og hingað hefur komið kvikmynd um málarann). Og sög urnar vöktu drauma hjá mörg- um kynslóðum borgarbúa — þangað til fyrir skömmu, þegar annar læknir úr sjóliðinu, Marcel Pottier, gerði aðra uppgötvun. Hann fann gamla, hálfbrunna bókfærslubók í yfirgefnu húsi á Hivaoa. Þar var að finna útgjöld Gauguins í 15 mánuði, á árunum 1901—1903. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Tölurn- ar sýna að Gauguin var aldrei þessi soltni útlagi, sem bréf hans til Daniels de Monfreids hafa gert úr honum í augum almenings. hundeltur af hermönnum og kirkjunnar þjónum og hafa dáið á strámottu í kofa sínum einn og yfirgefinn. Það er munnmælasagan um píslarvottinn. En nú er kdmin fram ný saga um Gauguin —•' og hún er ennþá meira hrífandi en hin, af því að hún er einskær sannleikur og stendur traustum fótum. Hinn raunverulegi Gaug- uin skýtur upp kollinum meðai okkar, ofsafenginn og síhneyksl- andi, með snilligáfu sína, þjösna- skap sinn, sitt illa innræti og sína óþrjótandi starfsorku, og þar með er ýkta kvikmyndin úr sögunni. Þetta er Gauguin með grænu húfuna og illilega augna- ráðið, dálítið klunnalegur, undir- förull, skapillur, örlátur ef því er að skipta, eigingjarn og inn á milli viðkvæmur og einlægur eins og barn. Þetta var sá Gauguin, sem íbúar Atuona, stærsta þorpsins á Hivaoa, sáu koma morgun einn í september 1901, í leit að ein- veru, eftir að hafa fengið við- bjóð á Tahiti, sem í hans augum var alltof smituð af menning- unni. „Paradísin í pálmalundun- um“ er langt frá því að líkjast þvi sem við gerum okkur í hug- arlund. Le Bronnec, sem búinn er að búa þar í 43 ár, varð jafn mikið um og Gauguin, þegar hann sá staðinn: „Atuona, staðurinn þar sem hann kom að landi, er nokkurra hektara pálmaskógur á strönd- inni. Þorpið hafði ekki orðið til fyrr en trúboð kaþólskra og mót- mælenda höfðu tekið sér þar ból- festu um 50 árum áður. Áður j hafði verið þarna orrustuvöllur t hinna herskáu Naikia, Titua og Hamaua. Þar gaf ekki að líta þessa stóru palla, sem innfædd- ir byggja kofa sína á. Eyjar- skeggjar bjuggu hátt uppi yfir dalnum, til að vera óhultir fyrir árásum að nóttu til. Ibúar eyj- arinnar fóru ekki að koma niður í dalinn og byggja þorpið fyrr en Frakkar settu þar upp stjórnar- skrifstofur, ásamt setuliði. Þegar Gauguin kom þarna árið 1901, voru þar fyrir allmargir Evrópu- menn. í kaþólsku trúboðsstöðinni bjó biskupinn og hjá honum voru alltaf einhverjir trúboðar á ferð. Ein at suðurhafseyjamyndum Gauguins. í öðru plaggi, sem líka er ný- komið til sögunnar, fáum við aðr- ar upplýsingar. Það eru minning- ar nýlendubúa eins á Hivaoa, Le Bronnecs, sem kom til eyjarinn- ar sjö árum eftir dauða Gauguins. Hann byggir því á hreinskilnis- legum frásögnum hvítra manna og innfæddra, sem höfðu nýlega umgengizt málarann náið. Sannleikurinn ólíkur munnmælasögunni Okkar kæri, mikli Gauguin lók aldrei hlutverk einhvers vesaiings. sem átti að hafa verið Beint á móti kirkjunni var heima vistarskóli fyrir um 200 stúlkur, rekinn af sex frönskum nunnum. Nokkur hundruð metrum lengra í burtu stóð skólahús Plörmel- bræðra og þar voru þrír munkar og um 100 piltar. Örlítið lengra í burtu var trúboð mótmælenda til húsa. Þar bjó Paul Vernier prestur, kona hans, tvö börn og nokkrir nemendur. Fulltrúar stjórnarinnar höfðu búið um sig I miðju þorpinu. Það voru þeir dr. Buisson og Charpillet lög- reglustjóri. Beint á móti lögreglu- stöðinni var verzlun Frebaults, sem var fyrrverandi undirforingi, og milli kirkjunnar og skóla Plörmelmunkanna, stóð verzlun Varneys, sem kallaður var Amer íkaninn. Þegar gengið var áfram upp úr þorpinu, var enn komið að tveimur búðum, sem voru í senn brauðbúðir og veitingahús. Þær voru reknar af Kínverjum. Þar bjó Indókínverjinn Nguyen Van Cam, óttalegur harðjaxl að sagt var. Hann varð fyrsti vinur Gauguins á eyjunni. Sveik sér út lóð, og byggði sér hús í þessu trúboðsþorpi, þar sem helmingur íbúanna voru trúboð- ar og nemendur þeirra, birtist Gauguin, þessi byltingarsinnaði fríhyggjumaður, einn góðan veð- urdag. Nguyen sá að hann vissi ekki hvað hann átti af sér að gera og kom honum til hjálp- ar. Hann bar farangurinn upp í þorpið og kom honum fyrir hjá vini sínum. En hús hans stóð langt frá ströndinni og Gauguin vildi fá sinn eigin kofa, byggð- an eftir sínu höfði. Það var til lóð í miðju þorpinu, en hana átti biskupinn. „Jæja, þá fer maður til messu“, sagði Gauguin. Og reyndar sást hann á hverjum morgni í kirkjunni. Martin bisk- up hreifst af trúrækni þessa ný- komna manns og lét hann hafa lóðina fyrir 650 franka. „Eftir að ég var búinn að fá lóðina mína, ■”nul Gauguin sást ég ekki framar í kirkjunni", skrifaði Gauguin til Daniels de Monfreid. Gauguin var himinlifandi yfir að hafa leikið á prestana og sneri sér nú að því að byggja kofann með hjálp Ngyens og vinar hans, Tioka að nafni. Þessi Tioka bjó í þorpinu með konu sinni og tveimur frændum, Kahui og Timo. Hann batzt slíkum vin- áttuböndum við Koké (hvíta manninn), að hann skipti við hann á nafni, að fornum Marguis- eyjarsið. Gauguin varð Tioka og Tioka varð Gauguin. Þar með höfðu þeir svarizt í fóstbræðra- lag fyrir lífstíð. Það sem annar átti, átti hinn. Tioka var því ekki að byggja hús útlendingsins, hann var að byggja sitt eigið hús eftir fyrirsögn „fetiis" (síns ann- ars helmings). Langur gangstíg- ur var lagfþir gegnum skóg ban- anatrjáa, kókospálma og brauð- aldintrjáa upp á hæð, þaðan sem útsýni er yfir hafið. Þegar bát- urinn kom með máttarviðina i húsið, sótti Tioka þá um borð og reisti grindina, þorpsbúar skáru bambus fyrir fóstbróður Tioku og konurnar lögðu banana- blöð á þakið. Gauguin skipaði fyrir og hafði eftirlit með öllu, klæddur grænni skyrtu og blárri mittisskýlu og með grænu húf- una á höfðinu. Hann gerði að gamni sínu og veitti öllum rausn- arlega kókosvín. Og þegar himinn inn fór að grænka og húma tók á ströndinni undir pálmatrján- um, þá hættu allir smíðinni og héldu glaðir niður á ströndina, til að busla í volgu vatninu. Gauguin horfði á þessa nöktu Litill hluti af stóru málverki eftir Gauguln. — 1 hornl þess stendur: Hvaðan komum við, hver erum við, hvert förum við? kroppa, sem teygðu úr sér l heit- um sandinum, rauðir í kvöldsól- inni, og hann dreypti á absintinu, sem fóstbróðir hans færði hon- um, meðan blómkrýndar stúlkur dönsuðu og eltu hlæjandi hverja aðra á ströndinni. Um miðjan október var kofinn kominn upp. Hann stóð á súlum, 2.40 m. ofar jörðu og var 5,40 m. á breidd og 12 m. á lengd. Tréstigi lá upp í lítið herbergi, svefnherbergi, og þaðan var gengið inn í geysistóra vinnu- stofu með sex gluggum, fjórum út að hafinu og tveimur að kókos- pálmaskóginum. Þarna tók Gauguin til starfa og hver mynd hans endúrspeglaði útsýnið. Brátt risu tvær tréskurðarmynd- ir sín hvoru mégin við uppgang- inn. Þær sýna tvær naktar mann- eskjur, karl og konu. En þessar dýrlingamyndir líkjast hneyksl- anlega mikið Martin biskupi og ráðskonunni hans. Gauguin hef- ur ekki getað staðizt þá djöful- legu freistingu að þakka biskupn um á svona smekklausan hatt. Þetta er aðeins upphaf fjöl- margra hneykslana. Málaði og hirti ekki um annað Gauguin kallaði húsið sitt „Gleðihúsið“ og hann gerði allt, sem í hans valdi stóð, til að láta það ekki kafna undir nafni. Tioka útvegaði honum matsvein, Kahui frænda sinn. Nguyen sá honum fyrir konu. Og eins og af tilviljun var það ein af náms- meyjunum úr skóla systranna. Það voru ekki aðeins kirkjunn- ar þjónar, sem urðu fyrir barð- inu á Gauguin, heldur engu síð- ur hin borgaralegu yfirvöld á eyjunni. í kyrrþey beittu yfir- völdin áhrifum sínum til að fá hina innfæddu til að senda ungu stúlkurnar í skóla systranna. Gauguin var kunnugt um þetta. Engu að síður tók hann foreldr- ana afsíðis, bauð þeim heim til sín, og útskýrði fyrir þeim, að þeir væru á engan hátt skuld- bundnir til að fara að orðum prestanna. Svo hvatti hann þá til að taka börn sín úr kristnu heimavistarskólunum. Þegar hann „kvæntist" dóttur eins af Moeahöfðingjunum, Vaeoho Marie-Rose, sem hafði verið tek- in úr klaustri, var mælirinn fullur. Og Gauguin lét sér ekki þetta nægja. Hann hvatti hina inn- fæddu til að neita að borga 12 franka skattinn, sem lagður var á hvern mann. Þannig þóttist hann ná sér niðri á þessum „að- skotaher“, sem komið hafði og truflað líf þessara góðu náttúru- barna. Þó biskupinn hefði ef til vill viljað sýna umburðarlyndi, þá varð Pandore alveg æfur. Gauguin hirti lítið um það. Hann hafði komið málaragrind- inni sinni fyrir framan við op- inn glugga, sem sneri út að haf- inu. Og þar málaði hann eins og óður maður og hirti ekki um neitt, sem ekki kom málverkun- um við. „Allan daginn var kof- inn fullur af innfæddu fólki, sem kom með blóm, ávexti og fisk til „Koké“, sem það dáði, og beið svo eftir hinu þráða endurgjaldi, rommglasinu! Gauguin hrópaði þá venjulega til matsveinsins, án þess að líta upp frá verki sínu, að hann skyldi gefa þessum og þessum rommglas. Alltaf var fullt af konum hjá honum. Stundum settist hann meðal þeirra, hlustaði á masið í þeim og sneri svo aftur að málara- grindinni sinni. Allir gátu geng- ið inn hjá honum, sezt, reykt og masað eins og þeir vildu. Hann var aldrei argur. Sífelldar erjur við yfirvöld og klerka Á morgnana sagði Gauguin Kahui hvað hann ætti að elda. Um kl. 11 var borðaður hádegis- verður. Gauguin skipti matnum I þrjá hluta, einn handa sjálfum sér, einn handa þjónustufólkinu og þriðja handa hundinum Pagau og kettinum. Sjálfur borðaði Gauguin í borðstofunni, ásamt hundinum og kettinum en þjón- ustufólkið í eldhúsinu. Gauguin drakk vín með matnum, en i hófi. Öðru máli var að gegna um absintið, það drakk hann allan daginn. Með því að nota langa bambusstöng og færi, gat hann komið absintflöskunni og vatns- fötunni í brunninn til kælingar án þess að hreyfa sig frá glugg- anum. öðru hverju birtist hann í opnum glugganum, greip bambusstöngina, veiddi upp vatnsfötuna og lét hana skömmu seinna síga aftur. Hann fór sjald- an neitt. Um fjögur leytið tók hann stafinn sinn og gekk út. Stundum greip hann tvíhleypuna og skaut sjófugla. Á miðju ár- inu 1902 keypti hann hest og kerru. Eftir þa8 fór hann ak- andi, alltaf sömu leiðina, hring- ferð á ströndlnni, gegnum þorp- ið og svo nelm, rétt áður en myrkrið skall A. Fratnb. ft Us. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.