Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 10
1 ÍL MORGVNHLAÐIP Sunnudagur 5. október 1958 Á stjórnpalii í 34 ár Snœbjörn Ólafsson skipstjóri á Hvalfelli er farinn í land eftir um 45 ára sjómennsku NÚVERANDI aldursforseti ís- lenzkra togaraskipstjóra, sá þeirra, sem á lengri skipstjóra- feril að baki, er nú farinn í land fyrir fullt og allt. Er það Snæ- björn Ólafsson skipstjóri á tog- aranum Hvalfelli, héðan úr Reykjavík. Snæþjörn hefur frá upphafi skipstjórnarmennsku sinnar verið meðal allra dug- legustu og aflasælustu manna, er haft hafa skipstjórn með hönd- um á íslenzkum togurum Hann varð skipstjóri árið 1924 á togar- anum Ver frá Hafnarfivði. Þau 34 ár, sem liðin eru síðan hefur hann aðeins vtrið skipstjóri á' þremur togurum alls. A þessu ári var Snæbirni veitt sérstök viðurkenning Slysavarnafélags íslands „fyrir lofsverða um- hyggju um öryggi sKipverja sinna“, eins og segir í sérstöku heiðursskjali frá félaginu. í gær brá tíðindamaður Morg- unblaðsins sér í stutta heimsókn til Snæbjarnar, en hann nýr vest ast á Seltjarnarnesinu, þar sem hann byggði hús sitt með tilliti til þess, hversu víðsýnt er út yfir Faxaf’óann. Snæbjörn, sem nú er 59 ára að aldri, byrjaði sjó- mennsku þegar eftir fermingu, en frá Stýrimannaskólanum braut- skráðist hann 1918, og meðal sam bekkinga hans, er luku stýri- mannsprófi með honum, og eru enn á sjónum, má nefna nokKra alkunna skipstjóra, svo sem Eirík Kristófersson skipherra, Þórð skipstjóra á Akraborg, Rafn Sig- urðsson á Kötlu og Hannes Fríö- steinsson stýrimann. Snæbjörn gerðist togarasjó- maður árið 1920. „Guðmundur Markússon skipstjóri var skóla- bróðir minn í Stýrimannaskólan- um og var þá orðinn skipstjóri á Jóni forseta, og hefði ég ekki þekkt hann, er með öllu óvist, að ég hefði komizt á togara fyrr en einhvern tíma seint og síðar meir — eða kannski aldrei. I þá daga var svo setið um skiprúm á togurunum, að þur komust ekki nema fáir að og tugir manna í boði, ef skiprúm losnaði", sagði Snæbjörn. Næstu árin á eftir var Snæbjörn fyrst í stað háseti á togaranum og að lokum stýri- maður hans um skeið, þar tii hann gerðist stýrimaður á tog- aranum Baldri frá Reykjavík. — Snæbjörn fékk sitt eigið skip, og hann var skipstjóri á Ver fra Hafnarfirði árið 1924. Snæbjörn var á Halamiðum, er hið mikxa mannskaðaveður gerði þar 1924, sem jafnan hefur verið kallað Halaveðrið. Það var óskaplegt veður, en við fórum af veiðum um það leyti sem veðrið skall á, og við komumst þá suður fyrir land, án þess að tjón yrði á mönn um eða skipi. Oft síðan hefur Snæbjörn verið á skipum sínum í miklum veðrum og hörðum, en samt telur hann Halaveðrið hafa verið mest þeirra. Árið 1932 íók hann við skipstjórn á Tryggva gamla, og var allt til þess tíma, að togarinn Hvalfell kom að stríð inu loknu, nýsmíðaður frá Bret- landi. Var það hlutafélagið Mjöln ir, sem Skúli Thorarensen veitti forstöðu er lét byggja tctgarann. í stríðinu sigldi Snæbjörn sjald- an út til Englands, en alltaf fisk- aði hann hér á heimamiðum í skipið Og þegar hann rennur huganum yfir sín mörgu ár á hafinu, þá segir hann, að sér hafi yfirleitt gengið fremur vel, fá teljandi óhöpp. — Það hefur verið mikill mun- ur að taka við Hvalfeixinu, frá því sem áður var? — Þegar maður fékk þetta nýja skip, þá var eins og maður yiði ungur í annað sinx-t Breytingxn var svo stórkostleg, að aðeins þeir sem þekktu fyrri tíma, af eigin raun, geta gert sér í hugarlund, hvílík stökkbreyting það í raun- inni var. Öll þessi nýju fullkomnu tæki, en mörg þeirra voru óþekkt fyrirbrigði á gömlu skipunum. Ég tel ratsjána þeirra merkileg- ust. Já, hugsið ykkur, sagði Snæ- björn, þegar maðui í gamla daga var að paufast inn í var í myrkri og hríð og hafði aðeins kompás- sjó undan Jökli. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) inn og handlóðið til að styðjast við. Það gat verið óskemmtilegt. Þegar ég byrjaði fyrst á togurum, var yfirleitt ekki farið inn þó veður spilltist. Einkum vorum það við hinir yngri, sem létum okkur nægja að slóa upp í veðrið, og stundum var þannig and^eft, kannske tvo sólarhringa. sam- fleytt. Nei, samanburður á lífi togarasjómannsins í gamla daga og nú á tímum, er þanx? veg, að þó starfið sé erfitt og harðsótt, þá er allur aðbúnaður í skipunum nú svo góður, að vart verður á betri kosið, enda má segja að afköst mannanha hafi líka aukizt stor- um. Lengst af sinni skipstjórnartíð hefur Snæbjörn stundað þorsk- og saltfiskveiðar. — „Já, það var óneitanlega undarlegt fyrst í stað eftir að karfaveiðar hófust, að stunda þær. Fram að þeim tíma má segja, að. við hófum reynt að forðast karfann, iðulega kom það fyrir á Halamiðum, að „troHið“ var fullt af karfa. er það var tekið inn. og þá var það fyrsta verkið að moka honxxm öllum út aftur.Svo mikil brögð voru að þessu, að á togarana var sett svo nefnd karfa-„lensport“ til þess að auðvelda okkur að losna við karfann, sem fljótast aftur. Nú er þetta sem sé orðið allt annað, kerfisbundinni leit er haldið uppi á hinum fjarlægustu miðum að þessum djúpfiski. Nú er líka svo komið vestur á Halamiðum, að aldrei kemur þar lengur fyrir, að „trollið" sé fullt af karfa, því að hann er þaðan horfinn. Og úr því við erum farnir að taia um karfann og karfaleit, þá finnst mér rétt að benda á það, að ég tel að haga eigi leitinni þannig, að við vitum á hverjum tímo, hvar hans sé helzt von, en ek.ki megum við safna of miklum „birgðum“ af slíkum veiðistöðv- um, því hætt er við að um þau mundi kvisast út — og við þá lít- ið hafa þangað að sækja, þegar röðin kæmi að þeim, því að ann- arra þjóða togarar væru* búnir að þurrausa fiskimiðin. Um veiðar togaranna á hinum fjar- lægu miðum, t. d. karfaveiðarnar við Nýfundnaland, komst Snæ- björn ineðal annars að orði á þá leið, að það mýndi tæplega borga sig að sækja karfann þangað vestxjr en út þennan mánuð, því að þá fara veði'in að spillast og veiðiferðir geta misheppnazt al- gerlega og allur togarafarmurinn fer til fiskmjölsvinnslu. Ég tel okkur alveg óhætt að geyma okk- ur karfann þarna vestur frá, því ég hef þá trú, að hann sé mikill og staðbundinn á þessum sióð- um. Nú blasir við nauðsyn þess, að íslendingar endurnýi togara- flota sinn, sagði Snæbjörn. Það er staðreynd, að togarar okkar eru að verða úreit fiskiskip og alltof dýrir i rekstri. Ég sé ekki að við höfum neitt að gera með að auka tölu togaranna til muna eins og stendur, heldum eigum við að miða endurnýjunina við það, að fá skip, sem eru ódýrari í rekstri og helzt hraðskreiðai'i m. a. vegna hinna fjarlægu miða, og að það verði allt dieseltog- arar. Um undanþágur þær, sem veitt ar hafa verið íslenzkum togur- um til veiða innan 12 mílna lín- unnar, kvaðst Snæbjörn vera mót fallinn, því út á við hafi það vafalaust verið málstaðnum betra, að engar slíkur væru veitt- ar. Sannleikurinn er líka sá, sagði Snæbjörn, að þessar undanþágur eru hrein vitleysa. Það er ekki til sá togaraskipstjóri, sem færi austur á Selvogsbanka eftir 15. maí eða vestur i Jökuldjúp. Þetta vita allir togarasjómenn, því þá eru veiðisvæði togaranna vestur á Hala og Hornbanka. — Hvernig gekk síðasta veiði- ferðin? Það færðist bros yfir andlit Snæbjarnar við þessa spurningu. Það var skemmtileg ferð sagði hann, og bætti síðan við. Þetta var fljótasta veiðiferð á ísfisk- veiðum, sem ég hef farið, og svo tölum við ekki meira um það. Aðstæður voru hagstæðar, gott veður, góður botn og engar frá- tafir, mikill og fallegur karfi, enda lögðu allir sig í framkróka með að ekki skyldi standa á því að koma aflanum fyrir. Þegar Hvalfell lét úr höfn i fyrrakvöld, undir stjórn hins nýja skipstjóra Hjalta Gíslasonar fyrr um stýrimanns á Neptúnusi, munu skipverjar vafalaust hafa hugsað til Snæbjörns, því að margir þeirra hafa verið lengi með honum til sjós og hafa borið til hans mikið traust og orðið vinir hans. Má þar nefna Magnús Magnússon, bræðslumann togar- ans, áem byrjaði með Snæbirni á Ver, og Guðna Jónsson, sem einnig á þeim gamla togara hóf sína sjómennsku undir hand- leiðslu Snæbjarnar. Á heimili Snæbjarnar og konu hans, Sig- ríðar Jóakimsdóttur, eru ýmsar gjafir, sem skipsmenn Snæbjarn- ar hafa fært þeim hjónum, og í stofu er t. d. stór klukka, sem menn Snæbjarnar færðu þeim á brúðkaupsdaginn. En slíkar gjaf- ir tala vafalaust skýrustu máii um vinsældir hins gamla sæ- garps, sem nú hefur kvatt skips- félaga sína, en mun þó haida áfram störfum á vegum útgerðar Hvalfells, en nú á skipið síldar- og fiskimjölsverksmiðju á Kletti, sem Jónas Jónsson frá Seyðisl’irði er forstjóri fyrir. Sv. Þ. Ný Rock og Calypso hljómplata! Haukur Mortfiens syngur: 1. KOCK-CALYPSO I RKTTUNUM (When Rock’n Roll.. 2. LIPURTÁ (Lollipop). 3. STEFNUMÓT (Buzz Buzz Buzz). ' '**■ T.ITLA Á BRU (Wear iny ring around . . .) FÁLKINN HF. hljfömp lötudeild 4 lög á einni 45 snúninga plötu „Extended Play“ Platan er óbrothætt og því íentugt að senda hana. PÓSTSENDUM UM ALLT LAND. HEILDSALA — SMÁSALA. íll.jómsveit danska guitarieiuaran.- JÖRN GRAUENtiARD leikur undir á plötunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.