Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ ’unnudagur 5. október 1958 tnorgun, og baðaði út höndunum í ákafa. Einnig heyiðist ómurinn af æstri rödd hans. „Hver merkti þessa línu?“ *p.urði oíurstinn og nam staðar. „Hann gerði það, sir“, svaraði brezki undirforinginn, sem næst honum stóð og benti á verkfræð- inginn. — „Hann gerði það en auðvitað rétti ég honum hjálpar- hönd. Ég endurbætti nefnilega verk hans örlítið, jafnskjótt og hann var farinn. Við lítum ekki alltaf sömu augum á hiutina, ég og hann“. Nicholson ofursti virtist naum- ast heyra orð hans: — „Ég skil“, sagði hann loks með ískulda í TÓmnum. Hann hélt áfram göngunni, án þess að gera fleiri athugasemdir og staðnæmdist hjá öðrum undir- foringja, sem var önnum kafinn 'ásamt mönnum sínum við að hreinsa í burtu nokkrar stórar trjárætur, sem þeir di’ógu upp á snarbratta brekkubrún, í stað þess að hrinda þeim niður fyrir árbakkann. Japanski vörðurinn stóð þegjándi og horfði tómlátlega á framkvæmdirnar, sem hann sá ekkert athugavert við. „Hvað eru margir menn við vinnu í þessum flokki?“ spurði ofurstinn hárri röddu. Varðmaðurinn starði á hann, og vissi ekki hvort ofurstanum væri það leyfilegt að tala svona við fangana. En rödd Nicholsons var svo valdmannsleg, að Japaninn þorði ekki að hreyfa sig. Undir- foringinn rétti úr sér og stóð tein réttur fyrir framan ofurstann. „Tuttugu eða tuttugu og fimm, sir. Ég veit ekki með vissu hvort heldur er. Einn maðurinn varð vei'kur jafnskjótt og við komum hingað. Hann varð skyndilegá eitt hvað slappur. — Ég veit ekki 'hvað að honum gekk, sir, því að hann virtist fullkomlega heilbrigð ur í morgun. Svo þurfti að láta þrjá eða fjóra menn bera hann til sjúkrahússins, þar sem hann gat ekki gengið sjálfur. Þeir eru ekki komnir aftur, sir. Þetta var stærsti og sterkasti maðurinn í öllum flokknum, sir, og eins og nú er málum komið, þá er okkur al- veg ómögulegt að skila fullu dags verki. Það er engu líkara en að einhver bölvun hvjli yfir þessari járnbraut". „Hverjum liðsforingja ber að vita með vissu hversu mörgum mönnum hann stjórnar", sagði ofurstinn. — „Hvað eigið þið að skila miklu dagsverki?" „Hver maður á að grafa fimm teningsfet á dag, sir, og aka svo moldinni í burtu. En með þessum bölvuðum rótarhnyðjum, sir, virð ist það ætla að verða okkur um megn“. „Ég skil“, sagði ofurstirín jafn- köldum rómi og áður. Hann hélt svo áfram göngunni og tautaði eitthvað út á milli sam- anbitinna tannanna. Þeir Hughes og Reeves komu á eftir honum. Þeir gengu upp á hæðarbrún og þaðan gátu þeir séð fljótið og ■allt umhverfið. Þarna var Kwai röskar hundrað stikur á breidd og ‘bakkar þess báru hátt yfir vatns- flötinn. Ofurstinn virti landið 'mjög grandgæfilega fyrir sér, en ■sneri sér svo að fylgdarmönnum ■sínum: — „Þessi þjóð, japanska þjóðin er naumast komin af stigi hinna frumstæðustu og menning- arsnauðustu þjóða ennþá. Þeir 'hafa reynt að taka upp okkar að- íerðir og hætti, en þeir skilja það •ekki. Ef fyrirmyndin er tekin frá þeim, er úti um þá. Þeir geta ekki einu sinni framkvæmt það verk, •sem þeir hafa tekið að sér hérna í dalnum, þó að það krefjist ekki mikils ökilnings. Þeir skilja það alls ekki, að þeir myndu spara sér bæði tíma og erfiði með því að gera áætlun fyrirfram, í stað þess að ana óhugsað til verks. Hvert er yðar álit, Reeves? Járnbraut- ir og brýr heyra undir yðar starfs 'grein, er ekki svo?“ „Þér hafið alveg rétt fyrir yð- ur, sir“, sagði Reeves höfuðsmað- ur. — „Ég hef séð um glíkar fram kvæmdir a. m. k. tólf sinnum í Indlandi. Með efnivið sem hægt er að fá hér og þeim starfskröftum sem við höfum yfir að ráða, gæti duglegur verkfræðingur lokið þesssari brúarsmíði á sex mán- uðum. Stundum hitnar mér svo í hamsi við að horfa á vankunnáttu þeirra og skilningsleysi að blóðið sýður í æðum mér“. „Sama segi ég“, mælti Hughes. „Það getur gert mann alveg viti sínu fjær að horfa á slík vinnu- brögð“. „En hvað þá með mig?“ hreytti ofurstinn út úr sér. — „Haldið þið kannske að ég sé ánægður með þetta ófremdarástand? Ég er bók- staflega skelfdur við það sem ég hef séð í morgun, svo að ekki sé meira sagt“. „Hvað sem öðru líður, sir“, sagði Reeves hlæjandi — „þá held ég að við þurfum ekki að óttast neina innrás í Indlandi, ef þecta er brautin sem þeir segjast ætla að nota. Brúin yfir Kwai er ekki alveg tilbúin ennþá, til að halda uppi hinum þungu lestum þeirra". Nicholson ofursti var hugsi, en bláu augun hans störðu hvasst og rannsakandi á fylgdarmennina tvo. „Herrar mínir“, sagði hann. — „Mér er það fyllilega ljóst að við verðum að grípa til róttækra að- gerða, ef við eigum að ná aftur fullri stjórn yfir mönnum olckar. Undir stjórn þessarra villimanna eru þeir orðriir latir, kærulausir og svikulir, en slíkt sæmir ekki liðsmönnum í her hans hátignar. Við verðum að sýna þeim þolin- mæði og umgangast þá með gætni, því að þeir eiga ekki beinlínis sök á því hvernig málum er nú kom- ið. Það sem þeir þarfnast framar öllu öðru er agi, en af honum hafa þeir ekkert haft að segja. Það er tilgangslaust að beita þá ofbeldi. Þið þurfið bara að líta á árangur- inn — gagnslaust og hálfkarað kák, en ekkert sem nothæft getur talizt. Þessir Austurlandabúar hafa nú sýnt það svo ekki verður um villzt, hversu óhæfir þeir eru til að stjórna mönnum". Það varð stundarþögn meðan liðsforingjarnir brutu heilann yf- ir því, hvað ofurstinn ætti raun- verulega við með þessum orðum. En þau voru alveg auðskilin. Hér þurfti ekki að lesa neitt á milli linanna. Nicholson hafði talað jafnhreinskilnislega og alltaf áð- ur. „Þess vegna verð ég að biðja ykkur“, hélt hann áfram — „og ég æbla líka að biðja alla hina liðsforingjana þess — að sýna eins mikla nærgætni og þið frek- ast getið, fyrst um sinn. En þol- inmæði okkar má þó með engu móti ganga svo langt að hún lík- ist þrekleysi, því að þá myndum við hrapa niður á sama stig og þessir siðlausu villimenn. Ég ætla að tala við mennina sjálfur. Við verðum strax í dag að binda endi Verð kr: 735. — Ennfremur margskonai Borð- og vegglampar Jfekla Austurstræti 14. — Sími 11687. - Skrifborðslampar með spíral-armi. Mjög. hentugir fyrir skólafólk. Kr: 295. — Uckla Austurstræti 14 Sími 11687. 1) „Komdu hérna, Andi. Þú ert alltof skynsamur til að fara að elta íkorna og fella niður vörð- ur“. 2) „Mér þykir þetta leitt, Monti. Getum við ekki gert við vörðuna?" „Allt í lagi, Markús, skaðinn er skeður, er ég hrtedd- ur um“. 3) „Göngugarpur. stóri hund- urinn reif niður bænavörðuna!" á þetta smánarlega ástand. Ég þarf vonandi ekki að minna ykk- ur á nauðsyn róttækra aðgerða við fyrsta merki um skemmdar- starfsemi eða vinnusvik. Járn- brautarteinar eiga að liggja lárétt eftir jörðinni, en ekki í hlykkj- um og bugðum, eins og þér tók- uð réttilega fram, Reéves . . . • ANNAR HLUTI 8. f Calcutta var Green ofursti, yfirmaður Herdeildar 316 að kynna sér skýrslu, sem var ný komin til hans eftir hinum venju- legu krókaleiðum — skýrslu sem var skreytt með útskýringum og athugasemdum, frá sex deildum leyniþ j ónustunnar. Herdeild 316 (þekktari undir nafninu „Plastik og Tortíming Co„ Ltd“) hafði enn ekki náð hinni mikilvægu aðstöðu, sem hún hafði síðar þar austur frá, en hún var þegar búin að fá mikinn og vakandi áhuga á hern- aðaraðgerðum Japana í hinum hersetnu löndum, Malaya, Burma, Siam og Kína. Það sem hana skorti af efnum og fjárráðum, reyndi hún að bæta sér upp með áræði og dugnaði erindreka sinna. „Jæja, þetta er nú í fyrsta skipti, sem ég hefi vitað þá alla á einu máli“, tautaði Green fyrir miínni sér. „Eitthvað verðum við að gera í þessu“. Fyrri athugasemdin átti við hinar mörgu leyniþjónustur, sem störfuðu á vegum Herdeildar 316, en hver á sitt sérstaka einangr- aða svæði og fylgdi sinni eigin sérstöku starfsaðferð, með þeim afleiðingum, að niðurstöðurnar urðu oft mjög ósamhljóða. Þetta gerði Green ofursta venjulega 3|Utvarpiö Sunnudugur 5. oklóber. Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Hallgrímskirkju (prestur: Séra Jakob Jónsson. — Orgóanleikari: Páll Halldórsson). 13,15 Beiklavarnadagurinn: Þátt ur SlBS fyrir sjúklinga. (Jónas Jónsson og Ævar Kvaran). 15,00 Miðdegistónleikar (plötur). 16,00 Kaffitíminn: George Feyer leik- ur létt lög á píanó. — Nat-King Cole-tríóið syngur og leikur. 16,30 Veðurfregnir. — Sunnudagslögin. 18.30 Barnatími (Þorsteinn Matt- híasson). 19,30 Einleikur á fiðlu (Davíð Oistrahk). 20,20 Æskuslóð ir. XIV. Reykjavík (Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri). 20,45 Tónleikar (plötur). 21,20 1 stuttu máli. — Umsjónarmaður: Jónas Jónasson. 22,05 Danslög (plötur). 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 6. oklóber: Fastir liðir eins og venjulega. 19.30 Tónleikar: Lög úr kvik- myndum (plötur). 20,30 Um dag- inn og veginn (séra Sveinn Vík- ingur). 20,50 Lagaflokkurinn Frauenliebe und Leben op. 42 eft ir Schuman. (Kirsten Flagstad ‘syngur). 21,20 Þýtt og endursagt: Fi'á suðrænum eyjum (Sigríður Thorlacius). 20,30 Tónleikar: Fil- harmoníuhljómsveitin í Los Angeles leikur þekkt tónverk. (A. Wallenstein stjórnar). 22,10 Fiski mál: Síldargöngur og síldarleit sumarið 1958 (Jakob Jakobsson fiskifræðingur). 22,25 Frá Tón- listarhátíð ISCM (Alþjóðasám- band fyrir nútímatónlist). 23,00 Dagskrárlok. Þriðjudugur 7. oklóber: Fastir liðir eins og venjulega. 19,30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum (plötur). — 20,30 Erindi: Gerðardómar í milliríkja deilum og alþjóðadómstóllinn í Haag. (Jón P. Emils lögfræðing- ur). 20,55 Tónleikar: Sónata í B- dúr eftir Schubert. (Clara Haskil leikur á píanó). 21,30 Útvarpssag an: Útnesjamenn I. (Séra Jón Thorarensen). 22,10 Kvöldsagan: Presturinn á Vökuvöllum XVII. Þorsteinn Hannesson les). 22,30 Lög unga fólksins. (Hjördís S*- var og Haukur Hauksson). 23,26 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.