Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 4
4 MORCZJNBLAÐIÐ Sunnudagur 5. október 1958 í dag er 279. dagur ársins. Sunnudagur 5. október. Árdegisflæði kl. 10,39. SíSdegisflæði kl. 23,16. Helgidagsvarzla er í Vesturbæj ar-apóteki. Sími 22290. Næturvarzla vikuna 5. til 11. október en í Reykjavíkur-apóteki. Sími 11760. Helgidagslæknir í Hafnarfirði er Kristján Jóhannsson. Sími 50056. — SlysavarSstofa Reykjavíkur í Heilsuverndarstöðir.ni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L. R. (fyrir vitjanir) er á sama stað, frá kl. 18—8. — Sími 15030. Næturvarzla vikuna 28. sept. til 4. október er í Vesturbæjar- apóteki, sími 22290. Holts-apótek og Garðs-apótek eru opin á sunnudögum kl. 1—4. Hafnarfjarðar-apótek er ipið alla virka daga kl. 9-21, laugardaga kl. 9-16 og 19-21. Helgidaga kl. 13-16. Næturlæknir í Hafnarfirði er Eiríkur Björnsson, sími 50235. Keflavíkur-apótek cr opið alla virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 9-16. Helgidaga kl. 13—16. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. — Sími 23100. 0 Helgafell 5958105 kl. 6. Inns. Stm. Kosn. Emb. □ EDDA 59581077 — 1 I.O.O.F. 3 = 1401068 Fl. AF M ÆLI o 80 ára er á morgun, 6. október frú Guðrún Guðmundsdóttir, Réttarholti, Garði. EH3 Messur Kópavogssókn: — Séra Rögn- valdur Finnbogason messar í Kópavogsskóla kl. 2. Sóknarprest- ur. — dóttir frá ísafirði og Bárður Ragnarsson, Langagerði 100. gu Ymislegt Orð lífsins: — Þér ernð orðnir viðskila við Krist, þér ætlið að rétt lætast fyrir lögrnál, þér eruð falln ir úr náðinni, þvi að vér væmtum fastlega fyrir Andann að öðlast af trúnni réttlæting. (Gal. 5). ★ Málverkasýning Ágústs F. Peter sen í Sýningarsalnum, Hverfis- götu 8—10, hefur verið opin síðan 25. sept. Aðsókn að sýningunni hefur verið góð og nokkrar mynd- ir hafa selzt. Sýningin er opin í dag kl. 2—7 e.h. Henni mun ljúka fimmtudaginn 9. október. Dunsk kvindeklub heldur fund í Tjarnarkaffi þriðjudaginn 7. október, kl. 8,30. Kaffisala Berklavarnar í Hafn- arfirði, verður í Alþýðúhúsinu, á sunnudaginn, og verður þá selt kaffi þar frá 3—11,30. Norskukennsla fyrir almenning. Norskukennsla fyrir almenning hefst í Háskólanum (VI. stofu) næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 20,15 (byrjendaflokkur) og næst- komandi fimmtudagskvöld kl. 20,15 (framh.fl.). í byrjenda- flokknum er notuð Línguaphone- bók í norsku, sem fæst í Hljóð- færahúsinu (Bankastræti). 1 fram haldsflokknum hefst lestur á „Peer Gynt“ (Pétri Gaut) eftir Ibsen, og allir, sem kunna eitt- hvað í Norðurlandamálum, mega taka þátt í þeim flokki. — Öll kennslan er ókeypis, og öllum er heimill aðgangur. — I. Orgland. Þjóðminjasafnið er opið sunnu- daga kl. 1—4, þriðjudaga, fimmtu daga og laugardaga kl. 1—3. Náttúrugripasafnið: — Opið a sunnudögum kl. 13,30—15 þriðju- dugum og fimmtudögum kl. 14—15 Fíladelfia: — Guðsþjónusta kl. 3,30. Ásmundur Eiríksson. Fíladelfía, Keflavik: Guðsþjón- usta kl. 4 e.h. Haraldur Guðjónss. E^Brúókaup í dag verða gefin saman í hjónaband af séra Jóni Auðuns, ungfrú Inga Jóna Sigurðardóttir, skrifstofustúlka, Einholti 9 og Eyjólfur G. Jónsson, matreiðslu- maður, Bræðraborgarstíg 24A. Heimili þeirra verður að Brekku- læk 1. (Af misgáningi birtist frétt þessi I blaðinu í gær og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðing- ar á þvi). 1 gær voru gefin saman í hjóna- band í Neskirkju af séra Jóni Thorarensen ungfrú Svanhildur Stefánsdóttir og Jón Vigfússon, vélstjóri. Heimili þeirra verður fyrst um sinn í iR-húsinu við Túngötu. Iæiðrélting. — í ýrett um brúð- kaup Leu Þórarinsdóttur og Gests Öla Guðmundssonar sem birtist í blaðinu s. 1. föstud., var heimili þeirra sgat að Brekkustíg 14, en það er að Langholtsv. 60. Hjönaefni rlýlega hafa opinbtrað trúlof- un sína ungfrú Ki-istjana Össurar BBBI Skipin Eimskipafélag Islands h. f.: — Dettifoss fór frá Gdynia 4. þ.m. Fjallfoss fór frá Hamborg 3. þ.m. Goðafoss fór frá New York 3. þ. m. Gullfoss fór frá Reykjavík í gær. Lagarfoss er í Rotterdam. Reykjafoss er í Reykjavík. Trölla- foss fór frá Reykjavíl: 27. f.m. — Tungufoss er í Reykjavík. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: Katla fór fram hjá Kaupmanna- höfn í gærmorgun. Askja er væntanleg til Rvíkur á þriðju- dagskvöld. Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell væntanlegt til Rostock 7. þ.m. — Arnarfell er í Sölvesborg. Jökul- feil væntanlegt til Reykjavíkur í dag. Dísarfell .er á Sauðái'króki. Litlafell er á leið til Reykjavikur. Helgafell er í Leningrad. Hamra- fell væntanlegt til Batumi 7. þ.m. FfejAheit&samskot Laniaði íþróttamaðurinn, afh. Mbl. G. og G. kr. 5.600,00. Sólheimadrengurinn, afh. Mbl. 1 S og B kr. 50,00. Hailgi'ímskirkja í Saurbæ, afh. Mbl.: E G Ó kr. 50,00. I.amaði slúlkan, afh. Mbl.: H N kr. 100,00; G og G 3.000,00; E V 500,00; Lára 100,00. Sjálfstæðishúsið mun hafa opið í kvöld fyrir gesti sína frá kl. 9—11,30, eins og áður tíðkaðist, en þetta hefur legið niðri undan- farna mánuði vegna leiksýninga Heimdallar. — Hljómsveit hússins leikur og mun Iielena Eyjólfsdóttir syngja með hljóm- sveitinni. Bjarni Oddsson - Minning SUNNUDAGINN 27. júlí í sum- ar skeði sá hörmulegi atburður á Akranesi, að ungur maður hrap- aði úr stiga, með þeim afleiðing- um að hann var látinn næsta dag. Var hann að nota frídag sinn til að leggja síðustu hönd, eða þar um bil, á það verk,«em hafði á liðnum mánuðum lagt sig all- an fram við og varið hverri stund til er gafst frá fastastarfi, að búa fjölskyldu sinni og sér fallegan bústað að Vesturgötu 136. Fjölskyldan var fyrir nokkru flutt í nýja húsið, hjónin með tvö lítil börn sín. Þessi ungi mað- ur hét Bjarni Oddsson og var 32 ára gamall. Bjarni var fæddur 3. nóv. 1925 á Suðureyri í Súg- andafirði og var 6. í röð systkina sinna, en þau voru alls 10, börn hjónanna Odds Hallbjarnarsonar, skipstjóra og Guðbjargar Bjarna- dóttur. Bjarni bar nafn móður- afa síns. Langa-langafi hans í föðurætt var séra Hallgrímur Jónsson, lengi prestur í Görðum á Akranesi (d. 1825). Afi hans, Hallbjörn Oddsson, prests í Gufu dal, var gjörhugull og'ágætlega ritfær. Stundaði nám í Latínu- skólanum, en varð að hætta vegna erfiðra heimilisástæðna, er faðir hans féll frá, og gerast fyr- irvinna móður og systkina. Kona Hallbjörns, og amma Bjarna, var Sigrún Sigurðardóttir, merk kona og mikilhæf. Þau áttu mörg börn og er stór ættbogi frá þeim komin. Bjarni ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Suðureyri, en þar rak Oddur faðir hans útgerð, og var á fjórða ári, er fjölskyldan fluttist til Akraness árið 1929. Hann naut þess hjá góðum for- eldrum sínum, sem ástrík móðir og umhyggjusamur faðir geta bezt gefið barninu sínu. Eftir fermingu fór hann í Reykholts- skóla og var þar við nám í tvo vetur. Síðan vann hann við ýmis störf, lengst há vegagerð ríkis- ins, um 10 ára bil, og stjórnaði vélskóflu. Síðast — um nokkurt skeið — stjórnaði hann sams kon ar tæki við malartekjuna í ná- grenni Akraness. Bjarni átti heima hjá foreldrum sínum, þar til hann stofnaði eigið heimili. 12. júlí 1947 kvæntist hann Agötu Þoi'leifsdóttur (í Nesi á Akranesi). Samlíf þeirra var vermt af mikilli umhyggju beggja hvors fyrir öðru og von- um, er þau áttu bæði saman. Hon um var það mest alls að eiga heimili sitt og fá að fórna því kröftum Sínúm. Hann sá vonir sínar rætast, er húsið þeirra við Vesturgötu var fullbúið. Margar stundir og mörg handtök átti hann sjálfur í því að byggja fjöl- skyldu sinni þann fallega sama stað. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Sár harmur sótti þau heim, er þau misstu tveggja ára dóttur sína, Þuríði Erlu'. Hin tvö, stúlka og drengur, hafa feng- ið að vaxa upp í skjóli elskandi móður sinnar, og fá það vonandi einnig eftirleiðis. Bjarni Oddsson var vammlaus og góður drengur, öllum kær, sem með honum voru og störfuðu með honum. Hann vann hvert verk af alúð, traustur að hverju sem hann gekk, og trúr yfir því, sem lionum var trúað fyrir. í dag fari var hann prúðmenni, hægur qg rólyndur, Ijúfur í viðmóti og þá raunbeztur, er á reyndi. í hópi félaga hans og vina er því mikið skarð við fráfall hans, missirinn mikill, en mestur er hann — eðlilega — og sárastur í hópi ástvina hans. Útför Bjarna Oddssonar fór fram frá Akra- neskirkju 2. ágúst, að viðstöddu fjölmenni. Þá, eins og oft áður, var gangan þung. Hugsað var þá til ungu konunnar og litlu barn- ánna og heitar bænir stigu í him- ininn. Ég veit, að hin mikla og almenna samúð var ástvinum hans nokkur styrkur á þessari göngu. Og enn og framvegis verður til þeirra hugsað. Guð blessi þau öll. Vinur. ★ BJARNIODDSSON F. 3 nóv. 1925 — D. 27. júlí 1958 Kveðja frá foreldrum og systkinum. Við kveðjum þig öll með kærri þökk, við kveðjum þig, sonur, og bróðir, sem varst okkur góður, sem varst okkur heill, því verða nú dagarnir hljóðir, að sorgin ber þögul, sár og köld burt sólskin hvers dags að skuggasírónd. En gott er að muna jafn góðan dreng, hér gleymast ei verk þín að sinni. Ef stóð hér á miklu í starfi og raun þá stóð ekki á liðveizlu þinni. Að heimili þínu, þú hlúðir sem bezt og hamingja þín var þar stærst og mest. Þótt vaki nú sorgin, ber vonin enn heim þá vissu, að sjá þig á ný. Þú fórst á undan, við förum þá leið, þá fela ei sjónarbil ský. Því líf manns á veg yfir Ijóssins höf og líf þitt var okkur svo dýrmæt gjöf. Ingólfur Jónsson frá Prestbakka. Spurning dagsins Hvers vegna ferð þú í skólann? Kristín Ólafsdóttir, 12 ára, Mið bæ j arskól anum: Bara að læra eitbhvað. — Til þess að verða eitthvað, þeggr ég er orðin stór — veit ekki hvað hef ekkert hugs að um það —• kannske flug- freyja, helzt það. Gaman í skólanum? — Nei, stundum. Hildur GuSlaugsdóttir, 10 ára, Melaskólanum: Til þess að læra eitthvað, mér finnst álltaf svo gaman í skólan- um — hlakka til að fara í hann núna. Ég veit ekiki hvað ég ætla að verða, þegar ég er búin að læra, kannske að fara í apótek, afgreiða, eða eitthvað svoleið- is — langar svo mikið til þess. Kjartan Lárusson, Núpsskóla: — Auðvitað til þess að losna við skólaskylduna — og læra kannske eittihvað. Til þess að komast seinna í Verzlunarskól- ann, annars eikk ert ákveðið. — Hiakka svaka til að fara vestur, maður verður ekkert sjóveikur og það er nú líka hægt að fara í flugvél. — Donald Rader, 13 ára, Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar: — Til að iæra eitthvað, það er ekkert leiðinlegt. Mér hefur alltaf þóbt gaman í skólan- um. Ég er samt ekkert ákveðinn hvað ég geri, ég er amerískur rík isborgari. Það getur verið að ég fari í herinn, þegar ég verð nógu gamall, þeir fá að læra svo margt í hernum, margt, sem mað- ur getur annars ekki lært. Guðrún Oddgeirsdóttir, Gagn- fræðaskóla Aust urbæjar: Nú •— vegna þess að lögin mæla svo fyrir, að ég skuli vera í skóla til 15 ára aldurs. Það er líka ágætt að lj úka gagnfræðaprófi. Hvað svo tekur við, það veit ég ekki — sennilega ekki meiri skóli. ES Söfn Bæjarbókasafn Reykjavíkur Sími 12308. Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29A. — Útlánsdeild: Alla virka daga kl: 14—22, nema laugai'daga kl. 14—19. Sunnud. kl. 17—19. — Lestrarsalur fyrir fullorðna. Alla virka daga ki. 10—12 og 13—22, nema laugardaga kl. 10—12 og 13 —19. Sunnudaga kl. 14—19. ÚtibúiS, Hólmgarði 34. Útlána deild fyrir fullorðna: Mánudaga kl. 17—21, aðra virka daga nema laugardaga, kl. 17—19. — Les- stofa og útlánadeild fyrir börn: Alla virka daga nema laugardaga kl. 17—19. Útibúið, Hofsvallagötu 16. Út- lánadeild fyrir börn og fullorðna: Alla virka daga nema iaugardaga, kl. 18—19. ÚtibúiS, Efstasundi 26. Útláns deild fyrir börn og fullorðna: — Mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga, kl. 17—19. Barnalesstöfur eru starfræktar í Austurþæjarskóla, Laugarnes- skóla, Melaskóla og Miðbæjar- skóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.