Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 22
22 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 5. október 1958 Brúin yfir Kwai-fliótið 1 SÍÐASTLIÐINNI viku var hér á ferðinni fulltrúi frá Columbía kvikmyndafélaginu, Bert N. Obr- entz, en hann sér um dreifingu og sölu mynda félagsins til þeirra staða, þar sem ekki eru sérstakar umboðsskrifstofur. Notaði Mbl. tækifærið til að spyrja hann hvaða kvikmyndir félag hans hyggðist senda okkur á næstunni, en Stjörnubíó hefur einkaumboð fyrir það hér á landi. Honum fórust svo orð: Væntarriegar kvikmyndir — Fyrst ber að telja myndina „Brúna yfir Kwai-fijótið“, en m.a. í tilefni sýningar hennar kom ég hingað nú. Ég var að athuga aðstæðurnar til að taka hana til sýningar hér. Þetta er afbragðs-mynd, sem hvarvetna hefur hlotið mjög góða dóma gagnrýnenda og jafnframt hylli almennings. Ef okkur tekst að gera aðra jafngóða mynd, þá er- myndum Columbía félagsins sem hún hefur listrænt gildi, hefur hún þegar gefið meira í aðra hönd en nokkur önnur mynd. Sú af myndum olumbía félagsins sem bezt borgaði sig á undan þessari, var „Héðan til eilífðarinnar", sem sýnd var hér í fyrra. í mynd þessari leika þrír afbragðs-leikar- ar, ensku leikararnir Alec Guinn- Bert N. Obrentz ess og Jack Hawkins og banda- ríski leikarinn William Holden. Leikur Guinness brezkan of- ursta, sem er fangi hjá Japön- um, og er látinn byggja brú á- samt samföngum sínum. Þykir hann hafa túlkað þennan fárán- lega stolta Breta af þvílíkum skilningi, að orð fer af um víða veröld. Þessa mynd fær Stjörnu- bíó, bráðlega. ( Þess má geta að þessi kvikmynd var gerð eftir framhaldsögunni sem nú er að byrja í Mbl.) Auk þessarar myndar fær Stjörnubíó bráðlega mynd, sem á frönsku heitir „Les Bijoux de Clarie de Lune“, og hin fræga Bir gitte Bardot leikur í, ásamt Step- hen Boyd og Alidu Valli. Birgitte Bardot drengurumþessar mundir mest allra stjarna kvikmyndahús gesti að bíóunum, bæði í Banda- ríkjunum og Evrópu. Hún hefur samið við Columbía kvikmynda- félagið um að leika hjá því í nokkrum myndum. Sú sem vær.t- anleg er hingað, er tekin á Spáni og í Frakklandi, en kostuð af Columbía. Af öðrum myndum, sem koma á næstunni til íslands, má nefna „Menn og úlfar“. Hún var tekin í ítölsku fjöllunum og leika Yves Montand og Sylvana Mangano aðalhlutverkin. Taka þeirrar myndar tafðist um 6 mánuði, m.a. af því að suma leikarana fennti inni uppi í fjöllum. Auk þess réðust úlfarnir, sem notaðir voru, á nokkra leikarana, en engin al- varleg slys hlutust þó af. Þá kem- ur mynd með Önnu Magnani í aðalhlutverkinu. Þetta er næsta mynd hennar eftir að hún fékk SANTOS kaffi er brennt og malað úr ekta SANTOS baunum. SANTOS kaffi bragðbetra, dekkra og drýgra en venjulegt kaffi, en að sjálfsögðu dálítið dýrara vegna þess, að það er í hærra gæðaflokki. SANTOS kaffi er eftirsóttur kostadrykkur á Norður- löndum og víðar um heim. SANTOS kaffi er fyrir þá, sem vilja gera sér daeamun. Það fæst í næstu búð ásamt okkar ágæta liK/vGAívAr FI. Óskarverðlaunin fyrir Rose Ta- too. Loks kemur myndin um bandarísku leikkonuna Jeanne Eagles og leikur Kim Novak hana. Kim er ei* af þeim fáu, sem eru á föstum samningi hjá Columbía. Yfirleitt eru leikarar ekki lengur ráðnir fyrir fleiri, en eina eða í mesta lagi 2—3 myndir í einu. Porgy og Bess kvikmynduð Og hvað hefur Columbía félag- ið nú á prjónunum? Nokkrar stór myndir? — Merkasta myndin, sem á- formað er að taka, er Porgy og Bess, sem byggist á samnefndri óperu eftir Gershwin, en hún hef- ur notið gífurlegra vinsælda um allan heim í flutning bandarísks negrasöngflokks. .Samuel Gold- wyn tekur myadina og er ákveð- inn í að láta þetta verða sitt meistaraverk og sennilega sitt síðasta, en hann er kominn yfir sjötugt eins og kunnugt er. Öll hlutverkin verða sungin af negr- um. Columbía á kvikmyndarétt- inn á mörgum metsölubókum, sem í ráði er að kvikmynda. Ein þeirra er „Þeir komu til Con- dura“. Cary Grant mun leika að- alhlutverkið. Þá verður bráðlega gerð teiknimynd í litum úr „1001 nótt“. Ein gamanmynd er á ferð- inni hjá okkur. Hún heitir „Gjöf frá strákunum“ og er gerð eftir bók blaðamannsins fræga Arts Buchwalds, sem skrifar í Herald Tribune, og þykir ákaflega fynd- inn. Það er saga um bófaforingja, sem Bandaríkjastjórn sendir úr landi og heim til Sikileyjar, þar sem hann neyðist nú til að lifa ofur hversdagslegu lífi. Ég gæti í allan dag haldið áfram að telja upp myndir, sem við erum að taka eða höfum í hyggju að taka, því við framleiðum um 50 myndir á ári, þar af milli 20 og 30 er- lendis. Kvikmyndir eftirsóttasta skemmtunin — Er farið að draga úr kvik- myndasókn í heiminum? Og er ekki smekkur fólks á myndir mis jafn eftir löndum? — í einstaka löndum, þar sem eru góð sjónvörp, eru kvikmyndir heldur minna sóttar en áður. Ann ars staðar eru kvikmyndasýning- ar alltaf eftirsóttasta skemmtun- in. Hér sést áhuginn á kvik- myndum og kvikmyndaleikurum um leið og komið er inn í boka- búð. Þar blasa við öll helztu leik- arablöðin. Hvað smekknum viðkemur, þá er hann í stórum dráttum mjög svipaður alls staðar, en þó er þetta ofurlítið mismunandi eftir landsvæðum. T. d. eru kúreka- myndir ekki vinsælar á megin- landi Evrópu og mér skilst að það sé sama sagan hér. Aftur á móti eru þær ákaflega vel sóttar í Austurlöndum. f Suður-Amer- Birgitta Bardot íku vill fólk ekki söngvamyndir, kýs heldur dramatískar og dap- urlegar myndir. Við reynum að framleiða myndir, sem eru vin- sælar á hvaða markaði sem er, stundum tekst það, stundum ekki. Og eitt vil ég taka fram, við æt.1- um okkur alltaf í upphafi að gera góða mynd, hvernig svo sem tekst til. • — Hér fáum við mýndirnar alltaf ákaflega seint. Hvernig stendur á því? — Ég held að þið fáið mynd- irnar um það bil ári eftir að við sendum þær á markaðinn. Or- sökin er aðallega sú, að þið eruð of fá og markaðurinn of lítill til að kvikmyndahúsin hafi efni á að kaupa fyrstu filmurnar, sem eru dýrastar. Auk þess eru flest kvik- myndahúsin ykkar tiltölulega ný og hafa því úr miklu af eldri myndum að velja. KV I #C MY N D I R Bœjarhíó: „Útskúfuð kona" BÆJARBÍÓ í Hafnarfirði hefur nú á fimmtu viku sýnt þessa frá- bæru ítölsku kvikmynd við mikla aðsókn. Myndin gerist á Ítalíu á tímum fyrri heimsstyrjaldar. Óvinirnir reka flótta ítala um héruðin umhverfis Feneyjar og eira engu, sem fyrir þeim verður fremur en hinar viltu og grimmu hersveitir Húnakonungs forðum. Þeir ræna og hnupla, brenna hí- býli manna og svívirða konur þær, sem á vegi þeirra verða. — Tvær konur, Luisa, sem gift er ítölskum liðsforingja og mágkona hennar, ung og fögur stúlka, Klara að nafni, heitbundin ítölsk um hermanni, verða of seinar til þess að komast undan óvinunum. Eru þær báðar svívirtar, en Mir- ella 10 ára dóttur Luisu verður svo óttaslegin við komu óvin- anna að hún missir mál og minni. — Hér við bætist að almenning- ur í þessum héruðum er orðinn hálftrylltur af stríðsótta og hatri til óvinanna. — Ofbeldi hinna þýzku hermanna gegn þeim Lu- isu og Klöru, hefur sínar afleið- ingar, — og gerist nú sár og átak- anlegur harmleikur, er ástvinir þeirra koma heim og verða þess áskynja hversu komið er. — Verð ur sú áhrifaríka saga eigi rakin hér. Mynd þessi er sannkölluð stór mynd, stórbrotið listrænt afrek, er lýsir á raunsannan og sann- færandi hátt mannlegum þján- ingum, sorg og örvæntingu. Og hún er frábærlega leikin, enda fara með aðalhlutverkin þær Lea Padovani, er leikur Luisu og hin unga leikkona Anna Maria Ferrero, er fer með hlutverk Klöru. Eru báðar þessar leikkon- ur í fremstu röð ítalskra leik- kvenna og er þá mikið sagt. Pa- ola Quattriui er leikur Mirellu litlu fer einnig ágætlega með það hlutverk. Þetta er mynd, sem maður i gleymir seint. — Ego.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.