Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 5. október 1958 MORGVNBL 4Ð1Ð Tónleikar i Dómkirkjunni I GÆRKVÖLDI voru mjög á- nægjulegir hljómleikar í Dóm- kirkjunni. Dr. Páll ísólfsson spilaði nokkur verk á orgelið eft- ir Handel, Bach, Muffat og Max Reger, en rússneski fiðlusnill- ingurinn Marine L. Jashvílí lék einleik á fiðlu Chaeonne eftir Bach og með Dr. Páli fiðlusónötu í D-dúr eftir Hándel. Leikur ungfrúarinnar var með afbrigðum áhrifamikill. Chac- onne Bachs er ekki verk fyrir unglinga til að leika sér að, held- ur þvert á móti æðsta takmark allra djarfhuga fiðluleikara, eld- skírn hinna þroskuðu listamanna. Ungfrúin lé'k Chaconnuna eins og sá sem valdið hefir, fegurð verksins og ómælanleg dýpt steig upp af fjölum hljóðfærisins á þann hátt að áheyrendur spurðu með nokkurri undrun hvaðan svo ungri konu kæmu þau máttugi strok og háþroskaða tilfinning. Dr. Páll virtist kunna vel við sig í hinum unga félagsskap, því að leikur hans var þeim töfrum innblásinn að vafasamt er hvort hann hefir áður leikið betur. Passacaglit Muffats er að vísu mjög heillandi skáldskapur, enda lék Páll hana svo fallega að gamla kirkjan okkar breyttist skyndilega í dýrðlegt musteri. í samleiknum með ungfrúnni mátti vart á milli sjá hvort yngra væri í andanum hin 26 ára gamla mey eða hinn hálfsjötugi landi okkar. Þetta voru með allra ánægjuleg- ustu tónleikum sem hér hafa heyrzt undanfarið. — R. J. Kvikmyndasýning FRÍMERKJASÝNINGIN Frímex hefur nú staðið í viku og verið vel sótt. í kvöld kl. 8,30 verður kvikmyndasýning í anddyri Þjóð- minjasafnsins. Sr. Guðmundur Guðmundsson, Útskálum: Boðorðið mikia Þormóður goði virðist ekki vera mjög hlaðinn, en hann er þó með metafla reykvískra togara, eða jafnvel meira. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) 2000 tonn at karfa á land í Reykjavík í sl. viku Þormóður goði með nœr 400 tonn í gœrdag í GÆRDAG kom Bæjarútgerðar- togarinn Þormóður goði af karfa veiðum og var togarinn með full- fermi. 1 gær var ekki vitað með vissu hve mikill aflinn væri, en menn voru öruggir um, að það væri að minnsta kosti aflamet hjá Reykjavíkurtogara, og talið að aflinn væri um og yfir 380 tonn. Þormóður goði var sjöundi tog arinn í síðustu viku, sem landaði hér karfaafla af Fylkismiðum við Nýfundnaland, og hafa þá alls borizt í vikunni um 2000 tonn af karfa úr 7 skipum, sem allur hef- ur farið í hraðfrystihúsin. Mestur ísfiskafli sem togari hefur landað fram til þessa er 330—340 tonn. Afla þann sem Þormóður goði kom nú með, Samúel Guðmundsson Hrafnabjörgum - minning SIÐASTLIÐINN þriðjudag and- aðist Samúel Guðmundsson bóndi á Hrafnabjörgum í Ögursveit, í Landspítal:.num. Hafði hann leg- ið í sjúkrahúsinu um skeið en kennt þess sjúkdóms, er dró hann til dauða allmiklu lengur. Samúel Guðmundsson var fædd ur að Efstadal í Laugardal 9. júii^.úið 1906. Hann var því rúmlega 52 ára gamall er hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Þorst insdóttir og Guð- mundur Samúelsson. Ólst S^múel u_ -’drum sínum í Laug- £ ’"1, lengst af í Efstadal en einnig áttu ' au heimili um nokk- urra ára skeið að Laugabóli. En árið 1921 fluttu þau að Hrafna- björgum. Þar byrjaði Samúel síðan bú- skap árið 1930, fyrst með móður sinni eftir að hún hafði misst mann siiin. En árið 1935 kvænt- ist hann T*'1.di Hjaltadóttur frá Skarði, ágætri og dugmikilli konu. Áttu þau saman 8 börn, sem öll eru á lifi, 5 syni og þrjár dætur. Synirnir eru Sigurjón, Helgi verkfræðinemi, Guðmund- ur búfræðingur, Sigurbjörn og Hjalti, en dæturnar Ólöf Svava, Hrafnhildur og Ásdís. öll eru börnin einkar vel gefið og mynd- arlegt fólk. Samúel á Hrafnabjörgum féll frá á bezta aldri. En hann hafði lokið miklu dagsverki. Árið 1936 byggði hann myndarlegt stein- hús á jörð sinni og hófst jafn- framt handa um ræktun hennar. Meðan vélakostur var lítill gengu ræktunarstörfin hægt. En allt frá 1949 þegar kostur varð stórvirkra tækja var Samúel stórvirkur ræktunarmaður. Stækkaði hann tún jarðar sinnar mikið og er það nú allt slétt og véltækt. Eru Hrafnabjörg nú ágæt jörð, sem ber stórt og gott bú. Samúel Guðmundsson var sann ur og ágætur bóndi. Hann trúði á landið og ávöxt ræktunarstarfs- ins, og hlífði sér í engu í barátt- unni fyrir umbótum á jörð sinni. Mikill skaði er að fráfalli þessa dugmikla bóndn á miðjum aldri. Og mikill harmur er kveðinn að konu hans og börnum. En hinn myndarlegi barnahópur þeirra Hildar og Samúels mun halda merki föður síns á lofti, þótt hann sé horfinn. Og verk hans á Hrafnabjörgum munu einnig standa sem minnismerki um dug- mikinn og athafnasaman fram- faramann. Hinn fagri og hlýi Laugardalur, öll ögursveit kveð- ur bóndann á Hrafnabjörgum með þökk fyrir líf hans og starf. Rík Scuiúð frá vinum og sveit- ungum st_ .nir til ástvina hans. Minningarathöfn var í gær haldin — Samúel Guðmunds- son í Fossvogskapellu. En jarð- arför hans verður gerð heinfa að ögri, hinu forna höfuðbóli og kirkjustað í hiarta Ögursveitar. S. Bj. voru skipsmenn rúmlega 3Vz sól- arhring að koma fyrir í hinum miklu fisklestum og lét skipstjór- inn, Hans'Sigurjónsson, mjög vel yfir þessari veiðiför, — sem og vonlegt var. Togarinn hreppti slæmt veður fyrsta sólarhringinn, en eftir það gott siglingaveður. Með skipinu kom einn skipverja af togaranum Sólborg er meiðzt hafði illa á hendi og var hann með hana í fatla. Karfalandanirnar í síðustu viku voru þessar: Fylkir 313 tonn, Skúli Magnússon 173, Askur 280, Hvalfell 274, Þorsteinn Ingólfs- son 315, Ingólfur Arnarson 280. Matt. 22, 34-46. BOÐIÐ mikla, boðorð kærleik- ans, býður oss að elska Guð um alla hluti fram og náunga vorn eins og sjálfa oss. — Það er þetta boðorð, sem á að vera yfirskrift- in yfir hugsunum vorum, orðum og athöfnum, yfir öllu lífi voru. En hvar stöndum vér gagnvart þessu boðorði, sem, býður oss að elska Guð umfram allt annað? Hefur þú gjört þetta? — Hef ég gjört þetta? Nei, fjarri fer því. Miklu fremur hef ég elskað mitt eigið líf, eigin persónu og eigin hagsmuni, jafnvel gleymt Guði og kærleik'a hans til min fyrir eigin hagsmunum. Þetta er sann- leikurinn um mig. Kærleiksboð- orðið mikla, sem býður mér að elska Guð af öllu hjarta, af allri sálu og af öllum huga mínum, verður þannig til þess að dæma mig og mitt kærleikssnauða hjarta þungum dómj. Ég hef ekki gjört það sem mér var skylt að gjöra. I * I En hvar stöndum vér þá gagn- vart boðorðinu, sem segir: Þú skalt elska náunga þinn eins og I sjálfan þig? Hefur þú gjört þetta? — Hef ég gjört þetta? Nei, fjarri fer því. Hér fer eins og með hið fyrra boðorðið. — Ég stend svo óendanlega langt frá því að hafa gjört það, sem boðorðið bauð. Ég hef staðið mig mjög illa gagn- vart þessu einfalda en þó svo erfiða boðorði. Og það er þetta, sem er mín höfuðsynd, af því að hún er undirrót og felur í sér allar aðrar syndir mínar, þetta, að ég hef hvorki elskað Guð né meðbræður mína eins og mér bar að gjöra. ★ Þannig verður þá kærleiksboð- orðið æðsta og mikla til þess að kveða upp dóm yfir kærleiks- leysi mínu, bæði gagnvart Guði og mönnum. Ég er sekur, af því að ég hef ekki gjört það, sem mér var skylt að gjöra. Og sektinni fylgir dómur. En ég fiíin, að ég muni aldrei geta uppfyllt þetta boðorð, þótt ég legði mig allan fram; til þess er veikleiki minn of mikill og eigingirni mín of rík. En þótt þessi niðurstaða sé fengin, vil ég ekki horfa á eigin sekt og veikleika eða nema þar staðar, því að það gerir engan að betri manni; heldur vil ég beina sjónum mínum til hans, sem óréttlætið og kærleikann hefur og réttlætið og kærleikann gefur — til Jesú Krists. — Hann einn hefur uppfyllt hið erfiða kærleiksboðorð, svo mikill er kærleiki hans. En það er eðli kær leikans að vilja miskunna og fyrirgefa. Þess vegna verður von mín að byggjast á kærleika hans, náð hans og miskunnsemi, því að vald hefur hann til þess að fyrirgefa mönnunum syndir þeirra, af því að hann er Guðs sonur. Og með því að vér vitum, að enginn hefur opinberað kærleik- ann hér á jörð svo sem Jesú Kristur, Guðs sonur, þá vitum vér einnig, að leiðin til þess, að vor kærleikssnauðu hjörtu geti eignazt meira af elsku til Guðs og elsku til manna — er sú, að hafa Jesúm daglega fyrir augum og hugleiða hvílíkan kærleika hann bar til föðurins á himnum og til vor mannanna. Farþegaflug með þotum á Atlantshafsleiðinni hófst í gæt Comet IV fóru bæði austur og vestur úm hafið, þéttsetnar farþegum LUNDÚNUM, 4. okt. (Reut- er) — I morgun lagði af stað yfir Atlantshafið frá Lund- únaflugvelli farþegaþota af gerðinni Comet IV, í eigu brezka flugfélagsins BOAC, og er þar með hafið farþega- [lug á þessari flugleið með þotum. SL. fimmtudag fór önnur þota af þessari gerð til Bandaríkjanna og var þetta reynsluflug. í kvöld kl. 7 leggur hún af stað frá New York full af farþegum, og er gert ráð fyrir, að vélarnar mætist yf- ir Atlantshafi, í mjög mikilli hæð. Eiga þær þá að skiptast á kveðj- um til að undirstrika sigur Bret- anna yfir bandarísku flugfélög- unum á sviði þrýstiloftsflugs, en þó má geta þess, að ekki líður á löngu, þar til bandarísku flug- félögin taka farþegaþotur i sína þjónustu. Brezka þotan, sem fór til New York í dag, var þéttsetin, eins og fyrr getur, og meðal farþega var forstjóri BOAC, Sir Gerald D’ Er langer. Sumir farþeganna höfðu pantað sæti fyrir ári. Þeim var boðið kampavín um borð og fengu minjagripi. — Gert var ráð fyrir, að vé'lin kæmi við á Gand er, Nýfundnalandi, og tæki elds- neyti þar. Bandaríska flugfélagið Pan American, sem er aðalkeppi- nautur BOA.C á Atlantshafsleið- um, byrjar farþegaflug með þot- um 26. okt. n.k. og mun þá nota þotuna Boeing 707. Ein slík vél er nú í reynsluflugi á Atlantshafs- leiðinni og fór hún í dag til Bandaríkjanna um ísland, skömmu eftir að Comet IV lagði af stað. Þess má loks geta, að hraði Comet IV er 530 mílur á klst. og vélin getur flogið 3000 mílur í einum áfanga. Eins og menn muna, var Comet 1 tekin í notkun 1952, en var tek in úr umferð tveimur árum síð- ar, eða eftir að tvær þotur af þessari gerð höfðu hrapað í Mið- jarðarhaf vegna galla á byggingu vélanna. Síðan hafa de Haviland verksmiðjurnar haldið tilraunum sínum látlaust áfram og nú þykj- ast forráðamenn fyrirtækisins sjá draum sinn rætast í Comet IV. Comet IV, sem fór í dag frá New York til Lundúna, lenti í kvöld á Lundúnaflugvelli eftir 6 klst. og 12 mín. flug. Var hún 7 mínútum skemur en fyrra metið á þessari flug- Ieið. Þegar vélin lenti, nálg- aðist Comet IV New York óð- fluga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.