Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.1958, Blaðsíða 2
2 MORC VN B.l 4Ð1Ð Sunnudagur 5. október 1958 Verbum oð /i/ýðo siðferÓilegri köllun okkar sem bókamanna Frá opnun sýningarinnar í gœr BANDARISKA bókasýningin var opnuð með hátíðlegri athöfn kl. 2 í gær. Meðal viðstaddra voru Mr. Curtis G. Benjamin forseti bandaríska bókaútgefendaráðsins og dr. Roy Basler, bókavörður við Þingbókasafnið í Washington. Margt íslenzkra gesta var einnig við opnun sýningarinnar. Sýning in er haldin að Laugavegi 18 í mjög rúmgóðum og skemmtileg- um húsakynnum fyrir ofan verzlunina Liverpool. Pétur Ólafsson, forstjóri ísa- foldar bauð gestina veikomna og gaf ýmsar upplýsingar um sýn- inguna. Kvað hann vera þar til sýnis 2500 bækur, samtals allt að 18000 bindum. Hann skýrði frá því, að undirbúningur að sýning- unni hefði hafizt fyrir um það bil hálfu ári, og þakkaði Upplýs- ingaþjónustu Bandaríkjanna hér á landi fyrir mikilsverða aðstoð og erlendum gestum fyrir kom- una. Þá flutti Gylfi Þ Gíslason, menntamálaráðherra ávarp. Kvað hann það mikið ánægjuefni, að opnuð skyldi hér á landi sýning á bókum frá þeirri þjóð, er væri voldugust og auðugust í heimin- um. Hann taldi það hafa verið Bandaríkjunum og öllum heimi til gæfu, að þar skyldj hafa verið og vera frelsi til að semja og gefa út bækur, og bar fram þá ósk, að þessi bókasýning mætti vrrða til þess að treysta þau bönd, sem tengja Bandaríkjamenn og ísiend inga. min kveðju frá bandarískum bókaútgefendum. Ræddi hann nokkuð um siðferðilegar skyldur bókaútgefenda á þessari öld hraðans. Kvað hann þetta vanda- mál ekki aðeins snerta bókaút- géfendur, heldur einnig bóksala, lesendur og bókavini. Við verð- um að hlýða siðferðilegri köllun okkar sem bókamanna betur hér eftir en hingáð til, sagði Mr. John J. Muccio, sendiherra Bandaríkjanna á íslandj Benjamin. Við verðum að keppa að því, að beztu bækur hverrar þjóðar séu gerðar aðgengilegar til lestrar fyrir allar aðrar þjóðir. Hann benti á, að bókasýningar sem þessi væru spor í rétta átt, en það væri aðeins byrjunar- Þá flutti Mr. Curtis G. Benja- skrefið. Þá fór Mr. Benjamin nokkrum orðum um alþjóðlega samvinnu á sviði bókaútgáfu, sem nú er stöðugt að færast í vöxt, og sagði að lokum að það væri skylda okkar allra, að stuðla að framgangi þeirrar samvinnu. Þessu næst opnaði sendiherra Bandaríkjanna á fslandi, John J. Muccio, bókasýninguna með á- varpi. Sagði hann m. a. að hann þekkti ekkert, er gæfi sannari mynd af landi sínu, en vandlega valið safn bóka. í öðru lagi kvaðst hann ekki þekkja neina þjóð, þar sem hið ritaða orð skipaði æðri sess en meðal íslendinga. Á þessari sýningu má kynnast. mörgum þáttum bandarísks þjóð- lífs, sagði sendiherrann. Hér er brugðið upp myndum af listum vorum, þáttum úr sögu vorri, lýsingum af borgum og bæjum og hinu víðáttumikla meginlandi, sem vér byggjum. Hér má einnig sjá árangurinn af sumum vís- indarannsóknum vorum og síðast en ekki sízt er hér árangurinn af hugarstriti frjálsra manna, hugs- anaheimur þeirra og heimspeki- kenningar, þættir úr kveðskap þeirra og trúarjátningu. Sendiherrann sagði ennfremur: Þáttur hreinskilninnar, sem fram kemur í þessum bókum, er kann- ske betri en nokkuð það, sem þessi spegilmynd af bandarisku þjóðiífi hefur að geyma. Það er margbrotin mynd, sem frjálsir karlar og konur hafa lagt hönd að. Vér erum stolt af henm, og ég vona, að í yðar augum sé hún einnig dýrmætt framlag í hinn mikla sjóð mannlegra þrekvirkja á sviði bókmennta. Berklcvarnadagurinn S.I.B.S. 20 I i aag ara Á SUNNUDAGINN er berkla- varnadagur S.Í.B.S. í ár eru 20 ár liðin síðan berklasjúklingar stofnuðu með sér samband og hófu starf, sem nú er orðið eitt af merkustu átökunum í íslenzk- um félags- og heilbrigðismálum. Á berklavarnadaginn verður að vanda selt tímarit S.Í.B.S., Reykjalundur, og merki dagsins, en á þeim eru faldir 300 happ- drættisvinningar. Stærsti vinn- ingurinn er 20.000 krona útvarps grammifónn. að Rekjalundi, til allt að fjögurra mánaða dvalar, ef rúm væri fyr- ir þá. Enn sem komið er hefur það þó ekki getað orðið. Á árinu 1957 skiluðu vistmenn ingarstofnuninni, en auk þeirra eru fjöimargir aðrir sem aðstoða þarf. Veitir skrifstofa S.Í.B.S. þessu fólki hverskonar hjálp. Á þingi S.Í.B.S., sem haldið var í sumar, var samþykkt að koma á fót vinnustofu fyrir al- menna öryrkja og er nú verið að Reykjalundi 110 þús. vinnu- 1 koma upp tveimur slíkum vinnu- stundum, en það samsvarar full- stofum í bænum. um vinnutíma 50 manna. En þess- um vinnustundum hefði þjóðar- heildin tapað, ef Reykjalundur væri ekki til. Á Reykjalundi eru eins og á undanförnum árum framleiddar saumavörur, margs konar vörur í gær ræddu fréftamenn við j úr plasti og tré o.fl. Plastiðjan er tjórn samtakanna í tiiefni af- : orðin langstærsti framleiðslulið- 1 urinn, og hefur á árinu verið tek- °g mælisins um störf S.Í.B.S. framleiðsluna á Reykjalundi. Oddur Ólafsson læknir á Reykjalundi skýrði svo frá, að þrátt fyrir lækkandi dánartölu af völdum berkla og minnkandi sjúkiingafjölda, hefði vistmanna- fjöldi á Reykjalundi ekki minnk- að. Þar væru nú rúm fyrir 91 vistmann og búizt væri við að in upp framleiðsla á mörgum nýj um hlutum, eins og flísum, list- um o. fl. Mesta nýjungin mun vera framleiðsla heimæða fyrir Hitaveituna úr ,,polyethelene“, en það hefur þann kost að tærast ekki af sýru og öðrum efnum, er finnast í jarðveginum. Voru í fyrstu gerð til reynslu tvöföld Lánasjóð rekur S.Í.B.S. og í sambandi við hann hefur alls 250 manns verið hjálpað um lán til bygginga. Að lokum gat Þórður Bene- diktsson, framkvæmdastjóri S. í. B.S. þess, að sama væri til hverra samtökin þyrftu að leita, hvort sem það væri til almennings eða Mynd þessi er cekin við opnun híbýla- og tómstundasýningar- innar í Listamannaskálanum í fyrradag. Sér miðsvæðis yfir sal sýningarinnar. Meðal þeirra, sem sjást á myndinni, eru Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri og frú hans, og framkvæmdastjórl sýningarinnar, séra Bragi Friðriksson. Sýningin er opin til 14. þ m. 1 dag kl. 4 síðd. verður sýnt þar brúðuleikrit og í kvöld vcrður kynning á fatnaði, snyrtingu og almennri umgengni. (Ljósmynd: Gunnar Rúnar) Allir synir mínir eftir Miller verður fyrsta verkefni L. R. á vetrinum í FYRRADAG kvaddi stjórn Leik félags Reykjavíkur fréttamenn á sinn fund og skýrði frá væntan- legum verkefnum leikfélagsins fram til áramóta. Fyrsta verk- efni Leikfélags Reykjavíkur á vetri komanda verður „Allir syn- ir mínir“, eftir Arthur Miller. Leikrit þetta var fyrst sýnt í New York 1947. Er það fyrsta leikritið, sem aflaði höfundinum viðurkenningar sem leikrita- skálds og talið eitt af hans beztu verkum. Leikritið er harmleikur í þremur þáttum og hefur Jón Óskar þýtt það. Æfingar standa nú yfir og verður frumsýning væntanlega í kringum 20. þ. m. Leikstjóri er Gísli Halldórsson, en með aðalhlutverkin fara Helga Valtýsdóttir, Brynjólfur Jó- hannesson, Helga Bachmann og Dýr hektari í VIÐTALI við Pál Sveinsson, sandgræðslustjóra, sem birtist í blaðinu í gær, var það haft eftir Páli, að kostnaður við áburðar- dreifingu úr flugvél næmi aðeins kr 60.000 á hvern hektara. Hafði opinberra aðila, aldrei stæði á þarna orðið meinleg prentvilla, liðsinni og fyrir það væru sam- j því að kostnaðurinn er aðeins kr. tökin að sjálfsögðu ákaflega j 60,00 á hvern hektara og leið- þakklát. réttist þetta hér með. Jón Sigurbjörnsson. Önnur hlut- verk eru leikin af Sigríði Hagalín, Guðrúnu Stephensen, Guðmundi Pálssyni, Steindóri Hjörleifssyni og Árna Tryggvasyni. Magnús Pálsson hefur málað leiktjöldin, en hann hefur nú verið ráðinn fastur leiktjaldamálari hjá fé- laginu. / Næsta viðfangsefni L. R. verð- ur „Night must fali“, eftir welsk- an leikritahöfund, Emlyn Wil- liams að nafni. Er hann mjög þekktur sem leikritahöfundur og leikari og lék sjálfur aðalhlut- verkið er þessi leikur var færður á svið í New York og London. Er þetta fyrsta verk höfundar, sem sýnt er hér á landi. Helgi Skúlason er leikstjóri og er þetta í fyrsta skipti, sem hann hefur með höndum leikstjórn hjá Leik- félagi Reykjavíkur. Gísli Hall- dórsson fer með aðalhlutverkið, en Skúli Bjarkan hefur þýtt leik- inn. Efnið er óhugnanlegt og afar spennandi. Hefur leikritið verið sýnt við feikna aðsókn og gerð eftir því kvikmynd. Það gerist í Englandi. Frumsýning er áætluð um r' .'jnn' ' 3r. Auk þessa mun „Nótt yfir Napoli" sýnt fyrri hluta vetrar, en milli jóla og nýjárs er fyrir- huguð sýning á íslenzkum gam- anleik með söngvum. Standa yfir samningar milli leikfélagsins og höfundar, hvers nafn er ekki lát- ið uppi að sinni. fullskipað yrði þar í vetur. Á síð- plaströr með loftrúmi á milli asta þingi S.Í.B.S. var samþykkt j senr hægt er að stinga stálrör- að taka mætti almenna öryrkja FRÚ Sigríður Thomsen, Ásvalla- götu 11, Reykjavík, varður átt- ræð á morgun, má’ ’ag. Grein um hana bíður ves.n. .umleysis tU þriðjudags. um í, og hafa þau gefist svo vel, að Hitaveitan hefur nú pantað 10 þús. km. af slíkum rörum. Þetta er ekki eingöngu nýjung hér á landi, því ekki er vitað til þess að slík rör séu framleidd neins staðar annars staðar. Á Reykjalundi hefur á þessu ári verið komið upp mótaverkstæði fyrir plastverksmiðjuna og spar- ar það mikil kaup á erlendum mótum. S. í. B. S. byggir nú eins ört og leyfi fást á Reykjalundi. í bygg- ingu er vinnuskáli, skrifstofu- bygging, vörugeymsla og þvotta- hús. Framkvæmdastjóri þar er Árni Einarsson. Kjartan Guðnason, formaður félagsmálanefndar skýrði frétta- mönnum frá starfsemi þeirrar deildar, en hún annast aðstoð við berklaöryrkja í Reykjavík og víð ar. í Reykjavík munu um 170 manns vera á bótum hjá Trygg- Olympíuskákmótið í Munchen BIÐSKÁKIR úr 2. umferð, gegn 1 mistakast ef þeir eiga að verða Iran fóru þannig, að Guðm. I fyrir ofan baráttusætið. Pálmason gerði jafntefli á 2. I í 1. riðli, sem er jafnsterkastur borði,-en Freysteinn Þorbergsson eru Rússarnir fyrirfram yfir- og Ingimar Jónsson unnu á 3. og j gnæfandi líklegir sigurvegarar og 4. borði. í þriðju umferð í gær j Búlgara mundi mega telja lík- tefldi ísland við Finnland og urðu úrslit þau að Ingi R. Jó- hannesson vann Ganen, en Guðm. Pálmason gerði jafntefli við Böök. Tvær skákir urðu biðskák- ir. — Eiga íslendingar því 7 vinn- inga og 2 biðskákir eftir 3 um- ferðir og munu vera í efstu sæt- um í sínum riðli. Hins vegar eiga þeir eftir alla sterkustu andstæð- ingana. Telja verður fyrirfram víst að Bandaríkin verði efst í þessum riðli og Vestur-Þýzka- land í 2. sæti, en Spánn og ísland keppa við ísrael um þriðja sætið, 1 en ísrael hefir byrjað vel með 5 % vinning móti V-Þýzkalandi og Suður-Afríku. Það verður ! mjög hörð barátta og V-Þjóðverj- unum má auðvitað ekki mikið lega í 2. sætið. Síðan berjast Dan mörk, Holland og Austurríki um þriðja sætið. í þessum flokki hef- ir það helzt orðið til tíðinda, að Danmörk fékk 2:2 gegn Búlgaríu í 1. umferð og Holland 1V2 gegn Rússlandi. í. 2. umferð tapaði heimsmeistarinn Botvinnik fyrir Ducksteins, Austurríki en í 1. umferð náði Donner jafntefli við hann. Rússarnir unnu samt Aust- urríki og eru efstir í riðlinum. í 3. riðli eru Ungverjar líklegastir til sigurs ásamt Argentínumönn- um, en um 3. sætið berst England við Austur-Þýzkaland. Pólland og Columbia eru einnig nokkuð sterk. í 4. riðli má ætla að Júgó- slavía verði efst og Tékkóslóvak- ía önnur, en Sviss líklegri en Sví þjóð og Kanada í 3. sætið. Þarna byrjuðu Tékkóslóvakía með 4:0 gegn Túnis og Sviss með 4:0 gegn Belgíu sem teflir án O’Kelly, — B. M, Úrslit í 2. riðli (riðli íslands) hafa orðið þessi: Fyrsta umferð: ísland 2, Noreg- ur 2, íran Vz, Spánn 3y2, Finniand 2, V-Þýzkaland 2, ísrael 3, S- Afríka 1. Önnur umferð: ísland 314, íran i/2, V-Þýzkaland iy2, ísrael 2 y2, Spánn 3, Finnland 1, Bandaríkin 3, Noregur 1. Þriðja umferð: írar hálfur, Bandaríkin þrír og hálfur, ísrael 1, Spánn 3, S-Afríka 0, V-Þýzka- land 4. í frétt af úrslitum íslands og Finnlands var þetta kunnugt: Ingi R. vann Ojanen, Guðmundur Pálmason gerði jafntefli við Böök, og Freysteinn gsrði jafn- tefli við Hellström. Ókunnugt var um úrslit á fjórða borði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.