Morgunblaðið - 09.11.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.11.1958, Blaðsíða 16
16 MORCVTSHLÁÐIh Sunnudagur #. nóv. 1958 Barnafæðan „Baby O. K.“ inni heldur fjörefni og steinaefni í réttu hlutfalli — og er fram- leidd af vísindalegri nákvæmni Baby O. K. nr. 1 er fyrir ^örn frá 0—6 mánaða. Baby O. K. nr. 6 er fyrir börn frá 6 mán. til 4 ára aldurs, og er jafnframt ágæt „dí- æt“ fæða. — „KUNDG0RELSE om ægteskabs indgáelse i Danmark. Det bliver herved bragt til al- mindelig kundskap, at ugift, tapet- serer Vagn Crone Mortensen, Hraunteig 21, Reykjavik, der er fodt i Finderup sogn, Danmark, den 19/2 1930 og ugift, brodöse Dora Jensen, MávaKlíð 30, Reykjavík, der er fodt i Hammel eogn, Danmark, den 4/10 1930 agter at indgá ægteskab med hinanden. Eventuelle anmeldelser af hin- dringer for ægteskabets indgáelse fremsættes inden 14 dage for: borgmesteren i Silkeborg, Dan- mark. Borgmesteren i Silkeborg den 4. november 1958. Aage Christensen". Dr. Hakon Stangerup fimmtugur ÞAÐ mun þykja kurteisi að vera Kulturkampen, sem út kom draga háan aldur manna í efa 1946. Það yrði of langt mál að þegar þeir eiga merkisafmæli, en telja upp öll hans rit hér, en þau þegar minnzt er á dr. phil. Ha- kon Stangerup í tilefni af því að á morgun verður hann fimmtug- ur, og jafnframt litið til þess hve mikið verk liggur eftir hann, þá mætti snúa þessu við og telja furðulegt að hann skuli ekki vera eldri. Lesendum Morgunblaðsins er hann kunnur af fróðlegum og skemmtilegum greinum, sem hér hafa birzt eftir hann, einkum um bókmenntir. Hann er rit- stjóri við Dagens Nyheder í Kaupmannahöfn, en ritar auk þess að staðaldri fyrir Svenska Dagbladet í Stokkhólmi, Morg- enbladet í Ósló og Uusi Suomi í Helsingfors. Þess utan birtast iðuglega greinar eftir hann í fjölda annarra blaða og tíma- rita, bæði í Evrópu og Ameríku. Þó er blaðamennska aðeins hluti af starfi hans. Hakon Stangerup er mikilvirk- ur rithöfundur. Ritstíll hans er léttur og skemmtilegur og rit hans mótast af frásagnargleði og víðtækri þekkingu á efninu. Fyrsta bók hans, Den nnge Litteratur, kom út 1928, þegar hann var aðeins tvítugur að aldri. Sú næsta kom út 1935, og síðan má segja að út hafi komið eftir hann bók á hverju ári, og stundum fleiri en ein. Sumar hafa veriji gefnar út oftar en ein» sinni, t. d. Levende dansk Litteratur, sem komið hefur í þrem útgáfum. Hann varð dr. phil. við Hafnarháskóla 1936 og fjallaði doktorsritgerð hans um skáldsagnagerð í Danmörku á 18. öld, mikið verk og fróðlegt. Stærsta ritverk hans mun þó fjalla flest um bókmenntir, en nokkur um blaðaútgáfu og blaðamennsku. Það gæti að vísu verið fróðlegt að fara nánar út í það, en það er svo margt annað að minnast á. Hakon Stangerup hefur farið víða um heim og kynnzt þjóðhöfðingjum, stjórn- málamönnum og almennum borg urum í mörgum löndum, og um þessi lönd og kynni hefur hann skrifað margar greinar í þau blöð, sem hann starfar við. Hann var hér á landi um skeið árið 1954, og skrifaði þá allmargar, mjög vinsamlegar greinar um kynni sín af íslendingum og um íslenzk málefni, og komu þessar greinar síðar sérprentaðar út í bók sem hann nefndi Sagaö og Fremtidsland. Hann er kunnur og vinsæll fyrirlesari í Danmörku, og hefur flutt fyrirlestra við ýmsa háskóla á Norðurlöndum. Þegar rætt var um það árið 1950 að stofna kenn- arastól í almennri menningar- sögu við danska verzlunarhá- skólann, komst skólastjórinn svo að orði í umsögn sinni um málið, að sá maður, sem ætti að taka að sér kennsluna, yrði að hafa stað- góða þekkingu í menningarsögu- legum efnum, og hæfileika til þess að blása lífi í efnið fyrir nemendurna, því annars myndi tilraunin misheppr.ast. Auk þess yrði að krefjast þess, að kennar- inn hefði hæfileika sem vísinda- maður. Það lýsir manninum vel, að Hakon Stangerup var einróma kjörinn til þessa starfs, sem hann hefur gegnt síðan, og hon- um hefur tekist að gera menn- Hakon Stangerup ingarsögu að vinsælli námsgrein við verzlunarháskólann. Ég er stundum að furða mig á því hvernig hann komist yfir allt sem hann hefur að gera, og þó er eins og hann hafi alltaf tíma til alls, hvort heldur er að bæta á sig nýju verki, eða taka á móti kunningjum sínum og halda uppi skemmtilegum samræðum. Hann er athafnasamur í stjórnmálum og hefur átt sæti í danska þing- inu, verið í stjórn danska blaða- mannafélagsins, í útvarpsráði og dagskrárstjórn. Hann er í úthlut- unarnefnd rithöfundalauna, hinni samnorrænu menntamálanefnd og einn af fulltrúum Dana hjá UNESCO, svo að eitthvað sé nefnt. Hakon Stangerup er giftur Betty, dóttur sænska skáldsins Hjalmars Söderbergs. Hún er kunn leikkona, og hið fagra heimili þeirra, í skógarbrekku við Lyngbyvatn, ber þess ljósan vott að bókmenntir og listir eru sameiginleg áhugamál hjónanna. Þau hjónin eru vinsæl og vin- mörg, og það verður áreiðanlega glatt á hjalla hjá þeim á morgun, á fimmtugsafmæli húsbóndans. Hjörl. Hjörleifsson. Hakon Stangerup docent á fimmt ugsafmæli 10. nóvember. Hann er íslendingum að góðu kunnur, því að hann hefir tekið drengilega í handritamálið. Hann hefir og komið hingað og ritað bókina „Sagaö og fremtidsland". Hann á að baki sér margbrotin ritstörf, blaðagreinar, bókmennta greinar og greinar vísindalegs efnis. Höfuðrit hans „Kultur- karnpen" fjallar um Brandes- stefnuna á árunum 1842—1883. Það er byggt á nákvæmum rann- sóknum heimildarrita og veitir glöggt yfirlit um hina margþættu framþróun. Doktorsritgerð hans f jallaði um danskar skáldsögur, en auk þess hefir hann samið ýtarlegt rit um sagnaskáldið Schaeh Staffeldt, sem hann dró fram úr gleymsku, því að skáldið mikla, Oeh* 1.- ensehöger hafði skyggt á hann. Auk þessa eru nokkrar ritgerðir, svo sem „Den unge Literatur", „Portrætter og protester", „Avis- er og böger.“ Og á þessu ári hefir komið út hin merka bók „Dag- ens gerning". Þá má ég nefna nokkur yfir- litsrit um bókmenntir: „Verdens literaturen", „Levende nordisk Litteratur", „Levende dansk litt- eratur", Hið síðast nefnda hefir verið gefið út hvað eftir annað og ætti að vera íslendingum hug- leikið, því að það fjallar um andlega framþróun í Danmörku allt frá dögum rúnasteinanna fram til Kaj Munk. Hann hefir og ritað bækur um blaðamennskulist og enn fremur „Amerika og Kulturen", Hann er menningarmálaritstjóri íhalds- blaðsins „Dagens Nyheder", en frjálsborinn andi hans og sam- norrænt viðhorf hefur aflað hon- um aðdáunar meðal manna úr öllum flokkum. J. B. 3 LESBOK BARNAI*. TA r 1SBÖK BARNANNA 9 tvo, þrjá daga, verður hann strax frískur aftur. Pétur (kemur öskrandi inn) hhu, hu uhu u uu — — — (frúin og Jóhann rísa skelkuð á fætur) Jóhann: Hvað er nú á 3eyði? Frúin: Hefurðu dottið og meitt þig? Pétur: Það er allt Villa og Lassa að kenna, þeir, sögðu mér að skríða inn í garðinn hjá kaupmann- inum til að sækja fótbolt- ann, og girðinginn var úr gaddavír og svo — huh — og svo ------ Jóhann: Rispaðir þú þig á gaddavírnum? Pétur: — Ne-hei------- uh--------- Frúin: — Barði kaup- maðurinn þig? Pétur: — Ne-hei------- — uh — u------- Jóhann: Já, en hvað kom þá fyrir? Pétur (háöskrar): — Buxurnar! Frúin (snýr honum snöggt við. Stór rifa sézt á rassinum, sem skyrtan lafir út um. Frúin hróp- ar upp): — Hamingjan hjálpi mér Þetta voru síðustu heilu buxurnar, sem þú áttir. Þú gerir mig gráhærða. Alltaf nýj- ar og nýjar buxur! í hvað ætlar þú nú að fara á morgun? Þú verður að vera í rúminu! Jóhann (andvarpar);— Við neyðumst til að kaupa á hann nýjar bux- ur. Lína getur keypt þær í Fatabúðinni í leiðinni. (Kallar) Lína! Lína! (Lina kemur inn). Þér eigið að fara í þrjá staði. Takið nú vel eftir því, sem ég segi: Fyrst farið þér til Páls læknis og skil ið honum þessari bók, með kærri kveðju frá mér (réttir henni bók- ina). Síðan farið þér i Fatabúðina með Pétur og veljið handa honum bux- ur af mátulegri stærð. Frúin: En fyrir alla múni hafið þær sterkar, eitthvað í líkingu við leð- ur eða striga, þér skiljið. Lína: — Fullkomlega frú. Vind og vatnshelt efni, — Lína skal sjá um það! Frúin: — Og þegar þér hafið lokið þessum erind- um, flýtið þér yður til Brands dýralæknis með Trygg. Segið, að hann sé veikur og þarfnist ná- kvæmrar rannsóknar. Spyrjið, hvort hann haldi að það sé hundaæði. Jóhann: — Segið dýra- lækninum, að Tryggur hafi gleypt fiskbein eða kannske etið skemmt kálfslunga. Það er bezt að hann sé til rannsóknar hjá dýralækninum 1 tvo til þrjá daga. Hafið þér skilið mig?. Lína: — Fullkomlega. Lína skal sjá um það- Jóhann: — Gott. Notið þá skynsemina og sýnið hvað þéx getið. Lína: — Herrann getur verið alveg rólegur, Lína er ekki eins heimsk og hún lítur út fyrir að vera. (Tekur Pétur við aðra hönd sér, Trygg undir hina, og bókina í handar- krikann). Jæja, nú legg ég af stað með allt drasl- ið. (Fer. — Jóhann og frúin láta fallast hvort í sinn stól). — Tjaldiö. — Annar þáttur. (Sama stofa, fjórum stundum síðar. Jóhann og frúin ganga fram og aft- ur um gólfið auðsjáan- lega mjög taugaóstyrk). Jóhann (lítur á úrið): — Átta. Nú eru fjórar stundir síðan hún lagði af stað. Frúin: — Þau hljóta að hafa orðið fyrir slysi. Bara, að það hafi ekki verið ekið yfir þau. Jóhann: — Vitleysa. Hún er auðvitað alltaf að skoða í búðarglugga og gleymir öllu öðru. Frúin: — Já, en Pétur. Elsku litli Pési okkar. Hann hlýtur að vera að deyja úr hungri. (Dyrabjallan hringir. Jóhann fer fram að opna, kemur strax inn aftur á- samt Brandi dýralækni — litlum feitum manni, sem æðir inn í stofuna, sýnilega mög reiður). Brandur (við Jóhann): — Leyfist mér að spyrja, er það ætlun yðar að móðga mig? Ég hef svo sem tekið eftir því í seinni tíð, að þér hafið heilsað mér með hæðnis- glotti. En ég skal bara láta yður vita, að ég er að minnsta kosti eins siðað- ur maður og þér og læt yður ekki bjóða mér svona ósvífni. Jóhann: — Já, en kæri dýralæknir, hvers vegna eruð þér svona æstur? Ég skil yður ekki?- Brandur: — En ég skil mæta vel, hvað þér eruð að fara. Þér sendið mér bókina: „Kennslubók í mannasiðum", með kærri kveðju frá Jóhanni! Það á svo sem að sýna, að ég þurfi að læra mannasiði! En þér getið sparað yður ómakið — ég er eins vel upp alinn og þér og vil ekkert hafa saman við yð ur að sælda. Framvegis getið þér farið annað með hunda yðar og ketti og páfagauka — við erum skildir að skiptum, — skiljið þér það — skildir að skiptum fyrir fuilt og allt! Verið þér sælir — (fer út. — Jóhann og frú- in hníga mállaus niður á sama stólinn — síminn hringir). Jóhann (tekur símann): — Já, það er Jóhann. — Já, eruð það þér, Páll læknir (hjustar). Hvað segið þér,------— ekki -------ekki í beinni lífs- hættu??? Pétur?? (hlust- ar). Fiskbeinið??? Já, en, -----já en, læknir------ — (hlustar í ofboði). Á spítala í nokkra daga til rannsóknar? — Röntgen- mynd — eitrað lunga — hundaæði — verður kannske að skera — skera hann upp.-------- Frúin (æpir): — Hjálp, hjálp! Vesalings drengur- inn minn! (Þrífur símann af manni sínum). Ég skal tala við hann, — þú stendur þarna eins og asni! — Halló, halló, — hal-ló! (við Jóhann): Hann er farinn. (Kastar simanum á). Æ, æ, því- lík ógæfa. Hún hefur lát- ið lækninn fá drenginn í staðinn fyrir bókina — og sagt að — að hann hefði hundaæði — að hann hefði gleypt fisk- bein — og — og kálfs- lunga, óh, óh, óh,----. (Dyrnar opnast, Lína gengur inn, ánægð með sig og brosandi. Hún heldur á Trygg, sem er klæddur í bláar buxur). Lína: — Jæja, hérna kem ég með Trygg og buxurnar. Ég vona, að herrann og frúin séu á- nægð. Bara rétt að nefna það sem gera þarf og svo er það búið. Lína sér um það! Frúin: — (Fellur í yf- irlið í arma Jóhanns). Tjaldið. Skrítla Úr skozku blaði: í gær- kvöldi ók tveggja manna bíll á tré við vegarkant- inn. Átta manns biðu bana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.