Morgunblaðið - 09.11.1958, Blaðsíða 20
20
MORGVNBL AÐ1Ð
Sunnudagur 9. nóv. 1958
ekki til að fara í kvikmyndahúsið
með mér? Ég get ekki sagt þaö
*jálfur, og það er í rauninni þetta,
sem veldur mér mestri órósemi,
því að ég hef annars alltaf getað
nálgazt ungar stúlkur án þess að
finna til feimni. Þegar ég sé þessa
litlu stúlku með stóru, bláu aug-
un, neitar tunga mín að starfa og
ég get ekki komið upp orði. Það
hlýtur að vera ástin mikla í þetta
skipti. Súsanna! Einkennin eru
mjög alvarleg".
Súsanna hló hjartanlega að ör-
væntiagu hans.
„Jæja, ég skal þá hjálpa þér“,
eagði hún, „en fyrst verður þú
að lofa mér því að trufla hvorki
mig né ungfrú Ingrid hér á deild-
inni — með þínum persónulegu
áhyggjum, á ég við. Ungfrú Corell
er mjög ströng og siðavönd deild-
arhjúkrunarkona, og hún getur
gert ungfrú Ingrid litlu lífið
óbærilegt, ef hún kemst að því,
að það er eitthvað ykkar á milli.
Ef þú lofar mér þessu skal ég lofa
þér því á móti að segja
hana á morgun, hvort hún vilji
fara með þér í kvikmyndahúsið".
Leifur lagði höndina á hjarta-
stað og lagði við drengskap sinn,
að hann skyldi aldrei trufla. Hún
sagði, að viðtalið væri búið. Nú
sagðist hún verða að fara að líta
eftir nýja, litla sjúklingnum, áð-
ur en heimsóknartíminn byrjaði
og foreldrar hans kæmu ef til vill
og vildu tala við hana um sjúk-
dóminn.
Þegar Súsanna kom aftur inn
til Tómasar, sat hann og var að
líta í stóra myndabók. örlítill roði
var kominn í kinnar hans og hann
hló, er hann þekkti hana aftur,
en var þó dálítið feimnislegur.
„Kannt þú að lesa?“ spurði hún,
og settist á rúmstokkinn.
Henni fannst drengurinn ekki
líta út fyrir að vera hamingju-
samur. Hvernig skyldi heimili
hans vera? Og hvernig fóru for-
eldrar hans með hann? Hún tal-
aði við hann og reyndi að koma
honum til að segja eitthvað um
sjálfan sig.
„Segðu mér, Tómas, hefur þú
alltaf átt erfitt með að hlaupa,
af því að þú varst móður og
þreyttur?"
„Já, en það hefur versnað síð-
an um jólin“.
„Getur þú hjálpað mömmu að
bera böggla, þegar hún tekur þig
með sér í búðir?“
Drengurinn lagði bókina skyndi
lega frá sér og leit á hana sínum
stóru, alvarlegu augum.
„Mamma er dáin“, sagði hann
í hryggum, en um leið dálítið ásak-
andi róm.
Súsanna vék undir eins að allt
öðru umtalsefni, enda virtist hann ■
ekki langa til að tala um móður
sína. Ef til vill mundi hann alls
ekki eftir henni. Veslings litli snáð
inn, það var ekki að furða, þótt
hann væri dulur og einrænn. Önn-
um kafinn faðir gat aldrei komið
í móður stað. Nú s'kildi hún betur
þá þrá eftir ást og umhyggju, sem
hún hafði þótzt verða vör við hjá
drengnum. Þau flettu stóru bók-
þegar þér megið vera að því?“
Upphátt sagði hún við Tómas:
„Ég kem bráðum aftur. Þá
skulum við sjá, hvort þú manst
stafina, sem ég hef kennt þér“.
Þegar Súsanna var aftur á leið
inni inn til Tómasar síðdegis
mætti hún ungfrú Sjögren í dyr-
unum og þá mundi hún eftir lof-
orðinu, sem hún gaf Leif.
„Það er satt, ungfrú Sjögren",
sagði hún, „þekkið þér Redell
lækni?“
„Já, ég kannast að minnsta kosti
við nafnið“, svaraði unga hjúkr-
unarkonan hægt, en hinn djúpi
roði, sem hljóp fram í kinnar
hennar, hafði aðra sögu að segja.
„Hann hefur sem sé tekið eftir
■
Kannt þú að lesa, Tómas? spurði Súsanna og settist á rúm-
stokkinn hjá Tómasi.
Ný sending
Helena Rubinstein
snyrtivörur
MARKAÐURINN
Hafnarstræti 11
inni saman, og það gladdi Sús-
önnu, hve fljótt hann lærði nöfnin
á stöfunum og þekkti þá aftur.
Svo opnuðust dyrnar og ungfrú
Sjögren kom inn.
„Það var hringt og spurt, hvort
læknirinn vildi koma yfir á frí-
lækningadeildina", sagði hún.
Súsanna stóð upp og meðan þær
fylgdust að fram að dyrunum,
hvíslaði hún:
„Ég hef sérstaka* áhuga á litla
sjúklingnum okkar hérna. Mynduð
þér ekki vilja líta sérlega vel eft-
ir honum og annast hann svolítið,
yður“, hélt Súsanna áfram og gat
varla varizt hlátri. „Hann er góð
ur kunningi minn, og ég veit, að
hann langar til að bjóða yður í
kvikmyndahúsið í kvöld. Hann
hefur reynt að spyrja yður sjálf-
ur, en hann er svo ótrúlega ófram
færinn".
„Mér virðist nú samt, að hann
ætti að tala þetta við mig sjálfur',
svaraði hjúkrunarkonan.
„Það skal ég segja honum“,
Sagði Súsanna hlæjandi.
Þegar hún kom inn til Tómasar,
lá hann og horfði út um glugg
IMOKKUR
gölluð baðker
seld með afslætti.
Helgi Mognússon & Co.
Hafnarstræti 19
Símar 13184 og 17227
Þeir, sem vilja selja málverk á næsta Listmunauppboði, sem
verður haldið í Sjálfstæðishúsinu n.k. föstudag, ættu að hafa
tal af mér í fyrramálið kl. 9—12 f.h.
SigurðWr Benediktsson, Austurstræti 12 — Sími 13715.
I FÉEL SURE
BlÖ WALKER HAS
PONE THIS, MARK
...BUT HOW?
SOMÉOlE'S i,
. BEÉN around
THIS PEN/...
these moccasin
PRINT3 ARE
7 TOO LARGE \
l TOBE
VOURS / klli
BIG WALKER IS THE ONLV MAN
IN OUR TRIBE WHO WOULD MAKE
A PRINT LIKE THAT ANO TAKE
SUCH LONGSTRIDES... ^ ^
Y* IT 'LL TAKE ]
more than a
FOOTPRINT TO
CONVINCE VOUR
PEOPLE THAT 4
HE KILLED
TWE SHEEP
j^MONTE /rj
LOOKS Wj
AS IF THEV
MIGHT HAVE
BEEN POISONED,
MARK...BUT
s__ I'M NOT
SURE/ r
1) „Ég þykist viss um að Gðngu-
garpur hafi gert þetta, en hvernig
hefur hann farið að því?“ „Ein-
hver hefur verið á ferli hér í fjár-
girðingunni. Þessi spor eru of stór
til að vera eftir mokkasíurnar
þínar."
2) „Göngugarpur er eini mað-
urinn i okkar flokki, sem þessi
spor geta verið eftir. Enginn ann-
ar er svona skreflangur..."
3) „Engin spor duga til að sann-
færa fólkið þitt um að hann hafi
drepið kindurnar, Monti.“ „Það
lítur út fyrir að þeim hafi verið
byrlað eitur, Markús, en ég er þó
ekki viss um það.“
ann, en hann sneri höfðirfu undir
eins að henni og sagði:
„Ég hef gáð lengi að honum, en
hann er þar ekki“.
„íkorni hefur í ákaflega mörgu
að snúast", útskýrði Súsanna.
„Hann þarf að finna allar hnet-
urnar, sem hann faldi í haust“.
„Ég held að ég kalli hann
Rolf“, sagði Tómas hugsandi.
„Roif, hvers vegna velur þú
það nafn?‘
„Af því að pabbi minn heitir
það, og þá get ég látið sv^ sem
faðir minn -»é hérna allan dag-
inn“.
Súsanna hló og Tómas hló líka
af kæti. Hvorugt þeirra heyrði, að
hurðin var opnuð og Súsanna sá
el.ki hinn háa, dökkhærða mann
með hina ákveðnu andlitsdrætti,
sem stóð í dyrunum og virti þau
bæði fyrir sér, ungu, grönnu, hvít-
klæddu konuna með kastaníubrúna
hárið og litla drenginn, með and-
litið Ijómandi af gleði. Það var
Tómas, sem tók fyrr eftir honum.
„Pabbi", kallaði hann hamingju-
samur.
Súsanna sneri sér fljótt við, og
brosið var enn í augum hennar,
þegar hún mætti augnaráði hans.
aHUtvarpiö
Sunnudagur 9. nóvember.
Fastir liðir eins og venjulega.
11,00 Messa í Hallgríimskirkju
(Prestur: Séra Sigurjón Þ. Árna-
son. Organleikari: Páll Halldórs-
son). 13,15 Erindaflokkur um
gríska menningu; I: Leiklist í
Aþenu til -forna (Dr. Jón Gísla-
son skólastjóri). 14,00 Hljómplötu
klúbburinn (Gunnar Guðmunds
son). 15,00 Miðdegistónleikar
plötur). 15,30 Kaffitíminn. 16,30
Hljómsveit Ríkisútvarpsins leikur
undir stjórn Þórarins Guðmunds-
sonar. Einsöngvari: -Guðmundur
Guðjónsson. Einleikari: Björn R.
Einarsson.17,00 Tónleikar (plöt-
ur). 17,30 Barnatími (Skeggi Á«-
bjarnarson kennari). 18,30 Á bóka
markaðnum (Vilhjálmur Þ. Gísla
son útvarpsstjóri). 20,20 Erindi:
Píus páfi XII. (Sigurður Þor-
steinsson bankamaður). 20,40 Kór
söngur: Karlaraddir úr Robert
Shaw kórnum syngja vinsæl lög.
Robert Shaw stjórnar (plötur).
21,00 „Vogun vinnur — vogun tap
ar“. — Sveinn Ásgeirsson hag-
fræðingur sér um þáttinn. 22,05
Danslög plötur). 23,30 Dagskrár-
lok.
Mánudagur 10. nóvember:
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Búnaðarþáttur: Gísli Krist-
jánsson ritstjóri ræðir við Pál
Guðmundsson bónda á Gilsárstekk
í Breiðdal. 18,30 Barnatími: Tón
leikar fyrir börn (Jórunn og Drífa
Viðar). 18,50 Fiskimál: Fiskileit
1058; síðari hluti (Dr. Jakob
Magnússon fiskifræðingur). 19,05
Þingfréttir og tónleikar. — 20,30
Einsöngur: Carlo Berganzi syng-
ur óperuaríur með hljómsveit tón-
listarháskólans í R4m; Cavazzeni
stjórnar (plötur). 20,50 Um dag-
inn og veginn (Helgi Tryggvason
kennari). 21,10 Tónleikar (plöt-
ur). 21,25 Útvarpssagan: „Út-
nesjamenn"; IX. Séra Jón Thor-
arensen). 22,10 Erindi: Vakning
(Jón H. Þorbergsson bóndi á
Laxamýri). 22,30 Kammertónleik
ar (plötur). 23,05 Dagskrárlok.
Þriðjudagur 11. nóvember :
Fastir liðir eins og venjulega.
18,30 Barnatími: Ömmusögur.
18,50 Framburðarkennsla í esper-
anto. 19,05 Þingfréttir og tónleik
ar. 20,30 Daglegt mál (Árni
Böðvarsson cand. ntag.). 20,35
Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveit
ar íslands í Þjóðleikhúsinu; fyrri
hluti. Stjórnandi: Hans Antolitsch
Einleikarar: Guðmundur Jónsson
(píanó) og Björn Guðjónsson
(trompet). 21,10 Erindi: Þjóð-
fundarkosning Jóns Sigurðsson-
ar; fyrri hluti Lúðvík Kristjáns-
son rithöfundur). 21,45 Iþróttir
(Sigurður Sigurðsson). — 22,10
Kvöldsagan „Föðurást" eftir
Selmu Lagerlöf; XI. (Þórunn Elfa
Magnúsdóttir rithöfundur). 22,30
Islenzkar danshljómsveitir: —
Hljómsveit Gunnars Ormslevs leik
ur. Söngkona: Helena Eyjólfsdótt-
ir 23,00 Dagskrárlok.