Morgunblaðið - 17.12.1958, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 17.12.1958, Qupperneq 3
Miðvikudagur 17. des. 1958 MORGUNBLAÐIÐ 3 LJÓSMYNDARI Mbl. tók þessa mynd um daginn af Skíðaskálan- um í Hveradölum, í Ijósaskiptun- um. Skíðaskálinn hefur frá önd- verðu gegnt merkilegu hlutverki, þar sem hann hefur komið í stað hinna gömlu áningastaða ferða- langa og hefur einnig veitt þús- undum manna, er þangað hafa leitað á vetrum hvíldoghressingu Steingrímur Karlsson gestgjafi, sagði í gær, að hann myndi bráð- lega hefja sitt árlega jólafrí. — Já, ég loka eftir fáa daga og opna trúlega ekki aftur fyrr en í byrj- un janúar. Þetta er dauður tími núna, þó dag og dag komi all mikið af fólki. T. d. fólk, sen tefst á leiðinni yfir Hellisheiði. Steingrímur sagði að skíðabrekk urnar myndu vera orðnar all- sæmilegar. Kennir Frökkum íslenzku við skóla Sæmundar fróða Stutt viðtal við próf. Maudce Gravier í SÍÐASTLIÐINNI viku kom hingað til lands franskur prófess- or, Maurice Gravier, og hélt hér tvo fyrirlestra við Háskóla ís- lands á þessum fimm dögum, sem hann dvaldist hér. Próf. Grav- ier hefur aldrei áður komið til Islands, en hann á marga góða íslenzka vini, ekki sízt meðal námsmanna, sem dvalizt hafa í París og notið hjálpar hans. Prófessor Gravier var á árun- um 1946—1956 garðprófastur á sænska stúdentagarðinum í há- skólahverfinu í París og á hverju ári útvegaði hann íslenzkum stúdentum, sem þess fóru á leit, garðvist hjá sér, þó í rauninni sé ekki gert ráð fyrir því að aðr- ir dveljist þar en sænskir eða franskir stúdentar. Munu 2—3 íslenzkir stúdentar hafa búið þar á hverju ári síðan. Segir það sig sjálft hversu dýrmætt þetta hef- ur verið fyrir íslenzka náms- menn með lítil auraráð, þar eð fslendingar eiga aðeins forgang að einu herbergi í stúdentahverf- inu, en flestar aðrar þjóðir eiga sína eigin stúdentagarða. — fs- lenzkir stúdentar eru ákaflega elskulegir, en ákaflega feimnir, sagði próf. Gravier, þegar frétta maður blaðsins spurði hann hvernig honum hefði fallið við íslenzku stúdentana, sem hjá honum bjuggu. — Enginn þeirra hefur valdið minnstu erfiðleikum á sænska stúdentagarðinum. Vantar ísl. sendikennara Prófessor Gravier á að baki langan vísindamannsferil og hef- ur kennt við ýmsa háskóla, utanj Frakklands og innan. Hann lagði stund á germönsk og norræn tungumál í Miinchen, Berlín og Stokkhólmi, og á síðasttalda staðn um byrjaði hann að nema ís- lenzku. Nú er hann prófessor í Norðurlandamálum og bókmennt um við Svartaskóla, skóla Sæ- mundar fróða, og kennir m. a. íslenzku. — Yfirleitt sækja 10—15 stúd- entar tíma í íslenzku við Sor- bonne, en íslenzka er kennd í há- skólum í Frakklandi, í Strass- bourg, Lyon, Nancy og París, sagði próf. Gravier. Sjálfur hefi ég áður kennt íslenzku í Nancy. — Sá er þó hængur á, að við höfum engan íslenzkan sendi- kennara, en það tel ég nauðsyn- legt, svo hægt sé að kenna lif- andi mál og nemendurnir geti lært nútíma íslenzku og lesið nú- tíma ísl. bókmenntir. Ég kenni bókmálið og þá fyrst og fremst gamla málið, og auk þess hef ég öll hin Norðurlandamálin á minni könnu. í hinum málunum eru sendikennarar frá viðkom- andi löndum. Stærsta norræna bókasafnið í heimi Því næst berst talið að íslenzk- um bókakosti í söfnum í París, en próf. Gravier er einmitt vara- forseti í stjórn safnsins í St. Genevieve, sem mun vera stærsta norræna bókasafnið í heimi. Safn þetta er meira en 100 ára gamalt, og nú er verið að reisa nýtt safn- hús. — Þegar það er komið upp, verður þetta lang nýtízkulegasta bókasafnið í París, sagði pró- fessorinn. — Þar er lítið af göml- um ísl. bókum, en árið 1955 leit- aði ég til Péturs Benediktssonar, þáverandi sendiherra, og hann kom því í kring að við fórum að fá bækur héðan frá fslandi og síðan hafa safninu bætzt margar góðar ísl. bækur. Erum við að sjálfsögðu ákaflega þakklátir fyr ir það. Það kemur í Ijós í þessum við- ræðum okkar, að próf. Gravier hefur ekki eingöngu .átt mikinn þátt í því að ísl. bækur færu að berast til Parísar, heldur á hann líka heiðurinn af einu bókinni með íslenzkum texta, sem prent- uð hefur verið og gefin út í Frakklandi. En það er Eiríks saga rauða. Þýddi próf. Gravier hana á frönsku, en lét prenta íslenzka textann með. Hann hefur einnig þýtt fleira úr Norðurlandamálunum, eink- um þekkt leikrit, en leikbók- menntir eru hans önnur sérgrein. Annar fyrirlestur hans hér fjall- aði einmitt um nýja strauma í franskri leikritagerð og hann er að skrifa bók um nútímaleikbók- menntir á Norðurlöndum. — Þar í verður að sjálfsögðu kafli um íslenzkar leikbókmenntir, en ég er ekki byrjaður á honum. Þér megið vera viss um að þætti ís- lendinga gleymi ég ekki. — Þessi ferð mín hingað hef- ur verið mikið ævintýri fyrir mig,. sem hef haft mest kynni af íslandi gegnum bókmenntir 13. aldarinnar, sagði próf. Gravier að lokum. Þó ég hafi kynnzt mörgum íslendingum erlendis, þá gerði ég mér enga hugmynd um Reykjavík, eins og hún í raun inni er. Einkum hafa allar þessar nýtízkulegu byggingar og notkun heita vatnsins úr hverunum hrif- ið mig. Það gerir ekki svó lítinn mun á yfirbragði borgar, þegar notað er heitt vatn í stað olíu og gass. —E.Pá STAKSTEIMAR Maurice Gravier Ein aðalástæðan til þess að ég kom hingað nú var einmitt að reyna að fá íslenzkan sendikenn- ara að Sorbonne, og ég hefi a.m.k. ekki fengið neitun. Ég geri mér því góðar vonir, enda ber ég þetta mál mjög fyrir brjósti. Við ræðum ofurlítið um kynni Frakka og Norðurlandabúa, og próf. Gravier segir mér að ný- lega hafi verið stofnað félag í Frakklandi, sem beri nafnið Club Franco-Skandinave, og hafi það markmið að kynna málefni Norð- urlanda í París. Meðlimir þessa félagsskapar eru um 200 og koma þeir saman á fundi á þriggja vikna fresti, þar sem haldnir eru fyrirlestrar og kynntar kvik- myndir, músik og annað frá Norð urlöndum. Auk þess fá meðlim- irnir reglulega lista yfir það sem sýnt er eða flutt í París og við- kemur Norðurlöndunum, svo þeir viti hvar það er að finna. Hátíðarmessa og tón- leikar í ísafjarðarkirkju Dr. Páll ísólfsson lék á nýja pípuorgelið ÍSAFIRÐI, 16. des. — Fyrir skömmu var lokið við að setja upp nýtt pípuorgel í ísafjarðar- kirkju. Var það keypt frá Þýzka- landi. — Af þessu tilefni kom dr. Páll ísólfsson hingað til bæjar- ins og lék opinberlega á hið nýja hljóðfæri s.l. laugardagskvöld. Fjölmenntu ísfirðingar til þess- ara ágætu tónleika. Á sunnudaginn var síðan hátíð- armessa í kirkjunni. — Prófast- urinn, séra Sigurður Kristjáns- son, prédikaði, og Elias Pálsson, safnaðarfulltrúi, flutti stutt ávarp. Þá söng Sunnukórinn und ir stjórn Jónasar Tómassonar, tónskálds, og dr. Páll lék á orgel- ið. — Kirkjan var þéttskipuð, bæði við messuna og tónleikana. í sambandi við þennan merkis- atburð í sögu ísafjarðarkirkju má geta þess, áð fyrsti orgel- leikari kirkjunnar var Grímur Jónsson cand. theol., en frá árinu 1910 hefir Jónas Tómasson gegnt þessu starfi og rækt það af mik- illi trúmennsku og skyldurækni. Hið nýja pípuorgel, sem nú var sett upp, er raunar ekki hið fyrsta í ísafjarðarkirkju, því að árið 1934 var keypt til kirkjunn- Leiðrétting í RITDÓMINUM um bók Thor Heyerdahls í Morgunblaðinu 14. desember, hefur slæðzt inn mein- leg prentvilla. Skrifað stendur: þótt honum hætti til að afsanna það sem hann hyggst sanna. Þetta á að vera: Þótt honum hætti til að ofsanna . . . Sigurður Þórarinsson. ar gamla pípuorgelið úr Dóm- kirkjunni í Reykjavík. sem þang að kom 1906. — Þetta hljóðfæri var þannig orðið 52 ára gamalt, enda slitið og illa farið. Prófessor Pauli látinn ZÚRICH 16. des. (Reuter). — Prófessor Wolfgang Pauli, einn af nánustu samstarfsmönnum Einsteins lézt í dag í Zúrich, 58 ára. Hann hlaut Nóbelsverðlaun árið 1945 fyrir starf sitt í þágu eðlisfræðinnar. Hann ritaði á sín- um tíma merkilegustu skýringar, sem gerðar hafa verið um Ein- stein-kenningarnar. Hann var fæddur í Austurríki, en hefur alið mestallan aldur sinn ýmist í Svisslandi eða Bandaríkjunum. Mikoyan lieim- sækir Pólland VAR'SJÁ, 16. des. (Reuter). — í dag kom sendinefnd frá rúss- neska kommúnistaflokknum til Póllands til þess að vera viðstödd 40 ára afmælishátíð pólska kom- múnistaflokksins. Formaður rúss nesku nefndarinnar verður An- astas Mikoyan varaforsætisráð- herra. Héruðum tryggður sami þingmannafjöldi Tíminn gerir sér mjög tíðrætt um kjördæmamálið þessa dag- ana. Flest er það í þekktum Tíma-stíl, sem sé meiri og minni ósannindi. Hann skrökvar því nú til, að ef landinu sé skipt niður nokkur stór kjördæmi, þá eigi þar með að „leggja niður öll nú- verandi kjördæmi nema Reykja- vík“. Sameining kjördæma og hagkvæmari skipun er þá allt í einu orðin niðurlagning þeirra! Tillögur Sjálfstæðismanna miða þvert á móti að því að tryggja héruðunum úti á landi sama þingmannafjölda og verið hefur. stað þess, að hlutur hvers ein- staks kjósanda sé gerður minni en verið hefur með því að stækka kjördæmin, þá verður hann auk- inn með því, að fleiri þingmenn en fyrr eiga nú kosningu sina undir atkvæði hans. Kjósandinn hefur þess vegna aðgang að fleir- um en áður um framgang hugðar efna sinna. Gömul hugmynd I buslugangi sínum lendir Tíminn í vandræðum vegna þess, að honum fannst það sízt tiltöku- mál, þótt Alþýðuflokkurinn flytti tillögur um nokkur stór kjördæmi með hlutfallskosning- um, en ætlar af göflunum að ganga, þegar Sjálfstæðismenn hreyfa svipaðri hugmynd! Um þetta segir Tíminn hlnn 12. des.: „Annar þessara flokka, Al- þýðuflokkurinn, hefur áður vilj- að gera landið að einu kjördæmi, svo að tillögur hans koma ekki neitt á óvart. Hinn flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, hefur hins vegar aldrei áður ymprað á þvi, að hann vildi aiveg leggja gömlu héraðsskipunina til hliðar“. Ut af fyrir sig er það aúðvita?1 fjarstæða, að Sjálfstæðismenit „vilji alveg leggja gömlu hérað*- skipunina til hliðar“. Það *r hvorki ný né gömul tillaga Sjált- stæðismanna. Hitt er gömul feug- mynd, sem hvað eftir annað hef- ur verið hreyft, m. a. af SJálf- stæðismönnum, að rétt vaeri að skipta landinu í nokkur «tór kjördæmi með hlutfallskosntng- um. Upphafsmaður liennar var eins og kunnugt er Hannes Haf- stein fyrir meira en hálfri ðld. Tillaga í nóvember 1952 Fulltrúar Sjálfstæðismanna í stjórnarskrárnefnd, sem síðast starfaði, þeir Bjarni Benedikts- son, Gunnar Thoroddsen og Jó- hann Hafstein, báru um miðjan nóvember 1952 fram tlllðgu um þetta: „Kosningafyrirkomulagið verði hið sama um land allt, þ. e. annaðhvort alls staðar elnmenn- ingskjördæmi eða stærri kjör- dæmi, þar sem f jörir til sex menn verði kosnir í hverju með hlut- fallskosningum. Gunnar Thoroddsen tók fram í nefndinni, að hann væri and- vígur einmennlngskjördæmum"’. Það er því ekkl um það að viil- ast, að allt frá 1952 hefur legið fyrir, að Sjálfstæðismenn gætu aðhyllzt þá hugmynd, sem þeir nú hafa hreyft við aðra þing- flokka. Sumir þeirra hafa m. a. ætíð sagt, að þeir gætu alls ekki fallizt á einmenningskjördæmin, sem Framsókn hafði látið sem hún væri fylgjandi en hrökk frá, þegar á átti að herða. Tillagan í stjórnarskrárnefnd- inni um einmenningskjördæmi gerði sem sé það gagn, að hún sannaði, að tal Framsóknar- manna um einmenningskjördæmt var innantómt fjas. Um leið og þeir sáu, að einmenningskjör- dæmin dugðu þeim ekki til að níðast á Reykjavík var áhugi þeirra úr sögunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.