Morgunblaðið - 23.01.1959, Síða 11

Morgunblaðið - 23.01.1959, Síða 11
Föstuðagur 23. ian. 1959 MORGUMtLAÐIÐ 11 Engra góðra kosta vö hann ekki vita, hvers vegna for- sætisráðherra hefði ekki reiknað þennan halla með, en verið gæti að stjórnin gerði ráð fyrir notk- un á nýju erlendu láni. Vöxtur verðbólgunnar örari á s.l. ári en nokkru sinni fyrr Frá- umræðunum um efnahagsmálafrv. á Alþingi í gær KLUKKAN 1,30 í gær hófust umræður í neðri deild Al- þingis um cfnahagsmálafrum- varp ríkisstjórnarinnar. Voru bæði þingbekkir og áheyr- endapallar þéttsetnir. Var auð sætt að til umræðna var mál, sem allur almenningur lætur sig miklu varða. Eru hér raktar ræður þeirra Emils Jónssonar, Ey- steins Jónssonar og Lúðvíks Jósefssonar, sem töluðu í þess ari röð. Síðustu ræðuna hélt Bjarni Benediktsson og er ágrip af henni birt annars staðar í blaðinu. Emil Jónsson, forsætisráðherra, fylgdi frumvarpinu úr hlaði. Hóf hann mál sitt með því, að undan- farnar vikur hefði íslenzka þjóðin haft þungar áhyggjur vegna ugg- vænlegrar þróunar í verðlagsmál- unum á ái-inu 1958. Verðbólgan hefði verið vaxandi og vísitala framfærslukostnaðar hefði farið upp í 225 stig 1. janúar_ ef ekki hefðu verið teknar upp auknar nið urgreiðslur. Kaupgjald hefði hækk að þegar með útflutningssjóðslög- unum í maí sl., aðrar kauphækk- anir hefðu stöðugt verið að bætast við síðar á árinu, síðast kauphækk anir opinberra starfsmanna, og einnig hefðu bændur fengið sína kauphækkun í hækkuðu afurða- verði á sl. hausti. Þessi þróun hefði verið örari árið sem leið en nokkurn tíma áður og ef ekkert yrði að gert, færi verðlag og kaup- gjald upp úr öllu valdi. Hefði það m.a. í för með sér, að sparifjár- söfnun mundi gersamlega hætfca. Niðurfærsla vísitöl- unnar Þessu næst las forsætisráðherr- ann alllangan kafla úr greinar- gerð frumvarpsins, sem birtur var hér í blaðinu í gær, en rakti frum- varpið síðan efnislega grein fyrir grein. Vék hann því næst að nið- urfær&lu vísitölunnar í 115 stig og fór nokkrum orðum um verðlags- lækkanir þær, er frumvarpið gerir ráð fyrir. Kvað hann verðlags- lækkanir varla koma til fram- kvæmda í febrúar og því yrði sá ir.ánuður óhagstæður fyrir laun- þega, en þess bæri að gæta að laun í janúarmánuði væru hærri en vera ætti miðað við framfærslu- vísitölu þess mánaðar_ svo útkom- an í heild yrði ekki óhagstæð í þessa tvo mánuði. Næst minntist forsætisráðherra á samninga ríkisstjórnarinnar við bátaútvegsmenn og sjómenn. Skiptaverð hefði verið hækkað um 13% til samræmis við hækkanir á árinu 1958. Gat forsætisráðherra þess að öðru hvoru megin við næstu helgi mundi ríkisstjórnin leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um útflutnings- sjóð o. fl., en gerði því næst grein fyrir greiðslum til sjávarútvegs- ins, sem miða við það að vísitöl- unni sé haldið í 175 stigum. Auknar útflumings- bætur Til báta sem stunda þorskveiðar greiðast 9,6 millj. Vegna hækkun- ar á skiptaverði 17,6 milllj., vegna bráðafúatrygginga 4 milljónir, vegna hækkunar til togveiðiskipa 12.7 milljónir króna, en það verð Ur útflutningssjóði ekki beint til gjalda. Ekki er enn samið um síldveiði. En forsætisráðherra gat þess, að samkvæmt áætlun, sem gerð hefði verið, væri reiknað með greiðslu að upphæð 25 millj. króna. Fiskvinnslustöðvar fá nokkra hækkun í bótagreiðslum og verða sérbætur hækkaðar til þess yrði því heildarútgjaldaaukningin | 174,9 milljónir króna. Tekjuöflunin Þá kæmi sú spurning, hvort unnt væri að mæta þessum auknu íit- gjöldum án þess að grípa þyrfti til nýrra skattaálaga. Kvað for- sætisi'áðherra það ekki enn til hlít ar gert upp, en kvaðst setja fram nokkrar lauslegar áætlanir. Sagði hann, að f jármálaráðuneytið teldi að með óbreyttum innflutningi mætti hækka tekjuáætlun fjárlaga Emil Jónsson, forsœtisráöherra, flytur framsögurœöu sína á Alþingi í gœr. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) að þetta komi smærri frystihúsum meira til góða en þeim stærri. Hækkaðar greiðslur til hraðfrysti- húsanna nema samtals 8,7 milljón- um, en frá þeim diegst hækkað kaupverð fisksins, er nemur 7 aur- um á kíló, sem verða samtals 18 millj. króna. Lækka því bætur til frystihúsanna um 9,3 milljónir. Saltfiskur hækkar um 7 aura kíló- ið og auknar bætur nema 3,9 millj- ónum. Bætur til skreiðarverkenda nema 0.7 milljónum en auknar út- flutningsuppbætur á útfluttar landbúnaðarvörur 6,7 millj. króna. AIls nema þessar auknu bætur 66,2 milljónum ‘króna og er þú alls staðar miðað við vísitölu 175 stig. Aukning bóta á síld á vetrar- vertíð nemur 4,2 millj. en greiðsl- ur vegna þess að fiskverð er reikn að eftir framfærsluvísitölu, sem er 202 stig, nema 6,8 mitljónum. Bæt- ast þar 11,5 milljónir við áður greinda upphæð og verða þá greiðslurnar alls 77,7 milljónir. Forsætisráðherra sagði, að með þessum bótum væri hægt að halda sama yfirfærslugjaldi og ver- ið hefur. Næst skýrði hann frá því, að ef vísitalan hefði verið 185 stig í stað 175, hefði útflutnings- sjóður orðið að greiða 147.1 millj. króna í stað 66,2 milljóna sem áð- ur getur. Spöruðust því þannig 80,9 milljónir króna. Hins vegar yrði sparnaður í niðurgreiðslum ekki nema kringum 5 vísitölustig, því ef vísitalan stæði í 182 stig- um, yrði að greiða niður 8—9 stig í stað 13 miðað við vísitölu 175 stig. í þremuir áföngum Næst skýrði Emil Jónsson frá því, að málsmeðferð efnahagsmál- anna væri hugsuð í þremur áföng- um á Alþingi. Fyrst væri af- greiðsla þessa frumvarps með eft- irgjöf 10 vísitölustiga. Næst yrði svo lagt fyrir frumvarp um breyt- ingu á lögum um útflutningssjóð til samræmis við þá samninga sem gerðir væru. 1 þriðja lagi væri svo afgreiðsla fjárlaga og þar yrði dæmið gert upp og metin jöfnuð. Hækkuð útgjöld ríkisins yrðu laus- Iega áætluð: Hækkun útflutnings- bóta 77.7 milljónir króna, aukinn kostnaður við niðurgreiðslur frá 1. janúar 75 milljónir króna, út- gjaldaaukning ríkissjóðs 44,2 milljónir en þar frá dragist sparn aour í ríkisrekstri vegna efnahags málai'áðstafana 22 milljónir, og um 83 millj. króna úr 897,9 millj. í 980,9 millj. Þetta væri ekki til- búin tala. Hún væri fengin sér af sérfræðingum fyrrverandi fjár- málaráðherra, sem myndi vera kunnugt um þetta. Þá hefði oft verið um það rætt, að það væri ekki útilokað að lækka einhverja útgjaldaliði fjárlaga og hefði heyrzt talað um 40 millj. í því sambandi. Kvaðst forsætisrh. hafa heyrt þá tölu nefnda áður en stjórnarskiptin síðustu fóru fram. Af tekjuafgangi árið 1958 mætti reikna með 20 milljónum og væru þá komnar samtais 143 milljónir í tekjuaukningu. Ætti að vera hægt að fá viðbótartekjur að upphæð 30 jnillj., án þess að það þyrfti að koma verulega við nokkurn, og væru þá komnar 178 milljónir í auknum tekjum á móti 174 millj. króna auknum útgjöldum. Virtist auðsætt, að hér væri ekki um 100 milljón króna vandamál að ræða, það skipti í hæsta lagi tugum milljóna. Samráð haft við stétta- samtökin Þá skýrði forsætisráðherra frá því, að ríkisstjórnin hefði haft um þetta frumvarp samráð við Stéttarsamband bænda og ýmis launþegasambönd, svo sem ASÍ, BSRB, FFÍ, LÍV, samband banka manna og Iðnaðarmannasamband ið. Hefði þessum samtökum verið sagt að ef þau hefðu tillögur fram að færa innan þess ramma, sem ríkisstjórnin hefði markað, væri hún reiðubúin að hlusta á þær. Væru tvær greinar i frumvarp- inu settar samkvæmt óskum að- ila, sem við hefði verið talað. Stéttarsamband bænda hefði ósk- að þess, að vísitöluútreikningur á landbúnaðarvörum yrðu teknir með í verðlagsútreikninga fjórum sinnum á ári, og hefði verið geng- ið inn á þetta. Þá hefðu ýmis launþegasambönd komið með óskir um, að vísitala framfærslu- kostnaðar yrði reiknuð út á nýj- um grundvelli og væri gert ráð fyrir því í frumvarpinu. Forsætis ráðherra gat þess að frá þremum þessara samtaka hefðu borizt skrifleg svör og las hann þau upp. Voru það greinargerðir frá meiri hluta og minnihluta í stjórn Al- þýðusambands íslands, frá stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og frá Landssam- bandi íslenzkra verzlunarmanna. Gat hann þess að lokum, að já- kvæð svör hefðu borizt frá öll- um þeim aðilum, sem rætt var við nema meirihluta stjórnar 4SÍ. Forsætisráðherra sagði að lok- um, að í þessu máli væri ekki margra góðra kosta völ. Kvaðst hann telja þennan kost þann skársta, sem fyrir hendi væri, og teldi hann því illa farið, ef þessi leið fyndi ekki náð fyrir augum alþingismanna. Hver önnur leið, sem farin yrði, mundi verða þung bærari ekki sýzt fyrir launastétt- irnar. Ræða Eysteins Jóns- sonar Eysteinn Jónsson, 1. þingmaður Sunnmýlinga tók næstur til máls. Vék hann fyrst að efna- hagslöggjöfinni, sem sett var sl. vor, sem hann taldi hafa verið þýðingarmikið skref til bóta. Grunnkaup hefði hækkað um 5%, en felld hefðu verið niður 9 vísitölustig. Hefði því verið lýst yfir við setningu laganna að framleiðslan myndi ekki þola hærra kaupgjald. Talsverður á- greiningur hefði verið um þess- ar ráðstafanir á yfirborðinu og Sjálfstæðismenn hefðu gagn- rýnt þær, en þó ekki af neinum krafti. Þessi löggjöf hefði ekki verið lengi í gildi, þegar Sjálf- stæðismenn hefðu sent útsendara í stéttarfélögin og hvatt til nýrr ar kauphækkunarbaráttu í því skyni að koma efnahagskerfinu úr skorðum og sprengja stjórnar. samstarfið. Hefði það borið tals- verðan árangur, og að lokum hefði svo farið að ekki hefði náðst samstaða innan stjórnar- innar og hefði hún þá sagt af sér. Eysteinn Jónsson Þá vék Eysteinn Jónsson að þjóðstjórnarhugmyndinni og sagði í því sambandi, að lögin um útflutningssjóð o. fl. hefðu verið svo merkilegur grundvöll- ur að það hefði átt að fá samtök allra flokka til að byggja ofan á hann. Hins vegar væri ekki lík- legt, að stjórn, sem væri til kom- in, eins og núverandi sfcjórn, væri líkleg til að stuðla að nýjum efnahagsráðstöfunum, eða a. m. k. hefðu Framsóknar menn litla trú á því. Frumvarp það, sem hér lægi fyrir, fjallaði um einn þátt efnahagsráðstafan- anna, en réttara hefði verið að taka þá alla fyrir í einu lagi. í sambandi við heildarmyndina kvaðst ræðumaður vilja benda á, að ríkisstjórnin hefði gert samn- inga um verulegar hækkanir út- gjalda eða alls að upphæð 159 milljónir kr. frá því sem áður var án þess að ræða um það við Alþingi og án þess að vitað væri um meirihlutafylgi Al- þingis. Núverandi ríkisstjórn reiknaði með 176 milljónum kr. í auknum útgjöldum, en ræðumaður kvaðst gera ráð fyr- ir 230 millj. kr. í auknum út- gjöldum, því auk þess sem for- sætisráðherra hefði talið upp, mætti gera ráð fyrir 55 millj. kr. halla á útflutningssjóði. Kvaðst Vísitöluskerðingin spor í rétta átt Næst vék Eysteinn Jónsson að þeim tölum, sem forsætisráð- herra hefði haft eftir sér- fræðingum í fjármálaráðuneyt- inu. Kvað hann sér alls ókunnugt um það mál og ef sú tala kæmi til greina, þá væri þar miðað við mikla notkun lánsfjár, en með þessu móti væri með opnum aug- um verið að afgreiða fjárlög með halla. Þá væri ekki hægt að lækka fjárlög um 40 millj. kr. nema skera mjög verulega niður verklegar framkvæmdir. — Forsætisráðherra hefði minnzt á að nota 20 milljónir af greiðslu- afgangi ársins 1958 til jöfnunar. Einhver greiðsluafgangur hefði orðið á s. 1. ári, en Framsóknar- menn hefðu þegar borið fram til- lögu um að lána 25 milljónir af því fé til byggingarsjóðs ríkisins, byggingarsjóðs Búnaðarbankans og veðdeildar Búnaðarbankans. Kvaðst hann fremur vilja hjálpa því fólki, sem þyrfti á fé sjóðanna að halda, en að kasta greiðslu- afganginum í verðbólguhítina. Eysteinn Jónsson sagði að lok- um, að Framsóknarmenn hefðu ekki trú á því, að „stjórnarflokk arnir“ næðu þeim heildartökum á efnahagsmálunum, sem þörf væri á og mundu Framsóknarmenn, taka afstöðu til einstakra atriða frumvarpsins, eftir því sem þeim fyndist réttast. Tíu stiga skerðing á vísitölu væri spor í rétta átt, ef það væri framkvæmanlegt. Fjármálastjórn ríkisins veldur veirðbólgu Eftir miðdegiskaffi hófst fund- ur í neðri deild að nýju og tók þá fyrstur til máls Lúðvík Jósefs son 2. þingmaður Sunnmýlinga. Lúðvík gagnrýndi frumvarp stjórnarinnar. Hann sagði í fyrsta lagi að óþarfi væri að hækka upp bætur til sjávarútvegsins. Þær hefðu verið eðlilegar í fyrra eft- ir aflabrestinn. Nú væri þeirra síður þörf eftir aflasæld síðasta árs. Þá kvaðst ræðumaður ætíð hafa gert sér grein fyrir því að af bjargráðunum í fyrra myndi leiða hækkað verðlag. Af hækk- uðu verðlagi hefðu síðan komið kauphækkanir. Þetta hefðu menn átt að skilja, að alltaf væri hætta á kauphækkunum, þegar farið væri út í verðhækkanir. Lúðvík Jósefsson taldi að það væru ekki kauphækkanir sem hefðu komið af stað verðbólg- unni. Stærsta þáttinn í henni taldi hann fjármálastjórn ríkis Lúðvík Jósefsson og sveltarfélaga. Kvað hann það vera sérstaklega alvarlegt, hve útgjöld og eyðsla ríkissjóðs hefði hækkað miklu meira á undan- förnum árum en kaupgjaldið. Hann taldi að ríkið ætti að skila aftur því sem það hefði of- Framh. á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.