Morgunblaðið - 23.01.1959, Page 13
Fðstudagur 23. jan. 1959
MORCTINTtT, AfílÐ
13
RITSTJÓRAR: HÖRÐUR EINARSSON OG STYRMIR GUNNARSSON
Spjalí um rœðumennsku
ÞÉR hefur verið boðið að halda
rseðu, og þú hefur snúið þér til
mín með flóknar spurningar. Ég
skal reyna að svara þeim.
„Á ég að þiggja boðið?“ Auð-
vitað. Það verður mjög skemmti-
legt og einhver skemmtilegasta
reynsla ævi þinnar. Ef ég væri
þú mundi ég jafnvel ekki bíða
eftir því, að mér væri boðið að
halda ræðu. Sjálfs mín vegna
jnundi ég grípa fyrsta tækifæri,
sem gæfist til þess að halda ræðu
af sjálfs dáðum, því að ræðu-
mennska er örugg leið til for-
ystu. Ég þekki hundruðir manna,
sem hafa áunnið sér meira álit
með fimm mínútna ræðu en þeir
höfðu áður áunnið sér með fimm
ára ötulli vinnu. Hafir þú einu
sinni náð valdi yfir áheyrenda-
hópi með stuttri tölu munt þú
upp frá því hafa meira vald yfir
sjálfum þér.
Að sjálfsögðu munt þú ekki
halda neitt glæsilega ræðu. En
hafðu ekki áhyggjur út af því.
Mjög fáir halda glæsilegar ræð-
ur. Ef þú efast, kveiktu á útvarp-
inu.
„En ég hef aldrei sta'ðið'
frammi fyrir áheyrendum fyrr.
Ég óttast, að það kunni að líða
yfir mig“. Engin hætta. Síðastlið-
in 24 ár hef ég horft á 10.000 við-
skiptamenn standa frammi fyrir
áheyrendum í fyrsta skipti. Það
leið yfir aðeins einn þeirra. Ég
spáði því um hann, aS innan fárra
vikna mundi hann hafa yndi af
að tala opinberlega. Sú varð líka
raunin. Hann var í málfundahópi
tvisvar í viku árum saman eftir
þetta.
Vitaskuld verður þú tauga-
óstyrkur til að byrja með. Það
eru allir. Georg VI var það.
Lloyd George, Theodore Roose-
velt og Mussolini voru það einn-
ig .En það eru viss atriði, sem
geta hjálpað þér til þess að öðl-
ast hugrekki. Eitt er æfingin.
Æfing. Æfing. Hvar? Hvar sem
er. Þegar ég fór ríðandi til skól-
ans á hverjum morgni fyrir
mörgum árum, var ég vanur að
fara út í hlöðu og æfa mig á að
halda ræður mínar yfir hestun-
um og skelfdum dúfunum. Tal-
aðu við vini þína um þau atriði,
sem þú átt að fjalla um. Heim-
sæktu nágrannána og æfðu þig
á þeim. Talaðu yfir hvaða hópi,
sem vill hlusta á þig.
ímyndaðu þér ekki, að það
verði erfitt. Þú gætir haldið góða
ræðu samstundis, ef einhver slæi
þig niður. Þú hefur oft haldið
góðar ræður heima hjá þér þegar
þú hefur verið reiður. Minnztu
hitans, kraftsins og litauðginnar
í ræðum þínum þá. Allt, sem þú
þarft að gera, er að gefa tilfinn-
ingum þínum lausan tauminn
frammi fyrir áhorfendunum. Að
flytja ræðu er aðeins samtal í
stækkaðri mynd. Ekkert annað.
Mundu, að ekkert aftrar þér
nema þinn eigin hugarburður.
Þess vegna skaltu hætta að
hugsa um sjálfan þig. Hugsaðu
um umræðuefni þitt, áheyrendur
þína. Ef maður framkvæmir það,
sem maður er hræddur við að
gera, kemur í ljós, að í raun og
veru var ekkert að óttast.
„Hvað á ég að' tala um?“ Tal-
aðu um áhugamál þín, allt frá
dúfum til Júlíusar Caesars. Tal-
aðu með hrifningu, og þú átt at-
hygli áheyrenda þinna vísa. Ég
hef séð það gerast þúsund sinn-
um. Ég þekki mann, sem gæti
töfrað 5000 manns þegar hann
talar um áhugamál sitt, söfnun
austurlenzkra gólfábreiðna. Þú
veizt ef til vill meira um leir-
kerasmíði, hvirfilbylji eða hreinsi
vökva en nokkur í áheyrenda-
hópnum. Sé svo, getur það vel
verið gott umræðuefni fyrir þig.
Þú skalt ekki taka umræðuefni
þitt úr dagblöðunum, alfræði-
bókinni eða' úr ræðum annarra.
Veldu umræðuefni þitt eftir þínu
eigin höfði og úr eigin brjósti.
„Hvernig á ég að undirbúa
mig?“ Þessi spurning leiðir okk-
ur einmitt að kjarna ræðumennsk
unnar. Arangur ræðu þinnar er
að þrem fjórðu hlutufn kominn
undir því, hvort þú hefur búið
þig nógu vel undir hana eða ekki.
Flestar ræður, sem mistakast,
mistakast vegna þess að ræðu-
maðurinn gaf sér ekki nægan
tíma til þess að búa sig undir
hana. Harry Emerson Fosdick,
einhver mesti ræðumaður Banda-
ríkjanna, fyrr og síðar, sagði, að
það tæki hann 10 stundir að búa
sig undir 10 mínútna ræðu og 20
stundir að búa sig undir 20 mín-
útna ræðu.
Þú getur staðið upp núna og
talað um einhverja bernskuminn-
ingu, upphaf starfsferils þíns eða
mesta ævintýri lífs þíns. Þú hefur
upplifað þessa atburði. Leyndar-
dómurinn við undirbúning ræðu
er sá, að þú kynnir þér umræðu-
efni þitt svo gaumgæfilega, að
það verði þér eins kunnugt og
þessir atburðir. Gerum t. d. ráð
fyrir, að þú hafir verið beðinn að
tala um efnið: „Er almenningur
heiðarlegur?“ Fyrst, seztu niður
og rifjar.upp þína eigin reynslu
í þessu efni. Síðan ferðu til
nokkurra kaupmanna, sem þú
þekkir og spyrð þá um reynslu
þeirra. Og loks getur þú spurt
tannlækninn þinn og heimilis-
lækninn. Farðu í bókasafnið og
eyddu klukkustund til þess að
búa þig undir hverjar sjö sek-
úndur, sem þú átt að tala. Við-
aðu að þér tíu sinnum meira efni
en þú getur notað.
„Á ég að læra raeðuna utan
að?“ Nei, aldrei. Ef þú reynir
það, er ekkert líklegra en að þú
gleymir henni. Og hinar verstu
líkamlegar kvalir virðast sárs-
aukalausar í samanburði við
kvalir ræðumanns, sem allt í
einu gleymir ræðunni, sem hann
var búinn að læra utan að. Og
jafnvel þó að þú munir ræðuna,
þá verður þú að hugsa um orð en
ekki hugmyndir. Þar af leiðandi
verða augu þín og rödd fjarræn,
og enginn mun taka sérstaklega
eftir ræðu þinni.
En ef þú hugsar vandlega, hvað
þú ætlar að segja, tekur niður
nokkra „punkta" og treystir því
síðan, að guð almáttugur leggi
þér réttu orðin í munn, þá verð-
ur framkoma þin eðlileg. Vita-
skuld verður ræða þín dálítið ó-
hefluð ó köflum, og þú átt það
víst, að þú sleppir einhverju, sem
þú ætlaðir að segja, en það sem
þú segir festist mönnum betur í
minni heldur en utanaðlærð
ræða.
„Á ég að hafa hendur í vös-
um?“ Bezt er, að hendur þínar
séu niður með hliðunum. Þær
fara vel þar, og þar er fljótlegt
Hvað skyldi hann hafa
gert af sér?
Sá orðrómur, að í ráði væri,
að Molotov, fyrrum utanrrík-
isráðherra Sovétríkjanna, yrði
skipaður sendiherra lands síns
í Hollandi, hefur vakið athygli
um ■ heim allan. Ekki er þó
langt síðan Krútssjov lýsti því
yfir, að Molotov og félagar
hans væru ótíndir glæpamenn
og landráðalýður, svo að sam-
kvæmt lögum sérhvers venju-
legs, siðaðs þjóðfélags hefðu
þeir hvergi átt betur heima en
í tugthúsi eða neðan jarðar.
Sú varð þó ekki raunin, að
þeir yrðu settir inn eða niður,
heldur voru þeir skipaðir í ým
is embætti, sem víðast þykja
góðir bitar, og nú mun meira
að segja hafa verið að hækka
einn þeirra í tign, svo að trú-
lega hefur glæpur hans verið
meiri en í fyrstu virtist.
Margir hafa látið sér til hug
ar koma, að hér væri um að
ræða nýja aðferð til þess að
betrumbæta forherta glæpa-
menn, og má því gera ráð
fyrir, að glæpasérfræðingar
og afbrotamenn á Vesturlönd-
um fylgist með þessum til-
raunum af ath.ygli.
Heyrzt hefur og, að fangar
á Litla-Hrauni séu farnir að
hugsa með tilhlökkun til þess
að losna út og komast í sendi-
herra- og bankastjórastöður.
Getur Alþingi farið að búast
við áskorunum þaðan að aust-
an, hvað úr hverju, þess efnis,
að refsilöggjöf Sovétríkjanna
verði tekin upp á íslandi.
Og svo velta menn því fyrir
sér, hvað menn þurfi að drýgja
stóra glæpi til þess að hreppa
sendiherrastöðu, hvort land-
ráð séu nóg, og hvað t. d. sendi
herra Sovétríkjanna hér hafi
gert af sér til þess að verð-
skulda stöðu sína.
að grípa til þeirra, ef þér finnst
þú þurfa að leggja sérstaka
áherzlu á eitthvað. En finnist þér
hendurnar vera eins og banana-
knippi þar sem þær liggja niður
með hliðunum þá er þér sjálfsagt
ekki rótt innanbrjósts og hugur
þinn hvarflar tíðum til þeirra.
Og ástand hugar þíns er miklu
mikilvægara en handa þinna, svo
„Við skutum
alla karlmenn
og drengi"
gortaði Voroshilov við
bandariska sendiherrann
Á undanförnum árum hafa
mönnum á Vesturlöndum borizt
til eyrna margar frásagnir af
hryðjuverkum rússneskra vald-
hafa og er óhætt að fullyrða, að
þeir glæpir séu fáir, sem þeir
hafa ekki drýgt, samkvæmt vitn
isburði sjálfra sín og félaga sinna.
William C. Bullitt, ambassador
Bandaríkjanna í Sovétríkjunum
1933—1936, hefur skýrt frá eftir-
farandi samtali, sem hann átti
við Voroshilov, núverandi for-
seta Sovétríkjanna, árið 1934:
„Kvöld nokkurt veturinn 1934
sat hann (Voroshilov) mér á
hægrj hönd og Budenny, mar-
skálkur, sat mér til vinstri hand-
ar.
— Sjáið þér til, Bullitt, sagði
Voroshilov, Budenny er sá mað-
ur sem vann borgarastyrjöldina,
án þess að vita nokkurn tíma
fyrir hverju hann var að berjast.
— Þetta er alveg satt, sagði
Budenny hlæjandi. Einkunnarorð
mín hafa aldrei verið: Öreigar
allra landa, sameinizt!; þau hafa
alltaf verið: Riddaraliðsmenn
allra landa, sameinizt! Mér er
sama fyrir hverju ég berst, svo
lengi sem ég á í almennilegri
styrjöld.
Við hlógum, og Voroshilov
sagði: Ég held, að það skemmti-
legasta, sem við (Budenny)
nokkru sinni afrekuðum saman,
hafi verið að taka Kiev án bar-
daga.
— Hvað gerðist þá, spurði ég.
— Jú, sagði Voroshilov, í Kiev
voru 11000 liðsmenn zarins með
konur sínar og börn. Þeir voru
fjölmennari en við, svo að við
hefðum aldrei náð borginni með
bardaga. Við tókum því áróður-
inn í þjónustu okkar og hétum
þeim, að þeir yrðu látnir lausir
og leyft að fara til heimila sinna
með fjölskyldur sínar og að her
okkar mundi fara eins vel með þá
og unnt væri. Þeir trúðu okkur
og gáfust upp.
— Og hvað gerðuð þið við þá,
spurði ég.
— Við skutum alla karlmenn
og drengi og seitum allar konur
og stúlkur í pútnahús fyrir her-
menn okkar, sagði Voroshilov.
— Finnst yður í raun og veru,
að þetta h*fi verið drengilegt,
spurði ég.
— Her minn þarfnaðist kvenna,
sagði Voroshilov, og ég lét mér
annara um heilsu hermanna
minna en þessara kerlinga. Og
Voroshilov í hátiðaskapi
þetta skipti svo sem engu máli,
því að þær drápust hvort sem
var allar innan þriggja mánaða."
Eftir þessa blygðunarlausu játn-
ingu Voroshilovs dregur víst eng-
inn í efa, að hann verðskuldi
fyllilega stöðu sína, sem æðsti
maður Sovétríkjanna. Það hefur
löngum verið afsökun núverandi
valdhafa Sovétríkjanna, þegar
þeir hafa játað á sig hina við-
bjóðslegustu glæpi, að óttinn við
Stalín hafi knúið þá til þess að
drýgja þá. En þessi frásögn for-
seta Sovétríkjanna sýnir, að hann
var forhertur misindismaður og
griðníðingur löngu áður en
Stalín náði æðstu völdum, og svo
mun vera um flesta þá, sem nú
skjóta sér á bak við grimmd
Stalins.
Enn eru til hér á landi menn,
sem verða ókvæða við, þegar tor-
tryggni er látin í Ijós í garð
Rússa, t. d. í sambandj við samn-
inga um afvopnun. Telja þeir
nauðsyn eftirlits með því, að
slíkir samningar yrðu haldnir,
hina mestu firru. En er furða, þó
menn vantreysti heitstrenging-
um þeirra, sem þannig lýsa sjálf-
um sér og fortíð sinni?
að þú skalt setja hendur í vasa,
ef þér verður rórra við það. Þú
ert að reyna að hafa áhrif á hug
og hjarta annarra. Ef þér heppn-
ast það, þá skiptir ekki miklu
máli hvar hendur þínar eru á
meðan þú ert að því.
„Hvernig á ég að bera ræðu
mína fram?“ Talaðu í einlægni,
beint frá hjartanu. Sjálfsagt
verða þér á einhverjar yfirsjónir,
en það fer ekki hjá því, að þú
hafir einhver áhrif. Erfiðasta
vandamálið, sem verður á vegi
mínum, þegar ég er að æfa menn
í ræðumennsku, er að ná þeim út
úr skelinni og fá þá til þess að
tala í alvöru. Þetta er líklega
mikilvægasta atriði framsagnar-
innar. Áheyrendur þínir verða að
finna, að þú hafir vit á þvi, sem
þú ert að fara með og hafir
ákafa löngun til þess að segja
þeim frá því.
„Hvernig get ég vitað, hvort
heyrist í mér?“ Frægur ræðumað-
ur lét venjulega vin sinn, sem
sat á aftasta bekk, gefa sér
merki um það, hvort til hans
heyrðist. Þetta er hugmynd, sem
þú gætir fært þér í nyt. Mundu,
að rödd þín berst ekki vel nema
því aðeins, að þú hafir nóg loft
í lungunum. Andaðu því djúpt að
þér. Beindu ekki máli þínu, að
fólkinu í fremstu röð. Talaðu af
krafti. Opnaðu munninn vel. Þú
þarft ekki að kalla. Jafnvel þeg-
ar hvíslað er á réttan hátt, heyr-
ist það alveg aftast í stórum saL
„Á ég að segja skrítlur?“ Nei,
helzt ekki. Skop er það, sem erf-
iðast er að fara með af öllu. Ef
þú ert ekki húmoristi að eðlis-
fari, og þú ert að reyna að vera
fyndinn, er lang líklegast, að þér
mistakist.
„Hvað á ég að tala lengi?“ Rit-
stjóri nokkur sagði mér einu
sinni, að hann lyki alltaf greina-
flokki, þegar hann hefur náð há-
marki sínu. Það er rétti tíminn
til þess að ljúka ræðu líka. Hættu
þegar fólk vill fá að heyra meira,
Hættu áður en menn óska þess,
að þú farir að hætta. Ef þú ert
ekki þeim mun meiri ræðumaður
en þú heldur að þú sért, og um-
ræðuefni þitt er ekki þeim mun
mikilvægara, ættu tíu mínútur að
vera nóg.
(Lauslega þýtt og stytt
úr tímaritinu Rotarian)