Morgunblaðið - 23.01.1959, Page 20

Morgunblaðið - 23.01.1959, Page 20
V EÐRIÐ NA-kaldi, 3—7 stiga frost. ALÞINGI Sjá frásögn af umræðum á blaðsíðu 11. 18. tbl. — Föstudagur 23. janúar 1959 Aldrei hefur það verið heiglum hent að vera sjómaður á Islandsmiðurn, og allra sízt í hörðum veðrum á vetrum. Þessi mynd var tekin í gœrdag um borð í varðskipinu Ægi, er það kom til Akureyrar. Skipið líktist eiginlega miklu fremur borgarísjaka en skipi, svo ferleg var klaka- brynja þess. Hér eru á þilfari varðskipsins, eim og við íshellismunna, þeir Þórarinn Björnsson, akipherra, til hœgri, og Haraldur Björnsson, fyrsti stýrimaður. (Ljósm.: Mbl. Gisli Ólafsson) Ægir varð fyrir brotsjó og skemmdist nokkuð AKUREYRI, 22. jan. — Ægir varð fyrir nokkrum skemmdum á miðvikudaginn, er brotsjór kom á miðju skipsins út af Rauðunúp- um. Var loftskeytastöð skipsins óvirk með öllu ó eftir. Ekki varð slys á skipsmönnum, er þetta gerðist. Svo er varðskipið ísað, að það er eiginlega líkara borgarísjaka, en skipi, þar sem það liggur hér við bryggju í dag. Sagði Þórarinn skipherra Björnsson, að hann hefði aldrei fyrr séð Ægi svo ís- aðan, en það hefði einmitt verið orsök þess að hnúturinn kom á skipið. Var skipið orðið þungt undir ísbrynjunni og varði sig Félag fasteigna- skattsgjaldenda stofnað 19. Þ.M. VAR stofnað hér í bæ Félag stóreignaskattsgjaldenda. Samkvæmt 2. gr. félagslaganna er tilgangur félagsing þessi: a) Að sanda vörð um friðhelgi eignarréttarins og önnur ákvæði stjórnarskrárinnar, sem hagkerfi ríkisins og frjálst athafnalíf lands manna grundvallast á. b) Að vinna að því af fremsta megni, að lög nr. 44/1957 komi ekki til framkvæmda, en verði numin úr gildi sem allra fyrst. c) Að hafa skrifstofu, sem með- al annars veiti félagsmönnum alla lögfræðilega aðstoð við mála- rekstur þeirra út af nefndum lög- um. I stjórn félagsins voru kosnir: Páll Magnússon, lögfr., Hjörtur Hjartarson, fulltrúi_ oe Guðmund- ur Guðmundsson, forstjóri. í vara- stjórn: Sighvatur Einarsson, pípulagningameistari og Jón Bjarnason, hæstaréttarlögmaður. Sími félagsins er fyrst um sinn 14964. þar af leiðandi illa. Sjór hafði ekki verið mikill, en hvasst mjög, 8—9 vindstig. Hnút- urinn lagði inn brúarvænginn, mölvaði rúður í gangi í brúnni, og komst sjór þar inn og í loft- skeytaklefann, sem fylltist af sjó. Er hætt við að loftskeytatækin hafi orðið fyrir miklum skemmd- um eða hreinlega eyðilagzt. Brot- sjórinn braut einnig léttbát Tæplega 140 mislingatilfelli ENN eru dálítil brögð að misl- ingum hér í bænum. Kemur þetta fram í yfirliti frá skrifstofu borg- arlæknis um farsóttir hér í Reykjavík vikuna 4—10. jan. Eru þá skráð 138 mislingatilfelli, en þau höfðu verið vikuna þar áður 108. Annars er það einkum kvef- sóttin, sem herjar í bænum og eru 160 kvefsóttartilfelli skráð á fyrrnefndu tímabili, 4—10. jan. í þeirri sömu viku skutu rauð- ir hundar upp kollinum hér í bænum, en höfðu ekki áður gert vart við sig. Voru skráð 10 til- felli. Fyrsta skeljasands löndunín AKRANESI, 22. jan. — Sand- dæluskipið Sansu sem leigt hefur verið til skeljasandstöku fyrir Sementsverksmiðjuna hér úti í Faxaflóa, kom í dag úr fyrsta sandtökuleiðangri sínum. Vel hafði gengið að ná sandinum upp. Var byrjað að losa skipið við bryggju sementsverksmiðjunnar um klukkan 2,30 í Jag. 1 skipinu munu hafa verið um 800 rúmmetr ar af skeljasandi. — Oddur. skipsins og dældaði reykháfinn. Hér á Akureyri mun gert við skipið til bráðabirgða og sett í það loftskeytastöð svo skipið geti siglt til Reykjavíkur og fengið þar fullnaðarviðgerð. Ægir hafði verið á eftirlitsferð úti fyrir Norðurlandi í nokkra daga, er þetta vildi til. Erlendir togarar eru þar djúpt úti og langt frá línunni. — Mag. Biskupskjöri lýkur 1. apríl BISKUPSKOSNINGAR fara fram á næstunni. Kjörstjórn við biskupskjör, mun senda út kjör- seðla í næsta mánuði, til allra, sem kosningarétt hafa, og verða kjörseðlarnir að berast aftur í hendur formanns kjörstjórnar í kirkjumálaráðuneytinu fyrir kl. 24,00 að kvöldi 1. apríls n.k. Kjörstjórn skipa þessir menn: Gústav A. Jónasson, ráðuneytis- stjóri, sem er sjálfkjörinn, séra Sveinn Víkingur, biskupsritari, tilnefndur af kirkjumálaráðherra og séra Jón Þorvarðarson, sóknar prestur, tilnefndur af Prestafél- agi íslands. Fjölmennur fundur full- trúaráðs Sjálfsfœ&is- félaganna I FYRRAKVOLD var haldinn fjölmennur fundur í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og voru þar til umræðu bæjarmál Reykjavíkur og flokksmál. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri hélt þar ógæta ræðu um bæjarmálin. Gaf hann glöggt yfir lit um hag bæjarfélagsins og hin- ar miklu framkvæmdír sem yfir standa og fyrirhu.gáðar eru. Máli hans var mjög vel tekið. Bæjarfulltrúarnir Þorvaldur Garðar Kristjánsson og Gísli Halldórsson, héldu og ítariegar ræður, þar sem þeir ræddu sér- staka þætti bæjarmálanna. Enn- fremur töíuðu þeir Hannes Jóns- son og Þorkell Sigurðsson. Birgir Kjaran, formaður full- trúaráðsins, ræddi um nokkur verkefni þess, er nú liggja fyrir, og bar fram tillögur um flokks- málefni, er samþykktar voru ein- róma. Eins og fyrr segir var fundur- inn fjölsóttur og fór fram með prýði. Fróðlegt yfirlit í Ægi um fiskframleiðsluna '58 í NÝÚTKOMNUM ÆGI, riti Fiski félags íslands, segja ýmsir for- ráðamenn í fiskiðnaðinum, frá framleiðslunni á síðasta ári og ræða auk þess ástand og horfur í markaðsmálum. ★ Um saltfiskframleiðsluna segir Richard Thors, framkvæmda- stjóri m.a., að framleiðslan 1953 hafi orðið 35.000 tonn. Var fisk- urinn allur að undanskildum 1600—1800 tn. seldur og flutt- ur út fyrir áramótin síðustu. Tel- ur framkvæmdastjórinn að út- flutningsverðmæti saltfisksins hafi numið 135—140 millj. kr. og hafi allur fiskurinn að 1500 tonnum undanskildum verið seld- ur fyrir frjálsan gjaldeyri. Markaðshorfur eru álitnar góð- ar fyrir óverkaðan saltfisk. Tel- ur framkvæmdastjórinn að hægt hefði verið að selja 10.000 tonnum meira af saltfiski árið 1958, ef hann hefði verið fyrir hendi. Óskar Jónsson framkvæmda- stjóri segir í grein sinni um skreið arframleiðsluna að hún hafi gef- ið þjóðarbúinu 40—45 millj. kr. í hörðum gjaldeyri. Framleiðslan var 42.000 tonn. Framkvæmda- Ætjjórinn telur ekki horfux á markaðshruni. Eftirspurn eftir skreið var mikil á síðasta ári. ★ Erlendur Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri segir frá því í yfir- liti sínu að verðmæti Norður- landssíldar — saltaðrar, hafi num ið 94,5 millj. kr., en Suðurlands- síldar 8 milljónum. Hann segir frá því að nokkur þúsund tunnum síldar sé enn ó- ráðstafað. og stafi það af göllum á síldinni. Sé með öllu óvíst um sölu hennar. Erlendur leggur á- herzlu á, er hann ræðir fram- tíðarhorfur, að auka þurfi vand- virkni í meðferð saltsíldarinnar. Bóndinn fór í einn róður og hlutur hans var yfir 3 þúsundir kr. AKRANESI, 22. jan. — Ungur bóndi ofan úr Reykholtsdal, er hingað kom í fyrradag með vöru- bíl sinn til viðgerðar, vatt kvæði sínu í kross og fór í róður, meðan hann var að bíða eftir bílnum. Þessi ungi bóndi, sem er héðan af Akranesi, er Guðmundur Guð- jónsson, að Brekkukoti í Reyk- holtsdal, hóf þar búskap með konu sinni, Laufeyju Hannes- dóttur, fyrir hálfu öðru ári. Guðmundur er dugnaðarmaður hinn mesti. Hann hóf hér að stunda sjóinn um fermingu og er þaulvanur sjómaður. Aflinn var góður í þessari sjó- ferð Guðmundar með vélbátnum „Ver“, 350 tunnur. Þegar Guð- mundur í Brekkukoti kvaddi i skipsfélaga sína og fékk greiddan hlut sinn í aflaverðmætum báts- ins í þessum róðri, komu í hans hlut kr. 3135,00. Stóðst það nokk- urn veginn á endum, að með hlutnum gat hann borgað viðgerð arkostnaðinn á bílnum. — Oddur. Árshátíð í Keflavík KEFLAVlK, 22. jan. — Árshátíð og þorrablót Austfirðingafélags- ins í Keflavík og nágrenni verð- ur haldið í Ungmennafélagshús- inu í Keflavík næstkomandi laug- ardag_ og hefst kl. 8 um kvöldið. Þetta er önnur árshátíðin, sem féjagið heldur, og er hið bezta til hennar vandað. — Félagið er fjöl- mennt og hefir starfað með mikl- um þrótti undanfarið. — Ingvar. f grein Sveins Benediktssonar útgerðarmanns og formanns stjórnar Síldarverksmiðjanna, segir frá því að útflutningsverð- mæti bræðslusíldarafurða hafi alls numið 55,5 millj. kr. Hann telur ekki mögulegt að segja fyr- ir um markaðshorfur á síldar- mjöli á þessu ári. Einnig ræðir Sveinn í grein sinni um síldar- vertíðina á sl. sumri og segir að fullyrða megi að síldveiðin hafi byggzt að langmestu leyti á auk- inni veiðitækni. Sveinn segir að vegna þess hve veiðitækninni hafi fleygt fram megi vænta va»- andi afla, þótt síldin kunni að halda sig langt frá landi og vaði illa. ★ Jónas Jónsson framkvæmda- stjóri, segir frá því að fiski- mjölsframleiðslan hafi á síðasta ári orðið meiri en nokkru sinni fyrr. Er það karfinn sem þessu veldur. ★ Tryggvi Ólafsson framkvæmda stjóri segir frá því að þorskalýs- isframleiðslan hafi minnkað á s. 1. tveimur árum. Var hún 1958 9700 tonn. Lýsisframleiðslan seld- ist nokkurn veginn jafnóðum en verðið hefur farið lækkandi, en mest varð þó lækkunin 1958 og nemur hún 12—14 sterlingspund- um á tonnið á því ári. Tveir lítils liáttar brunar í Firðinum HAFNARFIRÐI — Slökkvilið- ið var tvívegis kallað út í gær, en í bæði skiptin var um smávægi- lega bruna að ræða. Rétt fyrir kl. 3 var það kallað upp í Grænu- kinn 20, að nýju tveggja hæða steinhúsi, sem þar er í smíðum. Var eldur þar í mótatimbri, er geymt var í kjallara hússins, og logaði glatt í. Var eldurinn fljót- lega slökktur, en nokkrar skemmdir urðu á timbrinu. Hús þetta er enn óinnréttað og ekki hefir verið leitt í það rafmagn, og er því hallazt að því, að krakkar hafi verið að leika sér með eld í timbrinu. Og aftur var liðið kallað út kl. rúmlega fjögur í gærdag, og í þetta skipti að áhaldahúsi bæj- arins í Svendborg. Hafði eldur komizt þar á milli þilja, líkleg- ast frá kolakynntum ofni, sem var upp við þil. Varð að rífa það að nokkru leyti til ao kom- ast að upptökum eldsins, sem var sama og enginn, en nokkur hluti þilsins hafði sviðnað.— Slökkviliðið hefir aðeins einu sinni verið kallað út síðan fyrir jól, en það var fyrir nokkrum dögum, þegar kviknaði í húsi Sigmundar Björnssonar, Öldu- götu 21. Urðu nokkrar skemmdir á húsinu, svo og húsgögnum og fatnaði. — G.E.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.