Morgunblaðið - 05.04.1959, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.04.1959, Qupperneq 1
24 siður «6. árgangur tbl. — Sunnudagur 5. apríl 1959 Prentsmiðja Morgun Maðsins Sannast hefur, að ákvörðunin um aðild íslendinga að Atl- antshafsbandalaginu var rétt Ávarp Bjarna Benediktssonar á 10 ára afmæli bandalagsins ÁÐUR en Alþingi tók ákvörð- inn um ófrið ríkir gera báðir aðilar allt, sem þeir megna, til un um, að ísland skyldi ger- ast eitt af stofnríkjum At- lantshafsbandalagsins fóru þrír þáverandi ráðherrar vestur um haf til að kynna sér málavexti. Þá för fóru Bjarni Benediktsson, Emil Jónsson og Eysteinn Jónsson. I gærkvöldi, á 10 ára afmæli bandalagsins, fluttu þeir allir ávörp í útvarpið af tilefni af- mælisins. Ávarp Bjarna Benediktssonar hljóðaði svo: Allt orkar tvímælis þá gert er. Þegar taka skal mikilvægar ákvarðanir, er því eðlilegt, að menn greini á um hvað gera skuli og nokkur vafi sé í hugum þeirra, sem ákvörðuninni ráða að lokum. Svo var og þegar ís- lendingar fyrir 10 árum gerðust aðilar Atlantshafsbandalagsins. Við, sem tókum á okkur ábyrgð þess, að svo skyldi gert, skoðuð- um að sjálfsögðu gaumgæfilega eigin hug, áður en við tókum þá ákvörðun. Hlutleysi gagnslaust Það er að vísu algerlega rangt, að Island hafi þá horfið frá því að vera „friðlýst land“. Frið- lýsing íslands hafði aldrei hlot- ið alþjóðaviðurkenningu og hlut- leysi landsins var rofið í fyrsta skipti, sem á reyndi. íslendingar tóku afleiðingum þess með gerð herverndarsamningsins við Bandaríkin á árinu 1942 og inn- göngu landsins í samtök Samein- uðu þjóðanna árið 1946. Eftir þá atburði, sem gerzt höfðu frá því landið var hernumið vorið 1940, var tómt mál að tala um hlut- leysi eða friðlýsingu Islands. En flestir höfðu vonað, að samtök- um Sameinuðu þjóðanna mundi heppnast að stöðva árásir yfir- gangsseggja og tryggja heims- frið. Sú von varð þó skjótt að engu. Árásum var stöðugt haldið áfram, og fleiri og fleiri þjóðir í Evrópu misstu frelsi sitt, án þess að við væri gert. Ljóst var að svo mundi fram halda, ef ekki yrði reistur öflugur varn- arveggur. Það var gert með At- lantshafsbandalaginu, sem stofn- að var fyrir 10 árum. Hernaðarþýðing íslands Við íslendingar erum svo fáir, að um lið okkar munar lítt eða ekki, ef til ófriðar kemur. Við erum meira að segja með öllu vanmegnugir þess að verja okk- ar eigið land. En landið sjálft hefur hernaðarþýðingu. Ég skal ekki segja, hvort það hefur úr- slitaþýðingu í hernaðarátökum milli stórvelda í austri og vestri. En það hefur með vissu svo mikla þýðingu, að báðir aðilar munu í ófriði mjög sækjast eftir að ná hér fótfestu. Á meðan ótt- að styrkja stöðu sína svo sem mest má verða. Hvarvetna þar sem engar varnir eru fyrir, flæðir alda ásóknarinnar yfir, alveg eins og hafaldan veltur inn yfir sléttan sandinn. Tíbet er ekki árennilegt land til sóknar og þar býr fjölmenn þjóð, miðað við okkur Islend- inga. En einmitt þessa dagana sjáum við hvernig sama aflið og Bjarni Benediktsson með ásælni sinni knúði menn til að snúast til varnar með myndun Atlantshafsbandalags- ins, á í höggi við þessa fornu en einangruðu þjóð, sem að vísu fær samúðaryfirlýsingar víðs vegar að, en ekki þá hjálp, sem henni dugar í frelsisbaráttunni. Öllum má og vera minnisstætt, að árásin á - Suður-Kóreu var gerð eftir að Bandaríkjamenn höfðu kvatt þaðan lið sitt og utanríkisráðherra þeirra mælt orð, sem kommúnistar skildu svo sem það land væri utan varnarhrings Bandaríkjanna. Hætturnar af varrnarleysi Islendingar óska einskis frem- ur en að sem fyrst linni átök- um þeim, sem nú eru um iaeims- yfirráðin. Við óskum þess af heilum hug að fá sjálfir að lifa í friði og að allar aðrar þjóðir megi gera slíkt hið sama. En óskir okkar nægja ekki. Á með- an ástandið er eins og það er, væru það svik við þjóðina að láta hana vera varnarlausa og taka þar með á sig hætturnar, sem stafa af varnarleysi. Ef til ófriðar kemur, margfaldast hætturnar við það, ef kapphlaup verður um landið. Hætturnar eru ærnar án slíks kapphlaups, svo miklar, að vissulega er mikið á sig leggjandi til þess að nýju heimsstríði verði afstýrt, þó að ekkert sé haft í huga annað en þrengstu eiginhagsmunir Is- lendinga. Allur vandi ekki leystur Frá því að Atlantshafsbanda- lagið var stofnað hefur ásælni árásarmannanna í Evrópu ekki teygt sig lengra en hún þá var komin. Þeir hafa að vísu með hörku haldið utan um það sem þeir áður höfðu. En gagnstætt því, sem gerzt hafði, þangað til frá styrjaldarlokum, hafa ný lönd ekki verið undirokuð. Ásælnin hefur hins vegar haldið áfram annars staðar í heiminum, þar sem slík varnarbandalög *em Atlantshafsbandalagið hafa ekki verið til varnar. Með þessu hef- ur Atlantshafsbandalagið fylli- lega sannað tilverurétt sinn og orðið að því gagni, sem til var ætlazt. Annað mál er, að bandalagið hefur ekki leyst allan vanda. Er þar skemmst að minnast vald- beitingar Breta í landhelgisdeil- unni við okkur. Það athæfi verð- ur ekki nógsamlega fordæmt. En hollt er að minnast þess, hvernig fara mundi um slíka deilu hins minnsta smáríkis og stórveldis, ef bæði væru bak við járntjald. Allir vita, að úrslitin mundu þar verða ólík því, sem við ætlum, að hér reynist, því að við treystum örugglega á, að réttlætið sigri að lokum. Árás án fyrirvara Þegar við gerðumst aðilar At- lantshafsbandalagsins var ráð- gert, að hér þyrfti ekki að hafa erlendan her eða varnarlið á friðartímum. Hættan reyndist meiri en þá var búist við, svo sem árásin á Suður-Kóreu sýndi, og hernaðartækni hefur stórlega farið fram. Fyrir 10 árum hugð- ust menn enn geta séð með nokkrum fyrirvara, hvort líklegt væri að ófriður væri í þann veg að brjótast út, því að herflutn- ingar og aðrar slíkar tiltektir gæfu um það vísbendingu. Nú orðið gera menn ráð fyrir, að allur teljandi frestur sé úr sög- unni, að ófriður brjótist út án aðvörunar og fyrirvara, ef til kemur. Aðstaðan er að þessu leyti gerbreytt til hins verra frá 1949. Hitt er óbreytt, að íslendingar verða nú eins og þá að fylgjast glögglega með öllu því, sem ger- ist í heimsatburðum, og hafa ekki varnarlið hér lengur en brýn þörf er á vegna öryggis Islands og tryggingar heims- friðinum. Um það höfum við sjálfir úrskurðarvald, svo sem tryggt var með gerð varnar- samningsins við Bandaríkin 1951. íslendingar munu allir fagna því, þegar þeir tímar koma, að erlent lið þarf ekki að dvelja lengur á íslandi, en þjóðin hefur einnig áttað sig á, að heimsfriðurinn er þess virði að við eins og aðrir leggjum nokkuð á okkur til að hann megi haldast. Því marki hefur tekizt að ná á hinum miklu hættutím- um, sem hin síðustu tíu ár hafa reynzt, og með þ.ví hefur sann- azt, að ákvörðunin um aðild ís- lendinga að Atlantshafsbanda- laginu var rétt. Guðluugur Gísluson bæjurstjóri frumbjóðundi Sjúlfstæðismunnu í Vestmunnueyjum í FYLKI, blaffi Sjálfstæffismanna í Vestmannaeyjum, sem kom út sl. föstudag, var skýrt frá því aff á fundi i fulltrúaráffi Sjálf- stæffisfélaganna, sem haldinn var nýlega, hafi einróma veriff sam- þykkt áskorun á Guðlaug Gíslason bæjarstjóra um aff verffa í kjöri fyrir Sjálfstæffisflokkinn í Alþingiskosningunum á komandi sumri. Jafnframt birti blaffiff heillaóskaskeyti frá Jóhanni Þ. Josefssyni, til hins nýja frambjóffanda. En eins og kunnugt er hcfur Jóhann Þ. Jósefsson veriff þingmaffur Vestmannaeyinga frá því áriff 1923 viff mikiff traust og fylgi Vestmannaeyinga. Hefur hann unniff mikið og merkilegt starf á Alþingi. Guðlaugur Gíslason hefur ákveðið aff verffa viff áskoruninni og er framboff hans ráffiff. Guðlaugur er fæddur að Staf- nesi á Reykjanesi 1. ágúst 1908. Er hann því rúmlega fimmtug- ur að aldri. Fluttist hann barn að aldri til Vestmannaeyja og hefur átt þar heima síðan. Vann hann öll algeng störf í uppvexti sínum. Árið 1930—31 stundaði hann nám í verzlunarskóla í Kaupmannahöfn. I Vestmannaeyjum hefur hann haft víðtæk afskipti af bæjar- málum og atvinnumálum. Hann var bæjargjaldkeri árið 1934— 36, hafnargjaldkeri 1936—1937, kaupfélagsstjóri Neytendafélags Vestmannaeyja árin 1938—1942, og framkvæmdastjóri útgerðar- félaganna Sæfell h.f. og Fell h.f. frá 1942. Bæjarstjóri Vestmanna- eyjakaupstaðar hefur hann verið frá árinu 1954. Guðlaugur Gíslason hefur tek- ið mikinn þátt í íþróttahreyfing- unni í Vestmannaeyjum. Hann hefur verið formaður Sjálfstæð- isfélagsins í Eyjum um skeið, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæð- isfélaganna og um 2ja ára skeið var hann einnig ritstjóri Fylkis, blaðs Sjálfstæðismanna 1 Eyj- um. Hann er ágætlega starfhæf- ur maður og nýtur mikils trausts og vinsælda í byggðarlagi sínu. Mun hinn mikli kosningasigur Sjálfstæðismanna í Vestmanna- eyjum í sl. bæjarstjórnarkosn- ingum ekki sízt hafa sprottið af vinsældum hans og dugnaði sem bæjarstjóra. Það mun almennt álit Vest- mannaeyinga að hann mimi reynast dugmikill og farsæll þingmaður. Dalai Lama á enn eftir langa ferð á hestbaki KALIMPONG í Indlandi, 4. apríl (Reuter) — Dalai Lama, þjóð- höfðingi Tíbeta, sem nú er kom- inn í öryggi innfyrir indversku landmærin heldur för sinni áfram til bæjarins Tawang í héraðinu Assam. í för með honum eru móðir hans, 14 ára bróðir. 26 ára systir og fjórir ráðherrar Tíbet- stjórnar. Þótt Dalai Lama sé kominn inn fyrir indversku landamærin á hann enn eftir langa ferð á hest- baki, því héraðið Assam er með- al ógreiðfærstu og afskekktustu héraða Indlands. Er talið að liða muni allt að hálfur mánnuður, þangað til Dalai kemst til næstu járnbrautarstöðvar. En í bænum Tawang bíður hans indverskur herflokkur, sem mun fylgja hon- um til járnbrautarstöðvarinnar Balipara, sem er um 150 km frá Nýju Delhi. Hinum 23 ára heilaga konungi tókst að komast unidan kínversk- um kommúnistum með því að ferðast aðeins að næturlagi eftir leynistígum, sem einn af bræðr- um hans Gyalo Thondup notaði, er hann flúði land fyrir 7 árurn. Ferðalagið frá Lhasa til ind- versku landamæranna tók 15 daga og þá lá leiðin yfir 500 km há fjallaskörð og einstigi, yfír jökla og gegnum frumskóga. — í fylgdarliði hans voru 80 manns, en tíbetiskir uppreisnar- menn gættu leiðarinnar á breiðu belti til beggja handa. Fregnir, sem gengu um það að Dalai Lama hafi slasast á flótt- anum voru úr lausu lofti gripnar. Er hann við beztu heilsu og ekki skert eitt hár á höfði hans. I bænum Tawang, sem hann stefn- ir nú að, er frægt buddha-klaust- Frainh. á bls. 23 Sunnudagur 5. apríl. Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Á fermingardegi (Kirkjuþátt- ur). — Úr Verinu. — 6: Fermingar í dag. — 8: Samtal við hinn nýkjorna biskup, sr. Sigurbjörn Einars- son. . , — 10: Fólk í fréttunum. — Skák. ' — 12: Forystugreinin: Víðsýn og raunhæf framkvæmdastefna mörkuð. Land sólaruppkomunnar (Utaa úr heimi). — 13: Reykjavíkurbréf. — 15: Stór kona — og stundir stn lifa. — 15-16: Barnalesbókin. — 22: Sitt af hverju tagi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.