Morgunblaðið - 05.04.1959, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.04.1959, Qupperneq 4
4 MORCVNBLAÐtÐ Sunnudag1— 5. apríl 1959 BiDaabók I dag er 95. dagur ársins. Sunnudagur 5. apríl. Árdegisf la'ði kl. 3:57. Sí5degisflæði kl. 16:17. Heilsuverndarstöðin er opin all an sólarhringinn. Læknavörður L.R. (fyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. — Sími 15030. Næturvarzla vikuna 29. marz til 4. apríl er í Lyfjabúðinni Iðunni, sími 17911. Holts-apótek og Garðs-apótek eru opin á sunnudögum kl. 1—4 eftir hádegi. Hafnarfjarðarapótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laugar- daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi- dag kl. 13—16 og kl '9—21. Næturlæknir í Hafnarfirði er Ólafur Einarsson, sími 50952. Keflavíkur-apótek er opið alla ▼irka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—16. Helgidaga kl. 13—16. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. — Sími 23100. □ MÍMIR 5959465 == 2 □ MÍMIR 5959467 = 2 □ EDDA 5959477 = 3 I.O.O.F. 3 = 140468 = 8% O IS3 Brúökaup Á páskadag vo>ru gefin saman i hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni Hjördís Jósefsdóttir og Markús Isaksen. — Heimili þeirra er að Sörlaskjóli 13. Á páskadag voru gefin saman í hjónaband af séra Jakobi Jónssyni Guðrún A. Guðmundsdóttir, Holta gerði 4, Kópavogi og Helgi Kristó- fersson, Sandgerði. — Heimili ungru hjónanna er í Sandgerði. Laugardaginn fyrir páska voru gefin saman í hjónaband af séra Jóni Auðuns, Guðný Steingríms- dófctir og Öskar Óskarsson, Bar- énastig 23, Reykjavík. Laugardaginn fyrir páska voru gefLn saman í hjónaband af séra Jóni Thorarensen, ungfrú Guðrún Freysteinsdóttir (Gunnarssonar, skólastjóra), og Garðar Ingi Jónsson, loftskeytamaður. Heimili þeirra er að Hagamel 43, Rvík. Fyrir og um páskana voru eftir- talin hjónaefnd gefin saman af séra Óskari J. Þorlákssyni: Eva Jónsdóttir og Ámundi Rögnvaldsson. He.imili þeirra er að Barmahlíð 10. — Arnhildur Helga Guðmundsdóttir, skrifstofu stúlka, Melhaga 13 og Gunnar H. Gunnlaugsson, stud. med., frá Siglufirði. — Sigríður Theodórs- dóttir, skrifstofustúika og Brynj- ólfur Samúelsson, trésmiður frá Isafirði. Heimili þeirra er að Skaftahlíð 38. — Randý Leonsdótt ir Joensen og Friðjón S. Sigur- jónsson, vérvirki. Heimili þeirra er að Sólvallagötu 66. — Sigrún Elivarðsdóttir og Einar Jóhanns- son. Heimili þeirra er að Baróns- stíg 20. ElHiónaeíhi Nýlega hafa opinberað trúiofun sína ungfrú Guðbjörg Guðmunds- dóttir, nemandi, Hverfisgötu 17. Hafnarfirði og Egon Lovens, sjó- maður, Cuxihaven, Þýzkalandi. Á páskadag opimberuðu trúlof- un sína ungfrú Sigríður Kristín Þórisdóttir, Sogavegi 180 og Þor- kell Samúelsson, Lokastíg 3. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Sigrún Valdemaredótt ir, hárgreiðsludama, Hólmavík og Sigurður Benediktsson, smiður, Kirkjubóli, Strandasýslu. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Þórthildur Einarsdótt- ir, Akurgerði 48 og Sæmundur Guðmundsson, rafvirkjanemi, frá Ilólmavík. Um páskana opinberuðu trúlof- un sína ungfrú Halldóra Þor- valdsdóttir, Nesvegi 49 og Ingvar Sveinason, Garðastræti 35. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Þórunn Einarsdóttir, Þingeyri o ; Bjarni Dagbjartsson, framkvæmdastjóri. Á skírdag opinberuðu trúlofun sina ungfrú Anna Bjarnadóttir, Suðureyri, Súgandafirði og Ás- mundur Magnús Hagaiínsson, vél- stjóri, Hvammi, Dýrafirði. AFMÆLI * Áttræð er í dag (5. april), frú Guðfinna Einarsdóítir, Urðar- stig 6A. [Félagsstörf Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund þriðjudaginn 7. apríl ki. 8:30 síðdegis, í 9jómannaskólan- um. — Kvenfélag Laugarnessóknar minnir á afmælisfundinn á þriðju daginn kl. 8:30 síðdegis, í kirkju- kjallaranum. — Kvikmyndasýning og fleira. Dansk kvinneklub heldur fund þriðjudaginn 7. apríl kl. 8,30 í Tjarnarcafé. Kvenfélag Háteigssóknar held- ur fund þriðjudaginn 7. apríl kl. 8,30 síðd. í Sjómannaskólanum. |Ymislegt Orð lífsins: — Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns sins. Jafnvel þótt ég fari ttm dimman dal, óttast ég elckert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Sálmur 23). ★ Fermingarskeyti skátanna í Reykjavík: — Skátafélögin í Reykjavík munu eftirleiðis hafa til-sölu litprentuð heillaskeyti til fermingarbarna. Ágóði af skeyta- sölunni rennur til byggingar skátaheimila í úthverfum bæjar-' ins. — Fólk getur valið um ákveðinn texta, sem kostar kr. 20.00, eða haft texta eftir eigin vali. Skeytin verða til sölu á eftir- töldum stöðum: Skátaheimilinu við Snorra- braut, Bókasafnshúsinu Hólm- arborg, Leikvallarskýlinu við Barðavog, Barnaheimilinu Brák- arborg, Leikvallaskýlinu við Rauðalæk, Skrifstofu B.Í.S., Laugavegi 37, Verzl. Hrund, Laugavegi 27, Hrefnu Thynes, Grenimel 27 og Leikvallarskýl- inu við Dunhaga. K. F. U. M. og K., Hafnarfirði: Fermingarskeyta-afgreiðsla sum- arstarfsins verður á fermingardag inn opin frá kl. 10 f.h. til kl. 7 í K.F.U.Mdiúsinu. Sími 50530. Kvennadeild SVFÍ í Reyíkjavík. Fundur verður haldinn mánudag- inn 6. apríl kl. 8:30, í Sjálfstæðis húsinu. Ýmis skemmtiatriði: Upp- lcstur, söngur gamanvísur, dans. Stúdentar M.R. 1949: Fundur í Framsóknarhúsinu mánudags- kvöld kl. 9. Barnasamkoma verður x Guð- spekifélagshúsinu, Ingólfssti’æti 22, kl. 2 e.h. í dag. — Sögð verður saga, sungið, skólabörn sýna leik- þátt — „Andvaka kóngsdóttir“ og sýnd verður kvikmynd. — Öll börn velkomin. Fíladelfía í Keflavík: — Guðs- þjónusta kl. 4 e. h. — Haraldur Guðjónsson. Síðdegishljómleikar ! Sjálfstæðishúsinu sunnudagur 5. apríl 1959. EFNISSKRÁ: 1) Út nótnabók Schuberts, Fantasia. 2) Destiny, vals. Sydney Bayrios 3) Londonderry Air. Arr: William Lind. 4) „Balkan" sígeuna Fantasia, Jo Kniimann. 5) Blómavalsinn. P. Tsohaiikowsky. 6) Lög úr Limelight, Oharlie Ohaplin. 7) Úr þýzkum kvikmyndum frá liðnum árum, syrpa. ISPennavimr Ungfrú Helga Kuhr, Oberko- chen / Wurtemberg-Deutschland, Schubartweg 20, 18 ára, óskar að komast í bréfasamband við ís- lenzkan pilt eða stúlku á svipuð- um aldri. Ungfrú Kuhr skrifar þýzku og ensku. .s; ^purnincý ciu^óinó dc Hvaða 10 bækur munduð þér helzt hafa með ef þér ættuð að flytjast út á eyðiey? yður, Sigurpáll Vilhjálmsson, stud. oecon: — Þessu er nú ekki auð- svarað. En ef ég rataði í þá ógæfu að þurfa að dveljast lang- dvölum á eyði- ey, vildi ég hafa með mér bækur, sem væru þeim kostum búnar, að hægt væri að lesa þær mörg- um sinnum, án þess að fá leið á þeim. — Einnig væri nauðsyn- legt að hafa bækur, sem gætu komið manni að gagni. Myndi ég því velja eftirtaldar bækur: Kennslubók í bátasmíði, Robin- son Crusoe, Den store franske kogebog, Ofvitinn, Heimsljós, Ævintýri góða dátans Svejk, Edda Þórbergs Þórðarsonar, Sturlunga saga, Heimsstyrjöldin ELDFÆRIN — ævintýri eftir H. C. Andersen — Ég fæ þér bláköflóttu ■vuntuna mína, hélt nornin á- £ram. Þú getur breitt hana á gólfið. Gakkstu síðan rösklega að kistunni, taktu hundinn, settu hann á svuntuna mína, opnaðu kistuna og tahtu eins mikið af peningum úr henni og þú vilt. Þetta eru allt tómir koparskild- ingar, en ef þú vilt heldur fá silfur, farðu þá inn í næsta her bergi. Þar situr annar hundur og augun í honum eru á stærð við mylluhjól. En þú skalt ekki fást um það. Settu hann á svunt- una mína og taktu peningana! Ef þú vilt hins vegar fá gull, getur þú einnig fengið það — eins mikið og þú getur borið — ef þú ferð inn í þriðja herbergið. En augun í hundinum, sem situr á kistunni þar, eru eins stór og Sívaliturn. Það er nú enginn smáræðishundur, skal ég segja þér! En skeyttu því engu! Láttu hann bara á svuntuna mína, þá gerir hann þér ekkert mein, og taktu síðan úr kistunni eins mikið gull og þú vilt! — Þetta var ekki sem verst!: sagði hermaðurinn. En hvað vilt' þú, að ég gefi þér, gamla norn? Því að þú vilt líklega fá eitt- hvað fyrir snúð þinn! — Nei, svaraði nornin. — Eg vil ekki fá einn skilding! Þú átt bara að færa mér gömul eld- faeri, sem hún amma mín gleymdi, þegar hún var síðast þarna niðri. __ Jæja! Þá skaltu binda snærið utan um mig! sagði her- maðurinn. — Hér er það, sagði nornin. Og hérna færðu bláköflóttu svuntuna mína. FERD8IM AIMD Barátta við ofureflið síðari eftir Churchill, Kennslu- bók í japönsku. Dr. Kristján Eldjárn, þjóð- minjavörður: — Þegar spélega er spurt, skal spélega svarað, sagði Ölafur gamli í Gljúfr- árkoti þegar prestsdæturnar á Völlum lögðu fyrir hanri spurn ingu í sama til- gangi og nú er spurt. En væri i raun og veru daemdur til að dveíjast einn á eyðiey 0g mætti veija mér til fylgdar þang- að tíu bækur, mundi ég fyrst kjósa Fröken Jensens Kogebog, Þá Hjálp í viðlögum, þá Skáta- bokina, þá Róbinson Krúsó, þá stóra óskrifaða bók til dagbók- arhalds. Komnar fimm, og vand- ast nú stórlega málið. En vel mundi ég sætta mig við að fá Þjóðsögur Jóns Árnasonar í fxmm bindum. Ég hef reynslu fyrir því að þær eru ekki leiði- gjarnar, og 'tilvalið væri fyrir í tómstundum mínum á eynni að vinna að samningu nafnaskrár og atriðisorðaskrár yfir allt verkið. Karl ísfeld, rithöfundur: ___ ant gerið þér mér nú“, sagði Kálfur Guttormsson, bóndi á Miklabæ í Skaga firði, þegar Bút- ur Þórðarson hjó hann að boði Kolbeins unga vegna þess, að hann vildi ekki fara að vini sín- um Sighvati á Grund. — Sama gæti ég sagt, þegar ég á að velja 10 bækur úr öllum heimsbókmenntunum. En einhverja úrlausn verður að gera og þessar bækur komu fyrst í hugann: Biblían, Shakes- peare, Sturlunga, Eddurnar, Heimskringla, Saxo Gramma- ticus, Don Quixote eftir Cer- vantes, Gargantua og Panta- gruel eftir Rabelais, Divina Comediae eftir Dante, Sonnettur til Lauru eftir Petrarka. Svo víldi ég gjarnan hafa með mér svo sem eina hjúkrunarkonu, en hún verður sennilega aldrei tal- in til bóka. Eggert Halldórsson, ísafirði: — Ef um ævi- langa dvöl væri að ræða veit ég enga þá bók, sem að gagni kæmi. Ég held, að ég mundi aðeins hafa með mér duglegan snærisspotta. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.