Morgunblaðið - 05.04.1959, Síða 13

Morgunblaðið - 05.04.1959, Síða 13
Sunnudagur 5. apríl 1959 MORGVTSBLAÐIÐ 13 ríkisráðherra þegar í stað ályktun landsfundar síns og munu að sjálf sögðu fúsir til samstarfs um málið við hann og innan utanríkismála- nefndar, ef þar er hægt að fá sam komulag um nokkuð, sem að gagni má verða. En tillögur um það að slíta stjórnmálasambandi við Breta horfa einungis i þá átt að einangra íslendinga og gera okkur erfiðara fyrir að koma jnál um okkar fram. Bretar hafa staðið af sér meira áfall en þó að Dr. Kristinn Guð- mundsson væri kallaður heim til íslands frá London. Að visu: má segja, að hann geri fslendingum ekki ýkja mikið gagn þar ytra, en einhvers staðar verður maður- inn að vera og tjalda verður því sem til er. Við þurfum nú á öllu öðru fremur að halda en aukinni einangrun og missi möguleika til að skýra mál okkar hvarvetna, þar sem skýringum verður við komið. Allantshafs- hafði látið kommúniskan áróður blinda sér sýn. Með þessu unnu borgararnir frægðarverk, sem lengi mun í minnum haft. Komm- únistar lærðu þá, að æsingar þeirra eru máttvana gegn þjóð- hollri, kyrrlátri einbeittni íslend- inga um að láta ekki ofbeldi, heldur lög og rétt ráða á íslandi. Mun og lengi þykja fróðlegt að bera saman ákvörðun Alþingis 30. marz 1949, þegar þingmenn gerðu hiklaust það, er þeir töldu rétt, þrátt fyrir illvígt upphlaup, og frammistöðu kommúnista í nóvember 1956. Lúðvík Jósefsson hefur nú fært þeim það til af- sökunar, að þá hafi verið svo miklar æsingar í Reykjavík, að ekki hafi verið þorandi að fylgja eftir loforðunum um brottrekst- ur hersins. Ekki er fhrða, þó að þeir, sem bera fyrir sig slíkt kjarkleysi, reynist þess lítt megn ugir að koma loforðum sínum fram. Það er sýnilega með réttu, að þessi heiðursmaður hefur hlot ið nafnið Lúðvík XVI. Fyrstu lömbin í Reykjavík — borin í marz. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) REYKJAVÍKURBRÉF LQUQ'Qrcl. 4. apríl I fornritum og fræðum, er nokkrir | Fundurinn telur mjög ámælis- Biskupskjör Embætti biskups er elzta og eitt hið virðulegasta á landi hér. Mik_ ið er þess vegna undir því komið, að sá sé vanda vaxinn, sem í það er skipaður.- Prestar hafa nú lokið kjöri sínu. Af úrslitum þess er ljóst, að nökkur ágreiningur hef- ur verið um valið og er þó greini- lega skorið úr um, hver mest fylgi hefur. Séra Sigurbjörn Ein- arsson er löglega kjörinn í em- bættið. Skoðanamun. ber sízt að lasta, ef þeir, sem verulegt at- kvæðamagn fá, eru hæfir til starfsins. Vitað er, að öllum kirkjunnar mönnum kemur ekki saman um trúarlærdóma, og er ekki óeðli- legt, að kosningaúrslit beri þess nokkurt vitni. Prestar eiga hins vegar öðrum fremur að vera hafn ir yfir klíkuskap, og sá, sem kjör- inn er, verður stöðugt að hafa í huga, að hann á að vera biskup allrar kirkjunnar en ekki nokk- urs hluta hennar. Þessa hefur herra Ásmundur Guðmundsson gætt með afbrigðum vel í biskups dómi sínum. Er vissulega mikið tjón, að hann skuli nú verða að láta af störfum, enn í fullu fjöci. Þar réði klíkuháttur, sem þó náði ekki nema að nokkru tilætluðum árangri. Við þessu verður ekki gert héðan af. Séra Sigurbjörn Einarsson er mikill andans maður, vel að sér, ritfær og mælskur. Um einlægan trúaráhuga hans efast enginn. Vonandi verða þessir og aðrir góð ir kostir hans til þess að hann reynist verðugur eftirmaður hinna mörgu ágætu manna, er setið hafa á biskupsstóli hér á landi. Vogun vinunr - vogun þátttakendur hafa sýnt. Sést af | verðan ágreining þann, sem ríkti því, að fjarri fer, að landsmenn | um þetta mál innan fyrrverandi séu hættir að hafa ánægju gf j rkisstjórnar, og skort á vilja til sinni fornu menningu. Slíkir þætt ir eru einstaklega vel til þess samstarfs innbyrðis og við Sjálf- stæðismenn. Þar af leiddi m. a., lagaðir að vekja áhuga æskulýðs að ekki var orðið við ábendingu á þessum efnum og hefur með því | Sjálfstæðismanna um að kæra her tapar Ekkert útvarpsefni hefur í vet- ur vakið almennari athygli en þátturinn „Vogun vinnur — vog- un tapar“. Sá, er þetta ritar, hef- ur ekki hlustað nema örsjaldan á þáttinn, en þó heyrt um það deilt, hvort svör við sumum spurn ingum hafi verið rétt metin. Og hefur þá heldur verið talið, að dómarar hafi reynzt of mildir en of strangir. Deilur um það sýna, að fylgzt hefur verið með af á- huga. Hið ánægjulegasta, sem fram hefur komið í þættinuin, er hin mikla þekking á íslenzkum | vertíð stendur. hér verið unnið stórmerkilegt starf. Vonandi verður haldið á- fram með svipuðum hætti, því að með slíku móti er miklu líklegra að vekja megi áhuga fyrir ýms- um nytsömum efnum en með ótal áminningarræðum. Nýr yfirgangur Breta Eftir að Bretar höfðu sætt sig við, að togarinn Valafell væri tekinn til íslenzkrar hafnar, svo að lögum yrði komið yfir skip- stjóra hans, þótti sumum standa vonir til þess, að þeir væru nú að vitkast í landhelgismálinu. Herhlaup þeirra á fjölsótt fiski- mið um hávertíð sýndi aftur á móti, að ofbeldismóðurinn var ekki af þeim runninn. Á þessu fékkst staðfesting, þegar brezkt herskip hindraði töku togarans Carella hinn 25. f. m., er hann var að veiðum 0,5 sjómílur fyrir innan gömlu 4ra sjómílnamörkin. Að vísu hefur fyrir guðs mildi enn ekki orðið mannskaði af vald beitingarfálmi Breta innan hinna nýju fiskveiðitakmarka íslands. Atferli þeirra er þó ærið alvar- legt. Utanríkisráðherra mótmælti að sjálfsögðu ofbeldi Breta þegar í stað, og hefur lýst því, að hann muni hafa samráð við utanríkis- málanefnd um frekari aðgerðir í' málinu. Hyggileg ályklun Sjálfstæðismenn hafa frá upp- hafi bent á, að þeir teldu eðlilegt, að ofbeldi Breta væri kært fyrir Atlantshafsráðinu og að utanrík- isráðherra fylgdi kærunni eftir með því að krefjast sérstaks ráð- herrafundar um málið. Lands- fundurinn lýsti samþykki síau á þessari afstöðu og segir í ályktun hans um landhelgismálið m. a. svo: „Landsfundurinn vitir harðlega herhlaup Breta inn í íslenzka fisk veiðilandhelgi og bendir sérstak- lega á þær hættur, sem með ó- fyrirsjáanlegum afleiðingum geta skapazt fyrir líf og eignir af veið um þeirra undir herskipavernd á fjölsóttum fiskimiðum meðan há- bandalagið 10 ára Völd kommúnista í V-stjórninni réðu því, að við höfum ekki haft það gagn af veru okkar í Atlants- hafsbandalaginu í sambandi við landhelgismálið, sem hefði getað orðið, ef rétt hefði vetið að farið. Um það tjáir ekki að fást. Menn verða og að horfast í augu við það, að jafnvel á milli félags- bræðra geta komið upp áreinings mál, sem erfitt er að ieysa Hags- munaárekstrar og skoðanamunur verður aldrei upprættur úr mann legum félagsskap. Og mjög eftir- tektarverð var yfirlýsing Guð- mundar í. Guðmundssonar í út- varpsræðu hans um Atlantshafs- bandalagið, er hann sagði: „Enda þótt bandalagið hafi ekki getað fyrirbyggt þetta brezka of- beldi, tel ég, að þátttaka okkar í bandalaginu hafi á ómetanlegan hátt verið okkur til stuðnings i þessu máli, eins og koma mun betur í ljós, þegar saga þess verð- ur öll sögð“. Um þetta er engin ástæða til að efast, en sé það rétt, er enn ljósara en áður, hve misráðið var að fylgja ekki ráðum Sjálfstæðis- manna um að neyta til hins ýtr- asta réttar okkar í bandalaginu máli okkar til framdráttar. íslendingar eiga ekki sður en aðrir allt undir því, að komið verði í veg fyrir nýja stórstyrjöld. Afleiðingar slíkrar ógæfu eru ó- fyrirsjáanlegar að öðru en því, að víst er, að verulegur hluti mannkynsins mundi farast, ef ógn arvopnum verður beitt. Vegna legu lands okkar eru engar líkur til, að við íslendingar komumst hjá því að landið dragist inn í styrjöldina, ef hún brýzt út. Við eigum þess vegna ekki minna í húfi en aðrir um að takast megi að hindra að svo fari. Atlantshafsbandalagið er varn- arbandalag og hefur rækilega sannað tilverurétt sinn. Það hefur tryggt frelsi hins frjálsa hluta Evrópu. Með myndun þess var sókn kommúnista vestur á bóginn hér í álfu stöðvuð. Atburðir líð- andi stundar og síðustu 10 ára sanna nauðsyn þessara samtaka. Dómur, sem ekki verður haggað Þjóðviljinn brást hinn reiðasti við yfir, að hér skyldu birtir kafl ar úr dómi Hæstaréttar, þar sem raktir voru atburðir 30. marz 1949 og „vitnað í hann sem áreiðan- lega, sögulega heimild um at- burði þess dags“ svo sem Þjóð- viljinn býsnast yfir. Þeim dómi verður ekki hnekkt svo langt sem hann nær. Hitt er annað mál, að hann segir ekki alla söguna. Þar er t. d. ekki rakið, hvern þátt þúsundir friðsamra reykvískra borgara áttu í þvi að hnekkja ár- ásinni á Alþingi þá. Þeir stóðu óhvikulir vörð um Alþingishúsið Nú verður að taka þvi, sem er. | og létu ekki undan síga fyrir Sjálfstæðismenn tilkynntu utan-1 grjótkasti og árásum lýðs, sem hlaup Breta fyrir Atlantshafsráði, þegar það var fyrirsjáanlegt í ágúst sl. og aftur er þeir beittu valdi gegn lögmætri töku togar- ans Hackness í nóvember. Landsfundurinn harmar, að ekki skyldi orðið við þessum tillögum, og væntir þess, að gangsköt verði að því gerð að kæra athæfi Breta fyrir Atlantshafsbandalaginu, svo að málið verði tekið fyrir á ráð- herrafundi þar. Landsfundurinn skorar á alla Islendinga að sýna, þrátt fyrir mistök fyrrverandi ríkisstjórnar, algeran einhug í málinu, láta ekki undan síga fyrir erlendu ofbeldi né sætta sig við minni fiskveiði- landhelgi en nú hefur verið á- kveðin, heldur sækja fram, þar til lífshagsmunir þjóðarinnar eru tryggðir." Parísarför og samskotalán Þess mun lengi minnzt, að Her- mann Jónasson, maðurinn, sem ásamt Guðmundi í. Guðmunds- syni utanríkisráðherra fór á fund Atlantshafsráðsins, 10 dögum áð- ur en samskotalánið fékkst greitt, í desember 1957 og lýsti þar vilja sínum til að halda varnarliði á Islandi, þrátt fyrir fullyrðinguna um, „að betra væri að vanta brauð en hafa her í landi, — þess mun lengi minnzt, að einmitt þessi sami Hermann skyldi neita að kæra fyrirsjáanlega ógnun Breta við íslenzkt landsvæði fyrir Atlantshafsráðinu og krefjast ráð herrafundar um kæruna til að fylgja þar sjálfur máli þjóðar sinnar eftir. Ef málið hefði þá verið tekið upp með alvöru af fs- lendinga hálfu, mundi margt hafa farið öðru vísi en orðið hefur. Mirndi heimköllun dr. Kristins alvarlegt áfall fyrir Breta ? Kommúnistar héldu líftórunni íV-stjórninni Aldrei hafa nokkrir stjórn- málamenn á íslandi spilað meira glæfraspil um framtíð þjóðarinn- ar og raunar síns eigin flokks en þeir Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson. Framsókn hafði lengi verið í samstarfi við Sjálfstæðismenn, að vísu í þeim anda, að margt hlaut að fara mið- ur en skyldi. Að lokum var af- sökun fyrir samstarfsslitum sú, að Hermann og Eysteinn vildu taka upp samstarf við verkalýð- inn, því að án hans atbeina yrði íslandi ekki stjórnað. Því samstarfi lyktaði eins og kunnugt er með meiri vesaldómi en áður eru dæmi til um stjórn- arslit. Vegna hinna fögru fyrir- heita, sem flest eða öll voru ó- efnd, þegar upp úr slitnaði, kenna aðilar nú hver öðrum um. Tíminn leggur þó sérstaka stund á að bera sakir á kommúnista og þá einkum Einar Olgeirsson. Af ræðu Hermanns Jónassonar á flokksþingi Framsóknar má þó sjá, að undir niðri er honum ljóst, að allur er þessi málflutn- ingur Framsóknar yfirskin eitt. Hann játar berum orðum: „Dagsbrún hreyfði engum kauphækkunum lengur en nokk- urt annað félag“. Nú er það alkunnugt, að komm únistar ráða öllu í Dagsbrún. Hún er fjölmennasta verkalýðs- félag landsins, en með „sínum aðferðum“ hafa kommúnistar náð á félaginu slíku tangarhaldi, að þeir hindra eðlilegan vöxt þess, svipta mörg hundruð félags- manna atkvæðisrétti og halda völdunum í skjóli allstórs hóps, sem kominn væri í algjöran minnihluta, ef félagið hefði feng- ið að vaxa með eðlilegum hætti og þar væri sæmilegum lýðræðis reglum fylgt. Skírskotun Her- manns til hollustu Dagsbrúnar er því örugg sönnun þess, að það voru einmitt kommúnistar, sem í lengstu lög héldu lífinu í stjórn hans. Viðiirkenning Hermanns á andstöðu verkalýðsins Um afstöðu sjálfs verkalýðsins segir Hermann: „Jafnframt hóf Sjálfstæðis- flokkurinn bráðlega samstarf við verkalýðsdeild Alþýðuflokks ins, bæði um kosningu stjórna í ýmsum félögum og kosningu fulltrúa á Alþýðusambandsþing". Þarna er ótvíræð játning þess, að það var einmitt verkalýður- inn innan Alþýðuflokksins, sem snerist til andstöðu við V-stjórn- Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.