Morgunblaðið - 05.04.1959, Blaðsíða 23
Sunrmríaerur 5. áprfl 1959
MORfirVRr 4BIÐ
23
Hampiðjan í Reykjavík 25 ára í dag
Verksmiðjan getur nu framleitt allt það
botnvörpugarn, sem togaraflotinn þarfnas*.
— Framleiðsla kaðla fyrirhuguð
FYRSTA og eina verksmiðjan hér á landi, sem kembir og spinnur
hamp til veiðarfæragerðar og annarra nota, á 25 ára afmæli í dag.
Þetta fyrirtæki er Hampiðjan h.f., Stakkholti 4, Reykjavík. Þrátt
fyrir ýmsa erfiðleika hefir Hampiðjan smám saman fært út kvíarn-
ar, stækkað hús sín og bætt og aukið vélakost. Siðast var unnið
að stækkun verksmiðjuhúsanna árin 1957 og 1958 (er grunnflötur
þeirra nú rúmlega 3700 fermetrar), og fyrir skömmu var lokið
við að setja upp nokkrar nýjar vélar og tæki, en þar með eykst
Hamleiðslan svo, að Hampiðjan getur nú fullnægt þörfum alls
togaraflotans, hvað botnvörpugarni viðvíkur.
Óskaði ríkis-
Þessar upplýsingar komu m. a.
fram á fundi, sem Hannes Páls-
son, framkvæmdastjóri Hamp-
iðjunnar, átti með fréttamönnum
í sl. viku. Sýndi hann frétta-
mönnum húsakynni fyrirtækisins
og skýrði gang framleiðslunnar.
— Starfslið verksmiðjunnar er
nú 70 manns, en auk þess vinn-
ur fjöldi manns (um 400 sl. ár)
heima hjá sér að netjahnýtingu
fyrir verksmiðjuna. Þá má geta
þess, að Hampiðjan hefur starf-
rækt netjavinnustofu á Eyrar-
bakka um 20 ára skeið, en ekki
er unnið þar nema hluta úr ár-
inu. — Auk netjahnýtingar, sera
fram fer í heimahúsum, er starf-
rækt netjahnýtingarstofa í sam-
bandi við sjálfa verksmiðjuna og
vinnur þar allmargt fólk. Eink-
um er það aldrað fólk og las-
burða, sem vinnur við hnýtingu
netjanna, og nýtast þannig starfs
kraftar margra, sem annars gætu
ekki unnið við arðbær störf.
Stofnun Hampiðjunnar.
f bæklingi, sem Hampiðjan hef
ur látið prenta í tilefni afmælisins
er rakin saga fyrirtækisins í meg
indráttum. — Hampiðjan var
stofnuð 5. apríl 1943, en aðalhvata
maður að stofnun hennar og fyrsti
framkvæmdastjóri var Guðmund-
ur S. Guðmundsson. Sama ár voru
keyptar vélar frá frlandi til
vinnslu á manila- og sísalhampi,
og jafnframt var byggt einlyft
hús í Rauðarárholti — þar sem
verksmiðjan enn stendur — var
það 450 ferm. að stærð. Verk-
smiðjan tók til starfa fyrir árslok
1934, en fyrstu framleiðsluvör-
ur hennar voru seldar hinn 3.
janúar 1935.
Fyrirtækinu vegnaði vel hin
fyrstu ár, og starfsemin óx hröð
um skrefum. Árin 1935—39 nem
framleiðslan 653 tonnum af botn-
vörpugarni, og fullnægði það
þörfum togaraflotans, enda féll
innflutningur á slíku garni nær
alveg niður á þessum árum, v.ar
t. d. aðeins 2 tonn 1939. Það ár
var verksmiðjuhúsið stækkað og
aftur 1941.
Styrjaldarárin.
Þegar Guðmundur S. Guð-
mundsson lézt, árið 1942, tók Frí
mann Ólafsson við starfi fram-
kvæmdastjóra, en að honum látn-
um, 1956, tók núverandi fram-
kvæmdastjóri við, Hannes Páls-
son. — Á styrjaldarárunum tók
nær alveg fyrir innflutning á
veiðarfærum til landsins, en hins
vegar fékkst innflutt nokkurn
magn af hampi.
stjórnin þá eftir því við Hamp-
iðjuna, að hún yki framleiðslu
sina eftir föngum, þar sem við
blasti vandræðaástand vegna veið
arfæraskorts, einkum hjá línu-
bátum. — Tókst verksmiðjunni
á þessum árum að fullnægja þörf-
um bátaflotans fyrir fiskilínur,
auk þess sem framleitt var botn-
vörpugarn fyrir togarana. — Á
árunum 1940—1948 framleiddi
Hampiðjan 1487 tonn af botn-
vörpugarni og 938 tonn af fiski-
línum eða eingirni í þær. Þetta
tókst með því að vinna í verk-
smiðjunni allan sólarhringinn,
svo framleiðsumagn nýttist til
Hannes Pálsson, framkvæmda-
stjórL
ráðamanna þjóðarinnar á eflingu
veiðarfæraiðnaðarins munu „ekki
líða mörg ár, þar til íslendingar
fara að flytja út veiðarfæri af
framleiðslu umfram þarfir veiði-
flotans."
Verksmiðjuhúsið við Stakkholt.
fulls. Má segja, að þetta hafi *
komið í veg fyrir stöðvun fisk-
veiðanna, eða a.m.k. stórfellda
truflun á þeim.
Guðleysis-barátta
aukin
MOSKVU 4. apríl. (Reuter). —
Rússneska vísinda-akademían hef
ur ákveðið að setja upp sérstakt
ráð til að skipuleggja og sam-
ræma guðleysisáróður og barátíu
gegn trúarbrögðum. Einnig var
ákveðið á fundi akademíunnar,
að vísindamenn skyldu leggja
áherzlu á guðleysissjónarmið í
ritum fyrir almenning m. a. á
sviði líffræði, jarðfræði, efna og
eðlisfræðL
Erfiðleikar.
Á árunum eftir styrjöldma tók
hagur fyrirtækisins að þrengjast
vegna vaxandi innflutnings á
þeim vörum, sem það framleiðir
og árið 1949 varð ekki annað séð
en rekstrarstöðvun væri fyrir
dyrum. En með gengisbreyting-
unni 1950 batnaði hagur verlc-
smiðjunnar á ný. Hefir framleiðsl
an siðan vaxið ár frá ári, en sl.
ár varð hún 417 tonn, en það nam
um 65% af heildarnotkuninni
það ár.
Árið 1956 var ráðist í kaup á
nýjum vélum til verksmiðjunnar
frá írlandi, en eldri vélarnar voru
mjög slitnar orðnar eftir hina
miklu notkun á stríðsárunum. —
Framkvæmdabanki fslands lánaði
fé til vélakaupanna. Síðan var
verksmiðjuhúsið stækkað, eins og
fyrr greinir. — Fyrirtækið hefur
nú í hyggju að hefja kaðlafram-
leiðslu á næstunni ,en til þess
þarf enn að bæta við nokkrum
nýjum vélum. Má geta þess í því
sambandi, að innflutningur á k iðl
um s.l. ár nam rúmlega 1200
tonnum.
Elnn togarl & árl.
Útflutningur?
Hannes Pálsson lét þess getið
í viðtali sínu við fréttamenn að
ein innflutt botnvarpa, fullgevð,
kostaði jafnmikið í erlendum
gjaldeyri og efni í þrjár vörpur,
sem framleiddar eru hér heima.
Og í fyrrgreindum bæklingi seg-
ir: „Má nú með hagkvæmri nýt-
ingu veiðarfæraiðnaðarins vinna
að gj ardeyrissparnaði, er nemur
andvirði nýtízku togara árlega".
f lokaorðum bæklingsins segir
svo, að með vaxandi áhuga for-
- Dalai Lama
Framh. af bls. 1.
ur. Er búizt við að Dalai Lama
hvílist þar í sólarhring og biðjist
fyrir. Hann verður að halda för-
inni áfram á hestbaki. Enginn
flugvöllur er i nágrenninu og
ekki hægt að koma þyrilvængjum
við, vegna þess að bærinn stend-
ur nærri 4000 metra hæð í fjöll-
unum.
Indversk yfirvöld gáfu það í
skyn í dag, að Dalai Lama fengi
ekki að búa í Himalaya-fjöll-
um, þar sem slíkt myndi fara í
viðkvæmar taugar kínverskra
kommúnista. En þar sem hann er
því vanastur að búa í fjallalofti
mun honum veittur bústaður í
fjalllendinu í Suður-Indiandi.
Frá Tíbet berast þær fréttir, að
kínverskir kommúnistar séu nú
að hefja allsherjarsókn gegn tíb-
etskum uppreisnarmönnum í suð-
urhluta landsins. Er sagt að beitt
sé minnsta kosti 100 þús. manna
herliði í þessum aðgerðum. Að
undanförnu hafa Kinverjar reynt
að varpa fallhllífarliði niður í
fjöllunum, en sagt er að það hafi
gefizt illa. Uppreisnarmenn hafi
umkringt flokka fallhlífarher-
mannanna og þurrkað þá út.
í þessari allsherjarsókn beita
Kínverjar nú í fyrsta skipti þung
um fallbyssum og leggja þeir bæi
og byggð í rústir til þess að hindra
að uppreisnaarmenn fái vistir frá
almenningi. Uppreisnaarmenn af
Khamba-ættflokknum halda enn
uppteknum hætti að dyljast að
degi en gera skyndiárásir á Kín-
verja í næturmyrkrinu. Eru þeir
miklu kunnugri fjalllendinu en
Kínverjar og geta því farið lengri
vegalengdir á skemmri tma. Nú- 1
tímasamgöngutækjum verður
ekki komið við á þessu háfjalla-
svæðú
Nýkomið
Plasthandriðalistar
svartir, gráir, grænir
Plastgólflistar, svartir
Plastborðkantar
Pantanir 'óskast sóttar sem fyirst.
n d ðoinn
Bankastræti 7
Simi 22135.
öllum vinum okkar á íslandi sem glöddu okkur með
kveðjum og gjöfum á gullbrúðkaupsdegi okkar 28. marz
sl. sendum við hlýjustu þakkir.
Steinunn Ölafsdóttir og Þórður Jónsson
Nordre-Frihavnsgade 31, Kaupmannahöfn.
Stúlka
helzt vön afgreiðslu í apóteki, óskast sem
fyrst. Tilboð merkt: „Apótek — 5849“,
sendist afgr. Morgunblaðsins fyrir 10. apríl.
Faðir okkar
JÓN SGURÐSSON
jámsmíðameistari, Laugavegi 54, andaðist 2. þ.m.
Börnin.
ÖLAFUR EINARSSON
Vindási í Kjós,
andaðist að heimili sínu Króki Hraungerðishreppi föstu-
daginn 3. apríl.
Bjarni Ólafsson.
KRISTlN BÁRÐARDÓTTIR
fyrrv. ljósmóðir, Bergstaðastræti 11,
sem lézt 31. f.m. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 7. apríl kl. 3 e.h.
Vandamenn.
Jarðarför eiginmanns míns
JÓNS BALDVINS GUÐMUNDSSONAR
veitingamanns Laugaveg 64,
sem andaðist 28. marz, fer fram frá Dómkirkjunni 7. þ.m.
kl. 10,30 f.h. — Blóm afbeðin.
En þeim er vilja minnast hins látna er bent á sjóð
Slysavarnafélags íslands. — Athöfninni verður útvarpað.
Fyrir mína hönd, móður hins látna og annarra vanda-
manna.
Guðný Jóhannsdóttir.
Útför eiginmanns míns og föður
ÞÓRÓLFS INGÓLFSSONAR
offsetprentara,
sem lézt í Bæjarspítalanum 31. f.m. fer fram frá Foss-
vogskirkju þrðjudaginn 7. apríl kl. 1,30
Unnur Bergsveinsdóttir, Dagný Þórólfsdóttir.
Útför mannsins míns
JÓNS BJÖRNS EllASSONAR
skipstjóra, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudagmn 7.
aprQ kl. 2 e.h. Athöfninni verður útvarpað. Blóm vin-
samlegast afbeðin, en þeim sem vildu minnast hins látna
er bent á Slysavarnafélag íslands.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda.
Jóhanua Stefánsdóttir.