Morgunblaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 1
24 slitat 46. árgangur 91. tbl. — Fimmtudagur 23. apríl 1959 Prentsmiðja Morgunblaðsina . Einor Ingimundorson Irnm- bjóiondi Sjnlfstæðisflobhsins n SigluSirði SIGLUFIRÐI, 22. apríl. — A fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- ínna sl. laugardag og fjölmennum sameiginlegum fundi Sjálfstæð- isfélaganna þriggja í gærkvöldi, var einróma samþykkt að beina þeirri áskorun til Einars Ingimundarsonar bæjarfógeta að vera I < framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér á Siglufirði við Alþingis- ! kosningarnar í sumar. Hefir hann orðið við þeirri áskorun og er framboð hans þar með ákveðið. Einar Ingimundarson lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1938 og lögfræði prófi frá Háskóla íslands árið 1944. Á háskólaárum sínum var Einar um skeið formaður Vöku fél. lýðræðissinnaðra stúdenta, formaður Stúdentaráðs og síðar formaður Stúdentafélags Reykja víkur. Á skólaárum sínum vann Ein- ar hér á Siglufirði á sumrum við Síldarverksmiðju ríkisins og kynntist þá fjölda fólks í bæn- um. Hann var skipaður bæjar- fógeti hér á Siglufirði árið 1952 og hefir gegnt því embætti síðan. Árið 1953 var Einar Ingimund- arson kosinn þingmaður Siglfirð- inga. Átti hann sæti á Alþingi til ársins 1956 er „Hræðslubandalag- ið“ var myndað. Hann reyndist hinn nýtasti fulltrúi Siglufjarðar bæjar og hafði forystu um marg- ar umbætur í þágu bæjarbúa, bæði á sviði samgöngumála og atvinnumála. Nýtur hann mikils og almenns trausts meðal Sigl- firðinga. Einar Ingimundarson Sjálfstæðismenn hyggja gott til baráttu og sigurs með Einar Ingimundarson í fylkingarbrjóstL — Fréttaritari. Riddarar í litklæðum fyrir skrúðgöngunum Fjolbreytt hatíðahöld d barnadaginn Við erum að vona, að sumarið heilsi m^jf hlýindum — en það er samt betra að vera við öllu búin. Dalai Lama hcr lygascg- ur kommúnisfa tíl baka NÝJU Dellii, 22. april. — Dalai Lama neitaði því harðiega í Mussoirie I dag, að nokkur hafi haft áhrif á yfirlýsingu þá, sem hann gaf út nýlega um frelsisbar óttu Xíbetbúa og ofbeidisaðgerðir kínverskra kommúnista. Segir Dalai Lama, að hann einn beri ábyrgð á yfirlýsingunni og þvi sem í henni stendur og standi hann við hvert orð. Dalai Lama gaf út þessa yfir lýsingu í dag vegna þess að alls kyns lygasögur hafa verið breidd ar út á flokksþingi kínverskra kommúnista, sem nú stendur yf- ir, og kínverska fréttastofan hef- ur gefið þessum blekkingum byr undir báða vængi með því að hamra á þeim. Skrökið og blekk- ingarnar eru í því fólgnar, að Dalai Lama hafi verið rænt af JHorgisnÞlfotoifr öliutn íandámörmuyyi teíiL l oikar ec^á áufnuró frelsishetjunum í Tíbet og þær þvingað hann að koma með sér tii Indlands og einnig, að það hafi alls ekki verið Dalai Lama, held ur einhverjir aðrir aðilar, sem hafi samið fyrrgreinda yfirlýs- ingu. í yfirlýsingunni á dögunum Framh. á bls. 23. í DAG — sumardaginn fyrsta — gengst Barnavinafélagið Sumar- gjöf að vanda fyrir fjölbreyttum hátíðahöldum fyrir börnin. Ekki er að efa, að margt verður um börnin á göíum Reykjavíkur og á inniskemmtunum, sem félagið gegnst fyrir. Lauslega áætlað munu líKlega vera um 22 bús. börn í Reykjavík innan 14 ára aldurs. Börn á aldrinum 7—14 ára munu vera rúmlega 11 þús., að því er Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur tjáði blaðinu í gær, og Manntalsskrifstofan telur, að börn innan T ára aldurs muni vera álíka mörg. Ekki er hægt að fara með neinar ákveðnar tölur í þessu efni, þar sem manntal er aðeins tekið á 10 ára fresti og fór siðast fram árið 1950. Hátíðahöldin í dag hefjast kl. 12:45 með skrúðgöngum barna frá Austurbæjarskólanum og Melaskólanum niður í Lækjar- götu. Lúðrasveitir fara fyrir göng unni, og fyrir báðum skrúðgöng- unum fara ríðandi menn í lit- klæðum að fornmannasið. Numið verður staðar í Lækjargötu klukkan hálf tvö. Þar flytur Páll S. Pálsson ávarp, og nokkur skemmtiatriði fara fram. | Inniskemmtun fyrir yngri börn in hefst í Iðnó kl. 2, og aðrar barnaskemmtanir eru í Góðtempl arahúsinu kl. 2:30, í Austurbæj- arbíói, Framsóknarhúsinu og Trípóli kl. 3 og kl. 4 í Iðnó. Kvik- myndasýningar verða í Tjarnar- bíói kl. 3 og kl. 5 í Nýja Bíói og kl. 5 og 9 í Gamla bíló, Hafnar- bíói, Stjörnubíói og Austurbæjar- 1 Framh. á bls. 3. Slœst upp á vinskapinn irsiili Indverja < og kommúnista NÝJU DELHÍ, 22. apríl. — Sam komulagið milli Indverja og Kín verja virðist hafa versnað til muna eftir ofbeldisárás kín- versku kommúnistanna á Tíbet. í dag lýsti Nehru því yfir. að liann hefði sent kínversku stjórn inni harðorð mótmæli vegna þess að hún hefði látið prenta landa- kort, þar sem um 100 þús. fer. km. af indversku landi eru sett- ir inn fyrir landamæri Kina. Á flokksþingi kínverska komm únistaflokksins í dag, varaði Li Chi-Shen Indverja við „útþenslu- og landvinningamönnum“ og sagði, að Kínverjar mundu ekki þola, að „hver sem væri tæki upp hina gömlu heimsvaldastefnu Breta gagnvart Tibet“. — Ann- ar ræðumaður sagði, að vafa- samt væri, hvort „vinsamlegt" hefði verið af Indlandsstjórn að gefa út yfirlýsingu í nafni Dalai Lama, sem beint væri gegn kin- versku kommúnistastjórninnL Fimmtuðagur 23. apríl Efni blaðsins m.a.: BIs. 2: 6. bekkingar „dimittera". — 3: Loftleiðir kaupa tvær DC-Sb. — 6: Nasser gegn kommúnismanum (Erl. yfirlitsgrein.) — 8: Eyrarbakkastúlkan, sem lagðt út í lönd. — 9: Frá Varðarskemmtun sl. sunnu dag. — Xð: Kvenþjóðin og belmilið. — 12: Forystugreinin: Sumri fagnað. Vor í Dublin (Utan úr beimi.) — 13: Helgi ivarsson, búfrseðingur, skrifar um kjördæmamálið. — 15: Vorsýning i Minjasafni Keykja- vlkur. — 22: íþróttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.