Morgunblaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 23. apríl 195f Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vi"itr. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. SUMRI FAGNAÐ IDAG er hinn fyrsti sumar- dagur, sá dagur, er ís- lenzka þjóðin hefur á liðnum tíma fagnað með mestum innileik allra daga. Er það mjög að vonum. í þessu norðlæga landi er veturinn oft langur og strangur. Fyrr á tímum þegar meginhluti þjóðarinnar bjó við fátækt og erfiðar aðstæður, var veturinn henni oft þungur í skauti. Vorharðindin þjörmuðu að mönnum og skepnum, fóður- og matarskortur svarf að. öll þjóðin kannast við þessar myndir frá liðnum tíma. En sem betur fer heyra þær nú fyrst og fremst fortíðinni til. Mótstöðu- afl þjóðarinnar hefur aukizt, húsakynnin batnað og efnahag- urinn rýmkvazt. Veturinn, sem nú hefur kvatt, hefur verið umhleypingasamur en mildur. Hann hefur Verið snjó léttur um allt land og þannig hagstæður bændum og búaliði. Framan af vetrarvertíð sköpuðu ógæftir sjávarútveginum mikla örðugleika og horfði um skeið þannig að vertíðin mundi verða mjög óhagstæð. Úr þessu hefur þó rætzt verulega, þannig að segja má, að afli hafi yfirleitt orðið sæmilegur í fiestum ver- stöðvum. En þessi vetur skilur eftir stór sár. Stór hópur íslenzkra sjómanna hefur látið lífið í viðureigninni við Ægi. Fjöldi islenzkra heimila á um sárt að binda, og þjóðin öll vottar hinu syrgjandi fólki innilega samúð sína. Umbrotatímar A þessum liðna vetri hafa gerzt stórfelldar breytingar í stjórnmálum þjóðarinnar. Vinstri stjórnin fór frá völdum á jóla- föstunni og ný stjórn tók við rétt fyrir jólin. Samkomulag hefur náðst milli þriggja þingflokka um nýja kjördæmaskipun, og á komandi sumri munu fara fram tvennar kosningar. Má því segja, að hinn liðni vetur hafi verið mikill umbrotatími I íslenzkum stjórnmálum. Mun afleiðinga hans mjög gæta á þessu sumri. I»á á þjóðin þess kost enn einu sinni að velja um stefnur og menn. Henni gefst tækifæri til þess að treysta grundvöll þing- ræðis síns og lýðræðis, og stuðla að heilbrigðará og betra stjórn- arfari í landi sínu. Sumarið, sem nú er að byrja, ber þannig mikil fyrirheit í skauti sínu. Islenzka þjóðin er einlæg lýðræðisþjóð. Hún vill ekki til lengdar una við skipu- lag, sem byggist á misrétti og ranglæti. Hún vill jafna rétt ein- staklinga sinna til þess að hafa áhrif á stjórn lands síns. Allir frjálslyndir íslendingar munu þess vegna fylkja sér um þær breytingar, sem Alþingi fjallar nú um á stjórnskipunarlögum lýðveldisins. Samvinna strjálbýlis og þéttbýlis Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu og nána samvinnu við aðra fylgjendur réttlátrar kjördæmabreytingar um þær um bætur, á grundvelli íslenzks þing- ræðis og lýðræðis, sem nú er áformað að framkvæma. Fyrir Sjálfstæðismönnum vakir að aukið jafnrétti leiði til náinnar og heiðarlegrar samvinnu milli strjálbýlis og þéttbýlis á íslandi, að sveitir og sjávarsíða taki höndum saman um að efla sam- eiginlega farsæld fólksins um allt ísland. Þéttbýlið á ekki að sitja yfir hlut strjálbýlisins, frekar en strjálbýlið á að hafa aðstöðu til þess að ráða óeðlilega miklu um mál fólksins í þéttbýlinu. Allir íslendingar verða að líta á sig sem eina lífræna heild, þar sem fólkið á sameiginlegra hags- muna að gæta, og mestu máli skiptir að réttlætis sé gætt, og jafnrétti ríki. Þetta er kjarni málsins. Þess vegna vinna þeir menn illt verk, sem sífellt reyna að efna til úlf- úðar milli fólksins í hinum ýmsu landshlutum. Við íslendingar þurfum umfram allt á því að halda um þessar mundir að sam- eina kraftana, og hagnýta þá hæfileika, sem þjóðin býr yfir. Aðeins á þann hátt getur okkur tekizt að nytja land okkar og auðlindir þess til fullnustu. Verkefni framtíðarinnar Mikil verkefni bíða þessarar þjóðar á komandi árum. Þrátt fyrir hraðstígar framfarir síð- ustu áratugina fer því þó víðs fjarri að uppbyggingu landsins sé lokið, Islenzkir bjargræðis- vegir eru enn að ýmsu leyti frumstæðir og fjölmargt stendur til bóta á öllum sviðum þjóðlífs- ins. Uppbyggingin verður þess vegna að halda áfram. En til þess að svo geti orðið, þarf að koma íslenzkum efnahagsmálum á heilbrigðan grundvöll. Þjóðin verður að miða eyðslu sína við arð framleiðslu sinnar. Hún get- ur ekki til lengdar eytt meiru en hún aflar. Því aðeins verða ný framleiðslutæki til lands og sjávar henni að fullu gagni að þau séu rekin á heilbrigðum grundvelli. Auðlindir íslands eru enn lítt hagnýttar. Aðeins brot af virkjan legu afli í fossum og fljótum hef- ur verið virkjað. Útflutnings- framleiðsla okkar er ennþá alltof fábreytt. Alla krafta verður að sameina um að gera hana fjöl- breyttari og verðmætari. Voriff og sumarið er tími gróanda og bjartsýni. Þess vegna fer vel á því að minn- ast þess nú, hinn fyrsta snm- ardag, að þessi þjóð getur átt glæsilega framtíð í landi sínu, ef hún heldur vel og skynsam lega á málum sínum. Að svo mæltu óskar Morg- unblaðið allri hinni íslenzku Þióð t óutnar -'ii, , _ _ _ _ _ _ Vor í Dublm Myndin er ekki tekin að vori til í París heldur í apríl i Dublin. f ÍRSKRI þjóðsögu segir, að írska þjóðhetjan Finnur MacCumhaill hafi eitt sinn hitt álfamær, sem bauð honum að fylgja sér til „Lands hinna síungu", en Finn- ur á að hafa svarað af miklu stolti: Vér myndum ekki vilja sjá af landi voru — írlandi — jafnvel þó að allur heimurinn byðist oss til eignar og Land hinna síungu að auki. frar eru miklir föðurlandsvinir nú sem fyrr. Kannski eitthvað af þjóð- armetnaði okkar íslendinga sé af írskum toga spunnið og arfleifð- in frá Melkorku Myrkjartansdótt ur og löndum hennar, sem hingað voru fluttir nauðugir, segi þar til sin. Hvað sem því líður, stærum við okkur oft af því, að irskt blóð renni í æðum okkar. Þrátt fyrir það er þekking okkar á frum og landi_ þeirra ekki ýkja mikil, og þeir fslendingar eru fáir, sem hafa heimsótt frland, þó að það sé ekki langt undan. %i Danskur blaðamaður heimsótti fyrir skömmu höfuðborg írlands, Dublin. í grein, sem hann skrif- aði um þessa heimsókn sína, bregður hann upp svipmynd af lífinu í írsku höfuðborginni og segir bæði kost og löst á því, sem ber fyrir augu hans. Svip- myndin er reyndar engan veg- inn í áttina við að vera skýr heildarmynd: Það er ekki langt að fara fyrir fótgangandi mann frá aðalgötu borgarinnar, sem er glæsileg og virðuleg, til Pimplico, sem er skítug og ömurlegt fátækra- hverfí .... Á .Eyjunni grænu“ er ótrúlega mikið djúp staðfest milli hinna ríku og fátæku. Dubl in hefir upp á margt skemmtilegt að bjóða til handa ferðamönnum, en hún er betur við hæfi alvöru- gefinna ferðamanna en þeirra, sem þjóta um allar jarðar til að taka myndir. Fyrirlitning á öllu, sem er enskt Það er skringileg mótsögn í hinni algjöru fyrirlitningu írans á öllu, sem er enskt, og þess, hve írar eiga ákaflega margt sam- merkt með Englendingum. Það er ekki ástæða til að fjölyrða um vinstri handar akstur og tveggja hæða strætisvagna heldur öllu fremur um menningarlegt gildi veitingakránna almenníngs skemmtigarðana og kringlóttu flókahattana. Þó að ekki búi í Dublin nema 600 þús. manns, er samt stórborg arbragur á götulífinu — einstakl- ingarnir verða hver öðrum líkir í manngrúanum, og borgarhverf- in eru skýrt afmörkuð. írar hafa þó ekki haft efni á því að skapa heila stórborg, ef svo mætti segja. Hins vegar er aðalgatan, O’Connor Street, óað- finnanleg sem slík, og í verzlun- unum við Crafton Street fást dýr- ar og fjölbreyttar vörur. I Dubl- in eru margar mjög góðar forn- minjaverzlanir — og verðið á mununum þar þolir engin pyngja sem er í léttara lagi. Munirnir eru óborganlegir í þess orðs fyllstu merkingu. En þar dugir stundum að beita svipuðum við- skiptaaðferðum og í Suður- Evrópu. Hafi maður sómasamlegt vald á enska talnakerfinu getur það ráðið miklu um verðið — m.a.s. í fínustu fornminjaverzl- ununum. Veitingakrárnar Þa ðer ekki hægt að lýsa lífinu á veitingakránum nákvæmlega án þess að verða grunaður um mikinn skort á hvers konar hóf- semi. En hvað sem því líður, er alveg eins hægt að fá sér ölglas á veitingakránni og hvað annað. Það, sem mestu máli skiptir, er „sál“ veitingakrárinnar. And- rúmsloftið í kránum í Dublin er þannig, að það hlýtur að hafa töluverða atvinnu af taugalækn- unum þar í borg. Við getum tek- ið eitt dæmi. Maður sem situr við afgreiðsluborðið í kránni, snýr sér hispurslaust að ókunn- ugum sessunaut sínum. Hann er engan veginn uppáþrengjandi, og sessunauturinn hefði ekki þurft annað en hrista höfuðið til að losna við frekari samræður. Mað urinn er mjög dapur að sjá og snýr sér umsvifalaust að kjarna málsins: ^ — Þetta er alveg skelfilegt. Ég varð að fá lánað eitt pund hjá gamalli móður minni, hún er 72 ára. Hún vinnur ekki fyrir miklu, skal ég segja yður, herra minn. Hún gerir hreint fyrir bandarískt fólk og gengur því í móðurstað. Auðséð var, að umhugsunin um þetta hrjáði hann mikið, en honum létti greinilega við að segja frá þessu og lýsa yfir því í heyranda hljóði, að hann myndi greiða skuldina innan skamms. Skipti á kirkjum f Dublin eru margar kirkjur og fjöldi þeirra ber þess greini- legan vott, að frar eru miklir trúmenn. Kirkjurnar eru tign- arlegar að sjá að utan, en að inn an eru þær íburðarlitlar og allt að því fátæklegur. Um 90% þjóðarinnar eru kaþólskrar trú- ar, en hins vegar mun mótmæl- endatrú eiga töluverð ítök í Dublin. Margar kirkjurnar, sem nú eru sóttar af mótmælendum, hafa áður heyrt undir kaþólska. Að því er manni skilst, tíðkast það, að mótmælendur og ka- þólskir hafi skipti á kirkjum. Skriftastóll í kirkju er sem sé ekki öruggt merki þess, að hún sé kaþólsk. Allur búnaður í Cita- delskirkjunni í Dublin ber vitni mótmælendatrúar, og ferðamað- urinn lætur óspart ljós sitt skína í viðurvist lelðsögumannsln», sem aðeins hristir höfuðið. Kirkj- an er nýlega orðin kaþólsk. Nafnið á St. Patricksdómkirkj- unni bendir til þess, að kaþólsk- ur söfnuður sæki hana, en það er mesti misskilningur. U Phoenix sekmmtigarðurlnn 1 útjaðri borgarinnar er sagður vera einhver stærsti garður sinn ar tegundar í Evrópu. Hann hefir greinilega verið skipulagður af miklum stórhug, en framkvæmd- in ber þess ljósan vott, að írum er ekki lagið að skapa góð heild- aráhrif. Þarna er mikið af öllu, ef svo mætti segja — líka bréfa- rusli — víðir vellir, þar sem hægt er að leika polo og knattspyrnu, mjög vel „snyrt“ skemmtihöll og svo mætti lengi telja. Ekki er hægt að skilja svo viS Dublin að minnast ekki á Abbey- leikhúsið. Það er nú til húsa f Queens-leikhúsnu, þar sem sama- staður þess eyðilagðist í eldsvoða. Abbey-leikhúsið er eitt þekktasta leikhús í Evrópu og það var mjög frægt sem tilraunaleikhús, og þar hafa margir ágætir leik- arar slegið fyrst í gegn t.d. Or- son Welles og Barry Fitzgerald, og leikritahöfundar, sem síðar urðu frægir hafa fengið sýnd þar fyrstu verk sín, t.d. Bernhard Shaw. Því verður þó ekki neitað, að Abbey-leikhúsið er ekki jafn rismikið og það var sem tilrauna leikhús á dögum William B. Yeats og John M. Synge. Dublin er líka fornt mennta- setur. Háskólinn í Dublin var stofnaður 1591. •k Dublin á það sammerkt með stórborgum, að þar er skammt öfganna á milli. Fátæktin í Pimpl ico er skelfileg. Húsin eru hrör- leg, lág og dimm. Héil hlöss af rusli blasa alls staðar við, og inn an um allan ósómann leika börn- in sér í stórhópum. Það er mikil viðbrigði að koma þaðan inn í O’Connor Street, tfar sem vel klæddir góðborgarar eru í meiri- hluta og bílaumferðin veltist á- fram. Sæmilegur afli hjá Sandgerðisbátum SANDGERÐI, 22. apríl. — Afli hefir verið sæmilegur hjá Sand- gerðisbátum undanfarna daga. í fyrradag komu 306 lestir á land á 19 báta. Særún var hæst með 49,6 lestir, Rafnkell með 34 lestir og Faxi með 26 lestir. í gær voru einnig 19 bátar á sjó og fengu 271 lest. Víðir II. var hæstur með 33 lestir, Særún með 32,7 lestir og Steinunn Gamla með 28 lest- ir. Sáralítill afli er á línu. — Axel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.