Morgunblaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 24
VEDRID Anstangola eða kaldi. Dpumb- ungsveður og dálítil rigning. f yrarbakkastúlkan Sjá bls. 8. 91. tbl. — Fimmtudagur 23. apríl 1959 Stöðugt mikill tiskur og mikil vinna i Vestmannaeyjum VESTMANNAEYJAR 22, apríl. I — Það hefur verið goðui afli það I sem af er þessum mánuði og í gær, hafði komið hér annar mesti afladagur vertíðarinnar, og bor- izt mikill fiskur á land. Var þá allur þorri bátanna með 2000— 3000 fiska, og hæstu bátar með yfir 5000 fiska. Gífurleg vinna hefur að sjálfsögðu verið við hagnýtingu aflans og hér er dag- lega unnið 16—18 klst. á sólar- hring. J Þó að góður afli sé að heita má dag hvern, þá er aflinn á- kaflega misjafn á bát. Sem dæmi má nefna að bátur sem var með 50 tonn á mánudaginn var með lítinn sem engan afla á þriðju- daginn. Meir að segja hinn mikli aflabátur Gullborg, er var með 1 rúmlega 7000 fiska á mánudag- inn, var aðeins með um 1200 á þriðjudaginn. Hér er mikill skortur á vinnu- afli um þessar mundir. í morgun var skólanemendum gefið frí til þess að starfa við fiskinn, því að það er fleira sem kallar að en losun aflans úr bátunum og vinnsla hans í fiskiðjuverunum. Hér er í dag einnig skip, sem losar salt, annað að lesta freð- fisk og hið þriðja sem lestar hrogn. Ofan á þessa erfiðleika bætist svo það, að sumt af vertíðar- fólkinu sem hingað kom í verið, er nú á förum og sumt farið. Er þetta eðlilega mjög bagalegt fyr- ir atvinnulífið hér, að framleiðsl- an skuli þurfa að dragast saman, þegar svo mikill fiskur berst að sem raun ber vitni. Hér er unnið jöfnun höndum við flökun fisksins til frystingar og við söltun. Talið var að aflinn væri eitthvað minni í dag. — Bj. Guðm. Utilegubátar frá Reykjavík í GÆRDAG komu hingað til Reykjavíkur tveir útilegubátar voru það Hafþór og Rifsnesið. Voru báðir báíarnir með góðan afla, og var fiskurinrr ýmist einn- ar- eða tveggja nátta fiskur, og fór sá til herzlu, en hinn til fryst ingar. Hafþór var með 70—80 tonn, en Rifsnesið með 45 tonn af hvoru slægðu og óslægðu. í einu helzta hraðfrystihúsinu hér við Reykjavík, ísbirninum, voru í gær miklar fjarvistir með- al starfsfólksins, vegna inflúenzu faraldursins sem hér geisar. í gærkvöldi var verið að losa við gömlu verbúðarbryggjurn- ar trillur er verið höíðu hér úti í Flóanum. Voru þær með hlað- afla, og taldi trilluformaðurinn, sem biaðamaður frá Mbl hitti, er hann var að landa úr bác sínum, að aflinn myndi vera svipaður og í gær kringum 1,5 tonn. Allt var þetta sérlega fallegur færafiskur, allt þorskur og sumir_mjög væn- ir, enda hafði trillufórmaðurinn orð á því, að þeir hefðu blessaðír verið líflegir er þeir kipptu í fær- ið hjá honum. Þilfarsbátar voru þá í óða önn að koma inn og virtust vera með góðan afla líka. Upphoð á víni ólöglegt Skemmtiskrá stúdentafélaganna rœdd á Alþingi ÁÐUR en gengið var til dagskrár í neðri deild Alþingis í gær kvaddi Pétur Ottesen sér hljóðs. Kvað hann sig langa til að bera fram fyrirspurn til dómsmálaráð herra vegna fréttar í Mbl. í gær morgun um sumarfagnað stú- denta, en þar væri komizt svo að orði m.a.: „Meðal skemmtiatriða verður nýstárlegt uppboð, sem Sigurður Benediktsson stjórnar. Verða þar boðnar upp nokkrar flöskur af fyrsta flokks áfengi, sem ýmsir þjóðkunnir menn hafa áritað eða myndskreytt. Meðal þeirra eru Jóhannes Kjarval, Sigurður Nor- dal, Tómas Guðmundsson og Jón Nýkjörinn biskup hylltur Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ hélt norski háskólakennarinn dr. Carl Fredrik Wislöff erindi í húsi K. F. U. M., og var þar húsfyllir. Að erindinu loknu gat fundar- stjórinn, Bjarni Eyjólfsson rit- stjóri, þess að hinn nýkjörni bisk- up, Sigurbjörn Einarsson prófess- or, væri meðal fundarmanna og bað menn hylla hann. Risu menn úr sætum og vottuðu hinum ný- kjörna biskupi virðingu sína. Pálmason. Má búast við skemmti legri baráttu um þessa fágætu muni“. Kvaðst Pétur Ottesen vilja spyrja dómsmálaráðherra, hvort hann hefði veitt þessari frétt at- hygli og hvort hann teldi, að slíkt uppboð bæti samrýmzt áfengislöggjöfinni. Friðjón Skarphéðinsson, dóms- málaráðherra sagði, að félög þau, sem hefðu stofnað til þessa upp- boðs, hefðu vafalaust gert það að óathugðu máli. Þau hefðu ekki haft leyfi frá ráðuneytinu til upp boðsins, enda bryti það í bága við lög. Hefði ráðuneytið þegar gert ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að uppboð þetta færi fram. Jarðhitarann- sóknir í Kópavogi SL. ÞRIÐJUDA® var hafizt handa um jarðhitarannsóknir í Kópavogi. Samkvæmt upplýsing- um frá dr. Gunnari Böðvarssyni forstöðumanni jarðhitadeildar Raforkumálastjórnar, er fyrir- hugað að bora 2 ca 30 metra djúpa holu í tilraunaskyni. Ef um jákvæðan árangur verð ur að ræða má vænta frekari framkvæmda. — Fyrst verður borað á Kársnesi og síðan í aust- bænum. — Axel. „Er þér kalt, vinur?“ spurði ljósmyndarinn. „Ég er enginn strákur, ég heiti Guðrún“, svaraði hnátan, en henni var þó hálf- kalt — enda var sumarið þá ekki komið. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) ísbrúnin nokkru fjœr VestfjörBum en venju- legt er í MARZMÁNUÐI var mikið um ísrek á hafinu hér norður undan. Var ísinn kominn ískyggilega langt austur milli Jan Mayen og Langaness, en þá er hætt við, að hann lendi í Austur-íslands- straumnum, reki suður að Langa nesi og suður með Austfjörðum. Þetta óvenju mikla ísrek mun hafa stafað af því, að mikið var þá um vestanátt þar nyrðra, og hefir ísinn því rekið frá Græn- landi austur um Jan Mayen. Eftir það brá til austlægari áttar þar nyrðra, hefir ísinn lónað vestUr á bóginn upp að Græn- landsströnd, og fylgir ísbrúnin nú nokkurn veginn þeim tak- mörkum, sem eru talinn venjuleg í aprílmánuði, að því er Jón Ey- þórsson, veðurfræðingur tjáði blaðinu í gær. Þó er ísbrúnin nokkru fjær Vestfjörðum en venjulegt er á þessum tíma árs. Sagði Jón Eyþórsson, að laust fyrir miðjan þennan mánuð hefði hornið á ísbrúninni verið um 90 sjómílur norður af Langanesi og hefði legið þaðan hér um bil beint vestur um 20 sjómílur norð ur af Kolbeinsey og um 60 sjó- mílur norður af Horni, en þaðan suðvestur á 65. gráðu norðl. breiddar og 32. gráðu vestl. lengd ar. Við suðurodda Grænlands náði ísröstin um 60 mílur til suðurs, og það er einnig mjög nærri því, sem venjulegt er talið um þetta leyti árs. Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins í DAG hefst sala á miðum í nýju happdrætti, Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins, sem fjár- málaráð flokksins efnir til, og mun það standa yfir um nokk- urra mánaða skeið, eða til 1. des- ember nk. Er þetta stærsta og glæsilegasta happdrættið, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur stað- ið fyrir. Vinningar eru 20 talsins, samtals að verðmæti kr. 315,460,- 00 og hefur verið vandað til þeirra eftir föngum. Verð hvers miða er 50 krónur, og verða mið- Byrjað að leggja há- spennulínu til Keflavíkur SKAMMT fyrir sunnan Hafnar- fjörð er nú hafin lagning nýrrar háspennulínu um Suðurnesin og verður þetta meir en helmingi öflugri lína, en sú sem nú er notuð. Það eru Rafmagnsveitur ríkis- lhs sem sjá um lagningu þessar- i ar nýju háspennulínu. Hún verð | ur alls 43 km. löng, og verður : lögð frá Elliðaánum og suður í ► Keflavík. Þaðan verður lögð há- | spennulína upp á Keflavíkurflug ' völl. Þessi nýja lína verður lögð kippkorn frá þeirri gömlu. Gamla línan er íyrir 30 kílovolta straum en nýja háspennulínan verður fyrir 66 kílóvolta straum. Tveir 15 manna flokkar eiga að reisa línuna og verður það gert frá báðum endum linunnar, þ.e. a.s. að annar flokkurinn byrjar nú skammt fyrir sunnan Hafnar- fjörð, en hinn flokkurinn mun byrja innan skamms suður við Keflavík. Gert er ráð fyrir að línan verði fullgerð nú á þessu sumri. Bene- dikt Gunnarsson verkfræðingur, hefur yfirumsjón með lagningu línunnar. Er nær allt efni til hennar þegar komið til landsins, t.d. allir staurarnir, en það eru tréstaurar og bera þrjár karft- línur. ar seldir hjá 30—40 umboðsmönn um um land allt, bæði í sveitum og kaupstöðum. Farið inn á nýja braut Eins og kunnugt er, hafa happ- drætti Sjálfstæðisflokksins á und anförnum árum verið með því sniði, að gefnir hafa verið út til- tölulega fáir miðar, sem kostað hafa 100 krónur hver, og vinn- ingurinn hefur verið einn, venju- legast fólksbifreið. Með Landshappdrætti Sjálf- stæðisflokksins er hins vegar farið inn á nýja braut, og er þess vænzt, að það fyrirkomulag mæl ist ekki verr fyrir en hið fyrra. Vinningar eru nú margir, og verð hvers miða er helmingi minna en verið hefur. Þá er lögð áherzla á að happdrættið nái sem víðast um landið, þannig að sem flestum gefist kostur á að styðja Sjálfstæðisflokkinn í þeirri bar- áttu og sókn, sem fram undan er og stuðla að sem mestri starf- semi Sjálfstæðisfélaganna um land allt um leið og þeir skapa sér vinningsmöguleika. Því hafa nú verið fengnir umboðsmenn í sveitunum, en fyrri happdrætti hafa mest verið bundin við kaup- staði og kauptún. Skrifstofa happdrættisins í Reykjavík verður opnuð á næst- unni í Morgunblaðshúsinu, II. hæð, og verður skrifstofutíminn fyrst um sinn kl. 1—6 e. h. alla virka daga, nema laugardaga, 'kl. 9—12 f. h., sími 17104. Vinningaskrá Rambler-station-bifreið, módel 1959 Braun-radíógrammófónn Góðhestur Philco-kæliskápur Farmiði: Reykjavík — New York og heim Farmiði: Reykjavík — New York og heim Grundig-segulbandstæki Farmiði fyrir tvo með Gullfossi til Khafnar og heim Hoover, sjálfvirk þvottavél með þurrkara Pfaff, sjálfvirk saumavél í tösku Gólfteppi Kvikmyndasýningarvél með tjaldl Rafha-eldavél Farmiði með Gullfossi til Kaupmannahafnar og heim Shellgas-eldavél með bakaraofni og 10 kg. hleðslu Kvikmyndaupptökuvél 14 feta flugustöng með hjóli Passap Automatic-prjónavél með kambi Armstrong-strauvél General Electric-hrærivél 175,000,00 19,500,00 15,000,00 12,000,00 8,620,00 8,620,00 8,500,00 8,440,00 8,250,00 8,200,00 7,500,00 6,000,00 6,000,00 4.220,00 4,100,00 4,000,00 4,000,00 3,410,00 2,950,00 1,150,00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.