Morgunblaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 9
F5mmtudagur 25. apríl 1959 MOftCVNBLAÐIÐ ,Hvert einstakt mannslíf er tak mark # sjálfu sér' Tómas Guðmundsson skáld, flutti forspjall á Varðarfundi s.l. sunnudag Landsmálafélagið Vörður efndi sl. sunnudagskvöld til Varðar- fagnaðar í Sjálfstæðishúsinu. Var skemmtun þessi með sama sniði og áður og tókst mjög vel í hví- vetna. Sveinn Björnsson, kaupm. og gjaldkeri Varðar, setti Varðar- fagnaðinn og bauð gesti vel- komna. Hann kynnti síðan dag- skráratriðin. Tómas Guðmundsson, skáld, flutti forspjall og mæltist hon- um mjög vel og máli hans vel tekið af áheyrendum. Forspjallið fjallaði að megin- hluta um samskipti einstaklings- ins og ríkisvaldsins. f öllum lönd um heims, sagðj ræðumaður, hef- ur þróunin miðað í þá átt að ganga á rétt einstaklingsins, persónufrelsið. Ríkið verður í æ ríkara mæli forsjón mannsins, vakir yfir hverju fótmáli hans og hpimtar æ meiri umráð yfir sál hans og sannfæringu. Þessi mannkynsfjandsamlega þróun 'jiefuf að sjálfsögðu náð hámarki í einræðisríkjum nútím- ans, sem tekið hafa sér slíkan eignarétt yfir þegnunum, að þess eru áður engin dæmi í gögunni. Þrælaríki fornaldar, guðveldi miðalda og byltingar fyrri tíma áttu að vísu líf þegnanna í hendi ,sér, en.þau höfðu engin tök á að undiroka sálir mannanna í nein- um sambærilegum skilningi við það, er síðar hefur gerzt. Með þrotlausri og lymskulegri áróð- urstækni nútímans er ríkisvald- inu í lófa lagið að taka hvern einstakling í sína vörzlu allt frá þeirri stund, er hann byrjar að skynja tilveruna í kringum sig, ög skammta honum upp frá því þá fræðslu eina, er hentar skipu- laginu .... Það er engin furða, þó að slíkt uppeldi venji ekki æskulýðinn á allt of mikla heimtufrekju, að því er varðar réttinn til persónulegrar sann- færingar og sérþroska. I skáld- sögu eftir rússneska rithöfundinn Samjatin, gamlan bolshevika og einkavin Gorkis, leitar aðalsögu- hetjan á fund læknis til heilsu- farslegrar athugunar, og verða þá með þeim svofelld orðaskipti: „Þér eruð sjúkur", segir lækn- irinn. „Þér hugsið. Það er slæmt, mjög slæmt. Mér kæmi ekki á óvart, þó að það væri farið að myndast í yður þetta, sem kallað er sál“. „Er það .... er það mjög hættulegt?", stynur sjúkling- urinn upp. „ÓIæknandi“, svarar læknir- inn. En hvers vegna líka að vera að burðast með sál í einræðisríki? Ríkisvaldið ber þar alla ábyrgð á þegnunum og þeim kemur ekk- ert við, hvort þeim líður betur eða verr. Það er einmitt í sömu ! skáldsögu og ég vitnaði til áðan,, að fyrir koma þessi huggunarríku orð: „Við erum komnir til að færa yður hina fullkomnu hamingju, hamingju, sem er stærðfræðilega gallalaus. Ef þér látið yður ekki skiljast þetta, þá er skylda vor að neyða yður til að gerast ham- ingjusamir". Vitanlega blöskrar okkur svona ríkisforsjón — og þó! Höfum við ekki líka hér vesturfrá spurnir af einhverju, sem nefnt er vel- ferðarríki. Við höfum reyndar i fyrir satt, að þar sé ólíku saman að jafna, velferðarríkið okkar á upptök sín í mannúðlegum hug- sjónum, en gæti samt ekki farið svo, að umhyggja þess fyrir þegn- unum yrði að lokum frelsi þeirra tvíeggjað sverð? Að minnsta kosti verður því ekki neitað, að víðsvegar í lýðræðislöndum er Tómas Guðmundsson nú mjög haft á orði það, sem hefnt hefur verið uppreisn eip- staklihgsins, og' gæti ékki hvað úr hverjú farið að bóla á hinu sama í okkar litla 'þjóðfélagi? Temur ríkið sér ékki margskonar hegðun, sém ekki mundi þykja göð latína í innbyrðis sdmskipt- um þegnanna, hnýsni í einka- mál, fjármunalega ágengni, þarf- lausta afskiptasemi? .... Ef til vill ér þetta framar öðru afleið- ing þess, að rikismorall stendur yfirleitt á lægrá stigi en einka- siðgæði. Þetta er því hættulegra í ungu þjóðfélagi sem það á venjulega síður á að skipa traustu almenningsáliti, er geti haldið þessum ríkismoral í hæfi legum skefjum og varnað því, að hann smiti út frá sér meðal þeirra, sem með völdin fara. Fyr- ir nokkrum dögum var frá því sagt, að velmetinn þingmaður og varaborgarstjóri úti í Danmörku hefði verið sviftur öllum trúnaði fyir þá sök eina að hafa augastað á viskýflösku, sem lá á glámbekk í opinberri veizlu. Þegar íslenzk- ur ráðherra hrökklast.úr embætti þykir gott ef hann tekur ekki alla áfengisverzlunina með sér. Nú hef ég vitanlega engan hug á að fara að moralisera eins og þjóðvarnarmaður. Mig langar ekki einu sinni minnstu vitund til að eiga heima í alfullkomnu þjóðfélagi. Ég ætla jafnvel, að fátt sé vanmetnara en það vellíð- unarspursmál frjálsra manna að hafa eitthvað til að gagnrýna og láta sér leyfast það ....Einnig þess vegna er það hverjum manni höfuðakylda að standa vörð um persónulegt frelsi, tryggja það gegn hvaða ofríki sem er. Ég trúi því fullum fetum, sagði Tómas að lokum, að hvert einstakt mannslíf sé takmark í sjálfu sér, og þess vegna sé öll þjóðfélagsbarátta unnin fyrir gíg, éf manninum sjálfum, hverjum einstaklingi, helzt ekki uppi að ganga með þann ólækandi sjúk- dóm, sem heitir sál. Að loknú forspjallinu var flutt- ur þáttur úr leikritinu „Rekkj- an“ eftir Jan Hartog, en leikend- ur voru Klemens Jónsson og Guð rún Guðmundsdóttir, en síðan flutti Klemens gamanþátt. Leik- urunum var mjög vel fagnað og þótti þeim takast mjög vel leik- urinn. Að loknum þessum dagskrár- atriðum var stiginn dans. Axel Helgason stjórnaði dansinum og gerði það af miklu fjöri og rögg- -semi. Var á ýmsan hátt aukin ánægjan við dánsinn, svo sem með því að fara í skiptidans, hringdans ö.fl. ■ Hver áðgöngu- rhiði gilti einnig sem happadrætt ísmiði og voru nokkrir vinnng- ar, mismunandi að verðgildi, en vel til þess íallnir að auka kátín- una. Óhætt er að fullyrða að Varð- arfagnaður þessi hafi tekizt méð afbrigðum vel og að fólk það sem hann sótti hafi skemmt sér óvenjulega vel. Barnavinafélagið Sumargjöf heldur aðalfund sinn í skrifstofu Sumargjafar sunnu daginn 26. apríl n.k. kl, 3 e.h. Vanaleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. 3/o herb. íbúðarhœð við Álfhólsveg, Kópavogi til sölu Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Nánari upplýsingar gefur ÖRN CLAUSBN hdl. Bankastræti 12. — Sími 18499. Vönduð 4ra herb. íbúðarhœð 108 ferm. fyrsta hæð með sér inngangi, ásamt hálfum kjallara við Barmahlíð, til sölu. Hitaveita væntanleg. Bílskúrsréttindi. NÝJA FASTEIGNASALAN Bankastræti 7 — Sími 24300 og kl. 7,30—8,30 e.h. Sími 18546 Vörubíll óskast, helzt Ford eða Chevrolet, minni gerðin. Upplýsingar í síma 13107. Amersíkur verkfræðingur giftur íslenzkri konu óskar eftir góðri íbuð með effa án húsgagna. Upplýsingar í síma 14995. Klœðskerar Vanur klæðskeri óskar eftir atvinnu. Má vera á fyrsta flokks verkstæði eða hraðsaum. Tilboð send- ist Morgunbl. fyrir 30. þ.m. merkt: „Reglusamur — 9681“. 4 herb. og eldhús óskast frá 14. maí rí.k., helzt á hitaveitusvæðinu. Þrennt fullorðið í heimili. Tilboð merkt:: „Maí 1959 — 9670“ sendist afgr. Mbl. fyrir 26. þ.m. Barnadagurinn er í dag opið frá kl. 10—1. Félag blomaverzlana Notið fritímann málið sjálf INNIMÁLNING Plast og gúmmímálning Hörpusilki — Spred-sadin Vitretex. allir litir Alabastine — fyllir. ÚTIMÁLNING, ÞAKMÁLING, rauð og græn, einnig máln- ing á glugga og grindverk. Birolía, Carbólin, Blakkfernis, Plasttjara, Koltjara, Hrátjara, Viðarolía (Trekk fast olía). Ryðvairnarefnið FERRO-BET PENSLAR Flatir lakk-penslar, Hringpenslar, Hjólhestalakk-penslar, Strik-penslar, Ofna-penslar, Lím-penslar, Málningarkústar Kalkkústar, Hreingerningarkústar, Tjörukústar, Stálburstar, Kíttisspaðar, ‘ Sandpappír, Smergilléreft. Verzlun O. ELLINCSEN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.