Morgunblaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. apríl 1959 Það óvæntasta fyrir gestinn Enginn ís á íslandi 6. Dimittentar í skemmtilest. bekkingar dimitera á sal fyrir hönd 6. bekkinga og rektor þakkaði. Síðan var haldið út, 6. bekkingar smáfjarlægðust skólann með húrrahrópum og söng, en aðrir nemendur svSruðu af skólahlaðinu. Kveðjusainsæti AKRANESI, 22. apríl. — Fjórðu bekkingum í Gagnfræðaskóla Akraness var haldið kveðjusam- sæti í Hótel Akranesi í gær- kvSldi. Hófst það með kaffi- drykkju og ávarpi skólastjóra, Axels Benediktssonar. Þá voru fluttar ræður á þremur tungu- málum, en aðal skemmtiatriði kvSldsins var fegurðarsamkeppni karla í kvennbúningum, og vakti þetta atriði mikla kátínu. Síðan var dansað. — Oddur. Dimittendar kveðja M.A. AKUiEYRI, 22. apríl. — í dag voru síðustu kennslustundir sjSttu bekkinga Menntaskólans á Akureyri. Að þeim loknum fórii þeir í heimsókn til kennara sinna víðs vegar um bæinn og kvSddu þá með sSng og húrrahrópum. Farartæki dimittenda í þessari hringferð voru þrjár dráttarvél- ar með heyvSgnum aftan i, en nemar höfðu komið sér fyrir á vSgnunum. Alls eru um 70 nem- endur í báðum deildum sjStta bekkjar. í'kvSld halda fimmtubekking- ar dimittendum hóf í hátíðasal skólans og kveðja þá með ávSrp- um, gamanþætti og dansskemmt- un. Að venju munu svo sjSttu- bekkingar þakka fyrir sig með ávSrpum til kennara og skóla, en skólameistari mun síðan ávarpa sjSttu bekkinga. Þetta hóf er hið síðasta, sem dimittendar sitja í skólanum í sinni nemendatíð, og fer það jafn an fram með hátíðablæ og mik- illi gleði. Að því loknu hefst svo lokastríð þeirra, er þreyta munu stúdentspróf héðan í vor. — vig. Ástamál frá París - „læðunnar" leitað LIONS klúbbur er félagsskapur sem starfar um mest allan heim. Það er félagsskapur manna sem vilja vinna að auknum samskipt- um fólks, auknurn þjóða á milli og verða olnbogabörnum lífsins að liði. Hér á landi eru nú starf- andi 13 slíkir klúbbar með sam- tals um 380 félagsmenn. f Heimsókn alheimsformannsins í fyrrakvöld kom hingað til lands í heimsókn formaður al- heimssamtaka Lionklúbbanna Mr. Dudley L. Simms. Hann kem- ur hingað í opinbera heimsókn og er á ferðalagi milli Lions- klúbba víðs vegar um heim. Dudley L. Simms Mr. Simms sagði við blaða- menn í gærdag, að Lionshreyf- ingin væri stærsti, og fjölmenn- asti félagsskapurinn í heimi sem ynni að friði, auknum samskipt- um þjóða í milli og auknum kynnum. Hann hefur verið á nær stanz- lausu ferðalagi síðan sl. haust að hann varð formaður alþjóðasam- taka Lionsklúbbanna. Hefur hanr, á þeim tíma komið í 75 þjóðlönd og ferðast um 320 þús. km. Takmarkið Mr Simms sagði við blaðamenn í gær að Lionshreyfingin hefði nú fest rætur í 92 þjóðlöndum og teldi 14300 félaga. Engin skilyrði eru fyrir því að gerast félagi Önn- ur en þau að áður komnir félagar í Lionsklúbb samþykki í einu hljóði hinn nýja félaga. Tilgang- ur félagsins er að vinna að -aukn- um kynnum milli félagsmanna og fólks yfirleitt, að hjálpa þeim sem bágt eiga og að vinna að öllu því sem bætt getur hag þjóðarinnar og fósturlandsins. Lions-klúbbarnir bæði hér á íslandi og annars staðar hafa lát- ið margt gott af sér leiða. Þeir hafa stutt sjúka til þess að öðlast dýra læknishjáp og þeir hafa sam eiginlega stutt t. d. Skálatúns- heimilið mjög rausnarlega. Hjálp við þá sem bágt eiga er þeirra markmið og að því vinna ýmist einstakir klúbbar eða margir klúbbar á sama svæði sameigin- lega. Mr. Simms sagði aðspurður að óvæntasta atvikið sem hann hefði orðið fyrir á reisu sinni um 75 lönd væri að sjá ekki ís á íslandi. En hann mnntist margra annar-a Dagskrá Alþingis Á MORGUN eru boðaðir fundir í báðum deildum Alþingis kl. 1,30. A dagskrá efri deildar eru tvö mál: 1. Bæjarstjórn í Hafnarfirði, ; frv. — 1. umr. ' 2. Sýsluvegasjóðir, frv. — 3. J umr. Eitt mál er á dagskrá neðri deildar: Stjórnarskrárbreyting, frv. — 2. umr. atriða úr ferð sinni. Hann minnt- ist þess að Lionsklúbbsfélagar í öllum löndum þekkja engin landa mæri. Takmarkið er samstarf og hjálp. Margt hefur verið gert í því sambandi og minntist Mr. Simms á t. d. að klúbb-félagar í Indlandi gefa 42 þúsund mjólkur glös á dag í barnaskóla landsins — að Lionsklúbbfélagaa hafa gef- ið að öllu leyti 250 skóla í Mexikó og reka þá og hafa gefið bygg- ingarkostnað 250 -barnaskóla að auki. Hann sagði frá því að félag- arnir í Chili hefðu gefið mörg þúsund pör gleraugna til þeirra er illa sáu og fleirri dæma um hjálpsemi Lionklúbbsfélaga gat Mr. Simms. Hér á landi eru starfandi 13 Lions-klúbbar með samtals um 380 félögum. ísland er sérstakt umdæmi í Lions-hreyfingunni sem nú nær yfir 92 lönd sem fyrr segir. Umdæmi er stofnað með minnst 20 Lions-klúbbum en ísland fékk undantekningu er hér störfuðu 5 klúbbar. Nú starfa í Reykjavík 5 klúbbar og 8 úti á landi. Unnið er að því að stofna fleiri slíka klúbba. Lionsklúbbahreyfingin varð til í Chicago 1917 og hefur þróast og vaxið síðan í það sem er. Simms sagði það öflugasta félag er ynni að félags- og mannúðarmálum. Nær hreyfingin til 92 landa og klúbbarnir telja samtals um 14300 menn. Fyrsti klúbburinn var stofnaður í Reykjavík fyrir tæp- um 8 árum fyrir tilstuðlan Magn- úsar Kjarans, stórkaupmanns, en framkvæmdastjóri klúbbanna á Norðurlöndum Hadar Wanrenby, kynnti markmið og stefnu þeirra hér og er nú hér í 10. sinn með formanni alheimssamtaka Lion- klúbbahreyfingarinnar. Samstarf kiúbba er náið. Ár- lega er haldið alheimsþing sem sækja um 30 þús. manna. Verður næsta slíkt þing í New York 30. júní n.k. Ýmis samlæg lönd hafa sameiginlega ársfundi, t.d. eru Norðurlöndin í sama „stórum- dæmi“. Hvert land er annars um- dæmi og klúbbar innan þess hafa mikil samskipti bæði félagslega og eins að því að vinna að sam- eiginlegu markmiði. Mr. Simms verður forseti al- heimshreyfingarinnar í 1 ár. Síð- an tekur Svíi við og þannig skipt- ist þetta á milli hinna fjölmörgu landa er að hreyfingunni standa. Hann ræðir hér við formenn Lionsklúbba og forystumenn hreyfingarinnar, en hefur hér aðeins sólarhringsviðdvöl. BLAÐINU hefur borizt vorheftið af „The American-Scandinavian Review", sem er gefið út í New York og fjallar eingöngu um norræn málefni. Af efni þess má nefna langa grein um íslenzku fiskveiðadeiluna eftir Gunnar Leistikow. Greininni fylgir upp- dráttur af íslandi þar sem sýnd eru bæði eldri fiskveiðitakmörk og 12 mílna mörkin. Þá er og í heftinu smásagan „The Elfkin“ eftir Jón Dan í þýðingu Mekkin S. Perkins. Af öðru efni má nefna mynd- skreytta grein um Riksteatret í Noregi, sem er ferðaleikhús kost- að af norska ríkinu. Harry L. Spooner skrifar um „Bishop Hill“ í Illinois, þar sem sænskir innflytjendur settust að um miðja síðustu öld. Greinin er myndskreytt. Börge Gedsö Madsen ritar fróð lega grein um eitt kunnasta nú- í GÆR fóru um bæinn fjórir hey vagnar, dregnir af traktorum, og með syngjandi og veifandi ung- mennum aftan á. Þar voru á ferð 6. bekkingar úr Menntaskólan- u m í Reykjavík, sem þennan dag dimiteruðu, eins og það er kallað. ☆ Þá er jaínan mikið um að vera í skólanum, enda eru 6. bekking- ar að kveðja skólann sinn í síð- asta sinn, og koma þar ekki aft- ur, nema til að þreyta erfitt stú- dentspróf. ☆ Áður fyrr var það siður að ganga heim til allra kennara skól ans og kveðja hvern og einn með söng cg húrrahrópum, en síðan vegaiendir urðu svo miklar í bæn um, hefur verið ekið á heyvögn- um þessum. Áður en vagnamir lögðu af stað var kveðjuathöfn í skólan- um. Inspector scholae kvaddi lifandi skáld Dana, H. C. Brann- er. Margaret Magnes skrifar mynd skreytta grein um sótarana í Nor egi, „The Smiling Chimney- Sweepers". Franklin D. Scott skrifar grein um námsmanna- skipti Bandaríkjanna og Norður- landa: „Academic Vikings". Lika er grein eftir Hans Hjorth um Borgundarhólm: „The Pearl of the Baltic" ásamt myndum það- an. Þá eru hinir föstu þættir tíma- ritsins: „Scandinavians in America", „The Quarter’s Hi- story“ þar sem raktir eru helztu viðburðir á Norðurlöndum síð- ustu þrjá mánuði ársins sem leið. Auk þess er bókaþáttur með rit- dómum og umsögnum um ýmsar bækur, tónlistarþáttur og ferða- þáttur. Ritið er 8 lesmálssíður í stóru broti og fæst í Bókaverzlun Snæ- bjarnar Jónssonar í Hafnarstræti. FYRIR nokkru hófst hér í blað- inu framhaldssaga um einhvern frægasta njósnara, sem starfaði í -síðustu heimsstyrjöliLnni — frönsku stúlkuna Mathilae Carré sem hlaut viðurnefnið ,,Læðan“. Saga þessi, sem er skrifuð af Vest ur-Þjóðverjanum Michael Graf Soltikov, styðzt við sannsögulega atburði og skjöld og gögn, sem voru lögð fram gegn Mathilde Carré í máli, sem vakti mikla athygli í Frakklandi og víðar eft ir styrjöldina. Fyrrverandi majór í franska Frá Jazzklúbbi Reykjavíkm* AÐALFUNDUR Jazzklúbbs Reykjavíkur var haldinn í Frarn- sóknarhúsinu, laugardaginn 18. apríl og hófst kl. 2.30 e. h. Gjald- keri félagsins, Árni Egilsson var settur fundarstjóri í fjarveru for- manns Kristins Vilhelmssonar. Tómas A. Tómasson ritari skýrði frá starfsemi klúbbsins á árinu. Síðan las gjaldkeri upp reikninga, og voru þeir samþykkir. Þá fór fram stjórnarkjör og voru kosin í stjórn: Tómas A. Tómasson for- maður og framkvæmdastjóri, Ragnar Tómasson gjaldkeri, Guð- björg Jónsdóttir ritari. Meðstjórn- endur: Jón Páll Bjarnason og Þórarinn Ólafsson. í varastjórn; Árni Scheving og Gunnar Mog- ensen. Endurskoðendur: Pálmi Lórenzson og Hrafn Pálsson. Einn skemmtifundur mun verða hald- inn áður en þessu starfsári lýkur, og mun þar m. a. koma fram tríó Kristjáns Magnússonar. hernum, Pierre de Vomecourt, hefir nú höfðað mál gegn Solti- kov og krefst skaðabóta, að því er segir í Reutersskeyti frá í gær. í sögunni um Mathilde Carré, „Læðunni", segir Soltikov, að de Vomecourt hafi gerzt elsk- hugi Mathilde, meðan hún enn vann fyrir upplýsingaþjónustu nazista. f sögunni segir Soltikov einnig, að de Vomecourt hafi svikið franska frelsisvini til að bjarga lífi sínu. De Vomecourt harðneitar því, að Soltikov fari rátt með staðreyndir. Mál þetta er nú fyrir rétti í Vestur-Þýzkalandi. Að yfir- heyrslum loknum í gær, var mál- inu slegið á frest í þrjár vikur, meðan reynt væri að hafa upp á „læðunni" til að bera vitni í mál- inu. Árið 1949 var Mathilde Carré dæmd til dauða fyrir njósnir í þágu Þjóðverja, en hún var náð- uð og henni sleppt úr fangelsi nokkrum árum síðar. Talið er, að hún eigi nú heima í París. Fyrsta reknetja- úldin á land á Akranesi í gær AKRANESI, 22. apríl. — Fyrsta reknetasíldin barst hingað til Akraness í morgun, og var síldin mjög falleg. Það var vélbáturinn Auðbjörg frá Neskaupstað, sem kom hingað í morgun með 20 tunnur af síld mjög fallegri. Með Auðbjörgu var Jakob Jakobs son, fiskifræðingur, og hafði Jakob merkt í nótt um borð í Auðbjörgu 1100 síldar, sem síðar var sleppt í hafið. — Oddur. The Amerícan-Scandinavkn Beview — vorheftið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.